Morgunblaðið - 27.09.1975, Síða 22

Morgunblaðið - 27.09.1975, Síða 22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1975 22 Árni Hinriksson forstjóri Fæddur 7. marz 1930 Dáinn 18. september 1975 Árla morguns þann 18. þ.m. var ég vakinn á hóteli því sem ég bjó á í London og mér tjáð að vinur minn og samstarfsmaður, Arni Hinriksson, væri hættulega veikur og óttazt um líf hans. Starfsmenn hótelsins höfðu þegar gefið honum súrefni og haf- ið björgunar- og lffgunartilraunir og var þeim haldið áfram um tveggja klukkustunda skeið, en án árangurs og úrskurðaði læknir þá að hann væri látinn. Árni hafði átt við mikla van- heilsu að striða allt sfðast liðið sumar. Hann fékk hjartaáfall við starf sitt í Laugarásbíói, hafði dvalið lengi á spítala og sfðan á heimili sínu við ágæta umönnun eiginkonu sinnar. Tók heilsa hans svo miklum framförum siðari hluta sumars, að hann taldi sér ekki aðeins óhætt, heldur og skylt að halda til Lundúna fyrir hönd þess fyrirtækis, sem hann stjórn- aði til kvikmyndakaupa. Hóf hann þá ferð ásamt undirrituðum þann 9. sept. s.l. Sá ferðadagur varð upphafs hans síðasta ferðaiags hérna megin grafar, en útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 10.30. Árni Hinriksson var fæddur í Stavanger í Noregi fyrir 45 árum. Foreldrar hans voru þau hjónin Anna Sigrfður Árnadóttir og Hinrik Wagle, norskrar ættar. Ekki kann ég að rekja ættir þeirra, en veit um börn þessara hjóna og systra Árna sem eru: Herdfs gift Einari Jónssyni gjald- kera í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis og Elísabet gift Sveini Torfa Sveinssyni verkfræðingi. Bróðir Árna dó í barnæsku, en systur sína Ellen missti hann með e/s Goðafossi, þegar hann var skotinn niður. Árni var aðeins nokkurra mánuða gamall er foreldrar hans fluttust með börnum sfnum til Islands, en faðir hans vann að uppsetningu véla hjá S.I.F. og mun hafa starfað þar síðan meðan líf hans entist. Þegar Arni hóf lífsstarf sitt settist hann í Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan námi sem rafvirki árið 1953. Hann vann m.a. um árabil hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og hélt alla tfð vin- áttu sinni og kunningsskap við fyrri vinnufélaga þar. Áður en hinar fyrstu sýningar Minning Laugarásbíós í borðsal Hrafnistu hófust, og áður en heimilið tók til starfa hafði Árni m.a. unnið við rafleiðslur og uppsetningu sýningarvéla í þeim sal. Má segja að þá hafi afskipti hans af kvik- myndum hafizt. Hann aflaði sér sýningarmannsréttinda skömmu síðar og mun hafa unnið við þau störf á vegum samtaka okkar allt frá 1956 eða í heild um tuttugu ára skeið. Hann varð annar aðalsýningar- maður Laugarásbíós við opnun þess 1960 en tók við forstjóra- störfum þess f aprfl 1970. Arni var vel meðalmaður á hæð, alla tíð grannvaxinn og sam- svaraði sér vel. Hann hafði mikið dökkt og liðað hár framan af ævi, en hærðist fljótt við auknar áhyggjur, vaxandi starf við fyrir- tækið og Iangvarandi veikindi. Gráblá augu hans, björt og full af góðvild mynduðu með háu enni og skörpu nefi heild, sem gerði Árna að útlitsfríðum karlmanni. En þeir sem til þekkja vita að fegurð mannlífs og góðvild f garð náungans er ekki einhlít, þótt ytri fegurð sé fyrir að fara, heldur er það hinn innri maður sem ræður þegar slíkt er vegið og metið. Aldrei reyndi ég Arna öðruvísi en hinn góða dreng sem hvers manns vanda vildi leysa. Starfs- fólki