Morgunblaðið - 22.10.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.10.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÖBER 1975 17 fclk í fréttum + Þeir eru frægir þessir fjórir kappar á myndinni. Frank Sinatra er lengst til vinstri og Bob Hope lengst til hægri. Þeir geta greinilega ekki varizt hlátri er þeir hlýda á tvfsöng John Waynes og Bing Crosbys I bandarfskum skemmtiþætti, sem tekinn var upp fyrir skömmu. Þátturinn ber heitið „Aldarfjórðungur Bob Hopes og gamanleikjanna". Ekki er að efa að þáttur þessi hefur vakið mikla athygli f Banda- rfkjunum, þar sem fjórmenn- ingarnir eru allir með eindæm- um vinsælir leikarar, og þó vfðar væri leitað . . . + Hrútasýning var haldin á Meðalfelli laugardaginn 11. okt. s.l. 46 hrútar voru sýndir og hlutu 44 verðlaun. Fyrstu verðlaun hlutu 19, önnur verð- laun 21 og þriðju verðlaun 4. Bezti hrúturinn var dæmdur Baldur, 2ja vetra frá Neðra- Hálsi, eigandi Gfsli Andrésson, Neðra-Hálsi, og hlaut hann farandskjöld, sem veittur er fyrir bezta hrútinn. Aðaldómari á sýningunni var Sveinn Hallgrfmsson, sauðfjár- ræktarráðunautur, en með honum dæmdu Jóhann Jónas- son forstj. f Sveinskoti og Kristján Finnsson á Grjóteyri. Kjósin er nú orðin eina sveit- in f sýslunni, sem landbúnaður er stundaður eingöngu og er mikill áhugi á sauðfjárrækt þar. Sex hrútar voru valdir á héraðssýningu, sem halda á á næstunni. Að lokinni sýningunni talaði Sveinn Hallgrfmsson, ráðu- nautur, og gerði samanburð á eldri sýningum og gat um fram- farir, sem orðið hefðu og taldi að betri ull væri á sauðfénu nú en fyrir 10 árum en að færri hrútar væru sýndir að þessu sinni. Hann gat þess einnig að breyting á kjötmatinu væri væntanleg og að bændur yrðu að búa sig undir það og breyta fóðrun sláturlamba með hlið- sjón af þvf. Þá taldi hann að enn mætti bæta gæði ullar- innar, jafnvel þó það yrði á kostnað kjötþunga. Gfsli Andrésson heldur hér f hrút sinn Baldur, sem stóð efstur á sýningunni. Á mynd- inni má sjá skjöld þann, sem veittur er sem viðurkenning fyrir bezta hrútinn en skjöld þennan gaf Pétur Sigurðsson, fyrrum mjólkurfræðingur, Fjárræktarfélagi Kjósar- hrepps. Ljósm. Mbl. t.g. BOBB& BO C &ETUR-ÐU ALDREI LÆRT AD TAKA AF H C STAD AlM ÞE5S AÐ SPA.UA X M ÍT-^ DEKKÍN Sö//?; " J J I M' • Undirritaðir aðilar hafa ákveðið að efna til samsætis í tilefni af sjötugs afmæli Ragnars Guðleifssonar mánudaginn 27. október n.k. Samsætið verður í félagsheimilinu Stapa og hefst kl. 20.30. Öllum vinum og velunnurum hans er boðin þátttaka. Uppl. í síma 92-2085. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavikur og nágrennis, Bæjarstjórn Keflavíkur, Kaupfélag Suðurnesja, Sóknarnefnd Keflavíkur. VÖRÐUR VÖRÐUR Landsmálafélagið Vörður heldur almennan félagsfund miövikudaginn 22. október kl. 20.30 í Átthagasal, Hótel Sögu Dagskrá: 1 . Kjör uppstillingarnefndar 2. Ræðumaður: Gunnar Thor- oddsen Varðarfélagar eru hvattir til að fjölmenna. Átthagasalur — miövikudaginn 22. október — kl. 20.30 STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS Vinnurannsóknir og launakerfi. Fyrir þá, sem vilja bæta afköst og auka hagræðungu. Stjórnunarfélagið gengst fyrir nám- skeiði um vinnurannsóknir og launa- kerfi 27., 28. og 29. okt. n.k. í Skipholti 37. Námskeiðið stendur yfir kl. 15:00 — 18:45 alla dag- ana. Á námskeiðinu verður gerð grein fyrir helstu atriðum við framkvæmd þeirra. Ennfremur verður farið í ein- kenni og uppbyggingu mismunandi launakerfa, kosti þeirra og galla. Námskeiðið er ætlað þeim, sem vilja bæta framleiðsluaðferðir starfsemi sinnar. Jafnframt er námskeiðið heppilegt fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðum. Leiðbeinandi er Ágúst Elíasson tæknifræðingur. Fjármálastjórn fyrirtækja Hver er fjárhagsleg staða fyrirtækisins? Stjórnunarfélagið gengst fyrir námskeiði í Fjármálum I. 3. —10. nóvember n.k. að Skipholti 37. Námskeiðið stendur yfir frá kl. 15:00 til kl. 19:00 mánud. J3, nóv., þriðjud. 4. nóv., miðvikud. 5. nóv., föstud. 7. nóv. og mánud. 10. nóv. Markmið þessa námskeiðs er að veita þjálfun i að meta afkomu og fjárhagslega stöðu fyrirtækis og að auki að kynna gerð fjárhagsáætlana (budgeting), þ.e.a.s. áætlana um rekstrarafkomu, um sjóðshreyfingar og um þróun efnahags fyrirtækja. Athyglinni verður beint fyrst og fremst að ársreikningum (rekstrar- og efnahagsreikningi) fyrirtækja og kannað, hvert gagn megi af þeim hafa og i hverju þeim sé áfátt. Eftir upprifjun í bókhaldstækni verður gerð grein fyrir tækni við rannsóknir á ársreikningum og tækni við samningu yfirlits um fjármagns- streymi. Þá kemur lýsing og gagnrýnið mat á hefðbundnum meginreglum sem fylgt er við samningu ársreikninga og lýst tækni, sem beita má til að leiðrétta það vegna áhrifa verðlagsbreytinga. Nauðsynlegt er fyrir þátttakendur að hafa bókhalds- þekkingu. Námskeiðið kemur að góðu haldi öllum, sem fást við fjármál. Leiðbeinandi verður Árni Vilhjálmsson prófessor Þátttaka tilkynnist í síma 82930. Þekking er góð fjárfesting.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.