Morgunblaðið - 22.10.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.10.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKT0BER 1975 13 Norðmenn hefja viðræður um 200 mílna fiskveiðilögsögu Einhliða aðgerðir ekki útilokaðar Osló, Bergen, 21. október — NTB. % JENS Evensen, hafréttarráð- herra Noregs, sagði f kvöld á norska þinginu að ríkisstjórnin myndi nú hefja viðræður við hlut- aðeigandi lönd um útfærslu norsku fiskveiðilögsögunnar, þar sem gengið verður út frá kröfu um 200 mfina efnahagslögsögu. Viðræðurnar munu ná til svæðis- ins undan allri Noregsströnd þannig að Norðursjór er þar með talinn.Evensen sagði að samhliða viðræðum um 200 mflna lögsögu stefndi ríkisstjórnin að þvf að sett yrðu ákveðin undirsvæði innan 50 mflna þar sem f gildi yrðu strangari reglur um veiðar út- lendinga fyrst í stað en á ytra svæðinu að 200 mflum. í lögsögu þessari sagði Evensen mun Noregur hafa æðsta rétt til að ákveða hver fær að veiða þar, hvernig veiðarnar fara fram, ásamt kvótafyrirmælum og öðr- um takmörkunum. 0 „Þessi atriði verða byggð á samningum við aðrar þjóðir," sagði ráðherrann. „I samræmi við yfirlýsingu stjórnarinnar frá 26. september f fyrra er stefnt að þvf að finna lausn eftir samningaleið- inni. Þetta þýðir samt ekki að rfkisstjórnin útiloki möguleika á einhliða aðgerðum. Ef við rekum okkur á vegg vilja-eða skilnings- leysis frá viðsemjendum okkar f viðræðunum þá mun möguleiki á einhliða útfærslu Noregs enn standa opinn.“ Norska ríkisstjórnin mun fyrir áramót gera ljósa grein fyrir af- stöðu sinni til útfærslu norsku fiskveiðilögsögunnar, að þvi er Eivind Bolle sjávarútvegsráð- herra segir í viðtali við blaðið Dagen í dag. Bolle vill hins vegar ekki svara af eða á um það hvort stjórnin muni tilkynna um út- færsluna sjálfa fyrir áramót. Hann segir að þetta sé að veru- legu leyti komið undir þvi hver verði árangur af viðræðum Jens Brezki sendiherrann í Washington: r Þjóðsaga að afkoma Islend- inga byggist á fiskveiðum Evensens hafréttarráðherra við hlutaðeigandi lönd. En Bolle kveðst ekki draga dul á það, að rikisstjórnin sé undir miklum þrýstingi og leggi áherzlu á skjót- ar niðurstöður. Þá hermdu góðar heimildir í Osló f dag, að Jens Evensen mundi í viðræðum við David Ennals, .varautanríkisráðherra Bretlands, sem hefjast á fimmtu- dag, — sama dag og fslenzk við- ræðunefnd ræðir við Roy Hattersley aðstoðarutanríkisráð- herra —, reyna að fá fram útvfkk- un á þeim svæðum undan Norður- Noregi sem friðuð hafa verið fyrir togveiðum síðan í janúar. Ennfremur munu Norðmenn vilja að lýst verði friðuð ný svæði á Haltenbanka undan Mið-Noregi og annað svæði undan Norður- Noregi, og lengingu þess tíma sem bannið gildir ár hvert. Eru þessar nýju kröfur m.a. til- komnar vegna þrýstings frá sam- tökum norskra fiskimanna. I við- ræðum Evensens og Ennals munu einnig verða rædd ýmis flókin vandamál sem upp koma vegna áforma Norðmanna um 200 mílna Jens Evensen, hafréttarráðherra Noregs. efnahagslögsögu. Hinar nýju kröfur varðandi togveiðisvæðin verða lfka ræddar við önnur hlut- aðeigandi lönd, — Sovétrlkin, Vestur-Þýzkaland og önnur EBE- lönd. Evensen sagði í kvöld að eftir viðræðurnar við Breta kæmi sovézk sendinefnd undir forsæti sjávarútvegsráðherrans til Noregs til viðræðna 27.