Morgunblaðið - 27.09.1975, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 27.09.1975, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1975 MÁNUÐUR í MOSKVU Eftir Pétur Kidson Karlsson Undanfarin ár hefur verið haldið á hverju sumri við aðal- háskólann f Moskvu MGU, svo- kallað „seminar“ fyrir útlend- inga, sem hafa rússneska tungu sem aðalatvinnugrein, svo sem kennara eða þýðendur, og aðra, sem eru vel á veg komnir í málinu, svo sem stúdenta á framhaldsnámi. Má þvi líta á þetta seminar sem nokkurs konar upprifjunarnámskeið og umræðufund. Sem löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur, tók ég sjálfur þátt nú í sumar í svokölluðu 15. alþjóðlegu seminar fyrir rúss- neskukennara við MGU háskól- ann í Moskvu, en það var frá 1. til 31. ágúst. Þátttakendur voru frá 14 löndum f Vestur-Evrópu: Austurríki, Belgfu, Bretlandí, Danmörku, Finnlandi, Frakk- landi, Hollandi, Ítalíu, Luxem- burg, Noregi, Spáni, Svíþjóð, Vestur-Þýskalandi og Islandi. Þar að auki voru fulltrúar frá Bandaríkjunum og Japan. Portúgal hefði einnig átt að taka þátt í seminarinu, en ein- hverra hluta vegna mættu þeir ekki. Það vantaði bara Færey- inga og Grænlendinga! Með öðrum orðum voru allir þátttak- endur frá svokölluðum ,,kapítalískum“ löndum, þó að ýmsir okkar teldu sig alls ekki auðvaldssinna. Fólkið var á öllum aldri, aðal- lega kennarar, en kvenfólkið í meirihluta, eins og á auðvitað að vera á alþjóðakvennaárinu. Frá flestum löndum voru mættir frá 3 og allt upp í 7—8 fulltrúar. Alls voru þátttak- endur yfir 100 manns. Fjölmennastir hópar voru frá Finnlandi og Japan, enda Japanir langiðnastir og dug- legastir. Aðeins Luxemburg og Island voru með 1 fulltrúa hvort, svoleiðis að það reyndi mest á ökkur, þegar halda átti ræðu eða þvíumlíkt um land og þjóð. Hér má skjóta því inn til gamans, að þó að Island sé um það bil 40 sinnum stærra en Luxemburg að flatarmáli, búa í Luxemburg tæplega 400.000 manns miðað við u.þ.b. 220.000 á fslandi. Við bjuggum öll í stúdenta- garði hájskólans á svokölluðum Leninhæðum, en þaðan er stór- kostleg útsýni yfir alla höfuð- borgina. Ekki veit ég, hvað er pláss fyrir margra stúdenta í garðinum, eða nákvæmlega hve margir stúdentar eru við nám þar á veturna (maður er orðinn hálfleiður á allri þessari statistík f heiminum), en það eru áreiðanlega mörg þúsund. I sumar voru flestir sovéskir stúdentar í frfi, það er að segja þeir voru flestir annaðhvort að vinna við stórframkvæmdir á afskekktum stöðum, til dæmis í Síberfu, á Kamsjatkaskagan- um, eyjunni Sakhalin nálægt Japan og víðar, en þeir geta fengið mjög há laun á stuttum tíma með því að vinna erfiðis- og yfirvinnu þar. Aðrir gegna herþjónustu á sumrin. Fyrir hverja tvo stúdenta í stúdentagarðinum er lítil íbúð með 2 herbergjum, en milli her- bergjanna er sturta og klósett, svoleiðis að hver stúdent hefur eitt herbergi fyrir sig. Einnig á hverri hæð eru 2 eða fleiri eld- hús, þar sem maður getur búið til heitan mat ef maður vill. Herbergin eru hreinleg og notaleg. I sömu íbúð og ég bjó ungur sænskur kennari frá Gautaborg, sem kunni góða rússnesku og einnig slatta af öllum hinum