Morgunblaðið - 22.10.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.10.1975, Blaðsíða 21
Drykkjuhæli fyrir konur I. Þ. skrifar: „Mörg eru mein, sem hrjá okkar velferðarríki, og má þar eflaust telja vínneyzlu þjóðar- innar og afleiðingar hennar verst og erfiðast viðfangs af þeim öllum. Hér skal ekki farið út í neinar rökræður um hinar mörgu og margvíslegu orsakir hennar. En afleiðingar þessarar ofneyzlu eru svo áþreifanlegar og átakan- legar að engin orð fá lýst oft á tíðum. A seinni árum hefur ýmislegt verið gert til að reyna að likna þvi ógæfusama fólki, sem orðið hefur ofdrykkjunni að bráð, einkum hinu svonefnda sterkara kyni — karlmönnunum. Nokkrum hælum hefur verið komið á fót, þar sem allmargir geta fengið inni og notið heimilisskjóls og aðhlynn- ingar um lengri eða skemmri tima. Nefni ég þar sem dæmi Gunnarsholt og Víðines. Ennfremur má benda á, að i dag eða á morgun er fullkomið nýtízku hæli að taka til starfa á Vífilsstöðum — fyrir karla. En hvað hefur verið gert fyrir drykkjusjúkar konur? Þótt tala þeirra kvenna, sem fjötrazt hafa i Gleypni ofdrykkj- unnar, sé enn, sem betur fer, nokkru lægri en karla, þá er tilgangslaust og skaðlegt að loka augum fyrir þeirri staðreynd, að fyrir löngu er þeirra hópur einnig orðinn óhugnanlega stór. Svo stór, að þörfin fyrir hæli — gott lokað hæli — er fyrir löngu orðin meira en brýn, hún er orðin sem ákallandi neyðaróp. Ég get fullyrt að nú þegar er neyðin svo mikil og knýjandi, að alltof langt sé að biða eftir hinu fullkomna nýtízku- hæli aðgerðalaus, segjum i hálfan áratug. Gera' má ráð fyrir að svo langan tíma taki að koma þvi upp, þar sem enn er ekki einú sinni farið að sjá út lóð undir það. En hvað er hægt að gera til einhverrar úrlausnar á þessu stóra vandamáli á meðan verið er að bíða eftir stórum, fjárfrekum langtíma framkvæmdum? 0 Hugsanleg lausn í því sambandi verður mér á að spyrja. Getur ríkið og Reykja- víkurborg ekki fengið ráð yfir einhverju húsnæði innan eða utan borgarmarkanna, er hagnýta mætti sem hæli — segjum fyrir 10—15 konur — án þess að mikill byggingarkostnaður kæmi til? Vel veit ég, að ekki er nóg að húsrýmið eitt sé fyrir hendi. Slíkt heimili þarfnast einnig starfs- fólks, og þá fyrst og fremst að gott og hæft fólk fengist til að veita þvi forstöðu. Að hinu leytinu mætti vænta þess aó konurnar sjálfar myndu fljótlega að veru- Sennilega f u.þ.b. kflómetra f jarlægð héðan eða svo, meira var það alla vega ekki. Hann stóð þarna f mestu vandræðum og vélin hafði bilað.... þarna f myrkrinu og ég spurði hvaðan hann væri að koma á aðfanga- dagskvöld.... þá var klukkan orðin yfir fimm og ails staðar búið að loka.... og hann talar ailtaf svo óvirðulega um kirkju og trú, svo að ekki datt mér f hug að hann hefði verið hér á söng- æfingu, það var aldeilis af og frá. Og ég sagði honum að ég skyldi hringja eftir aðstoð handa honum þegar ég kæmi f Motanderhúsið, en hann var reglulega ókurteis þvf að hann svaraði að fyrst ég... ð mínum aldri — gæti verið á göngu hér gæti hann sennilega komist hjðlparlaust heim.... Tord Ekstedt tautaði Shyggju- fullur: — Þetta er bráðvelgefinn piltur og frá góðu og guðhræddu heim- ili. En sem stendur er hann á móti ölium og öllu.... Lotta hafði komið aftur inn f stofuna og lagði nú einnig fram sinn skerf. — Hann hefur rautt skegg, sagði hún og tfsti. — Og stutt- MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÖBER 1975 21 legu leyti geta leyst af hendi hús- störfin. Þvi mest áríðandi er — sem fyrr er á bent — að stjórn heimilisins