Morgunblaðið - 27.09.1975, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1975
7
Tillaga
Alberts og
Guðmundar J.
í Tímanum i fyrradag
birtist slúðurfrétt undir
fyrirsögninni: Greiddi
Eimskip i byggingarsjóð-
inn? Þar sagði: „Eimskip
var fyrir skömmu úthlutað
griðarstórri lóð austast i
Sundahöfn en sú lóð var
hin síðasta sem bygging-
arhæf verður nú um langt
skeið. Eimskip hafði áður
fengið lóðir við Sunda-
höfn og rætt hafði verið
um að Hafskip fengi þessa
einu lóð, sem eftir var. —
En þá gerðist það öllum á
óvart, að Albert Guð-
mundsson formaður hús-
byggingarsjóðs Sjálf-
stæðisflokksins, sem sæti
á i hafnarstjórn, gerði til-
lögu um það á fundi, að
Eimskip fengi þessa lóð
undir vöruskemmur. Hið
undarlega var, að þegar
Albert lagði fram þessa
tillögu, lá ekki einu sinn
fyrir beiðni frá Eimskip
um lóðina. Þessi lóð er
mjög stór — miklu stærri
en sú sem Ármannsfelli
var útlflutað. Nú spyrjum
við: Hefur Eimskipafélag
íslands greitt i byggingar-
sjóð Sjálfstæðisflokksins
og þá hvenær og hversu
mikið?"
Vilyrði um lóðaúthlutun
þessa til Eimskipafélags
íslands var samþykkt á
fundi hafnarstjórnar hinn
10. júlf s.l. í fundargerð
segir svo um þessa lóða-
úthlutun: „ Hafnarstjórp
samþykkti að úthluta Eim-
skipafélagi Íslands lóð nr.
5 og 7 i Sundahöfn til
þess að reisa á þeim vöru-
geymslur og til afnota
sem útigeymslusvæði
vegna vöruflutninga fé-
lagsins um höfnina enda
greiði félagið gatna-
gerðargjöld af þeim lóðum
svo og lóðinni Vatnagarð-
ar 3, sem áður er úthlut-
að, f samræmi við tillögu
hafnarstjóra dagsett 14.
maf s.l. og leggi fram til-
lögur með tímaáætlun um
hagnýtingu og byggingu á
lóðunum sem hafnar-
stjórn samþykkir. Bygg-
ingarskilmála og frekari
samningsákvæði setur
hafnarstjóri. Samþykkt
samhljóða. Albert Guð-
mundsson og Guðmundur
J. Guðmundsson gera það
að tillögu sinni að Eim-
skipafélagi Islands verði
gefið vilyrði fyrir úthlutun
á lóðum nr. II og IV við
Sundahöfn samkvæmt
korti hafnarstjórnar nr.
455 — 01,016 og félag-
inu þar með gefinn kostur
á að gera ráðstafanir til
frambúðarúrlausnar fyrir
starfsemi sfna. Úthlutanir
þessar eru til viðbótar
þeim úthiutunum, sem
Eimskipafélag Íslands hef-
ur þegar fengið úthlutað
við Sundahöfn. Samtfmis
verði vilyrði um úthlutun
við norðurhluta Sunda-
hafnar til Eimskipafélags
íslands tekin til endur-
skoðunar."
Samkvæmt þessari bók-
un kemur f Ijós, að það
var ekki aðeins Albert
Guðmundsson heldur og
einnig Guðmundur J.
Guðmundsson, varafor-
maður Dagsbrúnar og full-
trúi Alþýðubandalagsins f
hafnarstjórn, sem sam-
eiginlega gerðu tillögu um
þetta vilyrði um lóð til
Eimskipafélags íslands.
Getur svo hver fyrir sig
dæmt um það. hvort Guð-
mundur J. Guðmundsson
hefur með þessum tillögu-
flutningi verið að reka
annarleg erindi á vegum
Sjálfstæðisflokksinsll
„Áhrifamikill
Álþýðuflokks-
maður”
Fyrir nokkru var athygli
á þvl vakin hér í þessum
dálkum, að borgarfulltrúi
Alþýðuflokksins, Björgvin
Guðmundsson, sem gagn-
rýnt hefur harkalega lóða-
úthlutun til Ármannsfells
h/f, án sérstakrar auglýs-
ingar, hafi eindregið hvatt
til þess, að byggingarfé-
lagið Breiðholt h/f fengi
lóð úthlutað án sérstakrar
auglýsingar. í tilefni af
þessari ábendingu í Stak-
steinum Morgunblaðsins,
gat að líta þessa klausu í
Þjóðviljanum í fyrradag,
sem undirrituð var af
fréttastjóra blaðsins.
