Morgunblaðið - 27.09.1975, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1975
-BÍLALEIGAN 7
5IEYSIR ó
R f aunavAnnr fifi
CAR Laugavegur 66
RENTAL 24460 |
• 28810 n
Utvarpog stereo kasettutaiki
FERÐABÍLARh.f.
Bílaleiga, sími 81260.
Fólksbílar — statlonbilar —
sendibilar — hópferðabílar.
® 22*0*22'
RAUÐARÁRSTÍG 31
V______________/
Leiðrétting
ÞAU mistök urðu í blaðinu í gær
að með kynningu á útvarpsþætti
Gísla Helgasonar og Andreu
Þórðardóttur birtist röng mynd.
Var birt mynd af bróður Gísla,
Arnþóri Helgasyni. Beðið er vel-
virðingar á þessu.
Útvarp Reykjavík
L4UG4RD4GUR
27. september
MORGUNNINN
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00.
Morgunbæn ki. 7.55
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Baidur Pálmason les
söguna „Siggi fer f sveit“ eft-
irGuðrúnu Sveinsdóttur (6).
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög milli atriða.
Óskalög sjúklinga kl. 10.25:
Kristfn Sveinbjörnsdóttir
kynnir.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
SÍÐDEGIÐ_____________________
14.00 Við íslendingafljót.
Baldur Pálmason talar við
fólk 1 Nýja Islandí og lesið
verður úr hundrað ára gömlu
kynningarriti um landkosti
þar.
15.00 Miðdegistónleikar.
Rex Harrisson, Julie
Andrews og fleiri syngja lög
úr söngleiknum „My fair
Iady“ eftir Loewe og Lerner.
George Feyer leikur lög úr
ýmsum Vfnaróperettum.
Nýja Sinfónfuhljómsveitin f
Lundúnum leikur þrjá dansa
úr söngleiknum „Hinrik
áttunda" eftir Edward
German; Victor Olof stj.
15.45 I umferðinni
Árni Þór Eymundsson
stjórnar þættinum.
(16.00 Fréttir. 16.15 Veður-
fregnir).
16.30 Hálf fimm
Jökull Jakobsson sér um
þáttinn.
17.20 Popp á laugardegi
18.10 Sfðdegissöngvar. Til-
kynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
KVÖLDIÐ____________________
19.35 Hernám á heimaslóðum.
Guðmundur Magnússon
skólastjóri flytur minningar
frá hernámsárunum; fyrri
þáttur.
20.00 Hljómplöturabb
Þorsteinn Hannesson bregð-
ur plötum á fóninn.
20.45 Treyst á landið.
Fyrri þáttur Guðrúnar Guð-
laugsdóttur um bændastétt-
ina.
21.15 Fiðlulög f útsetningu
Kreislers
Janine Andrade leikur með
pfanðundirleik Alfreds
Holecek.
21.45 Fangelsisdagbók Hó-
Chf-Mfnh.
Þýðandinn, Guðmundur
Sæmundsson, kynnir verkið
og les úr þvf.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
Danslög
23.55 Fréttir í stuttu máli.
Dagskrárlok.
SUNNUD4GUR
28. september
MORGUNNINN
8.00 Morgunandakt
Herra Sigurbjörn Einarsson
biskup flytur ritningarorð og
bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög
9.00 Fréttir. (Jtdráttur úr
forustugreinum dagblað-
anna.
9.15 Morguntónleikar
a. Forleikur op. 115 eftir
Beethoven.
Lamoureux-hljómsveitin f
París ieikur; Igor Markevitsj
stjórnar.
b. Fiðlukonsert f D-dúr op. 61
eftir Beethoven.
Arthur Grumiaux og
Concertgebouw-hljómsveitin
leika;
Colin Davis stj.
c. Messa f C-dúr (K 317) eftir
Mozart.
Pilar Lorengar, Agnes Gie-
bel, Marga Höffgen, Josef
Traxel, Karl Christian Kohn
og kór Heiðveigarkirkjunnar
syngja með Sinfónfuhljóm-
sveit Berlfnar; Karl Forster
stjórnar.
11.00 Messa f Bústaðakirkju
Prestur: Séra Ólafur Skúla-
son.
