Morgunblaðið - 22.10.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.10.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÖBER 1975 Páll Bragi Kristjónsson: ALVARLEGAR SPIJRNINGAR III. UTANRÍKISRÁÐHERRA? Merkisdagur var runninn upp, 15. október 1975, dagur, sem minnzt mun í sögunni með stolti, dagur, sem Islendingar heima og heiman höfðu beðið í ofvæni, hátíðisdagur. — Islenzk fiskveiði- lögsaga færð út í 200 mílur. — Námsmaður í Árósum arkar í skólann í sparifötunum ásamt skyrtu með flibba og viðeigandi bindi. Þessi „múndering" er dreg- inn fram, og af henni dustað reyk- ið, í tilefni dagsins. Félagarnir í skólanum undrast mjög en sam- gleðjast er skýring er gefin. Fjöl- miðlar fjalla með óvenjulegri vel- vild um þetta lffshagsmunamál íslendinga. Heima fyrir bakar eiginkona námsmannsins pönnu- kökur að íslenzkum sið. — Já, sannarlega hátíðisdagur. — En svo kemur boðskapurinn um kvöldið á öldum Ijósvakans: Ambassador Islands í Moskvu lýs- ir því yfir í tilefni dagsins, að líklegt sé, að íslendingar verði eða jafnvel muni skipta um bandamenn á alþjóðlegum vett- vangi vegna afstöðu Breta og V- Þjóðverja til fiskveiðíútfærsl- unnar. Yfirlýsingu ambassadors- ins fylgir sú hjartnæma kveðja til alheimsins, að Rússar sýni Islend- ingum mikinn velvilja og skilning í málinu. Ekki var því um að villast, hvert Moskvuambassador- inn renndi augum með tilliti til nýrra bandamanna. Ekki skal hér fjölyrt um af- stöðu Breta og V-Þjóðverja til út- færslu fiskveiðilögsögunnar, né nokkru spáð um, hver lok þeirra mála verða. Ekki skal heldur reynt að geta sér til um hug og vilja Sovétmanna, þar mun am- bassadorinn geta betur um dæmt. En eitt er víst, að yfirlýsing Hannesar Jónssonar, ambassa- dors, kom sem þruma úr heið- skíru lofti yfir almenning vina- þjóða okkar næstu, og óvist er, hversu samúðin með málstaðnum Páll Bragi Kristjónsson. hrekkur langt, ef fleiri hótanir berast frá Moskvu, svo ekki sé talað um, ef við rök eiga að styðj- ast. Það sannreyndi Islendingur- inn í Árósum 16. okt., daginn eftir sparifötin. Og nú vil ég beina eftirfarandi spurningum til utanrfkisráðherra íslands, Einars Ágústssonar, sem ætla má, að sé húsbóndi Hannesar Jónssonar Moskvuambassadors. 1. Er þessi yfirlýsing ambassa- dorsins gefin f samrærni við skoð- un islenzku ríkisstjórnarinnar, hafði hann fengið umboð til að gefa hana, eða borið hana undir utanrfkisráðherra? 2. Ef svarið við spurningu 1 er neitandi, hlýtur eftirfarandi spurning óneitanlega að vakna og krefjast svars: Hefur óbreyttur embættismaður, sem ekki er af kjósendum kjörinn til umboðs eða starfa, leyfi til að gefa út svo stórpólitískar yfirlýsingar, svo sem um er að ræða i þessu tilviki? 3. Ef slíkt umboð er ekki fyrir hendi, hvaða afleiðingar hafa slíkar gerðir þá fyrir stöðu við- komandi embættismanns? Ég vona eindregið að utanríkis- ráðherra svari þessum spurning- um, þeirra svara verður áreiðan- lega, af þorra manna, beðið með eftirvæntingu, ekki sízt þeirra, sem á erlendri grund tala máli Islands í þessu stóra máli. Árósum, 16. okt. 1975. Páll Bragi Kristjónsson. Hannes Jónsson sendiherra: UJÐRÉniNG VH) PRÉrnNA „EKKI LÍNA AÐ HEIMAN” I Morgunblaðinu 17. þ.m. segir á baksíðu: „Hannes Jónsson boð- ar breytta afstöðu til NATO“, en f greininni er skýrt frá því, að dönsk blöð hafi birt frétt frá fréttaritara frönsku fréttastof- unnar í Moskvu þess efnis, að HJ hafi sagt „að íslendingar neyðist ef til vill til að skipta um banda- menn, ef Atlantshafsbandalags- löndin og önnur vestræn rfki sjái ekki til þess, að 200 mílna fisk- veiðilögsaga Islands verði virt.