Morgunblaðið - 22.10.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.10.1975, Blaðsíða 5
Hvað ætlar þú að gera 24 október? Auðsætt virðist að þátttaka kvenna í kvennafrídeginum ætli að vera útbreidd og almenn. Það er fagnaðarefni að annars virðist naumast gæta en atvinnurekendur sýni málinu skilning og velvild f verki. Þá er og sýnt að konur ætli að fjölmenna á útifundinn á Lækjartorgi sem endar kannski með að verða fjölmennasti fundur í manna- minnum og færi undur vel á þvf. Agata Agnarsdóttir, nemi f 4. bekk Verzlunarskólans Við ætluðum að taka okkur frí, stelpurnar, en skólastjóri ákvað þá að gefa frí. Auðvitað er fráleitt að segja að okkur sé mismunað f skólanum, en við eigum eftir að fara út f atvinnulífið og mér finnst þvi mikii nauðsyn að við stöndum saman. Heima hjá mér erum við aðeins tvær, ég og móðir mfn, og hún ætlar að taka sér frí frá sfnu starfi og við förum saman á útifundinn. Töluvert margar skólasystur mínar hafa talað um að koma á fundinn, en það getur verið að þær geri sér ekki allar fulla grein fyrir þessu máli og sumar eru meira að segja á móti fríinu. Skólabræðurnir tala um þetta i dálitlum hálfkæringi en í eldri bekkjunum virðast þeir taka þvf af meiri alv.öru. Margir segj- ast þó efast um árangur þessa kvennafrís og auðvitað veit ég að við fáum ekki allt í einu jöfn laun og karlmenn 25. október, en þetta getur orðið til að leggja áherzlu á kröfur okkar. Elfn Pálmadóttir, blaða- maður. Leggja niður störf, við blaðamennsku og fundarsetur eða annað stúss fyrir Reykjavíkur- borg. 1 þetta sinn ætla ég ekki einu sinni að predika þennan dag í framhaldsskólum um ágæti Sam- einuðu þjóðanna. Með því vil ég einmitt sýna stuðning við mark- mið Sameinuðu þjóðanna um jafnan rétt öllu fólki heimsins tif handa. Og þá sérstaklega við það 10 ára átak sem stofnunin er að hefja á miðjum þróunaráratug til að bæta hag kvenna um allan heim. Ég vil sýna samstöðu með öllum konum, sem finna að sér þrengt vegna hefðbundinna við- horfa samfélagsins, hver á sfnum stað. Viðbrögðin sýna bezt að kvennafríið á hljómgrunn hér á landi meðal kvenna á öllum aldri, kvenna úr öllum starfsstéttum, á heimilunum og utan þeirra. 24. október mun sjást hversu stór þessi fylking er. Innan um allar fréttir af illindum og óróa í heiminum, held ég að það sæti tíðindum að konur í einu landi standi saman, hvar í flokki eða stöðu sem þær eru. Sigrfður Fríðriksdóttir, skrifst.st f Héðni Ég hef hugsað mér að fara í frí og sækja útifundinn. Ég tek dótt- ur mína unga með mér, þar sem barnaheimilið er Iokað, svo að það er sjálfgert. Mér fyndist ekki óeðlilegt þótt dregið yrði af kaupi okkar sem tökum okkur frí, því að auðvitað er þetta f sjálfu sér verk- fall. Mér finnst andinn vera sá að það séu aðeins útivinnandi konur sem eigi að taka sér frf, en hús- mæður eigi að halda uppteknum hætti við sín störf. Þessu er ég ósammála, og mér finnst að hús- móðurstörf hafi verið vanmetin og kannski fyrst og fremst af þeim sem þau störf vinna frekar en að umhverfi þeirra geri það. Eina sjö barna móður hitti ég um daginn, sem sagði mér galvösk að hún ætlaði að ganga út af heimili sínu kl. 8 um morguninn og ekki birtast fyrr en á miðnætti aftur. Ólöf Benediktsdóttir, kennari: Ég ætla að taka mér frf frá heimilísstörfum og kennslu 24. október og hef hugsað mér að sækja fundinn á Lækjartorgi. Ég tel mjög mikilvægt að sem flestar konur sjái sér fært að taka sér frí þennan dag og sýni þannig stuðning sinn við markmið S.Þ. með kvennaárinu. Linda Rós Michaelsdóttir, kennari og háskólanemi Ég hyggst hvorki fara að kenna né hlýða á fyrirlestra uppi í há- skóla heldur mun ég taka þátt f fyrirhuguðum aðgerðum kvenna þennan dag. Sjálf tel ég mig njóta fulls jafnréttis á við karla f mínu starfi, en tel það ófrávíkjanlega skyldu mína að styðja þær sem ekki hafa náð jafnstöðu og á kvennafrísdaginn gefst tækifær- ið. Nfna Björk Árnadóttir, skáld Ég mun að sjálfsögðu sinna börnum mínum eins og vanalega. Svo vill til að ég á ekki að starfa utan heimilis þennan dag, en ég fæst við kennslu tvisvar í viku og ég hefði ekki mætt í þá vinnu hefði kvennafríið borið upp á slfkan dag. Svo ætla ég náttúrlega að fara á útifundinn. Ég tel sjálf- sagt að keppa að jafnrétti kynjanna og er afar jákvæð gagn- vart þeirri baráttu og finnst ekkert álitamál að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Þóra Stefánsdóttir, bankastarfsm. Ég ætla að vera í fríi og fara á fundinn. Sonur minn átta ára hefur óskað eftir að fá að búa til matinn þennan dag, en segist ætla að geyma uppvaskið þar til dag- inn eftir! Mér sýnist vera mjög góð og almenn þátttaka meðal kvenna í bankamannastétt. Karlmenn ætla flestir að mæta til vinnu og nokkrir hafa talað um að taka börnin með, en ég veit líka til þess að einhverjir verða heima að gæta bús og barna. Stella Jóhannsdóttir, starfss. hjá IBM Ég legg niður vinnu og fer á útifundinn og mun taka börn mín tvö með mér þangað, þar sem ég teldi mig vera sjálfri mér ósam- kvæm ef ég léti aðra um að annast þau þennan dag. Forstjóri IBM, Otto Michelsen, hefúr tilkynnt okkur kvenfólkinu, sem vinnum hjá fyrirtækinu, að hann bjóði þvi út að borða í tilefni dagsins og er boðið að makar eða félagar megi koma með. Hvort við notum okkur þetta ágæta boð þennan dag eða sfðar veit ég ekki, en vist er um að við kunnum vel að meta þetta. 7 tuetur ÍLONDON og enskur morgunverður! Vegna fjölmargra fyrirspurna höfum viö ákveöiö aö halda áfram aö bjóöa viöskiptavinum okkar hinar vinsælu vikuferöir til London. Brottför alla laugardaga. Flogiö meö Flugleiöum, gist á Hótel Cumberland eöa Regent Palace, fyrsta flokks enskur morgunveröur. Verð frá kr. 38.000 * ÚRVALS FERÐIR VIÐ ALLRA HÆFI if Flugvallarskattur (kr. 2.500.-) ekki innifalinn í verðinu. FERÐASKFUFSTOFAN .....■ ——^ URVAL mST Eimskipafélagshúsinu smi 26900 líiiii JIUlu.p. | wVoiPnnh. IIIII

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.