Morgunblaðið - 22.10.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.10.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKT0BER 1975 Alþjóðleg ráðstefna sérfræðinga: Hernaðarleg viðhorf á N-Atlantshafi DAGANA 24. til 26. október verð ur haldin á Hótel Loftleiðum al ' þjóðleg ráðstefna sérfræðinga um „hernaðarleg viðhorf á N- Atlantshafi“. Það er norska utan- ríkismálastofnunin og Inter- national Institute for Strategie Studies, sem standa að ráðstefn- unni í samvinnu við kanadísku utanríkismálastofnunina og stjórnvísindastofnunina við há- skólann f Árósum. Björn Bjarna- son hefur verið milligöngumaður á íslandi. I ráðstefnunni munu taka þátt yfir 30 sérfræðingar frá Kanada, Danmörku, íslandi, Nor- egi, Bretlandi, Bandaríkjunum og Vestur-Þýzkalandi. íslenzku þátt- takendurnir verða Björn Bjarna- son, dr. Ágúst Valfells, Már Elís- Friðrik vann Biörn þrjú jafntefli - son, Benedikt Gröndal, Ólafur Ragnar Grímsson, Hjálmar W. Hannesson auk nokkurra áheyrn- arfulltrúa. Á ráðstefnunni verður gefið yf- irlit yfir hernaðarstöðuna á N- Atlantshafi, rætt um síðustu þró- un í flotamálum, með sérstöku tillit til sovézka og bandaríska flotans og kafbátahernaðar. Einn- ig verður fjallað um nýtingu auð- linda, hafréttarmálefni og áhrif þróunar á því sviði á hernaðar- mál. Loks verður rætt um líkur á eftirliti með vígbúnaði og tak- mörkun hans á N-Atlantshafi. ÖNNUR umferð svæðamótsins í Reykjavík var tefld á Hótel Esju í gærkvöldi. Úrslit urðu þessi: Friðrik Ólafsson vann Björn Þor- steinsson í 30 leikjum, Hartstone vann van der Broeck, Parma og Zwaig sömdu um jafntefli og sömuleiðis þeir, Laine og Hamma og Jansa og Timman. Skákir þeirra Ribli og Poutiainen fór í Einn á veiðum fyrir innan línu Landhelgisgæzluflugvélin SÝR fann einn v-þýzkan togara á veið- um fyrir innan 200 mílna fisk- veiðimörkin i gær. Togarinn var að veiðum 90 mílur vestur af Reykjanesi, en varðskip stuggaði togaranum út fyrir mörkin í gær- kvöldi. Þá var annar v-þýzkur tog- ari á siglingu NV af Breiðafirði og virtist hann stefna f átt á Dhorn- banka. Við suðurströndina voru þrir togarar á siglingu austur með landi. bið og er sá fyrrnefndi með betri stöðu og skák Ostermayers og Liberzon fór einnig í bið, og er staðan flókin. Það er oft gaman að fljúgast á. Li«sm Þórieifuröi. Aukasýning hjá Kínverjunum í dag kl. 5 verður aukasýning í Laugardalshöll hjá kinversku fjöilistamönnunum, en mjög mikil aðsókn hefur verið að sýn- ingum þeirra, sem hafa vakið óskipta athygli.-Alls verða sýning- arnar því 5 í LaugardalshöIIinni, en síðasta sýningin er kl. 20 í kvöld. Miðasalan verður opnuð i Laugardalshöllinni kl. 3 f dag. Viimuveitendasamband- ið tilbúið til viðræðna Vinnuveitendasamband tslands hefur lýst sig reiðubúið til að hefja nú þegar viðræður við verkalýðshreyfinguna og rfkis- stjórnina um ástand og horfur f efnahags- og kjaramálum þjððar- innar og leiðir til lausnar aðsteðj- andi vanda. — t þessum efnum má engan tfma missa, segir f fréttatilkynningu, sem Morgun- blaðinu barst frá Vinnuveitenda- sambandinu I gær. Ekki hægt að breyta verði nema með lagabreytingu — segja fulltrúar sjómanna og útgerðarmanna í yfirnefndinni Töpuðu aleigunni UNG HJÓN sem voru að flytjast til Reykjavíkur norðan úr landi urðu fyrir þvf óhappi mánudag- inn 13. okt. að tapa peningaveski með aleigu sinni i við Staðarskála í Hrútafirði. Áttu þau ekki einu sinni peninga til að auglýsa eftir veskinu og f borginni eru þau húsnæðislaus. t veskinu voru um 50 þús. kr. og ef einhver skyldi finna veskið er hann vinsamlega beðinn um að hafa samband við ritstjórn Morgunblaðsins sem fyrst, því mikið er í húfi fyrir ungu hjónin og þótt ekki sé um æsilega háa upphæð að ræða, var hún aleiga þeirra. MORGUNBLAÐIÐ leitaði f gær- kvöldi til fulltrúa sjðmanna og útgerðarmanna f yfirnefnd verð- lagsráðs sjávarútvegsins, þeirra Kristjáns Ragnarssonar, for- manns L.