Morgunblaðið - 27.09.1975, Side 30

Morgunblaðið - 27.09.1975, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBSR 1975 Þrjú heimsmet í yfírþungavigtar- flokknum á heimsmeistaramótinu SOVÉTMENN hlutu flest stig og flest verðlaun á beimsmeistara- mótinu I lyftingum sem lauk f Moskvu nýlega. IUutu þeir sam- tals 90 stig f keppninni og átta verðlaun, fjögur gull og fjögur silfur. Búlgarir urðu f öðru sæti með 78 stig og þeir hlutu alls 8 verðlaun sem skiptust þannig: 3 gull, 2 silfur og 3 brons. Aðrar þjóðir sem hlutu stig f keppninni voru: PóIIand 62 stig, Austur- Þýzkaland 55 stig, Ungverjaland 48 stig, Tékkóslóvakía 32 stig, Japan 23 stig, Vestur-Þýzkaland 21 stig, Finnland 18 stig, Banda- rfkin 11 stig, Svfþjóð 10 stig, Grikkland 9 stig, Frakkland 9 stig og Sviss 7 stig. Einn íslenzkur keppandi var á mótinu, Gústaf Agnarsson, en hann lauk ekki keppni vegna meiðsla. Hámark keppninnar að þessu sinni var viðureign risanna í yfir- þungavigtarflokknum, en þar var sett hvert heimsmetið af öðru. 1 snörun setti Búlgarinn Christo Plachkov heimsmet með því að Iyfta 195 kg. Sovézki björninn Aleksejev varð annar, lyfti 187,5 kg og þriðji varð Gerd Bonke frá Austur-Þýzkalandi með 180 kg. Hafði því Búlgarinn gott forskot þegar að jafnhöttuninni kom, en þá sýndi hins vegar Sovétmaður- inn hæfni sína og krafta og setti nýtt heimsmet, lyfti 245,5 kg. Samanlagður árangur hans var Navratilova fær samning TÉKKNESKA tennisstjarnan Martina Navratilova, sem baðst hælis í Bandarfkjunum sem póli- tískur flóttamaður fyrir skömmu hefur nú undirritað samning við Clevelands Nets og fær í sinn hlut um 300.000 dollara. Navratilova sem verður 19 ára 8. október n.k. þarf því ekki að kvfða framtíðinni. — Ég er loks- ins frjáls að því að gera það sem mig langar til, sagði hún á blaða- mannafundi þar sem samningur hennar við Clevelands Nets var kynntur, — tilvera mín snerist öll um tennis og í Bandarikjunum fæ ég að stunda iþrótt mina í friði og án þess að fylgzt sé með mér allan sólarhringinn. einnig nýtt heimsmet, 427,5 kg. Annar varð Bonke með 422,5 kg og Plachkov varð að sætta sig við bronsverðlaunin með 420 kg. í fjaðurvigtarkeppninni setti Búlgarinn Georgy Todorov heims- met með því að lyfta 285 kg samanlagt, en i þeim þungaflokki varð Nikolai Kolasnikov frá Sovétríkjunum annar með 277,5 kg og Anatonin Pawlak frá Pól- landi þriðji með 275 kg. I milliþungavigt varð Peter Wenzel frá Austur-Þýzkalandi sigurvegari. Lyfti hann samtals 335 kg. Annar varð Iordan Mitkov frá Búlgarfu með 332,5 kg og þriðji varð Nedelencho Kolev, einnig frá Búlgaríu, með 325 kg. I léttþungavigt varð Sovét- maðurinn Valerij Sjarij sigur- vegari og lyfti samtals 357,5 kg. Silfurverðlaun í þessum þyngdar- flokki hlaut Trendafil Stojevhev frá Búlgaríu sem lyfti, 357,5 kg einnig en var þyngri en Sjarij. Þriðji varð svo Juhani Avellan frá Finnlandi sem lyfti samtals 350 kg og voru bronsverðlaun hans einu verðlaunin sem Norð- urlandabúi hlaut á mótinu. I þungavigtarflokknum vann svo hinn 19 ára gamli Sovét- maður, Valentin Khristov frábær afrek og setti þrjú heimsmet með því að snara 180,0 kg., jafnhatta 237,5 kg. og ná því 417,5 kg. samanlagt. 