Organleikari: Birgir Ás
Guðmundsson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
SÍÐDEGIÐ
13.20 Mfnir dagar og annarra
Einar Kristjánsson frá Her-
mundarfelli spjallar við
hlustendur.
14.00 Borgarleikhúsið
Þáttur, sem Páll Heiðar Jóns-
son sér um.
15.00 Miðdegistónleikar: Frá
tónlistarhátíðinni í Vfnar-
borg f júnf s.l.
Flytjendur: Sinfónfuhljóm-
sveitin f Vín og Garrick Ohl-
son pfanóleikari. Stjórnandi:
Erich Leinsdorf.
a. Forleikur að „Sfgaunabar-
óninum“ eftir Johann
Strauss.
b. Pfanókonsert nr. 2 f A-dúr
eftir Franz Liszt.
c. Hljómsveitarkonsert eftir
Béla Bartók.
d. „I þrumum og eldingum"
eftir Johann Strauss.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Evrópukeppni f knatt-
spyrnu: ÍA—Omonia frá
Kýpur
Jón Ásgeirsson lýsir sfðari
leik liðanna á Laugardals-
velli.
16.45 Alltaf á sunnudögum
Svavar Gests kynnir lög af
hljómplötum.
17.35 Barnatfmi: Eirfkur
Stefánsson stjórnar
„Það var hann Eggert Ólafs-
son“. Nokkur tfu ára börn
flytja ásamt stjórnanda
ýmislegt efni um Eggert
Ólafsson.
18.20 Tónleikar.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
KVÖLDIÐ
19.25 Til umræðu: Skýrsla
Rannsóknaráðs rfkisins um
þróun byggingarstarfsemi
Stjórnandi: Baldur
Kristjánsson
Þátttakendur: Benedikt
Davfðsson, forinaður Sam-
bands byggingamanna,
Guðmundur Einarsson fram-
kvæmdastjóri og Gunnar S.
Björnsson, formaður
Meistarasambands bygginga-
manna.
20.00 Tónlist eftir Arnold
Schönberg
Sinfónfuhljómsveit Islands
leikur. Einleikari: Ursula
Ingólfsson.
Stjórnandi: Karsten Ander-
sen.
a. Pfanókonsert.
b. Píanóverk op. 19.
20.35 Skáld við ritstjórn
Þættir um blaðamennsku
Einars Hjörleifssonar, Gests
Pálssonar og Jóns Ólafssonar
f Winnipeg. Annar þáttur.
Sveinn Skorri Höskuldsson
tók saman. Lesarar með hon-
um:
Óskar Halldórsson og Þor-
leifur Hauksson.
21.20 Frá tónleikum f
Akureyrarkirkju f júlí s.l.
Þýzki kórinn „Luruper
Kantorei" frá Hamborg syng-
ur.
Orgelleikari: Jiirgen
Hánschen. Stjórnandi: Ekke-
hard Richter.
a. „Heyr himnasmiður" eftir
Þorkel Sigurbjörnsson.
b. Tokkata og fúga f d-moll
eftir Bach.
c. „Jesus bleibet meine
Freude“ eftir Bach.
d. „Jesus und die Krámer“,
mótetta eftir Kodály.
21.45 „Júlf“, smásaga eftir
Gunnar Finnsson
Sigurður Karlsson leikari
les.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir
Danslög
Hulda Björnsdóttir dans-
kennari velur lögin.
23.25 Fréttir f stuttu máli.
Dagskrárlok. "
LAUGARDAGUR
27. september 1975
18.00 IþrÓttir
Umsjónarmaður Ómar
Ragnarsson.
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Dagskrá og auglýsingar
20.30 Læknir f vanda
Breskur gamanmynda-
flokkur.
Þýðandi Stefán Jökulsson.
20.55 Roif Harris
Breskur skemmtiþáttur með
söng og dansi.
Þýðandi Sigrún Helgadóttir.
21.45 Bandarfsk harmsaga
(A Place ín the Sun)
Bandarfsk bfómynd frá
árinu 1951, byggð á sögu
eftir Theodore Dreiser.
Leikstjóri George Stevens.
