Morgunblaðið - 22.10.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.10.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTOBER 1975 Bergljót Halldórsdóttir, Björg Ragnarsdóttir og Lilja Ólafsdóttir. Einarsdóttir, Kvennafril NÆSTKOMANDI föstudagur er framkvæmdadagur þeirrar aðgerðar, sem hefur verið f undirbúningi hér á landi undanfarnar vikur. Þann dag munu íslenskar konur leggja niður vinnu til þess — í fyrsta lagi að sýna á raunhæfan hátt hver þáttur þeirra og framlag til þjóðfélagsins er — og í öðru lagi að vekja eigin vitund um gildi sitt, þannig að konum verði sjálfsagt — ekki einungis að nýta réttindi — heldur einnig að uppfylla skyldur og með þvi ná jafnstöðu við karla á grundvelli lagalegs jafnréttis. Sýnilegt er, að einhugur rikir meðal kvenna og samstaða um þátttöku. Konum er nú óðum að skiljast. að Kvennafris- dagurinn, 24. október n.k. — dagur Sameinuðu þjóðanna — er fyrst og fremst sameiginlegur samstöðudagur, sem tekur ekki á kringumstæðum einstaklingsins, heldur heildarinnar. Enda þótt einstakar konur séu sér meðvitandi um gildi sitt innan samfélagsins — og er vel um það — þá afsannar það ekki ríkjandi ástand. L.Ó. . kvennafr^ tfvers vegr>a tek* •** X&'* ««.. -** «... •»■'*•’ ‘ « i —-ríl. - -***“... — rr»—* —.......................—- vegr>8 . -ver •> P*9 ., rtl.QV.S’»,he v ... «6 i'9809 »tof°u0 *** . . .6 n>.s<°u00' fchl nu aarrt -** . :, - - - - “ .. - -m iBgna Þ®* ,v,r •'• P*9 .. rt»QV>s'a,he‘ *'*”176«».* :::• --r-- - r:». ■ - -—- - .. --•* - ...T -TV—T-______ Framkvæmdanefndin hefur sent út dreifibréfið, Hvers vegna kvennafri? Á útifundinum sem haldinn verður á föstudaginn á Lækjartorgi í Reykjavík, verða ávörp, fjöldasöngur, lúðrasveit kvenna leikur og Alþingismenn, Kvenréttinda- félag fslands og rauðsokka- hreyfingin munu hver um sig sjá um eitt atriði í dag- skránni. Ennfremur verður flutt kvennakronika. I einum stærsta skóla í Reykjavík, þar sem flestir kennararnir eru karlar, munu margir óvenjulegir gesta dvelja 24. október. Feðurnir ætla nefnilega að taka börn sín með sér á vinnustað. Þeir ætla að veita þeim innsýn I veröld dular- fulla mannsins, sem hverfur að heiman á morgnana og kemur seint heim á kvöldin, — sem gefur stundum pen- inga fyrir nammi eða dóti, — sem mamma segir að verði reiður, ef maður hagar sér ekki vel, — en leikur stund- um við mann á sunnudög- um, ef hann er ekki að byggja. Ég vil miklu fremur konur en karla í mitt fyrirtæki. Bæði þiggja þær lægra kaup og svo eru þær miklu þægari. Heyrt á tal tveggja karlmanna. Er ekki erfitt hjá þér að svona mikill meiri hluti starfsfólksins skuli vera konur? Þær hljóta að vera si-malandi í símann og alltaf að biðja um frí. — Það gengur ágætlega. Auðvitað þurfa þær stundum frí eins og aðrir, en ég hef aldrei haft konu I vinnu, sem hefur byggt hús í gegnum síma. — „Mig vantar viðbótarstarfsmann," sagði verkstjórinn við forstjórann. — Nægir þér ekki stelpa?" svaraði forstjórinn. — Býstu við að þér verði sagt upp vinnunni, ef þú kemur ekki á föstudaginn? — Hann Jón, sem vinnur með mér, er oft fjarverandi á mánudögum og ég skil ekki annað en ég haldi vinnunni eins og hann. — Ég verð víst að borða í mötuneytinu á föstudaginn, konan segist ákveðin í að leggja niður vinnu heima. — Já, en mötuneytið er lokað, þar vinna líka konur. ^ Hulda