Morgunblaðið - 22.10.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.10.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÖBER 1975 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Aukin verkefni sveitarfélaga Eitt eftirtektarverð- asta nýmæli, sem fram kemur í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, er sú stefnumörkun, að hlut- deild sveitarfélaga i opin- berum umsvifum skuli aukin með því að auka hlut þeirra í tekjum af sölu- skatti. Þessi stefnumörkun kemur fram í athugasemd- um við fjárlagafrumvarp- ið, en þar er vakin athygli á því, að sveitarfélög hafi ekki notið 8% hlutdeildar í sex söluskattsstigum, en að þau hafi sótt það fast að fá jafnan 8% hlut af öllum söluskatti til Jöfnunar- sjóðs. í athugasemdum við fjárlagafrumvarpið er lýst yfir, að ríkisstjórnin telji rétt að stefna að þessari tilfærslu tekna til sveitar- félaganna, jafnframt því sem verkefni þeirra verði aukin. Jafnframt kemur fram það sjónarmið ríkis- stjórnarinnar, að áður en fjárlagafrumvarpið verður afgreitt verði gerðar ráð- stafanir til þess að auka starfssvið sveitarfélaga, og tekjur þeirra. Ef sveitarfé- lögin fá nú hlutdeild i þeim söluskattsstigum, sem þau ekki hafa fengið hlut af hingað til, þýðir það 700—750 milljón króna auknar tekjur fyrir þau á ársgrundvelli og er þá aug- ljóst, að þau geta tekið við auknum verkefnum. Á tímum vinstri stjórnarinnar voru gerðar ýmsar breytingar á verk- efnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, sem í raun þýddi að ýmis verkefni, sem sveitarfélög áður höfðu haft með höndum, voru færð yfir á hendur ríkisins. Sú breyting, sem þá var gerð, hefur gefizt misjafnlega og í sumum til- vikum mjög illa. Að feng- inni reynslu er því sjálf- sagt að gera hér breytingar á og afhenda sveitarfé- lögunum á ný ýmis verk- efni enda er það einnig í samræmi við þá stefnu að draga úr miðstjórnarvald- inu í okkar þjóðfélagi og dreifa valdinu. Tæpast leikur nokkur vafi á því, að sveitarfélögin eru á ýmsan hátt betur til þess fallin að annast yfir- stjórn á ýmsum starfssvið- um, þar sem staðarleg þekking skiptir talsverðu máli og jafnframt er ljóst, að oft er mun heppilegra að yfirstjórn sé heima í héraði en t.d. í Reykjavík og á það við um fjölmörg svið hinnar opinberu um- sýslu. En mestu máli skipt- ir þó, að sjálfsstjórn hinna einstöku byggðarlaga eykst, ábyrgð heimamanna verður meiri og þörfin til þess að sækja alla skapaða hluti til Reykjavíkur verö- ur minni með því að auka hlutdeild sveitarfélaganna í opinberri umsýslu. Þess vegna er enginn vafi á því, að rétt er stefnt með þeirri yfirlýsingu í at- hugasemdum fjárlaga- frumvarps, sem að er vikið hér að framan. Það er í raun og veru ekkert vit í því að draga allt vald í hendur ríkisstofnana hér á Reykjavíkursvæðinu. Til þess liggja í raun engin rök og það er meira í samræmi við tíðarandann að færa verkefnin, valdið og ábyrgðina heim í hérað til kjörinna fulltrúa fólksins þar, fremur en að safna þeim saman í hendur fjar- lægra embættismanna í höfuðborginni. Þess er því að vænta, að ríkisstjórnin fylgi fast fram þeirri stefnuyfir- lýsingu, sem að þessu leyti birtist í fjárlagafrumvarp- inu. Óhætt er að fullyrða, að sú stefna nýtur almenns stuðnings meðal fólks víðs vegar um landið. Hún er skynsamleg og rétt og dregur úr hættunni á því að æ meira vald safnist saman í hendur Kerfis i höfuðborginni sem fyrir löngu hefur vaxið sjálfu sér yfir höfuð. Dagskráin LJÓÐ OG JASS í Norræna húsinu á laugardag og sunnudag var skemmtileg. Samstilling var í góðu lagi, oft- ast nær að minnsta kosti, sam- æfing einnig Jöfnuður rfkti milli listanna og í því fólst að mínum dómi meginstyrkur dag- skrárinnar; enginn yfirgnæfði annan listgreinarnar mætt- ust og runnu saman gagn- stætt því sem maður kynni að hafa ætlað: að Ijóðið ætti að skipa fyrirrúmið, jassinn yrði aðeins til áherslu- auka. Þetta var samstæð- ur hópur og þó svo að hver einstakur fékk að njöta sín og túlka á sinn persónulega hátt framlag sitt, bæði skáld og tón- listarmenn. öll eru skáldin þjálfaðir upplesarar og hafa komið fram oft og víða og lesið eigin verk bæði á mannfundum og í fjölmiðlum auk þess sem að minnsta kosti eitt þeirra hefur notið framsagnar- og leiklistar- menntunar. Tónlistin var létt og blæbrigðarík, mest bar á taktföstum og fjörugum jassi eins og fólk minnist hans frá gömlu góðu jassárunum en líka heyrðust stef og lagboðar af öðru tagi og stundum örlaði jafnvel fyrir melódískum lög- um. í blaðafréttum í vikunni sem