Klausan er svohljóðandi:
„ Framkvæmdastjóri
Breiðholts h/f er að vísu
áhrifamikill Alþýðuflokks-
maður, sem sjálfsagt hef-
ur lagt Alþýðuflokknum
lið þótt ekki verði það
rætt hér að sinni." Það
skyldi þó aldrei vera, að
eitthvað samhengi sé á
milli þess, sem þarna er
að vikið í Þjóðviljanum og
hins, að Björgvin Guð-
mundsson borgarf ulltrúi
Alþýðuflokksins var sér-
stakur hvatamaður Þess-
arar umræddu lóðaúthlut-
unar til Breiðholts h/f án
sérstakrar auglýsingar?
DÓMKIRKJAN — Messa kl.
11 ard. Séra Óskar J. Þorláks-
son dómprófastur.
ÁRBÆJARPRESTAKALL —
Guðsþjónusta í Arbæjarkirkju
kl. 11 árd. Altarisganga. Æsku-
lýðsfundur f Árbæjarskóla kl.
8.30 síðd. Séra Guðmundur
Þorsteinsson.
HALLGRIMSKIRKJA —
Messa kl. 11. Séra Ragnar
Fjalar Lárusson. Messa kl. 5
síðd. Séra Jón Dalbú
Hróbjartsson.
FELLA- OG HÓLASÓKN —
Messa í Fellaskóla kl. 2 sfðd.
Séra Hreinn Hjartarson.
LANGHOLTSPRESTAKALL
— Barnasamkoma kl. 10.30
árd. Guðsþjónusta kl. 2 siðd.
Séra Árelfus Níelsson.
FRlKIRKJAN REYKJAVlK
— Messa kl. 2 síðd. Séra
Þorsteinn Björnsson.
LAUGARNESKIRKJA —
Messa kl. 11 árd. Séra Garðar
Svavarsson.
BUSTAÐAKIRKJA —
Guðsþjónusta kl. 11 árd. Séra
Ólafur Skúlason.
DÓMKIRKJA KRISTS
KONUNGS 1 LANDAKOTI —
Lágmessa kl. 8.30 árd.
Hámessa kl. 10.30 árd.
Lágmessa kl. 2 sfðd.
KIRKJA ÓHAÐA SAFNAÐ-
ARINS — Messa kl. 2 siðd.
Séra Emil Björnsson.
NESKIRKJA — Messa kl. 11
árd. Séra Frank M.
Halldórsson.
GRENSÁSKIRKJA —
Guðsþjónustakl.. 11 árd. Séra
Magnús Guðmundsson fyrrum
prófastur messar. Sóknar-
prestur.
FlLADELFlA — Almenn
guðsþjónusta kl. 8 siðd. Ræðu-
maður WiIIy Hansen. Einar J.
Gíslason.
ÁSPRESTAKALL — Messa kl.
11 að Norðurbrún 1. Séra
Grímur Grfmsson.
HÁTEIGSKIRKJA — Messa
kl. 11 árd. Séra Arngrímur
Jónsson. Messa kl. 2 síðd. Séra
Jón Þorvarðarson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND —
Messa kl. 10 árd. Altarisganga.
Séra Lárus Halldórsson.
BREIDHOLTSPRESTAKALL
— Fjölskyldumessa kl. 2 f
Breiðholtsskóla. Haust-
fermingarbörn eru beðin að
mæta. Séra Lárus Halldórsson.
KÓPAVOGSKIRKJA —
Guðsþjónusta kl. 11. árd. Séra
Þorbergur Kristjánsson.
IIAFNARFJARÐARKIRKJA
— Messa kl. 2 siðd.
Barnaguðsþjónusta kl. 11 árd.
Fluttur verður helgileikur.
Séra Garðar Þorsteinsson.
FRÍKIRKJAN I HAFNAR-
FIRÐI — Guðsþjónusta
kl. 2 síód. Fermd verða:
Agnes H. Svansdóttir Strand-
götu 19 og Auðunn H. Stígsson
Skúlaskeiði 26. Séra
Guðmundur Óskar Ólafsson.
