Morgunblaðið - 22.10.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.10.1975, Blaðsíða 24
Fékkst þú þér TROPICANA í morgun ? í>íC0mMitSj>íí» SILFUR- SKEIFAN BORÐSMJÖRLÍKI SMJÖRLÍKIÐ SEM ALLIR ÞEKKJA MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1975 Búið að salta 1 30 þús. tunnur TALIÐ ER aö nú sé búið að salta í 30 þúsund tunnur af síld frá því að síldveiðar hófust í haust. Mest mun vera búið að salta á Höfn í Hornafirði, en þar hafa rekneta- bátar mest lagt upp. Sildin sem veiðst hefur i haust, mun vera heldur magurri en í meðallagi. Góð veiði var hjá sfldarbátun- um i fyrrinótt og i gær. Voru bátarnir á veiðum á Öræfagrunni og í gærkvöldi höfðu nokkrir bát- anna fyllt alla kassana og lagt af stað i land. Eyjólfur Friðgeirsson Ieiðang- ursstjóri á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni sagði I samtali við Morgunblaðið I gærkvöldi, að þeir hefðu fundið mikið af síld í gærdag á stóru svæði. Bátarnir byrjuðu að kasta á síldina strax eftir hádegi suður af Ingólfshöfða og um kvöldmatarleytið voru sumir lagðir af stað í land. Síldin sem fékkst í gær, er sú bezta sem fengist hefur i nokkurn tima. „Þurfum fleiri skip til að ráða við ástandið” — segir Guðmundur Kjærnested skipherra „ÞETTA er orðið geysilega erf- itt starf, og ef við eigum að verja landhelgina með ein- hverjum árangri, þurfum við fleiri skip, en segja má, að þessa dagana séu aðeins tvö skip, Þór og Ægir, sem verji nýju fiskveiðilögsöguna fyrir ágangi erlendra veiðiskipa," sagði Guðmundur Kjærnested, skipherra á Tý, í samtali við Morgunblaðið f gær, en Týr kom inn til Reykjavíkur f fyrradag eftir 18 daga útiveru. Guðmundur Kjærnested sagði, að það væri orðið mjög þreytandi að vera sífellt mjög langt frá landi á skipunum, auk þess sem íslendingar gætu ekki varið landhelgina með þeim skipafjölda, sem Landhelgis- gæzlan hefði yfir að ráða svo viðunandi væri. Varðskipin væru nú í raun aðeins þrjú, þ.e. Týr, Ægir og Þór, Óðinn væri í breytingum I Danmörku og kæmi ekki fyrr en i næsta mán- uði. „íslenzka fiskveiðilögsagan er orðin gífurleg víðátta," sagði Guðmundur, „flugvélar, hvað þá litlar Beechcraft, geta aldrei varið þessa landhelgi. Hins veg- ar geta þær leiðbeint varðskip- unum, en þau þurfa að vera fleiri. Ef þeim verður ekki fjölgað geta togararnir alltaf sloppið einhvers staðar innfyrir og varðskipin geta ekki sinnt mörgum skipum í einu. Það er rætt um að íslenzki fiskiskipa- stóllinn sé meir en nógu stór til að nýta fiskimiðin við landið og því mætti allt eins nota ein- hvern þeirra skuttogara, sem ekki ber sig nógu vel, til land- helgisstarfa, því þetta eru bæði gangmikil og góð skip og vel búin. Hinir togararnir myndu bara fiska meira á meðan. Og mitt álit er, að Islendingar verji nú allt of litlu fé til vörzlu landhelginnar, ef við ætlum að nýta okkar fiskimið einir og eigum ekki að missa allt útúr höndunum. Það getur enginn ætlazt til að þrjú varðskip geti varið þessa viðáttu, sem er eins og mörg Evrópulönd að flatar- máii.“ Guðmundur KJærnested skip- herra við stjórnvölinn um borð ÍTý. Ljósm. Mbl.: RAX. segir forsætisráðherra Frá blaðamannafundi samstarfs- nefndar yfir- og undirmanna á fiskiskipaflotanum um borS í Júnl ■ gær. Frá vinstri eru: Sigurður Kristjánsson, Gunnar Þór Ólafs- son, Björn Ingólfsson, Óskar Vig- fússon, Ólafur G. Gístason, Jóhann Sigurgeirsson og Guðmundur Jónsson. FISKISKIPAFLOTI Islcndinga siglir nú f land og hcfja skipin ekki aftur róðra, fyrr en gengið hefur verið frá ákveðnum kröfum sjó- manna sem m.a. eru að sjóðakerfi sjávarútvegsins verði lagt niður og Iagfæringar gerðar á þvf fiskverði, sem Verðlagsráð sjávarútvegsins auglýsti nýlega. Þetta kom fram á blaðamannafundi scm samstarfs hópur yfir- og undirmanna á fiskiskipum boðaði til f gær. Sjó- mennirnir sögðu að fyrir viku hefðu þeir gefið sjávarútvegsráðuneyt- inu einnar viku frest til þess að leysa málið, en þar sem að þeirra mati hafi ekki verið brugðizt við óskum þeirra á neinn hátt, muni fiski- skipaflotinn nú sigla f höfn. Þeir kváðu þegar nokkur skip komin f höfn, en bjuggust við að allur flotinn myndi liggja bundinn við bryggjur sfðdegis í dag. Morgunblaðið sneri sér í gær til Geirs Hallgrimssonar forsætisráð- herra og spurði hann um þetta mál. Geir sagði: „Farið