Morgunblaðið - 22.10.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.10.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÖBER 1975 3 Fjármálaráðherra: Vona að kjaraviðræður BSRB og ríkisins geti haldið áfram óhindraðar FYRIR nokkrum dögum til- kynnti BSRB, að fulltrúar banda- lagsins I kjaradðmi og kjara- nefnd mundu segja af sér störf- um og jafnframt hafa samtökin ákveðið að skipa verkfallsnefnd, en svo sem kunnugt er hafa opin- berir starfsmenn ekki verkfalls- rétt. Morgunblaðið hefur snúið sér til Matthfasar Á. Mathiesen fjármálaráðherra og óskað um- sagnar hans um þessa afstöðu BSRB. Fer hún hér á eftir Um kröfur B.H.M. og L.I. Viðsemjendur ríkissjóðs um aðalkjarasamning hafa allir sagt upp núgildandi samningum. Hér er'um að ræða Bandalag háskóla- manna, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Læknafélag Islands. Fyrir lok ágústmánaðar sl. lögðu félögin fram kröfugerðir sfnar og fékk samninganefnd ríkisins þær til athugunar. I túninu heima Minningasaga Halldórs Laxness komin út KOMIÐ er út hjá Helgafelli nýj- asta verk Halldórs Laxness, sem hann nefnir „I túninu heirna". Kristján Karlsson, bókmennta- fræðingur, ritar um verk Halldórs á bókarkápu og farast svo orð: — „Oft er ég í draumi aftur staddur í þessu túni bernskunnar, Halldór Laxness Laxnestúninu, og er nú ekki leng- ur til," segir Halldór Laxness í þessari minningasögu. Reyndar hefst sagan á Laugaveginum, sem enn stendur f blóma. Þar fæddist höfundurinn og þaðan eru hans fyrstu minningar. En Laxnestún- ið er fmynd liðins heims, sem að vísu sér hindrunarlaust gegnum aftur i fornöld, aftur fyrir tfm- ann, en er þó fyrst og fremst hinn epíski, íslenzki sveitaheimur 19. aldar, sem ég fyrir mitt leyti þekki bjartastan Ur bókum Páls Melsteðs, þó að þær eigi að heita þýðingar og gerast í útlöndum. Á mótum þessa heims og nútfmans tekur frásögnin viðmiðanir sfnar. Og vel á minnzt: það eru aðrar fráleitari leiðir til nokkurs skiln- ings á Halldóri yfirleitt en að líta hann á þessum vegamótum. Frá- sögninni lýkur, þegar „strákurinn f-Laxnesi“ heldur á stað út í heim til Reykjavíkur að leggja stund á tónlist og myndlist. En áður en þessi umgjörð tfma og landafræði lokast, hefir Halldór farið með oss um allar jarðir f hugmyndaheimi sínum.....“ I túninu heima er prentuð í Víkingsprent og er alls um 250 bls. Verðbólgan komin í 30% VERÐBÓLGAN hefur töluvert hægt á sér síðustu 3 mánuði og er nú komin niður í um það bil 30% miðað við 12 mánaða tímabil aftur í tímann. Mun þetta stafa af því að talsverð kyrrð hefur verið á launamarkaðinum og hækkanir ekki orðið verulegar. Hvort hér verður áframhaldandi þróun, byggist svo að sjálfsögðu á hvað gerist í launamálum og öðrum málum eftir áramótin. Hækkun á vísitölu framfærslu- Kröfurnar fólu f sér umtalsverða hækkun á launaútgjöldum ríkis- ins. Launadeila ríkisins og starfs- manna þess er nú til meðferðar hjá sáttasemjara ríkisins og er því ekki rétt að gera einstaka þætti kröfugerða aðila að umræðuefni á þessu stigi máls. Á það má minna, að áður en deilan fór til sáttasemjara, bar ríkisstjórnin fram þau tilmæli við viðsemjendur ríkisins, að þeir féllust á lengri tíma til samninga- umræðna en núgildandi lög gera ráð fyrir en þó ekki lengri frest en svo, að lokaniðurstöður gætu legið fyrir þánn 1. júlí nk. eins og lög ákveða nú. Þessi tilmæli voru rökstudd með þeirri nauðsyn, að tímasetning allra helstu kjara- samninga f landinu yrði sam- ræmd og að leita þyrfti náins sam- starfs við alla aðila vinnUmarkað- arins, þ.