Andrésdótt- ir—Minningarorð Þann 13. okt. s.l. andaðist i Borgarspítalanum mágkona min, Hulda Andrésdóttir, og fer útför hennar fram í dag frá Bústaða- kirkju. Hulda var fædd þ. 27. feb. 1915, og voru foreldrar hennar hjónin Sigríður Sigurðardóttir og Andrés Ólafsson fiskmatsmaður, bæði ættuð úr Flatey á Breiða- firði, látin fyrir nokkrum árum siðan. Hulda ólst upp hjá ástrik- um foreldrum sínum ásamt þrem- ur eldri systkinum, Ólöfu, sem lézt ung að árum, Þórdísi, ekkju Snæbjarnar Stefánssonar skip- stjóra, og Andrési vélstjóra, sem giftur er Rannveigu Erlendsdótt- ur. Hulda vann ýmis störf á ungl- ingsárum sfnum, eins og títt var um ungar stúlkur í Reykjavík í þá daga, þó lengst af hjá Verzlun Ásgeirs Gunnlaugssonar i Austur- stræti og þá kynntist hún eftirlif- andi eiginmanni sínum Stefáni Þ. Gunnlaugssyni, núverandi starfs- manni hjá Reykjavfkurborg, og hófu þau búskap árið 1939. Eign- uðust þau fimm mannvænleg börn, sem öll eru uppkomin; þau eru: Björg Lilja, gift Halldóri Rúnólfssyni, Gunnlaugur Karl, Sigurður Andrés, giftur Auði Konráðsdóttur, Sigríður og Snæ- björn, giftur Önnu Helgadóttur. Á þeim árum, sem þau Hulda og Stefán byrjuðu búskap sinn voru erfiðir tímar hér, en með dugnaði og þrautseigju þeirra beggja vegnaði þeim það vel, að þau kom- ust fljótlega í eigið húsnæði og þegar fjölskyldan stækkaði réðust þau í að byggja sér einbýlishús að Sogavegi 210 og hafa búið þar siðustu áratugina. Hulda undi hag sinum vel f húsi þeirra á Sogavegi og bjó manni sinum og börnum gott og yndislegt heimili, enda var hún hin mesta húsmóðir. Sat þar snyrtimennska í fyrirrúmi, jafnt inni sem úti. Mikla unum og ánægju hafði Hulda af garði sin- um við húsið og ræktaði hún þar fjölda fallegra blóma, svo lengi sem heilsa hennar leyfði. Þegar ég, barn ung, kynntist Huldu fyrst á heimili foreldra minna, er mér það minnisstætt hve hjálpsöm hún var og var varla það til, sem hún ekki vildi fyrir mig gera. Komu þessir eiginleikar hennar æ betur í ljós, eftir þvi, sem árin liðu; vildi hún alltaf greiða götu þeirra, sem hún vissi að áttu i einhverjum erfiðleikum og var ætíð boðin og búin að rétta öðrum hjálparhönd. Hulda var ákaflega barngóð kona og sýndi það sig bezt, hve góð hún var barnabörnum sínum, og einnig var henni mjög annf um að börnin í fjölskyldum okkar og vina hennar yrðu ekki útundan, þegar um gjafir og annað var að ræða, því Hulda var sérstaklega gjafmild og rausnarleg, sem kom einnig fram í gestrisni hennar, sem var frábær. Fyrir um það bil tveimur árum varð vart við sjúkdóm þann, sem varð Huldu að fjörtjóni. Þrátt fyr- ir veikindi sín, sýndi Hulda mik- inn dugnað og þrek og hafði fóta- vist öðru hverju fram á síðustu mánuði. Hafði hún mikla stoð af fjölskyldu sinni í veikindum sín- um og þó sérstaklega af sínum fórnfúsa eiginmanni, Stefáni, sem dvaldi hjá henni öllum stund- um, þar til yfir lauk. Að lokum vil ég þakka Huldu allar okkar sam- verustundir og allt það góða, sem hún hefur sýnt mér og minu fólki. Bið ég góðan Guð að blessa minn- ingu hennar og að styðja ástrlkan eiginmann hennar, börn og barnabörn, sem sjá á bak góðri eiginkonu, móður og ömmu. Heimilið var heimur þinn, heimur starfs og vona. Þarna gekkstu út og inn sem ung og dáðrík kona. (V.H.) Mágkona.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.