—31. október. Rætt verður við Frakka 7. nóvember, Vestur-Þjóðverja 10. og 11. nóvember, framkvæmda- nefnd EBE 12.—13., Hollendinga 14. nóvember í Haag, Austur- Þjóðverja 18.—19. í Rostock og Pólverja 20.—21. i Varsjá. Stefnt er að viðræðum við Norðurlönd fyrir jól. NÝLEGA birtist ýtarleg grein um útfærslu fiskveiðilandhelgi Is- lands í 200 mflur f Chicago Tribune eftir Michael Kilian. Þar er rakinn gangur landhelgismáls- ins, sagt frá aðgerðum fslenzku varðskipanna með um 100 manna lið alls gegn herskipum Breta með um 1700 manns, og birt um- mæli ambassadors Breta f Bandarfkjunum, talsmanns sovézka sendiráðsins talsmanns utanríkisráðuneytis Banda- ríkjanna og formanns bandarfsku sendinefndarinnar á Hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. „Þegar á heildina er litið, þá töpuðum við alls ekki siðasta þorskastriði," sagði Sir Peter Ramsbotham, ambassador Breta i Bandaríkjunum. „Fiskimenn í Bretlandi gerðu sig ánægða með þá samninga, sem málinu lauk með.“ Hann lagði áherzlu á, að alla vega hefðu Bretar unnið sig- ur frá réttlætissjónarmiði, þar sem Alþjóðadómstóllinn í Haag hefði úrskurðað, að íslendingar gætu ekki fært lögsöguna út með einhliða ákvörðun, þótt þeir hefðu ekki sinnt þeim úrskurði. Viðbrögð ambassadorsins við þeim orðum dr. Kristjáns Eld- járns í Chicago nýlega að fiski- miðin væru forsenda fyrir af- komu Islendinga, og ónafn- greinds íslenzks talsmanns, sem sagði: „Við yrðum þá öll að flytjast til Ástralfu," voru ,að þetta væri nokkurs konar þjóð- saga. Hann sagðist búast við að sagan endurtæki sig, — að likind- um myndu samningar takast eftir nokkurt þóf. Sir Peter stakk upp á því að Bandaríkjamenn hækkuðu opin- beran fjárstyrk sinn til íslend- inga fyrir aðstöðuna á Keflavíkur- flugvelli og bættu þeim þannig upp hugsanlegt tjón vegna minni afla: „Þið hljótið að greiða stór- fúlgur fyrir að fá að hafa varnar- stöðina þarna,“ sagði hann. Þegar leitað var umsagnar bandariska utanríkisráðuneytis- ins vegna þessara ummæla brezka ambassadorsins fengust þær upp- lýsingar að Bandaríkin hefðu aldrei greitt neitt fyrir aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli og hefði slfkt aldrei komið til mála. Ann Picney, talsmaður ráðuneytisins var að því spurð hvort Bandarfkin hefðu einhver þau tengsl, sem gætu flækt þá i fiskveiðideiluna. Hún sagði: „Ja, við erum öll í Atlantshafsbandalaginu.“ Þegar talsmaður sovézka sendi- ráðsins í Bandaríkjunum var spurður um viðbrögð Rússa við útfærslu fiskveiðilögsögunnar við ísland urðu viðbrögð hans svipuð og annarra sovézkra talsmanna. Hann virtist vera algjörlega óupp- lýstur um málið og sagði ,,um leið og hann hló óstyrkum hlátri“: „Eg veit ekki hver framvinda málsins verður. Það er í höndum sérfræðinga." Otho Eskin formaður banda- risku sendinefndarinnar á Haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna, kvaðst vonast til þess að íslendingar og allar aðrar þjóðir frestuðu aðgerðum í sambandi við útfærslu fiskveiðilögsögu þar til hægt væri að leiða málin til lykta á friðsamlegan hátt á