slavnesku málum. Hann hafði verið í útivist á Akureyri, er mjög hrifinn af Fróni, og ætlar að koma aftur næsta ár. Það er athyglisvert, hvað rússneskan er kennd núna í mörgum gagnfræðaskólum i Vestur-Evrópu, sérstaklega i Vestur-Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, að mér skilst. Er ekki tími til þess kominn, meðal annars, að rússneskan verði tekin upp sem föst náms- grein við Háskóla íslands? Al- veg sama, hvernig maður lítur á stjórnarfar Sovétríkjanna, en vegna aukinna samskipta og verslunarviðskipta milli Is- lands og Sovétríkjanna er það brýn nauðsyn, að fleiri Islend- ingar kunni góða rússnesku. Flestir stúdentar við þennan griðarstóra háskóla á Leninhæð um fá allar sínar máltíðir f stór- um mötuneytum, sem er að finna i ýmsum hlutum bygg- inarinnar. Maturinn er ódýr, frekar einfaldur, en góður. Það var einkennilegt að sjá unga Rússa borða, til dæmis, stóra, heita rétti strax klukkan 8 um morguninn. Einnig f háskólan- um eru allskonar verslanir, þar sem eru seldar bækur, gramófónplötur, lyfvörur, fatnaður, matur o.fl. Bækur og plötur eru yfirleitt í Rússlandi á mjög lágu verði, miðað við Vestur-Evrópu, og á það einnig við um fargjöld í öllum sam- göngutækjum. Námskeiðið sjálft fór ekki fram I aðalbyggingu háskólans, en í hliðstæðri stofnun I út- hverfi Moskvuborgar, en þang- að þurftum við að fara snemma á hverjum morgni, fyrst með strætisvagni og svo með spor- vagni. I því hverfi eru engir erlendir ferðamenn. Þetta er ósköp venjulegt hverfi með ósköp (Guði sé lof) venjulegu fólki, svoleiðis að okkur gafst tækifæri til að kynnast eðlilegu lífi Moskvubúa, a.m.k. á götum Pétur Kidson Karlsson úti, f verslunum, á veitingastöð- um o.s.frv. I upphafi námskeiðsins þurftum við öll að skrifa rit- gerð á rússnesku (ég kaus efnið „Rússnesk tunga í lffi minu“), svo var talað við okkur og við spurð ýmislegt um menntun okkar, hvaða sérstakar óskir við hefðum varðandi einstök atriði og vandamál f rússneskri málfræði. Þá var okkur skipt niður í mismunandi flokka. Ég lenti, til dæmis, í einum flokki saman með Dönum og Japön- um, í öðrum með Austurríkis- mönnum, Þjóðverjum, Spán- verjum og Itölum, en í þriðja hópnum voru Svíar, Finnar, Frakkar og Englendingar. Á hverjum degi voru samtals- æfingar, spurningaþættir og umræður. Oft voru hljóðfræði- æfingar, og svo mjög gagnlegar kennslustundir í sambandi við flóknustu atriðin f málfræði. Allir kennarar voru konur, en þær voru sérstaklega greindar, vel að sér í sinu fagi, góðir málfræðingar og með mikla kímnigáfu. Aldrei varð maður var við neinn pólitiskan áróður af þeirra eða annarra hálfu á námskeiði þessu. Námskeiðið byrjaði alltaf klukkan 9 um morguninn og var oftast nær búið rúmlega eitt. Svo var matarhlé. t kjallar- anum var mötuneyti með góðu úrvali af heitum og köldum réttum á góðu verði, en ég kaus oft að hlaupa yfir götuna og fá mér snarl með sovéskum verka- mönnum i ódýru mötuneyti fyrir venjulegt fólk, þar sem maður gat betur slappað af og gleymt akademísku lifi f hálfan klukkutfma. Eftir hádegi áttum við kost á að eyða klukkutíma eða svo f svokölluðu „language labora- tory“, þar