1 þessum þyngdar- flokki varð Vasili Mozheikov, Sovétrikjunum annar með 390 kg. og Jurgen Zizke þriðji með 390 kg. Tvö kringlu- kastsmet ERLENDUR Valdimarsson varð tveimur Íslandsmetum fátækari eftir kastmót ÍR sem fram fór á miðvikudagskvöld. Það voru þeir Óskar Jakobsson, IR, og Þráinn Hafsteinsson, HSK, sem kræktu frá honum unglinga- og drengja- metum f kringlukasti og unnu þeir báðir glæsileg afrek. Kastaði Oskar kringlunni 53,66 metra og bætti unglingametið um 42 sendi- metra, en Þráinn kastaði 50,12 metra og bætti drengjametið um 1,55 metra. Má til gamans minna á að bezta afrek Gunnars Huseby f kringlukasti var 50,13 metrar og stóð það sem íslandsmet f árarað- ir. Erlendur Valdimarsson varð sigurvegari f keppninni og kast- aði hann 57,72 metra og Guðni Halldórsson, HSÞ, varð fjórði, kastaði 48,36 metra. Ekki er ótrúlegt að þeir Karl Þórðarson og Jón Alfreðsson verði f strangri gæzlu hjá Kvpurmönnum á morgun, cn þeir tveir voru beztu menn Akranesliðsins f leiknum á Kýpur. \mm NU LOKS ISLENZKllR SIGUR? íslenzk lið hafa aldrei unnið Evrópuleik á heimavelli en Akurnesingar eiga nú möguleika KL. 15.00 á morgun hefst á Laugardalsvellinum leikur íslandsmeistara Akraness og Kýpurliðsins Omonoia I Evrópubikarkeppni meistaraliða. Sem kunnugt er er þetta seinni leikur liðanna, en hinn fyrri unnu Kýpurbúarnir á heimavelli sínum, 2—1. Þurfa því Akurnesingar að sigra í leiknum I dag minnst með 1—0 til þess að komast I aðra umferð í keppninni. en á þvl aettu að vera mjög góðir möguleikar, a.m.k. ef tekið er mið af fyrri leik liðanna á Kýpur, sem var mjög jafn. Nú er hins vegar allar aðstæður Akurnesingum I hag, og er ekki ólíklegt að kuldinn og þungur völlur muni gera Kýpurbúum verulega erfitt fyrir. Á fundi sem forráðamenn ÍA héldu með fréttamönnum I fyrradag kom fram, að I leiknum á Kýpur hefðu Akurnesingar yfirleitt verið betri aðilinn, og sótt mun meira. — Leikurinn var einkum Ifflegur eftir að Omonia hafði náð forystu I leiknum, sögðu Akurnesingarnir, — en eftir það lékum við stifan sóknarleik i þeirri von að ná jafntefli og tókst okkur að skapa okkur góð færi, sem ekki nýttust. Að sögn Akurnesinga er leikaðferð Kýpurliðsins nokkuð einhæf. Sóknarleik- urinn byggist mest upp á einum manni, en hins vegar er vörn liðsins nokkuð góð svo og markvarzlan. Kýpurbúarnir munu vera mjög harðir i horn að taka en þegar leikið var á Kýpur sá dómarinn mjög í gegnum fingur við þá, en var hins vegar óspar á að dæma á Skagamennina. Var dómari leiksins frá Búlgaríu, landi þjálfara Omonoia. Kýpurliðið hefur nokkrum sinnum tekið þátt i Evrópubikarkeppni i knatt- spyrnu og staðið sig mæta vel. Árið 1966—1967 lék það við Munchen 1860 f Evrópubikarkeppni meistaraliða. Leikurinn á Kýpur fór 2—1 fyrir Þjóðverj- ana og leikinn í Þýzkalandi unnu þeir einnig, 8—0. 1972—1973 keppti Omonoia við norður-irskt lið i Evrópubikarkeppni meistaraliða. Vann heima- leik sinn 2—0, en tapaði útileiknum 1—2. Þar með tókst liðinu að komast í aðra umferð og fékk þá ekki slakari mótherja en Bayern Munchen. Báðir leikirnir voru leiknir ( Þýzkalandi og fóru 9—O og 4—0 fyrir Bayern. 1965 tók Omonoia þátt I Evrópubikarkeppni bikarhafa og mætti þá gríska liðinu Olympiakos og tapaði fyrri leiknum 0—1, en gerði jafntefli í hinum síðari 1 — 1. Omonia mun vera langbezta lið á Kýpur um þessar mundir, en 15 lið leika þar i 1. deild og 15 lið i annarri deild. Allir leikmenn liðsins tilheyra hinum griska hluta eyjarinnar, og nýtur liðið þar mikilla vinsælda. Það hefur fimm sinnum hlotið Kýpurmeistaratitil: 1961, 1966, 1972, 1974 og 1975 og bikarmeist- ari varð liðið 1965, 1972 og 1974. Lið Akurnesinga mun óþarft að kynna fyrir islenzkum knattspyrnuáhuga- mönnum. Frá því að þeir urðu í fyrsta sinn islandsmeistarar árið 1951 hefur liðið jafnan verið i fremstu röð hérlendis og íslandsmeistaratitilinn hefur það hlotið niu sinnum: 1951, 1953, 1954, 1957, 1958. 