á m. opinberra starfs- manna, til lausnar fyrirsjáanleg- um vanda f efnahags- og verðlags- málum. BSRB og BHM töldu ekki tímabært að taka afstöðu til þess- ara tilmæla, en Læknafélagið féllst hins vegar á tilmælin. A fundum hjá sáttasemjara ríkisins hafa viðsemjendum rfkis- ins verið gerð tilboð um launa- hækkanir. BHM hefur óskað þess, að fyrst og fremst yrði rædd lög- un launastigans og því geymt um sinn að taka afstöðu til fram- komins tilboðs. Minna háskóla- menn á, að á undanförnu ári hafi öll laun hækkað um jafna krónu- tölu og séu þvi launahlutföll allt önnur en var, þegar kjör þeirra voru siðast ákveðin f aðalkjara- samningi eða jafngildi hans. Enda þótt að hér geti verið rétt með farið, er erfitt að láta sann- færast um nauðsyn þess að teygt verði á launastiganum eins og mál standa nú í þessu þjóðfélagi, en kröfur þessar verður að skoða vandlega eins og reyndar öll önn- ur mál. BSRB hefur hins vegar neitað að ræða kjarakröfur nema jafn- hliða verði fjallað um kröfur bandalagsins um verkfallsrétt. Útilokað er, að samninganefnd ríkisins standi f slíkum viðræðum við BSRB um flókin löggjafar- atriði, enda er verksvið þeirrar nefndar fast mótað af ákvæðum laga frá 1973 um samningsrétt opinberra starfsmanna. Þau lög voru hins vegar samin af sérstakri nefnd, er enn starfar og eiga f henni sæti m.a. tveir full- trúar BSRB og einn fulltrúi BHM. Rfkisstjórnin hefur nú beint þeim tilmælum til nefndar þessarar, að hún hraði störfum eftir föngum og fjalli sérstaklega um þær hug- myndir, sem BSRB hefur fram að færa til breytingar á samnings- réttarlögunum. Er það því von mín, að kjaraviðræður BSRB og ríkisins geti haldið áfram óhindr- aðar. Verkfallsréttur til handa opin- berum starfsmönnum þarf mikill- ar athugunar við, og þá sér f lagi hvernig með slíkan rétt megi fara. í fyrsta lagi hefur ríkið með höndum. umfangsmikla öryggis- gæslu og heilbrigðisgæslu fyrir borgarana, sem trauðla má falla niður. I öðru lagi hefur BSRB hugmyndir um framgang verk- falla, boðun til þeirra og sam- þykki til vinnustöðvunar, er telj- ast nýnæmi. 1 þriðja lagi verður að telja, að landsmenn séu orðnir langþreyttir á verkföllum smá- hópa og reyndar verkföllum yfir- leitt. Hér er rétt að vekja á þvf athygli, að hugmyndir BSRB gera ráð fyrir, að auk heildarsamtaka geti hvert og eitt félag innan BSRB gert verkfall. Það virðist tfmi til kominn að leita annarra leiða til úrlausnar kjaradeilu f þjóðfélaginu en að gripið sé sífellt til verkfalla. Að minnsta kosti er það skoðun margra, að ekki sé tímabært að víkka mjög út verkfallsrétt í þjóð- félaginu meðan verstu agnúarnir hafa ekki verið sniðnir af vinnu- löggjöfinni. Eins og ég gat um, eru kröfur BSRB um verkfallsrétt vandmeð- farið löggjafaratriði. Það er því útilokað að ætla að ljúka undir- búningi slfkrar lagasetningar jafnhliða gerð aðalkjarasamnings innan þeirra tímamarka, er kjara- samningalögin gera ráð fyrir. 21.10. 