Morgunblaðið - 27.09.1975, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1975
21
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Nú bætum við okkur upp sumarið. Nýtt 5
vikna námskeið í
Frúarleikfimi
hefst 2. október. Hjá okkur er sú yngsta
1 5 ára, sú elsta á áttræðisaldri, sem sagt
flokkar við allra hæfi.
Gufa — Ijós — kaffi — nudd.
Innritun og upplýsingar i síma 83295
alla virka daga kl. 1 3 til 22.
Júdódeild Ármanns.
Nú grennum við okkur
Nýtt 4ra vikna námskeið í hinni árangurs-
ríku megrunarleikfimi okkar, hefst 1 .
október. Þetta námskeið er fyrir konur
sem þurfa að léttast um 15 kg eða
meira. Hinn góði árangur okkarnæstmeð:
1 . flokks leikfimiskerfi — úrvals megrun-
armataræði — sérstöku megrunarnuddi.
Læknir fylgist með árangrinum. Viktun,
mæling, gufa, Ijós, kaffi. Öruggur árang-
ur ef viljinn er með. Innritun og upplýs-
ingar í síma 83295 alla virka daga kl.
13 — 22. Júdódeild Ármanns.
| Fimleikafélagið Björk Hafnarfirði
Frúarleikfimi
; ♦
! hefst miðvikudaginn 1. október.
Æfingadagar: Mánudagar og miðviku-
dagar. Uppl. og innritun mánudaginn 29.
sept. kl. 19 — 21 e.h.í síma 51385.
Stjórnin.
kaup — sala
Diesel rafstöð
Viljum kaupa diesel rafstöð 50 — 70 kw í
góðu ástandi.
Hrafnagilsskóli Eyjafirði.
— Mánuður
Framhald af bls. 14
fjölbreytta þætti. Ég var í vand-
ræðum, vegna þess að ég get
hvorki sungið, dansað né gert
góðan skopleik, og allt átti að
vera i léttum dúr. Eina úrlausn-
in var að segja nokkur léttlynd
orð um einbúann í Atlantshaf-
inu. Eftir að hafa afsakað mig á
þennan hátt, bætti ég við, að
allir íslendingar kynnu að
synda, en því miður væri engin
laug þar á staðnum.
Á tslandi væru engir Eski-
móar og engar járnbrautir, svo
að ekki væri hægt að herma
eftir þeim. tsland hefði engan
hér, ég gæti því ekki sýnt nein
herbrögð.
Þó að ýmislegt vantaði á Is-
landi, væri nóg til af fiski,
fallegum stúlkum og eld-
fjöllum, en það væri ekki
heldur hægt að sýna þar í
Moskvu það kvöld. Einnig væru
til draugar, en þeir væri því
miður ósýnilegir. Hins vegar
væri tsland frægt fyrir sinar
fornu bókmenntir og sögur, en
margt hefði verið þýtt á erlend
tungumál. Til þe^s að þóknast
Norðurlandabúum, sem voru
viðstaddir, sagði ég að tsland
væri vestasti útvörður, og Finn-
land ef til vill austasti útvörður
norrænnar menningar. Og að
lokum lét ég spila hluta af
grammófónplötu með íslensk-
um þjóðlögum í nútimaútsetn-
ingu, sungnum af þrímenn-
ingunum „Þrjú á palli“, sem
vakti talsverða athygli.
Bandarikjamaður hafði
samið sfnávísur um hverja þjóð,
sem hann las upp á ensku, en
vísan um Island hljóðaði
þannig:
In Ieeland where the people
went
To Europe’s oldest Parliament,
Russians visit now to find
The meaning of the Vestern
mind.
— Skákþ:ng
Framhald al
má geta, að sigurvegarinn,
Browne, vann aðeins fjórar
skákir. Mótið var svæðamót
fyrir Bandaríkin auk þess að
vera meistaramót, og hafa þeir
Browne og Rogoff unnið sér
rétt til þátttöku í millisvæða-
móti. Auk þeirra mun R. Byrne
fara beint í millisvæðamót. Að
lokum kemur svo ein'skák frá
hendi sigurvegarans.
Hvftt: R. Byrne
Svart: Browne
Sikileyjarvörn
1. e4—c5, 2. Rf3—d6, 3. d4 —
cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 —
a6, 6. Be3.
( Þessi leikur er sem næst
einkavopn Byrne og hefur fært
honum margan sætan sigur).
6. — e6, 7. Be2 — Rdb7, 8. g4 —
h6, 9. f4 — b5, 10. g5 (?)
(Hér gerist Byrne helzt til
djarfur. Betra var 10. a3).
10. — hxg5, 11. fxg5 — Hh3!,
(Sterkur leikur, sem færir
svörtum öruggt frumkvæði).
12. Bf4 — b4, 13. Rd5 — exd5,
14. gxf6 — Rxf6, 15. Rc6 —
Db6, 16. exd5 — Re4,
(Svartur teflir af nákvæmni og
öryggi og hefur nú hartnær
unnið tafl).
17. Dd4 — Dxd4. 18. Rxd4 —
g5!, 19. Bcl—Bg7, 20. Rc6 —
Rg3, 21. Hgl — Rxe2, 22. Hxg5
(Hér var sennilega bezt að gef-
ast upp, en Byrne tefldi hrað-
skák í nokkra leiki í viðbót).
22. — Rd4, 23. Hxg7 — Rxc2 + .
24. Kdl—Rxal, 25. Hg8+ —
Kd7, 26. Hf8 — Hd3+,27. Bd2
— Hxd5, 28. Rxb4 — Hf5, 29.
Bc3 — a5, 30. Rd3 — a4 og
hvítur gaf.
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
Heimilistrygging SJÓVÁ bœtir tjón ó innbúi af völdum
eldsvoóa, vatns, innbrota og sótfalls, einnig óbyrgóar-
skyld tjón - svo nokkuó sé nefnt.
v
:
Hugmyndir og hugmyndakerfi
í norrænum bókmenntum
Hjá Rannsóknastofnun í bók-
menntafræði við Háskóla tslands
er komin út bókin „Ideas and
Ideologies in Scandinavian Liter-
ature since the First World War“.
Efni bókarinnar éru sautján
fyrirlestrar, sem haldnir voru á
ráðstefnu International Associ-
ation for Scandinavian Studies f
Háskóla Islands sumarið 1974. Þá
eru þar greinargerðir 6 umræðu-
hópa sem störfuðu á ráðstefnunni
um einstakar hugmyndir og hug-
myndakerfi. Sveinn Skorri
Höskuldsson prófessor annaðist
útgáfu bókarinnar.
Meðal fyrirlestranna í bókinni
eru þrfr eftir íslenzka höfunda:
Ideer och ideologier i islandsk
litteratur sedan första várld-
skriget eftir Svein Skorra
Höskuldsson, The Atom Station
eftir Hermann Pálsson og Kvinne
og samfunn i noen af dagens is-
landske prosaverker eftir Helgu
Kress. Bókin er 360 bls. að stærð
og prentuð í Prentsmiðjunni
Odda. Hún er til sölu í helztu
bókaverzlunum.
Að mörgu er að hyggja,
er þú þarft að tryggja
Æ -
Komdu og kíktu á V0LVO76
OPIÐ LAUGARDAG KL.14-19 OG SUNNUDAG KL.10-19