Í.Ú. og Ingólfs Ingólfs- sonar, formanns Vélstjórafélags Islands, og bað þá að gera grein fyrir afstöðu sinni gagnvart að- gerðum skipstjórnarmanna og sjómanna. Kristján Ragnarsson sagði: „Yfirnefndin hefur ákveðið verð lögum samkvæmt og það er og verður f gildi og við getum ekki ákveðið annað verð, þar sem verð- ið gildir til áramóta og ekki breytt nema með lögum. Við höf- um ekkert vald á þessu máli. Það er búið að gefa út verð.“ Ingólfur Ingólfsson sagói: „Mér bárust í hendur um kvöldmatinn frá sjávarútvegsráðuneytinu til- lögur þessara sjálskipuðu tals- manna og við þessu er í sjálfu sér ekkert að segja eða gera. Það hef- ur enginn leyfi til að breyta verð- inu, en tillögurnar hljóða m.a. upp á breytt verð og breytta flokkaskiptingu. Verðið sem er í gildi, gildir til áramóta og það er ekki hægt að taka það upp, nema með breytingu á lögum. Hins vegar verð ég að segja, að maður getur ofur vel skilið óánægju sjómanna með sinn hlut þegar hvort tveggja gerist að verðbólgan vex, aflinn minnkar eða stendur í stað og það segir til sín f tekjum þeirra. Það er ekki einfalt að taka á málinu og hversu víðtæk sam- staða er um það hef ég ekki hug- mynd um, reynslan ein verður að skera úr um það. Annars skilst mér, að sumir þessara manna haldi því fram að við Kristján Ragnarsson séurn óhæfir í yfir- nefndina, ef svo væri, væri málið mjög einfalt. Það er svo mikið til af vitrum mönnum. Þetta er bara allt mjög erfitt og til marks um það má nefna að verðjöfnunar- sjóður frystingarinnar er tómur, en ríkisstjórnin hefur ákveðið að hlaupa inn f til áramóta, hvaðan á að taka það fé veit ég ekki. Hvað svo tekur við veit ég ekki, og við óbreytt önnur skilyrði virðist erfitt að gera eitthvað sem dugar.“ Útfærslunni vel tekið í sænskum blöðum „ísland berst fyrir lífi sínu” — segir Göteborgsposten Frá Pétri J. Eiríkssyni, fréttaritara Mbl. í Gautaborg. ÚFÆRSLU Islenzku fiskveiði- lögsögunnar hefur yfirleitt verið vel tekið I Svíþjóð. Nokk- uð hefur verið fjallað um hana f blöðum þar á meðal f leiðara- skrifum, sem hafa verið mjög jákvæð. Göteborgsposten sagði f sfðustu viku f leiðara, sem bar yfirskriftina „fsland berst fyrir Iffi sínu“: „Það gildir íslend- inga einu hvort þeir hafi rétt til að stugga erlendum fiski- skipum á brott, því hér er um iff og dauða fslands að tefla. Það er ekki samkeppnin um aflann, sem hér er afgerandi, heidur sú óhugnanlega stað- reynd, að fiskstofnanna bfður útrýming, ef ekkert er að- hafzt.“ Síðan segir blaðið, að vísinda- menn hafi varað við því, að eins geti farið fyrir þorskinum og sfldinni 1967 og slfkt geti ekki leitt til annars en efnahagslegs hruns og að íslenzkt þjóðfélag brotni niður. Greinin endar á þessum orðum: „Maður verður að sýna skilning — þegar al- þjóðasamþykktum er stöðugt skotið á frest — á því að íslend- ingar taki málin í sínar eigin hendur til verndar sjávarútvegi sínum. Rányrkjan, sem næstum hefur leitt til eyðingar miðanna við ísland, sýnir, að fresturinn er að renna út.“ Forystugrein Dagens Nyhet- er hefst á þessum orðum: „Ein- hliða aðgerðir, sem stríða gegn alþjóða lagabókstaf eru for- kastanlegar. Það er vel þess virði, að halda sér við þá megin- reglu. Samt er erfitt að amast mikið við ákvörðun íslenzku ríkisstjórnarinnar að færa fisk- veiðilögsöguna út f 200 sjómíl- ur. Hún gerist við aðstæður, sem eru mildandi, a.m.k. á tvennan hátt.