leið var — um leið og dagskrá þessi var kynnt — minnt á Werup-Sjöström hópinn sem hingað kom fyrir nokkrum ár- um. Flutningurinn nú Iíktist ekki nema að lítlu leyti dagskrá þess hóps. Jassinn, sem svíarnir léku hér á sínum tfma, gerði ekki meira en bera það nafn með réttu, var bæði hvellur og höstuglegur og bar líka sterkan keim af poppi og var harla ólíkur jassinum eins og hann gekk og gerðist f sínum upp- runalegu heimkynnum á fyrri hluta aldarinnar. Hinir ís- lensku jassleikarar nú, Árni Scheving, Guðmundur Stein- grímsson, Carl Möller og Gunnar Ormslev, léku hins vegar svo taktfast og þýtt að gamlar danshetjur hefðu auð- veldiega getað tekið sporið, nema við og við þegar tilefni útheimti annars konar blæ- brigði tónanna. Til dæmis gaf Gunnar Ormslev saxófóninum nokkur vekjandi stuð meðan Jóhann Hjálmarsson flutti ljóð sitt, Union Carbide Corporation. Það hefur birst í Lesbók Morgunblaðsins. Ann- ars las hann áður óbirt ljóð. Fyrir skömmu fjallaði ég hér f blaðinu um nýjungar í ljóðlist Jóhanns og fjölyrði því ekki um hana nú. Þorsteinn frá Hamri las úr síðustu bók'sinni, Veðra- hjálmi. Rödd Þorsteins er þung og hljómfyllt og hæfir vel ljóð- stíl hans og hvergi þykja mér ljóð hans njóta sín betur en í Iestri hans sjálfs. Þorsteinn náði þarna prýðisgóðu sam- ræmi við jassleikarana og þeir við hann enda kann hann þá list að flýta sér hægt í upplestri, ekkert fálm! Nína Björk Árna- Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON dóttir las úr bókinni Börnin í garðinum, einnig ný ljóð. Nfna Björk hefur öðrum skáldkonum oftar látið til sín heyra, enda öruggur upplesari. Lestrarlag hennar var lengi vel af þeim skóla eða stefnu sem sumir nefndu grátkonulestur (lesar- inn svo raunamæddur eins og hann væri með grátstafinn f kverkunum og allt væri að far- ast). Þetta var almennur kækur hjá jafnöldrum Nfnu Bjarkar af veikara kyninu — svona kringum 1970 ef ég man rétt. Enn eimir eftir af þessu hjá Nínu Björk, en kannski ekki að ófyrirsynju því mörg Ijóð hennar eru dapurleg. Nfna Björk er svo gott skáld að maður hlýtur líka að voná að hún eigi eftir að endurnýja ljóðstíl sinn sem hefur hingað til verið nokkuð eintóna. Steinunn Sigurðardóttir las úr Sífellum og Þar og þá og iðaði öll af skáldskap, músík og lífi; las með allri sinni persónu. Ljóð Steinunnar eru ekki stór- brotin, en notalega mannleg, sum angurvær, önnur gáskafull en öll vel ort. Og höfða til mannlegra kennda fremur en til fagurfræðilegrar tilfinn- ingar. Sé tilgangurinn með svona upplestri að koma hlust- andanum í persónulegt sam- band við skáldið tekst það sjald- an betur en með Steinunni á sviðinu. Þarna leikur hún með áherslurnar, dándislegt sam- bland af skáldkonu, dömu, stelpu og krútti, og töfrar upp úr sér sfna svifléttu skáldkonu- drauma sem svífa manni fyrir hugskotssjónum eins og marglit og óskiljanleg fiðrildi f skrítn- um skógi, koma og hverfa. Ef til eru dularfull og óskil- greinanleg en eigi að sfður raunveruleg mörk milli skáld- skapar og ekki-skáldskapar stendur Steinunn örugglega skáldskaparmegin við mörkin. Ljóð hennar eru Ifka mátulega mikill feluleikur til að vera spennandi. Ég held að Stein- unn geti orðið skáldkona númer eitt ef henni sýnist að þvílíkt streð sé á sig leggjandi. Fyrir kom að nokkuð skorti á raddstyrk þeirra, skáldkvenn- anna, f þessum upplestri eða þá að hljómlistarmennirnir hafa látið návist þeirra hleypa í sig of miklu kappi (ég hallast að hinu síðartalda) því stöku sinn- um gerðust hljóðfærin full- kraftmikil í hlutfalli við hinar kvenlegu raddir. Þessi ágæta dagskrá tók rösk- an klukkutíma. Að minni hyggju hefði hún mátt vera lftið eitt lengri og ekki hefði heldur sakað þó skáldin, sem fram komu, hefði verið tveim eða þrem fleiri. Ljóðaupplestur er ekki lengur nýjung — sem betur fer — heldur orðinn allal- gengur þáttur f menningarlíf- inu og gæti með tímanum orðið föst hefð ef áhugi á ljóðlistinni helst jafnalmennur og hann virðist vera nú og skáldin hafa framvegis áhuga á að sýna sig og sjá aðra. Skáld og jassleikarar fyrir utan Norræna húsið. Ljóð og jass Kfnversku fjöllistamennirnir heimsóttu Kjarvalsstaði um helgina og skoðuðu sýninguna á verkum Kjarvals, en sú sýning hefur verið opin ailt árið og hafa liðlega 30 þús. manns séð hana. Einnig skoðuðu Kínverjarnir sýningu Ragnars Páis, sem var í Vestursalnum. Myndin er tekin af kfnverska hópnum fyrir utan Kjarvalsstaði ásamt heimamönnum. Ljósmynd Mbi. Sv. Þorm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.