“ Síðar gefur blaðið í skyn að fréttin sé rétt og óvéfengjanleg með því að birta eftirfarandi spurningu til utanríkisráðherra: „Hafa sendiherrar heimild til að gefa svona yfirlýsingar?“ Því er sem sé slegið föstu, að „svona yfirlýsing" hafi verið gef- in, en spurt er hvort sendiherrar hafi heimild til slíkra yfirlýsinga. Að gefnu þessu tilefni skal eft- irfarandi tekið fram: 1. Undirritaður efndi til frétta- mannafundar í sendiráðinu f Moskva í tilefni útfærslu fisk- veiðilögsögunnar 15. október — Siglir flotinn Framhald af bls. 24 skipaflotinn telur 150 til 200 skip. Hér er um að ræða skip með margs konar veiðarfæri. I hópi sjómannanna náðist ekki sam- staða, en meirihluti var fyrir kröf- unum, sem lagðar voru fram, en minnihlutinn taldi allt of vægt farið í sakirnar og var mun rót- tækari. Þeir félagar, sem boðuðu til blaðamannafundarins sögðu, að ekki væri um neinar skipulagðar aðgerðir að ræða frá hendi sjó- manna aðrar en þær að leggja skipunum. Sögðu þeir að kröfun- um væri mjög stillt í hóf. Þeir, sem blaðamannafundinn sátu, voru: Guðmundur Jónsson, skip- stjóri á Júní, Jóhann Sigurgeirs- son, skipstjóri á Skafta, Sigurður Kristjánsson, skipstjóri á Fram- tiðinni frá Keflavík, Ölafur G. Gíslason, stýrimaður á Júní, Gunnar Þór Ölafsson, skipstjóri á Þorbirni II, Björn Ingólfsson, skipstjóri á Frey KE, og Óskar Vigfússon, sem var sá aðili, sem gætir hagsmuna undirmanna. Sjómennirnir breyta stærðar- mörkum og verði í tillögum sfnum frá þeirri verðlagsákvörðun, sem verðlagsráðið auglýsti. Þeir lækka neðri stærðarmörk stór- þorsks um 5 cm, en halda óbreyttu verði. Um millistærðar- þorsk breyta þeír ekki neðri mörkum flokksins, en lækka að sjálfsögðu efri mörkin í 70 cm og hækka kflóverðið um 2 krónur, í 40 krónur. Smáþorskinn láta þeir óbreyttan frá ákvörðun Verðlags- ráðs, en þar er kílóverðið 20 krón- sl. Efni fundarins var kynning á landhelgismálinu, en ekki ör- yggismál. Farið var yfir frétta- tilkynningu utanríkisráðu- neytisins um málið og henni dreift á rússnesku og ensku. Síðar voru spurningar og svör um málið. 2. Á fundinum voru fulltrúar helstu fjölmiðla Sovétrikjanna og nokkrir fréttamenn frá Vesturlöndum og Asfu. Frönskum fréttamönnum var boðið, en þeir boðuðu forföll og mættu ekki vegna anna í sambandi við heimsókn Frakk- landsforseta f Sovétríkjunum. 3. Eftir að fram höfðu komið á fundinum svör við spurning- um um afstöðu Sovétrikjanna og vestrænna ríkja til út- færslnanna 1952, 1958 og 1972 spurði einn fréttamanna, hvort landhelgismálið væri ekki lífs- hagsmunamál Islendinga. Því var svarað játandi. Spurði hann þá, hvort ekki kæmi til greina, að ísland skipti um ur. Hins vegar var ákvörðun á verði á milliufsa hjá verðlagsráði 17,50 krónur og á karfa 19,50 krónur. Milliufsann hækka sjó- mennirnir f 23 krónur og karfann í 22 krónur. Segjast þeir gera þetta, þar sem með þessari verð- lagningu sé betur gætt friðunar- sjónarmiða smáþorsks, en þeir telja verðákvörðun verðlagsráðs- ins