sem maður gat heyrt sinn eigin framburð á segul- bandi og borið hann saman við réttan framburð rússneskra kennara. Svo voru forvitnilegar vélar, sem sýndu ýmsar flóknr spurningar varðandi rússneska málfræði. Maður átti að velja það svar, sem manni fannst rétt, úr nokkrum tilbrigðum, ýta svo á takka og sjá, hvort maður hefði valið rétt eða ekki. Þetta var mjög gagnleg æfing. Suma daga var haldinn fyrir- lestur um málvfsindi eða önnur efni, svo sem stöðu sovéskrar æsku í þjóðfélaginu, rússneska list o.fl. Flesta daga eftir há- degi var sýnd sovésk kvikmynd, en það var ekki skylda að sækja þessar sýningar. Flestar mynd- anna snerust á einn eða annan hátt um félagsmál og persónu- leg vandamál einstaklingsins, sumar mjög athyglisverðar, og á þann hátt fengum við gott innsæi í sovéskt þjóðlíf, auk þess að sjálfsögðu að við heyrð- um hversdagslegt rússneskt mál talað á eðlilegan hátt. Á öðrum dögum gafst okkur kostur síðdegis að fara í sum af þeim fjölmörgum og merki- Iegum söfnum Moskvuborgar, til að mynda listasöfn, safn rússneskra bókmennta, Gorkf- safn, Dostojevskísafn, Tsékov- safn, sýningu sovéskra málara og margt fleira. Þar að auki voru nokkrar skipulagðar dags- ferðir, svo sem sigling á Moskvufljóti, heimsókn minnis- merkja í nágrenni Moskvu, þar sem þýski herinn var stöðvaður árin 1941—42, og til merkra staða í 100—300 km fjarlægð. Ég fór til Suzdal, sögulegs bæjar milli Moskvu og Volga- fljótsins, en Suzdal var eitt af þeim fyrstu furstadæmum gamla Rússlands á 11. og 12. öld, áður en Moskvufursta- dæmið tók við. Þar er urmull af fallegum, gömlum kirkjum, sem nú er vel viðhaldið og ný- málaðar. Það er eins og nútfma- lífið hafi sniðgengið Suzdal, andrúmsloftið og umhverfið er svo rólegt og friðsamlegt þrátt fyrir stóriðnaðinn, sem er að finna í næsta nágrenni — nokkurs konar griðastaður í hafi vélvæðingarinnar. Að lokum held ég, að ég megi fullyrða fyrir hönd flestra ef ekki allra þátttakanda f þessu upprifjunarnámskeiði, að það var sérstaklega vel skipulagt, það ríkti sannur andi eðlilegrar vináttu milli þjóða, og að Rússarnir gerðu allt, sem þeir gátu, til þess að gera okkar dvöl þar eystra bæði ánægjulega og gagnlega. Fyrir þá íslendinga, sem eru ef til vill að hugsa um að sækja slíkt námskeið í framtíðinni, má geta þess, að uppihaldið í stúdentagarði há- skólans var ókeypis. Við þurft- um að borga sjálfir fyrir matinn, en hins vegar fengum við 150 rúblna styrk hvert frá sovéskum yfirvöldum, sem er meira en nóg, sérstaklega ef maður fær sinar máltíðir í mötuneytum. Ég persónulega greiddi sjálfur fargjaldið til og frá Moskvu, en hægt er að fá ferðastyrk hjá menntamála- ráðuneytinu íslenska. Síðasta kvöldið fyrir lok nám- skeiðsins var haldið kveðjusam- sæti fyrir alla þátttakendur. Hver þjóð var beðin að koma með nokkurs konar skemmti- atriði. Flestar þjóðir höfðu yfir nokkrum mönnum að ráða og höfðu því betri möguleika en ísland og Luxemburg (með að- eins 1 fulltrúa hvort) að búa til Framhald á bls. 21 Upprifjunamámskeið í rússnesku fyrir útlendinga Aðalbygging Moskvuhðskólans á Leninhæðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.