Morgunblaðið - 30.10.1975, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1975
ÞRIÐJI fundur fyrstu umræðu
um frumvarp Gylfa I>. Gfslasonar
um Framkvæmdastofnun rfkisins
fór fram f neðri deild Alþingis f
gær. Umræðu lauk ekki fremur
en fyrri daginn. Er deildarfundi
var frestað á fimmta tfmanum
voru nokkrir þingmenn enn á
mælendaskrá. Fundi átti að halda
áfram kl. 9 sfðdegis.
MÓTVÆGI GEGN
BYGGÐARÖSKUN
Tómas Arnason <F) ræddi fyrst
um framkvæmdasjóð. Vék hann
að gagnrýni tiltekins bankastjóra
á aðhaldsleysi um lánveitingar
sjóðsins. Sagði hann nettó-
útlánaaukningu viðkomandi
banka, Landsbankans, milli ár-
anna 1973 og 74, hafa verið 4440
m.kr. en sambærilega aukningu
framkvæmdasjóðs, m.a. til ýmissa
fjárfestingarsjóða, hafa verið 427
m.kr. Þessi sami bankastjóri
leyfði sér að koma fram i gervi
„Gróu frá Leiti“ í Sjónvarpsþætti
í getsökum um Framkvæmda-
stofnun, „með allt niður um sig I
þokkabót“, sbr. framangreindan
samanburð, sagði þingmaðurinn.
Því næst ræddi þingmaðurinn
um ákveðin markmið byggða-
sjóðs, sem veitti viðbótarlán til
fjárfestingar i grundvallarat-
vinnuvegum þjóðarinnar. Sá til-
gangur væri að vinna gegn þjóð-
hættulegri byggðaröskun, sem
viðgengist hefði i áratugi. Sem
dæmi mætti nefna að á tímabilinu
1950—1970 hefði fólksfjölgun Is-
lendinga orðið 66.000 manns; þar
af hefðu 54.600 komið í hlut
höfuðborgarsvæðisins. Hér væri
um hættulega mannfjöldaþróun
að ræða, ekki sízt með tilliti til
þess, að veigamiklir þættir fram-
leiðslu og verðmætasköpunar í
þjóðarbúskapnum grundvölluð-
ust á byggðajafnvægi, þ.e. byggð í
landinu öllu. Þegar þetta megin-
markmið byggðasjóðs væri haft í
huga skyti það skökku við, að
fjargviðrast yfir því, að lánveit-
ingar hans færu frekar til lands-
byggðar en höfuðborgarsvæðis-
ins.
Tómas rakti síðan lánveitingar
byggðasjóðs til endurnýjunar
skipastóls og frystiiðnaðar i land-
inu, sem og annarra þátta at-
vinnulífsins, og taldi víðtæka at-
vinnubyltingu hafa átt sér stað,
sem gjörbreytt hefði atvinnu- og
afkomuöryggi fólks til hins betra
í öllum landsfjórðungum, svo sem
ótvíræð reynsla segði til um.
Þingstörf
í gær:
Dómsmálaráðherra, Ólafur
Jóhannesson. mælti fyrir tveim-
ur stjórnarfrumvörpum í neðri
deild Alþingis i gær. Frumvarp
til laga um breytingu á hegn-
ingarlögum, sem m a fela í sér
ný ákvæði um reynslunáðun
fanga, til samræmis við tillögur
norrænu refsilaganefndarinnar,
en þetta frumvarp hefur áður
verið skýrt hér á þingsiðu blaðs-
ins Ennfremur frumvarpi til um-
ferðarlaga, sem samið er af um-
ferðarlaganefnd og felur i sér
niðurfellingu um skráningar bif-
reiða, sem seldar eru milli lög-
sagnarumdæma, þ e nýtt skrán-
ingarkerfi bifreiða i landinu, sem
og að bifreiðaeftirlitið annist
skráningu bifreiða í stað lög-
reglustjóra Frumvarpið fjallar og
um fleiri atriði, skráningu belta-
bifreiða, beltabifhjóla, lengd
ökutækja, tryggingarfjárhæðir
ökutækja o fl Frumvarpinu var
vísað til 2 umr og allsherjar-
nefndar deildarinnar
Samgónguráðherra, Halldór
E. Sigurðsson, mælti fyrir frum-
varpi um störf kafara, réttindi
þeirra og starfsskyldur, sem og
öryggisreglur Frumvarp þetta er
nýmæli, þ e engin lög hafa til
þessa gilt um þetta efni Frum-
varpinu var vlsað til 2 umr og
allsherjarnefndar.
Þá var ennfremur rætt um
frumvarp Gylfa Þ. Glslasonar
um Framkvæmdastofnun ríkisins
(sjá frásögn á öðrum stað hér á
síðunni)
__ |. fl 1 I 1 . „ SVIPMYND FRA ALÞINGI. Jafnt á metum, tvær konur, tveir
„Hreppapolltlk Og Iiokkahagsmunir : karlar;tvötilvinstriogtvötilhægri:SvavaJakobsdóttir, Ellert B.
