Morgunblaðið - 22.10.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.10.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1975 Jóhannes Árnason Nýir þingmenn Nokkrir nýir þingmenn hafa bætzt við þessa dagana, í fjarveru aðalmanna. Gunnar J. Friðriksson (S) hefur tekið sæti Péturs Sigurðs- sonar, Halldór Blöndal (S) sæti Jóns G. Sólness, Pétur Biöndal (S), Seyðisfirði, sæti Sverris Hermannssonar, Ólafur R. Grímsson (SFV) sæti Magnúsar T. Ólafssonar, Sigurður Björgvinsson (K) sæti Garðars Sigurðssonar og Jóhannes Árnason (S) í veikindaforföllum Matthíasar Bjarnasonar, sjávarútvegsráðherra. Hugsanlegar endurgreiðslur: Rangur útreikning- ur ákvæðisvinnu Ólafur Jóhannesson, viðskipta- ráðherra, svaraði í sameinuðu þingi I gær fyrirspurnum frá Sig- hvati Björgvinssyni (A) varðandi ranga útreikninga á ákvæðis- vinnu iðnmeistara í húsbygging- um. Spurningar og svör fara hér á eftir: • 1. Eru einhverjar aðgerðir fyr- irhugaðar til þess að tryggja og auðvelda húsbyggjendum að fá endurgreiddar þær fjárhæðir, sem verðlagsráð hefur nýlega upplýst að óleyfilega hafi verið af þeim hafðar með röngum útreikn- sönnuð i málinu, ætti að skapast grundvöliur til að byggja á endur- kröfu vegna oftekinnar greiðslu fyrir ákvæðisvinnu. Gera verður ráð fyrir, að hver, sem endur- greiðslu krefst, hefjist sjálfur handa um innheimtu hennar, en vera kann að reka þurfi prófmál f þessu sambandi og mundi þá gjaf- sókn e.t.v. veitt. % 2. Verða gerðar einhverjar sér- stakar ráðstafanir af hálfu verð- lagsyfirvalda til þess að tryggja betur en gert hefur verið að alvar- leg verðlagsbrot af þessu tagi eigi sér ekki stað. 0 Svar: Verðlagsskrifstofan mun að sjálfsögðu leitast við að koma f veg fyrir hvers konar verðlags- brot hér eftir sem hingað til og kæra þau brot, sem upp komast. Hraunhitinn í Eyjum: Tilraunaveita reynd þegar í vetur? í NÝLEGRI skýrslu Jarð- vísindastofu og Jarðeðlisfræði- deildar Raunvfsindastofnunar Háskóians um hugsanlega nýt- ingu hraunvarmans á Heima ey til húshitunar kemur m.a. fram, að stefnt er að tilrauna- veitu f hluta Vestmannaeyja- kaupstaðar, sem talin er for- senda ákvörðunartöku um hús- hitun alls kaupstaðarins með hraunhita. Skýrsla þessi er nú í athugun bæjaryfirvalda, sem væntanlega taka afstöðu til málsins mjög fljótlega. Af þessu tilefni sneri Mbl. sér til Guðlaugs Gfslasonar, alþingis- manns, og innti hann eftir frek- ari upplýsingum af þessu máli. Aðdragandinn. Guðlaugur sagði að aðdragandinn og hugmyndin að þessari framkvæmd hefðu ver- ið tilraunir, sem Sveinbjörn Jónsson í Ofnasmiðjunni og Hlöðver Johnsen í Vestmanna- eyjum hefðu gert með „hitaelementi“, sem sett hafi verið niður í hraunið, og hefði þá þegar gefið góða raun. Raunvfsindastofnun Háskólans. Á fjárlögum yfirstandandi árs var framlag til Raun- vfsindastofnunar Háskólans hækkað um 2 m.kr., en stofnun- in tók að sér frekari tilraunir með nýtingu hraunhitans í Eyj- um. Sú tilraun var þríþætt: 1) að nýta gufu-uppstreymið beint, hliðstætt þvf sem ráðgert er í Svartsengi, 2) með nýjum varmaskipti, sem Sveinbjörn f Ofnasmiðjunni hannaði og lét smíða og 3) könnun á hugmynd Sigmundar Jóhannessonar, hugvitsmanns í Eyjum, þ.e. að soga hitann upp úr hrauninu og breyta honum í gufu, eða nota hann beint á varmaskipti til upphitunar á vatni. Niðurstöður rannsóknar Guðlaugur sagði niðurstöður