beinlínis stuðla að smáfiska- drápi á þorski, þar sem með henni fæst meira fyrir smáþorsk en fyr- ir milliufsa og góðan karfa. Á stórufsa lækka þeir mörkin á stærð fisksins um 10 cm í 75 cm. Jafnframt lækka þeir mörkin á stórýsu um 4 cm í 50 cm og hækka verðið á stórýsu um 8 krónur í 45 krónur hvert kíló. Sfðan segja sjómennirnir: „Þessa verðlagningu leggur sam- starfshópur yfir- og undirmanna á fiskiskipum fram, sem grund- völl fyrir því að við getum haldið áfram róðrum. Ennfremur gerum við þá kröfu, að sjóðakerfi sjávar- útvegsins verði tekið til rækilegr- ar yfirvegunar og að sú nefnd, sem að þeim störfum vinnur skili áliti eigi sfðar en 1. desember 1975. (Það ber henni að gera skv. tilskipunarbréfi — innskot Mbl.). Einnig gerum við þá kröfu, að þegar málið verður tekið fyrir á þingi, að það hljóti skjóta af- greiðslu og sjóðakerfið verði lagt niður.“ Sjómennirnir sögðu, að í ræðu eins ráðherra rfkisstjórnarinnar, sem flutt hefði verið á sjómanna- daginn, hefði komið fram að ís- lenzkur sjómaður hefði rúmlega tvöfalt meiri afla á bak við sig en sjómenn annarra þjóða. Þetta Hannes Jónsson. bandamenn úr því að i hópi Atlantshafsbandalagsríkjanna væru þau rfki, sem alltaf hefðu hefði komið heldur illa við sjó- menn, þvi áð með þessu afla- magni næðu þeir ekki sama kaupi og sjómenn í nágrannalöndunum. Tóku þeir síðan dæmi frá Færeyj- um. Þeir sögðu: „Gerum ráð fyrir að færeyskur bátur landi í heima- höfn og á honum sé 10 manna áhöfn. Báturinn landar 10 tonn- um af fyrsta flokks ýsu 50 cm og stærri. Fyrir hvert kg af ýsunni fást 59,50 krónur og skiptaverð- mæti bátsins er þvi 595 þúsund krónur. Skiptaprósentan er 27%, eða 160.650.— krónur og er deilt í 10 staði eða 16.065 krónur á mann. I þessu tilfelli er gert ráð fyrir að fiskurinn sé seldur beint til fisksala. Siðan til samanburðar skal tekinn íslenzkur bátur með 10 manna áhöfn og hann landar nákvæmlega sama aflanum. Fyrir hvert kg fæst 19,60 krónr og skiptaverðmætið er 196 þúsund krónur. Skiptaprósenta er 32% eða 62.720 krónur, sem skipt er í 10 staði eða 6.272 krónur á mann." Síðan sögðu sjómennirnir: „Næst skulum við gefa okkur tvo menn, sem báðir eru kvæntir í sinn hvorri skipshöfninni. Báðir eru latir við að grfpa til soðningar- innar, er þeir fara heim, þannig að konur þeirra verða að fara til fisksalans og kaupa f soðið. Maður færeysku konunnar seldi sinn fisk á 59,50 krónur hvert kg, en kona hans greiðir 127 krónur fyrir kg. íslenzki sjómaðurinn seldi sinn fisk á 19,60 krónur, en konan hans greiddi fyrir hann 127 krónur. Kaupi hans vegar færeyska konan íslenzkt súpukjöt kostar hvert kg. 307 krónur, þar staðið gegn þessu lffshags- munamáli Islendinga en innan Varsjárbandalagsins ríki, sem hefðu virt lffshagsmuni íslands. Þessu svaraði undir- ritaður, að þetta hefði aldrei verið á dagskrá, en hins vegar færi það ekki framhjá Islend- ingum, að það fælist viss mót- sögn í þvf að andstaða við lffs- hagsmuni Islendinga kæmi frá bandamönnum okkar í NATO en skilningur og oft jafnvel beinn stuðningur frá ríkjum Varsjárbandalagsins. — Að öðru leyti komu bandalögin og öryggismál ekki til umræðu á fundinum. Ljóst er af framansögðu, að undirritaður gaf hvorki yfirlýs- ingu um „breytta stefnu til NATO“ né „að tslendingar neyð- ist ef til vill til að