sínu reyndist hann góður stjórnandi og vinur í raun, sem mörg dæmi sýna. Fyrir vistfólkið á Hrafnistu tók hann upp sér- staka þjónustu og nutu hennar ekki síður aldraðir f nágrenninu, án nokkurs endurgjalds. Sama er að segja um þau börn sem dvalizt hafa á sumardvalarheimili Sjó- mannadagssamtakanna að Hrauni undanfarin sumur. Arni var skapfestumaður og trúverðugur í starfi. Hann byggði Laugarásbíó upp á þann veg, að komið var á móti viðskiptavinun- um með nýjum og góðum myndum, sem hann lagði mikla rækt við að ná til landsins. Um leið lagði hann sérstaka rækt við að hagur Hrafnistu, sem ágóða bfósins nýtur, færi vaxandi með ári hverju. Árni bjó yfir þægilegri kímni sem hann beitti oft því hún var honum eðlileg. Kímni hans var aldrei blönduð illgirni sem þvf miður svo mörgum er töm. Hann kunni að gleðjast á góðri stundu í hópi góðra vina, en mis- notaði ekki neina gleðigjafa. Minnist ég sérstaklega ánægju- legra veiðiferða með Árna, en hann kunni vel að meta fallegar veiðiár og vötn, þótt erilsamt starf og þungt heimili framanaf drægju þar úr. Áhugasemi hans í starfi hefur þegar verið að nokkru lýst og fljótt farið yfir sögu um starfsfer- il hans og þá skilinn eftir einn stærsti þátturinn en það var vinna hans við að fegra og prýða hið fallega heimili þeirra hjóna að Bröttubrekku 5 í Kópavogi. Ekki verður þó skilið við þessi fátæklegu minningarorð án þess að á lífsförunaut hans og börn verði minnzt. Þegar við sátum að kvöldi dags i hótelherbergi okkar í London að afloknum vinnudegi, ræddum við um störf liðins dags og niður- stöður og reyndum að skipuleggja störf hins næsta. Var hugur hans ætíð við að ná hinum beztu samningum og myndum fyrir Laugarásbíó Fleira bar að sjálf- sögðu á góma í þessum samræðum okkar bæði hagur og störf annarra fyrirtækja og stofnana samtaka okkar. fjölskyldumál og önnur einkamál. Sérstaklega verða mér minnis- stæð orð hans eitt kvöldið, áður en eiginkona hans og tengda- móðir komu út, tæpum fjórum dögum áður en hann lézt. Þá sagði hann við mig: „Þvf miður hefi ég kannski aldrei gert mér fyllilega grein fyrir, eða þakkað nógsam- lega, hvað góða eiginkonu ég hefi átt. Stuðningur hennar og ástúð við mig í veikindum mínum er þannig að ég get ekki lýst í orðum.“ Þessi orð komu mér i hug, þegar ég fylgdi honum látnum frá hóteli okkar og aftur er eiginkona hans og hin styrka móðir hennar komu til Keflavíkur og tóku þar á móti börnum þeirra hjóna og öðru skyldfólki, voru huggarar þeirra, eins og þær voru hvor annarri og öðrum eftir lát Árna i London. Árni Hinriksson kvæntist heit- mey sinni Helgu Henrysdóttur þann 24. febrúar 1951. Helga er dóttir Guðrúnar Þorsteinsdóttur sem ég hefi hér áður getið um. Guðrún er heilsteypt kona, til- finninganæm en sterk á rauna- stundu, svo sem mfn kynni af henni hafa verið. Faðir Helgu, Henry Hálfdanarson, er svo landsþekktur fyrir störf sín að slysavarnamálum, félagsmálum sjómanna o.fl. en þó sérstaklega fyrir forystuhlutverk sitt við stofnun sjómannadagssamtak- anna að óþarft er að kynna frekar. Ætla má að Helga hafi verið því nokkuð kunn frá æskuheimili sínu að langur vinnudagur hús- bóndans var ætíð til staðar. Helga ólst upp f stórum syst- kinahópi en alls voru þau sjö, en sex ólust upp á heimili foreldra þeirra, tvær systur og fjórir bræður. Þeir eru flestir kunnir fyrir störf sín að félags-, stjórn- málum og slysavarnamálum. Stendur hið