Raunvísindastofnunar af þess- um tilraunum, sem staðið hafi í allt sumar, vera þær, að samein- aðir myndu kostir allra þessara Guðlaugur Gfslason, alþingis- maður. hugmynda, og smfðuð ný tegund af varmaskipti í sam- ræmi við það. Leggur Raunvísindastofnun- in til, sem fyrr segir, að gerð verði tilraun með hitaveitu (hraunhitun) í tilteknu hverfi í kaupstaðnum, norðan Sólhlíðar og vestan Kirkjuvegar, ásamt nýja sjúkrahúsinu. Teningsmál þess húsnæðis, sem hér um ræðir, samsvarar um 70 íbúðum af meðalstærð. Þeir aðilar hjá Raunvísinda- stofnun, sem haft hafa þessar tilraunir meá höndum, eru prófessorarnir Sveinbjörn Björnsson og Þorbjörn Sigur- geirsson, en forhönnun að verk- inu og teikningar af dreifikerfi hefur Verkfræðistofa Guð- mundar og Kristjáns f Reykja- vík gert. Ending hitans. Virkjun hraunhitans er talin tæknilega auðveld og ódýr. Óvissa er þó um rekstrar- kostnað og endingu varmaforð- ans. Hins vegar má varðveita hraunhitann alllengi með þvi að loka yfirborði hraunsins með vatnsþéttu einangrunar- lagi og þurrka hraunið þar undir með þvf að soga gufuna, sem nú er í því burt. Stofn- kostnaður dreifikerfis um bæ- inn kemur og að fullum notum, ingum á launatengdum gjöldum vegna ákvæðisvinnu iðnmeistara. • Svar: Að lokinni athugun verðlags- skrifstofunnar á útreikningum seldrar ákvæðisvinnu ýmissa iðn- meistara hefur verðlagsstjóri kært málið tii saksóknara ríkis- ins, sem tekur frekari ákvarðanir um framhald málsins. Verði sök Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, svaraði í gær í sameinuðu þingi fyrirspurn frá Benedikt Gröndal (A), varð- andi dagvistunarheimili. Spurn- ingar og svör fara hér á eftir: Spurning: Hvaða dagvistunar- heimili hafa hlotið byggingar- og rekstrarstyrki samkvæmt lögum nr. 29/1973 um hlutdeild ríkisins í byggingu og rekstri dagvistunar- heimilarog hve miklum upphæð- um nemur sú aðstoð? Svar: A landinu öllu eru nú starfandi 76 dagvistunarheimili af slíku tagi í 33 sveitarfélögum. Dagheimilin eru 28, skóladag- heimilin 3, leikskóiar 45. Dagvist- unarheimili starfa á eftirtöldum stöðum: Akureyri (3), Akranes (2), Borgarnes, Egilsstaðir, Eskifjörð- ur, Flateyri, Garðahreppur, Hafn- arfjörður (3), Hellissandur, Húsavfk, Höfn (Hornafirði), Hveragerði, Isafjörður, Keflavík (2), Kópavogur (3), Króasel, Há- bæ 28, Rvík, Mosfellssveit, Nes- 'V Formenn þingnefnda A 'JS&a Utanríkismálanefnd Sameinaðs Alþingis. Formaður utanríkismála- nefndar Sameinaðs Alþingis hefur verið kjörinn Þórarinn ^ • flflj ^ J Þórarinsson, varaformaður - -St. WMÉSk Jóhann Hafstein og skrifari Jfrr ijn . mmL* 'íÉmfi&h. Friðjón Þórðarson. Fjárveitinganefnd Alþingis. m * i Formaður fjárveitinganefndar \ ! Alþingis hefur verið kjörinn Jón Æj^V ' W ’ \ Árnason, varaformaður Ingi w mk i lM HHm fli Tryggvason og skrifari Þórarinn Wm', m KWflki 'Wm'" þótt og þegar hraunhitinn þrýt- ur, því að nýta má kerfið sem fjarhitunarkerfi. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar er nægjanlegur hraunhiti til staðar til hitunar allra húsa kaupstaðarins. Um varanleik varmans sagði Guðlaugur, að þeir bjart- sýnustu töluðu um 50 til 80 ár, ef tiltekið svæði á yfirborði hraunsins yrði þéttað, þann veg, að regnvatn kæmist ekki niður í það. Aðrir töluðu um 30 til 40 ár. í bollaleggingum sér fræðinga Raunvfsindastofnun- ar væri hinsvegar reiknað með lágmarksnýtingu 15 ár, og væri sá endingartími nægjanlegur til að greiða niður allan stofn- kostnað bæjarkerfisins, þó reiknað verði með svipuðu verði og hjá Hitaveitu Reykja- vfkur. Guðlaugur vakti og athygli á þvf, að á tilteknum svæðum hraunsins í Surtsey mældist enn allt að 160 gr. hiti, eftir 9 ár, án nokkurrar þéttingar á yfirborði hraunsins, og þrátt fyrir mikið sjórok yfir eyjuna. Sparnaður Þá sagði Guðlaugur að kynd- ing bæjarins með olíu kostaði f dag milli 150 og 200 m.kr. Talið væri að hitakostnaður hjá Hita- veitu Reykjavíkur væri aðeins frá 'A til W af kyndingarkostn- aði með olíu, og yrði því árlegur sparnaður húseigenda í Eyjum og þjóðarbúsins, ef tækist að nýta hraunhitann, frá 100 til 150 m.kr. Tilraunir varðandi hugsan- lega tæringu á varmaskiptum hefðu leitt í Ijós, að verði tækin byggð úr ryðfríu stáli, myndu engin óviðráðanleg vandamál koma upp. Bæjarkerfið yrði og lokað kerfi, sem útilokaði tær- ingu í hitalögnum húsanna. Tilraun f vetur — ákvörðun að sumri. Guðlaugur Gíslason, alþingis- maður, sagði að lokum, að hann vonaðist til, að fyrirhuguð til raunaveita fengi sitt reynslu- próf þegar í vetur, og að hægt yrði að byggja framtíðar ákvarðanatöku á þeirri reynslu, sem hún gæfi, á sumri kom- anda. ****ti«*ttammm***>*M&* matáMcneusHLétmamuttm 4600 börn á dagvistunarstofnunum: 7 6 dagvistunarheimili starf- rækt í 33 sveitarféiögum Þórarinn Þórarinsson. Sigurjónsson. Jón Árnason. kaupstaður, Ólafsvfk, Ólafsfjörð ur, Ós v/Dugguvog, Reykjavíkur borg (32), Sauðárkrókur, Selfoss Seltjarnarnes, Seyðisfjörður Siglufjörður, Stykkishólmur, Suð ureyri, Vestmannaeyjar (3), Vtri Njarðvík, Æsufelli 2—6 Rvík, Blönduós, Dalvík, Hálsakot (Bergstaðastræti 81 Rvík). Fyrsta heila árið eftir gildis- töku laganna, 1974, greiddi rfkis- sjóður vegna rekstrar heimilanna um 79 m.kr., en af þeirri fjárhæð vóru 23 m. kr. fyrirliggjandi vegna 1975. Ein umsókn úr Garði hefur ekki verið afgreidd. Stofnkostnaður. 39 dagvistunarheimili hafa nú verið tekin i fjárlög. Árið 1974 voru i fjárlögum 40 m.kr. vegna slíks stofnkostnaðar, þar af 7 m.kr. vegna hönnunar. Greiðsla á árinu nam 30 m.kr. í fjárlögum 1975 eru 60 m.kr. til stofnkostn- aðar, þar af hafa 40 m.kr. verið greiddar til 18 byggðarlaga. Allar umsóknir, sem uppfyllt hafa skilyrði laga, hafa verið teknar f fjárlög. Varðandi af- greiðslu fjárlaga 1976 liggja fyrir umsóknir varðandi 10 ný heimili frá 9 sveitarfélögum og KFUM og K f Rvík. Vilhjálmur Hjálmarsson, Spurning: Hversu mörg börn geta þessi heimili vistað? Svar: Dag- heimilin 1398 börn, ieikskólar. 3.144 börn og skóladagheimili 68 börn. Mikið vantar þó enn á að heimilin geti tekið við öllum þeim börnum, sem dagvistar er óskað fyrir. Spurning: Hefur ráðuneytið i þjónustu sinni sérmenntaðan starfsmann á þessu sviði. Svar: (efnislegt) Já, Svandfsi Skúla- dóttur, fóstru, sem hefur fram- haldsmenntun á þessu sviði og starfað hefur frá ársbyrjun 1974. Að lokum gat ráðherra þess, aö könnun á heildarþörf fyrir dag- vistunarheimili lægi ekki fyrir, sem þó væri æskilegt. t nokkrum sveitarfélögum, sem hafa eiga frumkvæði um stofnun slfkra heimila, hefur slík könnun verið gerð, t.d. í Reykjavík, Kópavogi og Borgarnesi. Ráðuneytið mun leita samstarfs við Samband ísl. sveitarfélaga um samræmda könnun á þörf dagvistunar- heimila.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.