-------—---!------------------------------------- Schram, Geir Gunnarsson og Geirþrúður Hildur Bernhöft.
Þingmaður svarar Landsbankastjóra
þol miða okkar, Iánsfjárþátt verð-
bólguvaxtar og skort á trausti
aðila vinnumarkaðarins í garð
Framkvæmdastofnunar. Það væri
ekki von á góðu, þar sem meira
mættu sín „hreppapólitík og
flokkahagsmunir“ en almanna-
heill og heildarsjónarmið.
önnur vinnubrögð þyrftu hér
til að koma, sem á öðrum sviðum
atvinnú- og efnahagsmála okkar,
ef ekki ætti að stefna beint að
þjóðargjaldþroti.
Þingmaðurinn tók fram að
gagnrýni sín væri ekki meint per-
sónulega til eins eða neins, heldur
beindist að fyrirkomulagi vals
framkvæmdastjórnar og starfs-
aðstöðu sérfræðinga, sem ynnu að
þörfum viðfangsefnum, sem og
byggðamismunun í lánafyrir-
greiðslu.
Þá ræddi hann um afskipti
fyrri og núverandi stjórnar af
málefnum byggðasjóðs. Eftir regl-
um vinstri stjórnar hefði framlag
rfkissjóðs í ár til byggðasjóðs átt
að vera, með álgjaldi, 195 m.kr. og
á árinu 1976 240 m.kr. Samkvæmt
ákvæðum í núverandi stjórnar-
sáttmála yrði hlutur byggðasjóðs I
ár 860 m.kr. og árið 1976 1123
m.kr. Hér skakkaði því meir en
hálfum öðrum milljarði á tveimur
árum, svokallaðri „hægri“ stjórn í
vfl.
TÓLITlSK VIÐHORF
TORVELDA EÐLILEGA
STARFSHÆTTI
Jón Skaftason (F) sagði að
þjóðin mætti nú hrikalegri efna-
hagsvanda en nokkru sinni fyrr
frá stofnun Iýðveldisins. Þessi
vandi væri að nokkrum hluta til
orðinn vegna skipulagsleysis I
f járfestingar- og lánamálum.
Hann sagðist sagðist hafa varað
við þvl I þingflokki sínum, að
framkvæmdaráð Framkvæmda-
stofnunar væri skipað með þeim
hætti, sem nú væri gert, þ.e. eftir
kommissakerfi. I Framkvæmda-
stofnun væri samankomið meira
vald á einum stað en dæmi væri
til um, nema e.t.v. hjá Fjárhags-
ráðinu sáluga. Þar ætti ekki að
ríkja pólitískt kommissaravald.
Rétt hefði verið að aðskilja Þjóð-
hagsstofnun frá Framkvæmda-
stofnun. Þá las hann úr skýrslu
stofnunarinnar fyrir árið 1974,
þar sem fram kemur hörð gagn-
rýni sérfræðinga stofnunarinnar,
einkum áætlanadeildar á starfs-
skilyrði sín, m.a. af þvi tagi, að
stjórnkerfi stofnunarinnar og
pólitísk viðhorf torvelduðu eðli-
lega og heilbrigða starfshætti.
Þetta er ekki fallegur lestur,
sagði þingmaðurinn, og engin
furða, þó vart verði „efnahags-
legra óhappa", þegar svona er I
pottinn búið.
Þá vék þingmaðurinn að
byggðasjóði, sem vanrækt hefði
uppbyggingu skipastóls I slnu
kjördæmi, Suðurnesjum, með
þeim hætti, að þar væru nú hæsti
meðalaldur fiskiskipa I veiðiflota
Islendinga. Þannig hefði á árinu
1974 verið veittar 125 m. kr. I
Austfirðingafjórðung en tæpar 23
m. kr. í Reykjaneskjördæmi og
aðeins ein milljón til Reykja-
víkur.
Þingmaðurinn ræddi ofvöxt I
skipastól landsmanna, miðað við
— Stjórnmála-
flokkar
Framhald af bls. 2
verðar deilur um þetta efni
fyrir tveimur árum I tilefni af
tillögum I Reykjavíkurbréfi
Morgunblaðsins um eftirlit með
fjárreiðum stjórnmálaflokka og
aðgerðir til að létta þeim fjár-
öflun á þann veg sem frumvarp
þetta gerir ráð fyrir. En þótt
slíkar umræður hafi farið fram
hefur ekkert verið aðhafst til
úrbóta I þessu efni, og þess
vegna er frumvarp þetta fram
komið.