sé i góðum höndum. Sjálfsagt myndi rekstur slíks heimilis kosta allmikið fé á þess- um verðbólgutímum. En þó gæti það sparað mikið borið saman við þá gegndarlausu sóun á fjár- munum, sem á sér stað vegna núverandi hörmungarástands. Eða hvað munu tryggingarnar ekki fleygja út stórum fjárfúlgum vegna þessa? Fjárfúlgum, sem oft og tiðum helzt verða til þess eins að halda þiggjendum þeirra áfram niðri í sama svaðinu og neyðinni, um leið og heimili þeirra og aðstandendur verða jafnt sem áður að sveitast sínu blóði undir þvi likamlega og and- lega álagi, sem venjulega fylgir I kjölfarið. Það er mikið og augljóst böl hverju heimili og fjölskyldu þar sem fyrirvinnan, faðirinn, sonur- inn eða bróðirinn er ofneyzlu- sjúklingur á vin. Hvað mun þá ef það er sjálf húsmóðirin, móðirin, eiginkonan eða unga stúlkan í fjölskyldunni? Mun heimilið, börnin — ung eða vaxin — liða minna þegar svo stendur á? Ég held, að við vitum öll svarið. Og mun ekki betra fyrir þjóðfélagið að horfast i augu við staðreynd- irnar, þótt ömurlegar séu, en stinga höfðinu i sandinn? Og að síðustu þetta: Er það eiginlega ekki skylda velferðarríkis að veita slíkum sjúklingum jafnan rétt og mögu- leika sem öðrum til læknis- hjálpar, nauðsynlegrar hjúkr- unar, aðhlynningar, öryggis — og endurhæfingar? Er samfélagið gæti þarna gert sína skyldu efast ég ekki um að af mörgu heimilinu myndi það um leið Iétta einhverri þyngstu byrði lífsins. I. Þ.“ 0 Námskeið fyrir þá, sem fara til rjúpna I tilefni af bréfi, sem birtist hér I dálkunum fyrir helgi og fjallaði um þann þjóðfélagshóp, sem á hausti hverju fer til fjalla til að veiða rjúpur, með mismun- andi góðan útbúnað, hafði Thor Haraldsson, formaður Hjálpar- sveitar skáta, samband við okkur. Vildi hann vekja athygli á þvi, að á hverju hausti gengist hjálpar- sveitin fyrir tveggja kvölda nám- skeiðum, þar sem gefnar eru ráð- leggingar um útbúnað, kennd meðferð áttavita og annað það, sem veiðimönnunum má að gagni koma. Thor sagði, að þegar væri lokið einu námskeiði, annað hæfist í kvöld (miðvikudag) og horfur væru á þvi, að þriðja námskeiðið yrði haldið í næstu viku. Væru námskeiðin haldin í húsakynnum Rauða kross íslands við Nóatún, en hægt væri að fá nánari upplýs- ingar og láta skrá sig til þátttöku i Skátabúðinni. 0 Hvenær er komið nóg af tilrauna- starfseminni? Árni Bjarnason hafði samband við Velvakanda og var erindið á þessa leið: „Ég var að horfa á sjónvarpið á laugardagskvöldið með fjölskyld- unni. Boðið var upp á „islenzkan skemmtiþátt", sem þeir sjón- varpsmenn virðast telja eitt dýr- legasta efni, sem hægt er að bera á borð fyrir íslenzka sjónvarps- áhorfendur. Ég þarf vist ekki að lýsa þættinum með mörgum orðum — þeir, sem sáu hann þurfa ekki vitna með. Góðir, Islenzkir skemmtiþættir I sjón- varpinu eru því miður svo sjald- séðir, að furðu gegnir. Það er eins og alltaf sé verið með einhverja tilraunastarfsemi, en verður hún ekki nokkuð dýr til lengdar? Þar sem auðséð er að árangur af þessari tilraunastarfsemi ætlar ekki að verða neinn, væri þá ekki athugandi fyrir sjónvarpsmehn að fara að hætta þessu og reyna heldur að fá góða, erlenda skemmtiþætti fyrir peningana?" HOGNI HREKKVISI Þeir geysast nú af stað. Bilskúrshurðir TOKAMOX Standard-stærðir: Breidd: 240 og 270 cm. Hæð: 210 sm. Aðrar stærðir eftir pöntun. — Sjáum um uppsetningu — Sérlega hagstætt verð V TIMBURVIRZLUNIN VOIUNDUR hf Klapparstíg 1. Skeifan 19, Simar 18430 — 85244. B2? S1G6A V/öGA t t/LVERAk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.