1960, 1970,1974 og 1975. Tvtvegis hafa Akurnesingar tekið þátt i Evrópubikarkeppni áður, en léku þá leiki sina á útivelli. Er leikurinn á morgun þvi fyrsti leikur Akranesliðsins I Evrópubikarkeppni hérlendis, og nái þeir að sigra i leiknum verður það jafnframt í fyrsta sinn sem islenzkt lið vinnur Evrópubikarleik á heimavelli. Reyndar hefur ísienzkt lið aðeins einu sinni sigrað i Evrópubikar- leik, en það var er Fram bar sigurorð af liði frá Möltu I leik, sem fram fór þarlendis. En þótt Akurnesingar eigi mikla sigurmöguleika i leiknum á morgun verður róðurinn örugglega erfiður. Lið Omonoia mun örugglega leggja alla áherzlu á varnarleik í leiknum á morgun, og mynda múr sem erfitt verður fyrir Skagamenn að yfirstiga, jafnvel þótt þeir eigi að skipa beztu framlinumönn- um á íslandi. Sigurvissan hœttuleg George Kirby, þjálfari Islandsmeistaraliðs Akraness I knatt- spyrnu, gaf sér ekki tfma til þess að mæta á blaðamannafundi ÍA vegna Evrópubikarleiksins, en sendi þess f stað stutta greinar- gerð um möguleika Akurnesinga f leiknum á sunnudaginn. i henni segir Kirby m.a.: Akurnesingar eiga mikla möguleika á þvf að sigra f leik þessum og komast þar með f aðra umferð keppninnar. Aðstæður hér heimafyrir, kuldi, vindur og þungur völlur munu valda Omonfaliðinu erfiðfeikum, áður óþekktum. Að tvennu leyti stendur Omonfa betur að vfgi fyrir leik þennan. t fyrsta lagi nægir þeim jafntefli til að komast áfram f keppn- inni og munu þeir ugglaust haga leik sfnum f samræmi við það og í öðru fagi hafa þeir betri boitameðferð. Það sem Akurnesingar verða að varast f leik þessum er of mikil sigurvissa. 1 knattspyrnu verður að hafa fyrir sigrinum, hann er ekki reiddur fram á silfurfati. Með réttu hugarfari er sigur Akurnesinga vís. Leigðu sér hótelherbergi til þess að geta farið í bað — ÉG LEYFI mér að fullyrða, að það muni fátítt að íþróttaflókkur sýni jafnmikla fyrirmyndarfram- komu eins og Akurnesingar gerðu á Kýpur, sagði Þórður Ásgeirsson, skrifstofustjóri i sjávarútvegs- ráðuneytinu, sem var fararstjóri Islandsmeistara Akraness í ferð þeirra til Kýpur á dögunum, en Þórður er vel kunnugur á þessum slóðum — starfaði þar í nokkur ár. — Það er t.d. ekki hægt að segja að nokkur maður hafi bragðað áfengi í ferðinni, og andinn innan liðsins og aginn virtist með ólík- indum góður. Þegar við fórum kom hótelstjórinn til okkar og kvaðst vilja koma á framfæri sér- stöku þakklæti til okkar. Á hóteli hans höfðu margir íþróttaflokkar gist og dvalið, en hann sagði að Skagamenn hefðu verið í algjör- um sérflokki hvað varðaði prúð' mannlega framkomu reglu- semi. Leikur Kýpurliðsins og Akra- ness fór fram á kalkvelli á Kýpur, mjög þurrum og hörðum, en nán- ast mun útilokað að koma upp sæmilegum grasvelli á eynni vegna þurrka. Búningsaðstaðan á velli Omonia var hins vegar mjög slæm og sóðaleg og gerðu Akur- nesingar athugasemd við hana, og fór svo að lokum að þeir leigðu sér herbergi á hóteli þar í grennd- inni til þess að hafa fataskipti og fara síðan í bað að leik loknum. Þegar Akurnesingar voru að þvf spurðir hverju hefði einkum ver- ið ábótavant við búningsaðstöð- una, svöruðu þeir því til, að þar hefði fyrst og fremst verið mikill sóðaskapur og slík ólykt að þar hefði varla verið vært inni. Þegar þeir kvörtuðu fengu þeir þau svör að þeir myndu venjast lyktinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.