alþjóðavett- vangi, „en því miður er ekki einu sinni vfst, að málin þróist á þann veg hér heima fyrir,“ sagði hann. „Bæði öldungadeildin og fulltrúa- deildin hafa samþykkt að færa fiskveiðilögsöguna út í 200 mílur, hvað svo sem Henry Kissinger utanríkisráðherra eða aðrir hafa um það að segja,“ sagði hann. í greininni er sagt frá þvi, að úlfúðar hafi ekki einasta orðið vart við brezka sendiráðið í Reykjavík, þar sem mótmælendur báru spjöld með áletrunipni „God save the Cod“, heldur haíi brezki ræðismaðurinn í Chicago lagt lykkju á leið sína til að þurfa ekki að mæta fslenzka ræðismannin- um, Paul Johnson, á götu. Tvö tilræði við Ford sama dagirm Los Angeles 21. október. Reuter TVEIR menn munu n.k. þriðju- dag verða formlega ákærðir f Los Angeles fyrir áform um að ráða Ford Bandaríkjaforseta af dög- um. Annar mannanna heitir Gary Desure, 32 ára að aldri, en hann hafði strokið af geðveikrahæli f Montana þar sem hann dvaldi eftir að hafa hótað Richard Nixon Iffláti þegar hann var forseti. Hinn maðurinn heitir Preston Mayo, og er 24 ára að aldri. Til- kynnt var um töku mannanna tveggja f gærkvöldi. Áform þeirra var að myrða Ford f Saeramento 5. september s.l„ — sama dag og Lynette „Squeaky" Fromme, Iiðs- kona Mansons-fjölskyldunnar, var handtekin fyrir morðtilræði við forsetann. Ætluðu tvfmenn- ingarnir að sprengja dýnamft f skolpræsi þar sem leið forsetans lá og sfðan skjóta hann f öngþveit- inu sem gripi um sig. Lögregluyfirvöld sögðu f dag, að upp hefði komizt um þessi áform Desure og Mayo eftir að þeir voru handteknir 26. ágúst s.l. fyrir að stela litasjónvarpstæki úr hótelherbergi einu. í baksæti bifreiðar þeirra fannst þá skrif- bók með yfirskriftinni: „Um bún- að og áætlanir sem nauðsynleg eru fyrir banatilræði'*. Lögreglan sagði að engin tengsl væru á milli Fromme og mannanna tveggja. Það eina sem Desúre og Mayo hafa viljað segja um ástæðurnar fyrir morðáformunum er að for- setinn styddi hina auðugu en þeir sjálfir hina fátæku, og þeir teldu illa farið með fátæka. (fhicano CTnbune T H K W O R L D'S ucuisb.bcb : /// lci íond. Hritain ni'ir ’~i' l'ish fifiht? 0*«»TEST NKWSPAPE Frétt um útfærslu fiskveiðilögsögunnar birtist á forsfðu Chicago Tribune og f framhaldi á henni var grein um sama efni f blaðinu. Economist: Líkur á nýju þorskastríði fyrir jól t BREZKA tfmaritinu Economist er getum leitt að því, að þegar bráðabirgða- samningar fslendinga og Breta frá 1973 renni út 13. nóvember næstkomandi hefjist nýtt þorskastrfð. „Islendingar lifa á fiski og þetta er þeim mikið hitamál," segir í greininni. „Þar sem um 130 þúsund tonn af þorski og ýsu á ári er að tefla og andrúmsloftið i Hull, Grimsby og Fleetwood er álíka og á íslandi hvað þetta snertir, er ekkert liklegra en að nýtt þorskastríð verði skollið á fyrir jól. Um leið heldur deila ís- lendinga við Þjóðverja áfram, en samningar þeirra á milli tókust ekki árið 1973, vegna þess að Islendingar vildu ekki samþykkja að þýzk verksmiðju- og frystiskip væru á íslands- miðum. Áframhald deilunnar við Þjóðverja hefur haft það í för með sér, að Efnahagsbanda- lagið hefur neitað að lækka tolla á islenzkum fiski, auk þess sem íslendingar hafa misst markað fyrir fisk í Þýzkalandi. Sú staðreynd að íslendingar hafa nú sett fram nýjar kröfur þrátt fyrir þetta sýnir ein- drægni þeirra i þessu máli,“ segir að lokum i greininni i Economist. Sextugur í dag: JónÞ.