Morgunblaðið - 22.10.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.10.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTOBER 1975 7 r “I j Sovézki I björninn f nýju tölublaði „Stétta- | barðttunnar" málgagni kommúnistasamtakanna I Marxista-Leninista, er I fjallað I glöggri grein um • viðhorfin ! öryggismðlum ’ á Norður Atlantshafi og er I grein þessi undirskrifuð • með stöfunum K.G. f • grein þessari segir ma: „Siðastliðið vor fóru fram ■ umfangsmestu flotaæf- I ingar Sovétrikjanna til ! þessa á Norður- ■ Atlantshafi. Þessar flota- ' æfingar, sem gengu undir I_________________________ nafninu OCEAN '75, mið- uðust beinlínis við innrás flotans í strandríki og vöktu mikla reiði i Noregi og víðar. Enginn vafi er á, að þessar flotaæfingar þjóna þeim tilgangi einum að undirbúa árðsarstyrj- öld, innrásir í lönd á N- Atlantshafssvæðinu, eins og t.d. Noreg og fsland. OCEAN '75 flotaæfing arnar eru liður i mögnun vigbúnaðar og hervæð- ingar Sovétrikjanna á norðurslóðum, og sam- hliða þeim hafa sósíal- heimsvaldasinnarnir auk- ið umsvif sin i öðrum heimshlutum, fyrst og fremst á Indlandshafi, i Miðjarðarhafi og Barents- hafi. Sovétmenn hafa t.d. byggt stærstu flotastöð heimsins á Kólaskaga, þaðan sem gifurlegur flotaafli heldur út á N- Atlantshafið til „eftirlits- siglinga", heræfinga og njósna. Nýverið hófust enn flotaæfingar við N- Noreg og fara þær fram innan við 2G0 sjómilur frá ströndum landsins. Sovét rikin hafa fylgt þeirri linu i landhelgismálum að viðurkenna ekki 200 milna fiskveiðilögsögu, landhelgi eða neins konar réttindi strandrikja." Morgunblaðið tekur undir hvert orð i þessari lýsingu „Stéttabaráttunn- ar", málgagns kommún- istasamtakanna Marxista- Leninista á ástandinu í öryggismálum á Norður- Atlantshafi, og þeirri hættu, sem bæði Noregi og islandi stafar af hinum auknu umsvifum Sovét- manna á þessu hafsvæði. Óþolandi framkoma Visir fjallar i forystu- grein i gær um kynningu landhelgismálsins, og segir: „Nú hefur það gerzt, að einn af sendi- herrum fslands hefur gefið til kynna, að við myndum skipta um bandamenn, ef vestræn riki sæju ekki til þess, að 200 sjómilna fiskveiðilög- sagan verði virt. Yfirlýs- ingar af þessu tagi eru að sjálfsögðu óþolandi. Þó að mikilvægt sé að kynna málstað islands erlendis er varhugavert að gera það með aðferðum fyrrum blaðafulltrúa rikisstjórn- arinnar." Jafnrétti Alþýðublaðið fjallar í forystugrein í gær um jafnréttisbaráttu kvenna og segir: „Það er eins á íslandi og í ollum öðrum löndum þar sem sagt er, að konur njóti jafnréttis á við karla, að það jafnrétti er I orði en ekki á borði. Það er engin tilviljun, að hin svonefndu „kvenna- störf" í atvinnulífinu eru verst launuðu störfin. Það er engin tilviljun, að I hópi sveitarstjórnarmanna og Alþingismanna eru aðeins örfáar konur. Það er engin tilviljun, að húsmóður- störfin eru einu störfin, sem samfélagið