hefur verið að lögum og ef menn hafa athugasemdir fram að færa, sem við rök styðjast, þá er nauðsyn- legt að lagabreytingar fari fram sem taka nokkurn tíma. Gagnrýni sú, sem höfð hefur verið í frammi er í algjörri andstöðu við aðgerðir okkar við útfærslu fiskveiðilög- sögunnar og fiskverndunar- sjónarmið, þar sem gert er ráð fyrir því að minni fiskur falli í verði, en stærri fiskur hækki f verði, en með þessu hefur Haf- rannsóknastofnunin mælt. Það er algjör misskilningur, að í fisk- verðsákvörðuninni sé fólgin kauplækkun sjómanna eða tekju- minnkun hjá útgerðarmönnum. Þar sem miðað er við venjulegan haustafla er hér um tekjuhækkun hjá báðum aðilum að ræða, um 3,5% sem er fullkomlega sam- bærilegt við það sem kjara- samningar f landi hafa í för með sér. Miðað við ársvog er hér um að ræða hækkun sem nemur 4,6% sem auðvitað hefur meiri tekju- hækkun í för með sér en enn hefur nokkur ákvörðun verið tekin um gagnvart öðrum. Þvi er þessi málflutningur á algjörum misskilningi byggður.“ Samstarfshópur yfir- og undir- manna á fiskiskipum boðaði í gær til blaðamannafundar um borð í skuttogaranum Júní frá Hafnar- firði, en þá höfðu fulltrúar sjó- mannanna þegar verið í sjávarút- vegsráðuneytinu og rætt þar við ráðuneytisstjórann Jón Arnalds. Þar segjast sjómennirnir hafa fengið þau svör, að ráðuneytið hafi snúið sér til verðlagsráðsins, sem ekki hafi séð ástæðu til breytinga á ákvörðun sinni um fiskverð. Forsaga málsins er sú, að þegar fiskverð hafði verið auglýst, sendu skipstjórar á 119 skipum ráðuneytinu skeyti — hinn 14. þessa mánaðar — þar sem þeir mótmæltu fiskverðsákvörðun, en gáfu einnig viku frest til lagfær- inga á fiskverðinu sjómönnum til hagsbóta. Frestur þessi rann út í gærmorgun og klukkan 16 i gær átti samstarfshópurinn samtal við ráðuneytisstjórann. Ráðuneytis- stjórinn sagði að haft hefði verið samband við fulltrúa sjómanna i ráðinu, sem ekki hefðu séð ástæðu til breytinga. Méð hliðsjón af þessari afgreiðslu lögðu skip- stjórarnir fyrir ráðuneytið tillögu um breytingu á fiskverðinu og sögðu fulltrúar sjómannanna á blaðamannafundinum í gær að nú þyrfti skjót viðbrögð ráðuneytis- ins, þar sem það væri ekki á valdi samstarfshópsins að stöðva siglingu flotans í höfn, en fiski- Framhald á bls. 11 BÆJARSTJÖRN Vestmannaeyja hefur nú til athugunar skýrslu Jarðvfsíndastofu og Jarðeðlis- fræðideildar Raunvfsindastofn- unar Háskólans um hugsanlega nýtingu hraunvarmans á Heima- ey til húshitunar þar. Niðurstaða skýrslunnar stefnir að tilrauna- hitaveitu f hluta kaupstaðarins með hraunhita. Mun sú tilraun miðast við um 70 fbúðir og nýja sjúkrahúsið. Aðdragandinn og hugmyndin að þessari framkvæmd eru til- raunir sem Sveinbjörn Jónsson f Ofnasmiðjunni og Hlöðver Johnsen í Vestmannaeyjum gerðu með hitaelementi í hraun- inu og síðan kom einnig til hug- mynd Sigmunds Jóhannssonar hugvitsmanns í Vestmannaeyjum um að soga hitann úr hrauninu og breyta honum í gufu til upphit- unar á vatni, þ.e. til varmaskipta. Niðurstöður af athugun Raun- vísindadeildarinnar er sú að með sameiningu þeirra hugmynda sem fram hafa komið í þessu efni megi ná mestum árangri, en þeir aðilar hjá Raunvísindastofnun sem hafa haft tilraunirnar með höndum eru prófessorarnir Sveinbjörn Björnsson og Þor- björn Sigurgeirsson. Virkjun hraunhitans er talin tæknilega auðveld og ódýr, en óvissa er um rekstrarkostnað og endingu varmans, en talað er um allt að 80 ár. Samkvæmt niðurstöðum skýrsl- unnar er nægjanlegur hraunhiti til staðar til þess að hita upp öll hús í Eyjum, en skýrslan miðar við lágmarksnýtingu í 15 ár sem á að duga til að greiða niður allan stofnkostnað, reiknað með svip- uðu hitaveitugjaldi og hjá Hita- veitu Reykjavíkur. Kostnaður við olfuhitun í Eyj- um er nú 150—200 millj. kr. á ári og gæti því orðið um 100—150 millj. kr. sparnað að ræða ef tækist að nýta hitann til upphit- unar húsa f Eyjum. Á bls. 22 í blaðinu í dag er viðtal við Guðlaug Gíslason al- þingismann um þessi mál. Mótmælin við fiskverðinu: Siglir flotinn í höfn? Gagnrýnin í andstöðu við útfærsl- una og fiskverndunarsjónarmið — Fiskverðsákvörðun þýðir tekju- hækkun fyrir sjómenn — Hraunhitaveita í Eyjum til reynslu Tilraun gerð á 70 íbúðum og sjúkrahúsinu 1 vetur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.