Aðalhlutverk Montgomery
Clift, Eiizabeth Taylor,
Shelley ’ Winters
Raymond Burr.
Þýðandi Dóra Hafsteins-
dóttír.
George Eastman, fátækur en
metnaðargjarn piltur, fær
vinnu hjá auðugum frænda
sfrium. Honum er fyrirskip-
að að umgangast óbreytta
starfsmenn eins lítið og
mögulegt er, en eigi að sfður
takast náin kynni með hon-
um og einni af verksmiðju-
stúlkunum. Þegar frá Hður,
hækkar hann f tígn, ínnan
fyrirtækisins og kemst þá í
kynni við glæsilega
hástéttarstúlku, sem hann
verður hrifinn af.
En tengsl hans við verk-
smiðjustúlkuna Angelu eru
sterkari en svo, að þau verði
rofin án fyrirhafnar.
23.45 Dagskrárlok .
Minning frá hemámsárum
Guðmundur Magnússon skóla-
stjóri flytur minningarþátt frá
hernámsárunum I útvarpi kl.
19.35. Guðmundur sagði að þetta
væru persónulegar endurminn-
ingar sinar meðan Bretar voru á
heimastöðvum hans í Reyðarfirði.
Hann segir frá fyrstu kynnum
sinum af hernum, er hann var
unglingur i vegavinnu og sá þrjá
hermenn koma á mótorhjólum
upp á Hérað á leið út á Skriðu-
klaustur að heimsækja Gunnar
skáld Gunnarsson. „Ég rek þetta
eins og ég sé það núna," sagði
Guðmundur. „Og kynni min af
þessum timum, þegar ég var ungl-
ingur, fjórtán ára. Hermannafjöld-
inn var mikill, sjálfsagt tiu eða tólf
sinnum stærri en tbúar i þorpinu.
Braggarnir voru inni i þorpinu, og
allt um kring það. Þetta var býsna
stór herstöð, byssustæði og þarna
voru flugvélar, á tímabili einnig
norsk flugsveit. Ég minnist, þess
einnig þegar þýzkar vólar voru að
koma yfir og ég segi frá verndar-
vættinum okkar, völvunni á
Hólmahálsi, sem er milli Eski-
fjarðar og Reyðarfjarðar, sem hélt
yfir okkur sinum hlifiskildi. Frá
þessum verndarvætti segir i þjóð-
sögum Sigfúsar Sigfússonar og
einna fyrst mun völvan hafa
verndað fjörð sinn. þegar Tyrkir
komu að landinu og ætluðu inn á
fjörðinn. Bálhvessti þá svo að þeir
urðu frá að hverfa."
Mynd eftir sögu Dreisers
„A Place in the Sun" heitir
laugardagsmyndin og um hana
segir svo í leiðabók Sunday Times
um sjónvarpsmyndir: Þunglama-
leg en sannfærandi saga um erfið-
leika ungs manns sem er að reyna
að komast upp þjóðfélagsstigann
en vinkona hans barnshafandi
verður honum fjötur um fót." Frá
þvi er skýrt að myndin hafi á
sfnum tima fengið margháttuð
verðlaun árið 1951 þegar hún var
gerð. Leikstjórinn, George
Stevens. fékk Óskarsverðlaun
fyrir leikstjórn, Michael Wilson og
Harry Brown fyrir handritið, Franz
Warman fyrir tónlistina, Edith
Head fyrir búninga og William C.
Meller fyrir myndatöku. Með aðal-
hlutverkin fara Elizabeth Taylor,
Shelley Winters og Montgomery
Clift og var hann tilnefndur bezti
Elizabeth Taylor og Montgomery Clift f „Bandarískri harm-
sögu.”
leikari ársins fyrir vikið og Shelley
Winters fékk viðurkenningu fyrir
leik I aukahlutverki. Ein af fáum
aðstandendum myndarinnar, sem
fékk engin verðlaun, var Elizabeth
Taylor.
I kvikmyndahandbókinni fær
myndin eina stjörnu, sem þýðir að
hún sé þess virði að horfa á svo
fremi fólk hafi ekkert annað eftir-
sóknarverðara að gera.
Myndin hefst kl. 21.45 og
stendur I tvær klukkustundir.