mætasta fólk að Helgu í báðar ættir hennar. Þau hjónin Árni og Helga eign- uðust sex börn og eru þau þessi: Ellen Ingibjörg, 24 ára, gift Herði Svavarssyni, Anna, 22 ára, trúlof- uð Kai Nielsen, Gunnar, 18 ára, sem nú er að hefja iðnnám, Guðrún, 16 ára, Helga Dagný, 11 ára, og Árni 9 ára. Helgu og börnum hennar, aldraðri móður Árna, systrum og öðru skyld- og tengdafólki flyt ég mfnar innilegustu samúðar- kveðjur. Þær veit ég að ég má einnig flytja í nafni Sjómanna- dagssamtakanna og alls starfs- fólks þeirra. Hjá samtökum okkar er skarð fyrir skildi nú þegar einn ágæt- asti starfsmaður þeirra er fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Vertu sæll kæri vinur þakka þér samfylgdina, sem varð því miður allt of stutt. Megi sem flestir taka fram- komu þína við náungann og trú- mennsku í starfi til fyrirmyndar. Pétur Sigurðsson. Þótt öllum kunnugum væri það vel ljóst, þegar Arni Hinriksson forstjóri Laugarásbíós fór til London fyrir réttum þrem vikum til að sinna þar erindum kvik- myndahússins, að hann hafði ekki náð sér til fullnustu af því þunga áfalli, sem heilsa hans hafði orðið fyrir í vor, mun þó engan hafa grunað, að það ætti ekki fyrir honum að liggja að koma lífs úr þeirri för. Sízt kom mér það i hug, þegar ég kvaddi hann að morgni þess dags, þegar hann lagði upp f för- ina, að þar færu fram hinztu kveðjur okkar. Árni var hress og kátur og alúðlegur að vanda, þótt heilsan væri engan veginn eins góð og æskilegt var, og hann vænti þess, að það hindraði engan veginn, að hann gerði góða för í þágu fyrirtækisins á fund við- skiptasambanda þess ytra. En þar sannaðist það með harkalegu og hörmulegu móti, að örlög sín veit enginn fyrir, og mun rétt vera, sem mörgum finnst þar um, að það sé harla gott. XXX Arni Hinriksson var aðeins hálffimmtugur maður, þegar hann var kvaddur á brott. Hann fæddist í Noregi 7. marz 1930, og verð ég að játa, að ég er ekki fær um að rekja ættir hans, þótt ég gjarnan vildi, en eflaust verða aðrir til þess. Hann fluttist ungur heim til Islands, og þegar hann hafði aldur og þroska til, hóf hann nám í rafvirkjun og vann siðan að þeirri iðn, beint eða óbeint, i um það bil hálfan þriðja tug ára — meöal annars hjá Raf- magnsveitu Reykjavikur — eða þar til hann varð forstjóri Laugar- ásbíós fyrir nokkrum árum. Árni kom raunar við sögu Laugarásbíós áður en það opnaði dyr sfnar fyrir almenningi, þvf að hann vann við fyrsta undirbúning kvikmyndasýninga í Hrafnistu fyrir tæpum tveim tugum ára. Starfaði hann þannig strax árið 1956 við raflagnir fyrir sýningar- vélar og sfðan uppsetningu þeirra í hinum upphaflega bfósal Hrafn- istu, þar sem nú er matsalur vist- manna, eins og kunnugir vita. Var það verk unnið af venjulegri sam- vizkusemi og kunnáttu, sem ein- kenndi allt, sem Árni fékkst við. Kvikmyndasýningar voru síðan í þessum sal til ársins 1960, þegar það kvikmyndahús var tekið f notkun, sem enn er starfrækt eins og alþjóð er kunnugt. Þá var Árni jafnframt ráðinn sýningarstjóri kvikmyndahússins og var það fram f aprílmánuð 1971, þegar enn varð breyting á, því að þá varð hann forstjóri þess. Því starfi gegndi hann svo til dauða- dags og við óblandnar vinsældir allra, sem hann hafði eitthvað saman við að sælda, og ekki minnstar meðal starfsmanna bfóins. Sá, sem þetta ritar, varð starfs- maður Laugarásbíós fyrir 14 ár- um og á þessum tfma hef ég þvf haft ákjósanlegt