KEFLAVlKURKIRKJA —•
Sunnudagaskóli kl. 11 árd.
Guðsþjónusta kl. 2 siðd. Séra
Páll Þórðarson prédikar.
Æskulýðssamkoma kl. 8.30
siðd. Séra Ólafur Oddur Jóns-
son.
HVALSNESKIRKJA — Messa
kl. 2 síðd. Sóknarprestur.
STOKKSREYRARKIRKJA —
Barnaguðsþjónusta kl. 10.30
árd. Sóknarprestur.
GAULVERJABÆJAR-
KIRKJA
— Guðsþjónusta kl. 2 síðd.
Sóknarprestur
AKRANESKIRKJA — Messa
kl. 2 sfðd. Séra Björn Jónsson.
Skákþing
Bandaríkjanna
1975
Skákþing Bandaríkjanna
1975 var háð í borginni Oberlin
7. — 30. júnf siðastliðinn. Þátt-
takendur voru 14 og urðu úrslit
sem hér segir: 1. W.S. Browne
8,5, 2. K. Rogoff 8 v„ 3. M.
Vukcevich 7,5 v„ 4. — 5. R.
Byrne og S. Reshevsky 7 v„ 6.
— 9. W. Lombardy, A. Bisguier,
J. Tarjan og K. Commons 6,5 v„
10. — 13. L. Kavalek, J. Peters,
E. Mednis og J. Erefe 5,5 v„ 14.
P. Benkö 5v.
Úrslit mótsins koma nokkuð
á óvart. Sigur Browe er þó lítið
undrunarefni. Hann hefur um
skeið verið í fremstu röð stór-
meistara. K. Rogoff er hins veg-
ar ungur og efnilegur skákmað-
ur, sem Bandarikjamenn vænta
mikils af i framtíðinni.
Vukcevich er Júgóslavi, sem
hefur verið búsettur í banda-
ríkjunum um skeið. Hann var
þekktur skákmaður í Júgóslav-
íu á sinni tíð, og tefldi m.a. í
Júgóslavneska ólympíuliðinu
árið 1960. Fyrir nokkrum árum
hlaut hann, ásamt fleirum Nó-
Skák
eftir JÓN Þ. ÞÓR
belsverðlaunin í eðlisfræði.
Slakur árangur Kavaleks og
Benkös kemur vissulega á
óvart, en Benkö tókst ekki að
vinna eina einustu skák i mót-
inu. Annar keppandi vann enga
skák, en það var Bisguier, sem
gerði allar skákir sínar jafn-
tefli. Vinningshlutfallið i mót-
inu er annars mjög lágt, og þess
Framhald á bls. 21
Mercedes Benz
Ti/ sö/u er mjög ve/ með farirm einkabíll Merce
des Benz, 250, ekinn 68 þ. km. Sjálfskiptur,
leðursæti, aflstýri og hemlar.
Upplýsingar í síma 43415.
77/ sýnis að Brúarflöt 1, Garðahreppi.
LISTAR alls konar
Sérlega hagstætt verð
^ TIMBURVERZIUNIN VÖLUNDUR hf
Klapparstíg 1. Skeifan 19.
Símar 18430 — 85244.
\
&
&
\
&
\
\ & \ & \ £
&
Lærið a
* að f
& ^ dansa
Eðlilegur þáttur í almennri menntun
hvers einstaklings ætti að vera að
læra að dansa.
Ath. Afsláttur ef 3 systkini eða
fleiri eru í dansi.
Auka afsláttur ef foreldrar eru líka.
Innritun
stendur
yfir
Dansskóli
Heiöars
Ástvaldssonar
Reykjavík: '20345,
24959, 74444
Se/tjarnarnes: 84829
Kópavogur: 84829
Hafnarfjörður: 84829
Keflavík: 1690
Dansskóli Hermanns
Ragnars
Beykjavík: 36141
Dansskóli Sigvalda
Reykjavík: 84 750
Akranes: 1630
Borgarnes: 7287
Ballettskóli
Eddu Scheving
Reykjavík: 43350
Ballettskóli
Sigriðar Ármann
sími: 32 153
\
\
\
DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS
000
TRYGGING fyrir réttri tilsögn í dansi