“ Telur blaðið þær vera þann drátt sem orðið hefur á þvf, að niðurstaða náist í hafréttarmál- um og þá hættu, sem þorsk- stofninn við ísland er kominn í. Síðan segir blaðið, að enda þótt ástæða sé tii að taka upp hanzk- ann fyrir Islendinga, þá séu fleiri hliðar á málinu. Almenn útvfkkun fiskveiðilögsögu geti verið vernd gegn fiskveiðistór- veldunum, Bandaríkjunum, Sovétrfkjunum og Japan, en hún komi illa niður á minni fiskveiðiþjóðum og ríkjum, sem ekki liggja að sjó. Ríki, sem eiga stóra fiskveiðilögsögu, verða því að vera opin fyrir samningum við önnur rfki um veiðiheimildir. Orkan lokkar „En þegar til lengdar lætur,“ heldur Dagens Nyheter áfram, „verða tslendingar að finna aðrar Ieiðir en sjávarútveg. Framtíðarlausn á efnahags- vanda tslendinga, ef einhver er til, er e.t.v. ekki 200 mflna efna- hagslögsaga, heldur hinar miklu orkulindir landsins. Með hækkandi verði á orku, sem stöðugt verður erfiðara að ná f gæti tsland þrátt fyrir land- fræðilega legu sína orðið Iokkandi fyrir orkufrekan iðn- að“. Forystugrein Sydsvenska dagbladet er mjög f svipuðum dúr og segir þar, að sé haft í huga, hve ísland sé háð fisk- veiðum, sé ekki annað hægt en að sýna skilning á útfærslunni. Auk þess sé hugtakið ofveiði ekki lengur orðið tómt. Blaðið segir síðan, að einhliða aðgerðir séu kannski ekki beztu að- ferðirnar og ef þróun mála verði sú, að 200 mílna fiskveiði- lögsaga verði almenn regla geti mikil vandræði skapazt í sænskum sjávarútvegi. „En tsland er sértilfelli,“ er niðurstaða greinarinnar, „og ekki er hægt annað en að fallast á ákvörðun tslendinga, en það er svo vafasamt, að ákvörðunin hafi verið sú rétta, ef önnur strandrfki koma á eftir.“ t fréttatilkynningu sem Morg- unblaðinu barst í gær frá Vinnu- veitendasambandinu segir m.a.: „Alvarlega horfir nú í efna- hagsmálum tslendinga. Þjóðin heldur áfram að lifa um efni fram, gjaldeyrissjóðirnir eru þrotnir og erlendar skuldir hlað- ast upp. Skýrt hefur verið frá uggvænlegu ástandi fiskistofna umhverfis landið, jafnframt þvf sem áfram þrengir að markaðs- möguleikum og markaðsverði fs- lenzkra útflutningsvara, m.a. vegna aukinna ríkisstyrkja til samkeppnisaðila í sjávarútvegi á erlendum mörkuðum. Verðbólgan geysist áfram, kaupmáttur rýrn- ar, rekstrargrundvöllur atvinnu- veganna er að bresta og vaxandi hætta á stöðvun atvinnugreina og atvinnuleysi, A þessu ári hefur tvisvar sinn- um verið gengið til heildarsamn- inga milli aðila vinnumarkaðar- ins, f bæði skiptin til skamms tíma í þeirri von, að ástandið í efnahagsmálum og greiðslugeta atvinnufyrirtækja breyttist til batnaðar. Sú von hefur brugðist. Nú hefur miðstjórn Alþýðusam- bands íslands beint þvf til allra sambandsfélaga sinna, að þau segi upp gildandi kjarasamning- um sínum fyrir 1. desember n.k. þannig að þeir renni úr gildi á áramótum. Samningaumleitanir eru því skammt undan. Forysta ASÍ hefur bent á, að nauðsynlegt sé að takast á við orsakir vandans í efnhags- og kjaramálum en hætta að glfma við afleiðingarnar einar saman. Varað hefur verið við afleiðingum meiri háttar kauphækkana, þ.e. sívaxandi verðbólgu, gengisfellingum og at- vinnuleysi og sagt að hóflegar kauphækkanir með vfðtækum hliðarráðstöfunum mundu skila raunhæfari árangri. I samþykkt miðstjórnar ASl 18. september s.l. sagði, að stefnt skuli að því, að fullreynt verði á áramótum, hvort samningar geti tekizt án verk- fallsátaka. Þjóðin stendur nú á tímamótum. Ef ekki tekst skyn- samlega til um skipan efnahags- Framhald á bls. 11 Vorboði styður kvennafrí Á FUNDI Sjálfstæðiskvennafé- Iagsins Vorboða, sem haldinn var 20. október 1975 kom fram stuðn- ingur við væntanlegan frídag kvenna á degi SÞ 24. okt. n.k. Hvetur fundurinn konur til þess að mæta vel á útifundinum og standa vel saman um markmið SÞ með kvennaárinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.