Árnason framkvœmdastjóri I dag er sextugur einn af þekktustu forystumönnum íslenzkrar saltsíldar- framleiðslu, Jón Þ Árnason, fram- kvæmdastjóri frá Raufarhöfn. Jón er fæddur á Ásmundarstöðum á Melrakkasléttu, sonur hjónanna Árna Stefáns Jónssonar, bónda þar, og konu hans Þórhildar Guðnadóttur frá Hóli á Sléttu. Að loknu námi í Héraðsskólanum á Laugarvatni réðst Jón sem símstöðvar- stjóri á Raufarhöfn og gegndi því starfi til ársins 1951 Kaupfélagsstjóri á Raufarhöfn var hann frá 1950 til 1962 Árið 1951 hófu Raufarhafnar- hreppur og Kaupfélag Norður- Þingeyinga rekstur síldarsöltunar- stöðvar á Raufarhöfn og var Jón Þ Árnason ráðinn tramkvæmda- stjóri hennar Fimm árum seinna var hlutafélagið Borgir stofnað Byggði það nýja söltunarstöð á Raufarhöfn Félagið hóf einnig síldarsöhun á Seyðisfirði árið 1960 og byggði þar einnig nýja söltunarstöð 1962 Var Jón Þ Árnason fram- kvæmdastjóri beggja stöðvanna og hluthafi í félaginu Árið 1962 byggði Jón, ásamt Gunnari heitn- um Halldórssym, söltunarstöð á Vopnafirði og veitti Jón henni einnig forstöðu. Allar þrjár stöðvarnar voru starfræktar þar til síldin hvarf frá norð- ur- og austurmiðum 1969 Borgir h.f. hófu þá rekstur söltunarstöðvar í Þor- lákshöfn í félagi við Meitilinn h.f og er Jón framkvæmdatjóri þeirrar stöðvar Eins og sjá má af framansögðu voru annir Jóns á síldarárunum ærið miklar, enda maðurinn afkastamikill og ósér- hlífinn. Vinnudagurinn var oft langur og strangur og oft ferðazt á milli söltunarstöðvanna á nóttunni Árið 1969 var Jón Þ Árnason kjör- inn formaður Félags síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi og hefir gegnt því starfi síðan Hann var skipaður i Sildarútvegsnefnd árið 1968 sam- kvæmt tilnefningu Félags sildarsalt- enda á Norður- og Austurlandi og hefir átt sæti í nefndinni síðan sem fulltrúi félags síns Hefir hann unnið að þeim störfum af mikilli alúð og emstökum dugnaði Hann hefir tekið þátt i fjölda samningagerða um sölu á saltaðri sild. bæði hér heima og erlendis, og ætið reynst hinn traustasti samningamaður. enda glöggur og góðum gáfum gæddur Auk formannsstarfsins i Félayi síldarsaltenda á Norður- og Austur- landi og stjórnarnefndarstarfsins 1 Sildarútvegsnefnd, hefir Jón tekið virkan þátt í ýmsum öðrum félags- störfum i þágu saltsildarframleiðsl- unnar Hann hefir um árabil átt sæti i Verðlagsráði sjávarútvegsins og undanfarin ár verið fulltrúi félags sins á Fiskiþingi Öllum þessum störfum hefir Jón sinnt af lífi og sál, enda er maðurinn atkvæðamikill og fylginn sér ems og sagt var um ýmsa garpa fyrri tima Jón Þ Árnason er kvæntur Borghildi Guðmundsdóttur frá Harðbak á Sléttu og eiga þau fimm börn. þrjár dætur og tvo syni Heimili þeirra, bæði fyrir norðan og hér syðra, hefir ætið verið rómað fyrir gestrisni og höfðmgsskap Á þessum tímamótum sendi ég þeim hjónum og fjölskyldu þeirra beztu heillaóskir Gunnar Flóvenz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.