ekki metur til verðs og þar af leiðandi njóta húsmæður engra þeirra félagslegra réttinda, sem aðrar starf- stéttir njóta. Þannig mætti lengi telja, allt er þetta af einum og sama brunninum: samfélagið er tregt til þess að viður- kenna gildi þeirra starfa, sem kvenfólk vinnur. Það er tregt til þess að viður- kenna hæfni þeirra til að taka að sér störf á vett- vöngum, þar sem karl- menn hafa haslað sér völl og það er tregt til þess að veita þeim sömu réttindi og karlmenn hafa." Erfið byrjun HIB hjáíslendingum eftir J0N K Þ0R Eins og fram hefur komið í fréttum varð að fresta 1. um- ferð svæðamótsins í skák, þar sem tveir keppendanna voru ekki komnir til leiks í tæka tíð. Þá var ákveðið að draga aftur um töfluröð til þess að ferða- mennirnir tveir tefldu saman f 1. umferð. Fyrsta umferðin hófst svo kl. 17 á mánudag og var mjög spennandi. Þegar var auðséð, að mótið hefur vakið mikinn áhuga, því að áhorf- endasalurinn var fullur af fólki. Sú skákin, sem mesta at- hygli vakti, var skák þeirra Friðriks Ólafssonar og júgó- slavneska stórmeistarans Bruno Parma.. Fer hún hér á eftir með örstuttum athuga- semdum. Hvftt: Friðrik Ólafsson Svart: B. Parma Drottningarindversk vörn. I. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — b6, 4. a3 (Leikur Petrosjans. Algeng- ara er hér 4. g3 eða 4. a3). 4. — Bb7, 5. Rc3 — d5, 6. cxd5 — exd5, 7. Bg5 — Be7, 8. e3 — 0-0, 9. Hcl — Rbd?, 10. Bd3 — c5,11. Bf5?! (Upphafið að rangri áætlun. Sjálfsagt var að hróka stutt). II. — g6, 12. Bh3 (?) (Friðrik virðist hafa ofmetið stöðuna og heldur þvf áfram f villunni. Hér var betra að leika biskupnum afturtil d3). 12. — Ba6!, 13. Da4 (Hvítur tapar dýrmætum tíma, en einhvernveginn varð hann að koma kóngnum í skjól). 13. — cxd4, 14. Dxa6 — dxc3, 15. b4? (Tapleikurinn. Hér var senni- lega illskást að leika 15. bxc3, þótt svartur standi betur að vígi á eftir. Hins vegar gat hvítur ekki leikið 15. Hxc3, t.d. 15. — Rc5, 16. De2 — Rfe4, 17. Bxe7 — Rxc3 og vinnur skiptamun). 15. — Re4, (Nú hefur svartur valdað frí- peð yfir, auk þess sem hvítu biskuparnir eru gagnslitlir). 16. Bh6 — He8, 17. 0-0 — Bd6, 18. Dd3 — Re5, 19. Rxe5 — Bxe5, 20. g3 — Bh8! 21. f3 — Rd2, (Nú fær hvítur ekki varizt miklu lengur). 22. Hf2 — Df6, 23. f4 (Ekki 23. Bg2 vegna 23. — g5). 23. — d4, 24. exd4 — Dxd4, 25. Hxc3 — Re4! og hvltur gafst ‘upp. Hann fær ekki varizt stór- felldu liðstapi. Björn átti f höggi við danska meistarann Svend Hamann og beitti Nimzoindverskri vörn. Skákin fylgdi hefðbundnum leiðum framan af og virtist Björn hafa náð að jafna taflið eftir 15 leiki. 1 18. leik lék Dan- inn Rg5 og hefur þá vafalaust haft kóngssókn í huga. I fljótu bragði fæ ég þó ekki betur séð en að hér hafi verið um grófan afleik að ræða. Björn gat svarað með 18. — Rxd4! og eftir 19. cxd4 — Hxc2, 20. Dxc2 — Bxg5, 21. Bxg5 Dxg5 fær svartur tvö peð uppf skiptamuninn og sterkt frumkvæði. En Björn missti af strætisvagninum og hlaut að gefast upp eftir harðar sviptingar. Hvftt: S. Hamann Svart: Björn Þorsteinsson Nimzoindversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rc3 — Bb4, 4. e3 — c5, 5. Bd3 — d5, 6. Rf3 — 0-0, 7. 