tækifæri til að kynnast Árna — bæði í meðlæti og mótmæti og jafnt sem starfs- bróður og yfirboðara. Tel ég, að ég geti vel um það borið, hve vinsæll Árni var, enda einkar tillitssamur og hjálpfús, sann- kallað prúðmenni og drengur góður 1 hvfvetna, svo að hann átti fáa jafningja að því leyti, og við starfsmenn bíósins var hann fremur sem vinur en yfirboðari. XXX Eftirlifandi kona Árna er Helga Henrýsdóttir, Hálfdánarsonar, sem var einn af hvatamönnum að stofnun Hrafnistu og skrifstofu- stjóri SVFl um langt árabil, og konu hans Guðrúnar Þorsteins- dóttur. Var hjónaband þeirra einkar farsælt og ástúðlegt. Þeim varð sex barna auðið og eru sum enn á unga aldri. Er sár harmur kveðinn að þeim öllum, eins og gefur að skilja, þar sem þau eiga á bak að sjá svo góðum eiginmanni og foður. Kann ég engin ráð að gefa til að lina harm þeirra, en hitt þykist ég vita, að minningin um ástríkan og nærgætinn eigin- mann og föður mun lengi lifa með þeim öllum og 'hjálpa þeim að þreyja, þangað til fundum þeirra allra ber saman aftur. Vilhjálmur Ástráðsson. Að morgni 19. þ.m. bárust ætt- ingjum og vinum þau sorgartíð- indi, að Arni M. Hinriksson for- stjóri hefði látizt þá um nóttina f London, þar sem hann var á ferðalagi. Fæddur var hann f Stavanger í Noregi, hinn 7. marz 1930. Var því aðeins rúmlega 45 ára við andlát- ið. Foreldrar hans voru Anna Árnadóttir frá Gerðakoti á Mið- nesi, sem enn lifir, og maður hennar Hinrik Schuman Wagle niðursuðumaður hjá hinum þekktu Bjellandsverksmiðjum i Stavanger. Hinrik er látinn fyrir nokkrum árum. Árni sál. sem var yngstur barna þeirra hjóna kom með þeim hingað til lands, þá á fyrsta ári, er foreldrarnir fluttust alfarið hingað til lands og faðir hans hóf störf hjá Sláturfélagi Suðurlands og sfðan SlF í sinni iðngrein. Árni ólst upp við gott atlæti í foreldrahúsum ásamt systrum sinum þrem. Tvær þeirra lifa enn, giftar og búsettar hér. Hin þriðja, Ellen, hlaut þau óblfðu ör- lög að farast ásamt ungum syni og ófæddu afkvæmi í hinni grimmilegu árás á Goðafoss, rétt við bæjardyrnar og í þann mund er ástvinirnir bjuggu sig til að fagna þeim við hingaðkomuna. Atti þá margur um sárt að binda. Á æskuheimilinu ríkti góður andi þar sem m.a. tónlist var í háveg- t Faðir okkar og fósturfaðir, JÓNASJÓNSSON. f.v. kaupmaður, Mánagötu 8, lézt 25. sept sl. Jarðarförin ákveðin síðar GuSrún S. Jónasdóttir, Ingólfur R. Jónasson, Sigurður SigurSsson, Bergdís R. Jónasdóttir. Jóhann M. Jónasson, Björgvin K. Grlmsson. t Hjartans þakkir til allra er vottuðu okkur samúð við andlát og útför sonar okkar, BERGÞÓRS KJARTANSSONAR, Akranesi. GuSrfður Finnsdóttir, Kjartan Helgason. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins mins, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLAFS EGGERTS ÞORSTEINSSONAR, Skagabraut 34, Akranesi. Sérstakar þakkir til lækna og starfsliðs Sjúkrahúss Akraness Ólaffna Ólafsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir öllum þeim, er vottuðu okkur hlýhug og samúð vegna fráfalls og jarðarfarar VIGFÚSAR VIGFÚSSONAR Höfn Halla Sæmundsdóttir og börn Sigrfður Gfsladóttir. t Hjartans þakklæti sendum við öllum þeim fjölda mörgu, er sýndu okkur vinsemd og samúð við andlát og útför sonar okkar, HINRIKS THORARENSEN, Ljósheimum 20. GuSrún og Oddur Thorarensen. Útfaraskreytlngar btómoud Groðurhusið v/Sigtun simi 36770

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.