1975 hækkunin milli 1. ágúst 1974 og 1. ágúst 1975 er 54,5%. Gera má ráð fyrir að þessi rén- un verðbólgu haldist eitthvað áfram, ef miðað er við þær að- stæður, sem nú eru f þjóðfélaginu í dag og þær halda einnig áfram. Um slíkt er á einskis manns færi að spá. Ofangreind 30% hækkun á við vfsitölu framfærslukostnaðar hinn 1. nóvember og hefur hún verið áætluð, en útreikningar á henni eru enn ekki hafnir. Sérstök tilfinning grípur mig, þegar ég kem hingaö segir Erling Blöndal Bengtson Sellósnillingurinn Erling Blöndal-Bengtson, prófessor við Tónlistarháskólann í Kaup- mannahöfn er nýkominn til landsins ásamt eiginkonu sinni. Hann heldur hljómleika á Akureyri og f Reykjavfk við undirleik Árna Kristjánssonar og einnig við hljómsveitarund- irleik. — Þótt ég kenni bæði við Tónlistarháskólann í Kaup- mannahöfn og tónlistarskóla sænska útvarpsins, er ég mikið á hljómleikaferðalögum, segir Erling Blöndal-Bengtson. — Ég var að koma frá Jugóslavíu, lék einleik með sinfóníuhljómsveit þar, framundan er svo Eng- landsferð, þar sem ég held hljómleika á vegum BBC; sfðar hefur mér verið boðið að leika þar á tónlistarhátíð þeirri sem kennd er við Benjamín Britten. Hljómleikaferðalag um Pólland er þegar undirbúið, eins til Frakklarids. Og loks er það Kanadaferð, en þar leik ég með sinfóníuhljómsveit Winnepeg- borgar. Ekki verða það þó nein fslensk tónverk „í tilefni árs- ins“, einungis þessi klassisku. Þá má og geta þess, að ég kenni í sumar við „meistaradeild" tónlistarmanna í Sviss, þar sem nemendurnir verða þeir ein- göngu, sem þegar hafa getið sér viðurkenningu fyrir list sína. — En þó ég fari víða, er það alltaf sérstök tilfinning sem grípur mig, þegar ég kem hing- að. Móðir mfn var íslensk, og ég á hér fjölda ættingja, sem ég hef alltaf haft samband við. Nei, ég tala ekki fslensku, en skil hana ágætlega, og ég hef mikla löngun til að Iæra hana. En hvort mér vinnst tími til þess, er svo annað mál... Erling BIöndal-Bengtson leik- ur f Borgarbíói á Akureyri í kvöld á vegum Tónlistarfélags Akureyrar, en hér í Reykjavik á föstudagskvöld kl. 9 sfðd. í Austurbæjarbíó, á vegum Tón- listarfélags Reykjavfkur með Erling Blöndal Bengtson. undirleik Árna Kristjánssonar, verk eftir Schumann, Bach, Beethoven og Chopin. Auk þess leikur hann með undirleik Árna fyrir sjónvarpið og fyrir hljóðvarp verk fyrir hljómsveit og selló eftir Jón Nordal. kostnaðar hefur verið allbreytileg undanfarna mánuði og hoppað upp og niður. Sé miðað við vísitöl- una frá því í maí 1974 og mai 1975 er hækkunin þar á milli 47,4%, en Kemur Benny Good- man á Listahátíð? UNNIÐ er að því að fá heimsþekkta listamenn á Listahátíð 1976. Tilraun hefur verið gerð til þess að fá klarin- ettuleikarann Benny Goodman til landsins og hefur hann sjálfur lýst sig hliðhollan hugmyndinni, en vísað á umboðsmann sinn í New York. Mun Goodman hafa hug á að komast á laxveiðar í leiðinni. Heldur hefur gengið erfiðlega að fá sellóleikarann Rostropovitch á Listahá- tíð, en samkvæmt upplýsingum Knúts Hallssonar eru menn enn ekki úrkula vonar um að hann komi Þá er og von til þess að tenórsöngvarinn Taverotti komi á Listahátíð, en enn hefur ekki verið gengið frá samningum við hann, þar sem hann er sjúkur um þessar mundir. Straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörgum mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverjum sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night ahd Day og sannfærizt. Í2 Ö> T3 (Q CT> c </> •j>^ CT) =3 < Samband íslenzkra samvinnufélaga Innflutningsdeild Sambandshúsið Rvik sími28200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.