Ljóst er að ýmislegt gæti
orkað tvímælis við framkvæmd
tillagna þeirra, sem hér eru
fluttar, ef að lögum yrðu, en
svo er raunar um ýmis fleiri
atriði skattalaga, svo sem
kunnugt er. Þannig er til dæm-
is hvergi I íslenskri löggjöf skil-
greint hvað stjórnmálaflokkur
sé, og kann því að orka tvímælis
hve langt bæri að ganga i að
heimta framtöl frá stjórnmála-
félögum. Væntanlega yrðu Iög
þessi skýrð þröngt, ef slíka
skýrgreiningu skorti, þegar þau
kæmu til framkvæmda, en
tækju I öllu falli til aðalskrif-
stofu flokkanna, rekstrar
fasteigna og útgáfustarfsemi.
Hugmyndir hafa þó verið uppi
um að nauðsyn bæri til að setja
löggjöf um réttindi og skyldur
stjórnmálaflokka og mundi þá
margt skýrast. En flutnings-
maður telur eðlilegt að á þessu
stigi málsins verði um þetta
fjallað I þingnefnd, þar sem
fulltrúar mismunandi sjjórn-
málaflokka hafa aðstöðu til að
koma sjónarmiðum sínum á
framfæri. Nefnd sú, sem fær
frumvarp þetta til meðferðar,
metur hvort ástæða sé til að
kveða nánar á um fil hverra
framtalsskyldan skuli ná eða
um fyrirkomulag framtala
flokkanna.
Ljóst er að I nútima þjóð-
félagi þurfa stjórnmálaflokkar
á talsverðu fjármagni að halda
til starfsemi sinnar. Heil-
brigðast og eðlilegast er að þeir
afli fjár með frjálsum framlög-
um frá almenningi, eins og þeir
raunar gera þegar I rlkum
mæli. I skattalögum eru nú
þegar ákvæði um að einstakar
gjafir til menningarmála, vls-
indalegra rannsóknarstofnana,
viðurkenndrar Iíknarstarfsemi
og kirkjufélaga séu skatt-
frjálsar, en þó ekki meira en tlu
af hundraði skattskyldra tekna
gefenda. Hér er lagt til að ein-
stakar gjafir til stjórnmála-
flokka séu einnig undanþegnar
skatti, en þó ekki hærri upp-
hæð en nemur 5% af skatt-
skyldum tekjum gefenda.
Ráð er fyrir því gert að lögin
öðlist gildi 1. janúar næstkom-
andi og mundu þá fyrstu fram-
töl flokkanna send skattayfir-
völdum á árinu 1977, en naum-
ast er unnt að gera flokkana
framtalsskylda fyrr en þeir
hafa ótvírætt verið bókhalds-
skyldir um eins árs skeið.
Ný þíngmál
• STJÓRNARFRUMVÖRP
Lagt hefur verið fram á Al-
þingi frumvarp til laga um sam-
þykkt á ríkisreikningum fyrir
árið 1973 og frumvarp til fjár-
aukalaga fyrir sama ár.
• FLUGVALLAGJALD
Sighvatur Björgvinsson (A)
flytur frumvarp til laga um
breytingu á fyrri lögum, þess
efnis, að flugvallagjald innan-
lands verði fellt niður. Flug-
vallagjald skal vera kr. 2.500
fyrir hvern farþega, sem ferð-
ast frá Islandi til annarra
landa, þó kr. 1.250.- fyrir far-
þega á aldrinum 2—12 ára.
Gjaldið skal fella inn í verð
farseðils.
• FJÁRREIÐUR
STJÓRNMALAFLOKKA
Ragnar Arnalds (K) o.fl.
flytja þingsályktunartillögu,
sem gerir ráð fyrir hvoru
tveggja, að 5 manna nefnd at-
hugi fjárreiður stjórnmála-
flokka og semji frumvarp að
lögum um opinberan stuðning
við starfsemi stjórnmálaflokka
og eftirlit með fjárreiðum
þeirra.
• FYRNINGARAKVÆÐI.
HAMARK VAXTAFRÁ-
drAttar og Aætluð
lagmarkslaun.
Ragnar Arnalds (K) flytur
þingsályktunartillögu um
endurskoðun fyrningarákvæða,
hámark vaxtafrádráttar og
áætluð lágmarkslaun þeirra,
sem hafa tekjur slnar af eigin
rekstri. Gerir tillagan ráð fyrir
þvl, að ríkisstjórnin undirbúi
lagafrumvarp um breytingu á
tekjuskattslögum, byggt á slíkri
endurskoðun. Frumvarpið feli
m.a. I sér: 1) ákvæði um fyrn-
ingu skv. verðhækkunarstuðli
og flýtifyrningu verði afnumin
og fyrningarhlutfall miðað við
endingu eigna, 2) takmörkun á
vaxtafrádrætti með hliðsjón af
meðalvöxtum, Ibúðarverði og
fjölskyldustærð, 3) aðilum, sem
hafa tekjur af eigin rekstri
verði áætlaðar lágmarkstekjur,
hvort sem reksturinn skilar
bókhaldslegum hagnaði eða
ekki.