0-0 — dxc4, 8. Bxc4 — Rc6, 9. Bd3 — cxd4, 10. cxd4 — Be7, 11. a3 — b6, 12. Bc2 — Bb7, 13. Bg5 — g6, 14. Hel — Rd5, 15. Bh6 — Rxc3, 16. bxc3 — He8,17. Dd2 — Hc8, 18. Rg5 — Dc7, 19. He3 — Hed8, 20. Bdl — Ra5, 21. Bh3 — Dc6, 22. f4 — Bf6, 23. Df2 — Hxd4, 24. Rxh7 — Bh8, 25. Bg5 — f5? (f6), 26. cxd4 — Bxd4, 26. Rf6+ — Bxf6, 27. Bxf6 gefið. Fyrstur til þess að vinna skák í mótinu var hollenzki stór- meistarinn Jan Timman. Hann átti í höggi við Þjóðverjann dr. Ostermeyer, sem missté sig illi- lega í byrjuninni og varð að gefast upp eftir 17 Ieiki. Skák þeirra Hartston og Laine (Guerensey) var leikur kattarins að músinni. Hartston gat í rólegheitum byggt upp yf- irburðastöðu, sfðan skipti hann upp í endatafl, vann peð og þar með skákina. Viðureign þeirra Poutiainen og van den Broeck var hörð og skemmtileg Finninn hóf skemmtilegar sóknaraðgerðir á kóngsvæng, sem lauk með því að kóngur andstæðingsins hraktist yfir til a8, þar sem hann lauk ævi sinni. Loks er að geta skákar þeirra Arne Zwaig og V. Jansa. Fram- an af var baráttan þung, þar sem Norðmaðurinn hafði þó lengst af undirtökin. Upp kom endatafl, þar sem Zwaig átti fjarlægt frfpeð, er hann virtist þó eiga í nokkrum erfiðleikum með að nýta sér. Báðir voru komnir f tímahrak og þegar Zwaig gleypti við peði með þeim afleiðingum að hrókur hans lokaðist inni virtist sem Jansa ætti a.m.k. að halda jafn- tefli. í tímahrakinu sást honum hins vegar yfir einfalt manns- tap og varð að gefast upp. Skák þeirra Murray og Liber- zon var frestað og Ribli sat hjá. Parma. r Ný sending Morgunsloppar vélúr og frotte — Frotteskór — Handklæði — Kjólabelti — Blússur — Sið pils — Sokkar — Skartgripir — Skartgripakassar — Herðasjöl og treflar — Lady-Marlene brjóstahöld og mágabelti. Til sölu Tilboð óskast í húseignina Bárugötu 1 1 ásamt eignarlóð og stórum bílskúr. Húsið er 2 hæðir, kjallari ásamt fundarsal í risi. Uppl. í síma 15653. Skrifleg tilboð sendist til hússtjórnar Bárugötu 1 1. 2ja herb. — Vesturberg Höfum í einkasölu mjög vandaða 2ja herb. íbúð á 3. hæð við Vesturberg um 60 fm. 10 m langar svalir. íbúðin er með harðviðarinnrétt- ingum. Flísalagðir baðveggir. Teppalögð og teppalagðir stigagangar. Lóð frágengin með malbikuðum bílastæðum. Losun samkomulag. Verð 4,5, útborgun 3,5 milljónir. Samningar og fasteignir, Austurstræti 10 a, 5. hæð, sími 24850 heimasími 3 72 72. Hinn margumtaiaði og vinsæli vekur athygli á . . Það koma ávallt nýjar vörur í hverrí viku á markaöinn Ótrúlegt vöruúrval á frábærlega verði Látlö ekki happ úr hendi sleppa ATHUGIÐ! Markaðurinn stendur aöeins stuttan tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.