skipta um bandamenn ..." — Hins vegar hefur frásögnin af fréttamanna- sem það er niðurgreitt, m.a. fyrir skattpening fslenzka sjómanns- ins, en konan hans þarf að greiða 424 krónur fyrir hvert kg í búð hér heirna." Þá kom það fram á blaðamanna- fundinum að nær enginn bátur í öllum bátaflotanum væri full- mannaður og ekki fengist hálf nýting út úr þeim vegna manna- leysis. Til þess að unnt yrði að gera út þyrfti fiskverð a.m.k. að hækka um helming. Þá kom það einnig fram að sá minnihlutahóp- ur, sem var á móti kröfunum, sem lagðar hafa verið fram krafðist þess að fiskverð hækkaði til jafns við landbúnaðarafurðir. Sjómennirnir sögðu að um 60% af aflaverðmæti færi f sjóðakerfið Sður en til skiptingar aflans kæmi. Þeir töldu upp ýmiss konar tekjur, sem sjóðir hefðu af fob- verði aflans. I Tryggingasjóð fiskiskipa sögðu þeir að áætlað væri að rynni 1.247 milljónir króna á þessu ári, í olfusjóð 1.550 milljónir, í olíusjóð vegna við- bótargjalds 1.450 milljónir, í afla- tryggingasjóð, almenna deild 440 milljónir, f aflatryggingasjóð, áhafnadeild 530 milljónir í fisk- veiðasjóð 457 milljónir, til fisk- matsins 50 milljónir, til fiskimála- sjóðs 28 milljónir og f aðra sjóði 38 milljónir eða samtals 5.790 milljónir. I stofnfjársjóð fiski- skipa renna siðan 15% af afla- verðmæti upp úr sjó miðað við gildandi verðlag innanlands og skiptir það milljörðum króna að mati sjómannanna. Sjómenn vilja að allt sjóðakerfið verði afnumið. fundinum í Moskvu brenglast meira en Iftið i meðför frétta- manna og undirrituðum gert upp að hafa gefið yfirlýsingu í anda spurningar framangreinds frétta- manns. Þennan fréttabandvef má leysa upp í eftirfarandi formúlu: „Maður sagði manni ... (Morg- unblaðið), að maður hefði sagt sér ... (ótilgreind dönsk blöð), að annar hefði sagt sér ... (franskir fréttamenn), að maður hefði sagt (sendiherra Islands í Moskvu).“ Hversu ábyggileg getur frétta- mennska byggð á slfkri formúlu verið? Er það ekki aðalsmerki góðrar fréttamennsku að leita sannleiks- gildis ósennilegra keðjufréttafrá- sagna af þessu tagi fyrir birtingu, með því að bera þær beint undir þann, sem borinn er fyrir þeim? Reykjavík 20.10. 1975. Hannes Jónsson — Tillögur Framhald af bls. 1 hvort V-Þjóðverjar væru farnir að undirbúa endurskipulagningu á fiskveiðum sínum í Ijósi þess að flest benti til að innan skamms yrði 200 mílna efnahagslögsaga samþykkt á Hafréttarráóstefn- unni. „V-Þjóðverjar hafa ekki mikilla hagsmuna að gæta f sambandi við 200 mílurnar og þrátt fyrir að samkomulag verði gert á þessu sviði á Hafréttarráðstefnunni þýðir það ekki að vinaþjóðir geti ekki gert með sér gagnkvæman samning sem þjóni viðskiptaleg- um hagsmunum beggja.“ Að lokum lögðu þingmennirnir áherzlu á að þeir væru mjög von- góðir um að samkomulag næðist og að íslendingar myndu sjá á tillögum V-Þjóðverja að þeir vildu af einlægni leysa málið. V- Þjóðverjar gerðu sér einnig grein fyrir að Islendingar gætu ekki gert samninga við Breta eða Þjóð- verja hvora í sínu lagi án þess að tryggt væri að grein 6 í EBE- samningnum tæki gildi. — Vinnuveitenda sambandið Framhald af bls. 2 og kjaramála á næstu mánuðum, er vá fyrir dyrurn. I þeim efnum eru allir í sama báti, vinnuveit- endur, launþegar og stjórnvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.