Morgunblaðið - 02.11.1975, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2'nOVEMBER 1975
uöi ársins sýndu að á milli landa
heföu farið 273.509 manns, en á
sama tíma í fyrra höfðu 295.894
ferðast með vélum félagsins.
149.966 farþegar hafa farið með
innaniandsflugi félagsins fyrstu
átta mánuði þessa árs, en á sama
tima í fyrra voru þeir 146.293. A
þessu sama tímabili hafa 48.734
ferðast með International Air
Bahama, en voru 56.410 i fyrra.
Að sögn Sveins er eftirspurn
hjá félaginu nii sist meiri en á
sama tima í fyrra og bókanir held-
Framhald á bls. 47.
Sáttafundir með opinberum
starfsmönnum yfir helgina
FYRSTU átta mánuði
þessa árs fluttu Flugleiðir
tæplega 8% færri farþega
á milli landa en sama tíma-
bil í fyrra. Hins vegar hef-
ur orðið nokkur aukning í
innanlandsflutningum eða
um 2,5%
Á sama tíma hafa far-
þegaflutningar Internati-
onal Air Bahama dregist
saman um hvorki meira né
minna en 13.6%. Þrátt fyr-
ir þessa fækkun farþega á
milli landa er sætanýting
vélanna betri en á s.l. ári,
fyrst og fremst vegna
minna sætaframboðs og
fækkað var um eina vél á
Atlantshafsleiðinni í vor.
Sveinn Sæmundsson blaðafull-
trúi Flugleiða, sagði í samtali við
Morgunblaöið í gær, að bráða-
birgðatölur fyrir fyrstu átta mán-
Lítill afli Þjóð-
verja fyrir utan
LANDHELGISGÆZLAN varð
ekki var við neinn v-þýzkan tog-
ara á veiðum fvrii innan 200
mílna mörkin í gærmorgun. Hins
vegar voru margir v-þýzkir togar-
ar þá að veiðum utan við mörkin
úti af Vestfjörðum og úti af Aust-
urlandi. Var afli þeirra litill á
þessum slóðum.
„TIL þess að ríkið grfpi inn í
atvinnustarfsemi með beinni
þátttöku þurfa að vera fyrir
henili mjög þungvægir almanna-
hagsmunir," sagði fjármálaráð-
herra, Matthfas A. Matthiesen, í
framsiigu mcð fjárlagafrumvarpi.
„Opinber rekstur nýtur ekki
SATTAFUNDUR Torfa Hjartar-
sonar, rfkissáttasemjara, nieð
fulltrúum samninganefndar
ríkisins og Bandalags háskóla-
manna hófst að nýju kl. 3 í gær en
fundur hafði staðið fram yfir-
miðnætti daginn áður
moð opinberum starfsmönn-
um og Læknafclagi tslands.
Ekki var Mbl. kunnugt um
hvernig fundunum nieð
Bandalagi háskólamanna
reiddi af í gær en í dag átti síðan
að hefjast fundur með læknum og
samninganefnd rfkisins. Allt er
hins vegar óráðið um framhald
samningaviðræðna við BSRB.
Að því er Höskuldur Jónsson,
sama aðhalds og rekstur einstakl-
inga og félaga, sem er háður sam-
keppni innanlands og utan. Þó
ekki væri nema af þeiin sökuni
getur hagkvæmni orðið minni og
framfarir hægari í opinberum
rekstri."
Ráðherrann sagði að stefnu-
ráðuneytisstjóri f fjármálaráðu-
neytinu og formaður samninga-
nefndar ríkisins, tjáði Morgun-
blaðinu í gær verða samningamál
ofangreindra aðila afgreidd til
kjaradóms eftir helgina — lögum
samkvæmt, svo framarlega sem
ekki hafi tekizt samningar fyrir
þann tíma. Höskuldur var að þvf
spurður hvort rétt væri að ein-
hver hreyfing hefði verið i fyrra-
kvöld á samningamálunum við
háskólamenn og svaraði hann því
til að í þessum viðræðum hefði
komið fram að menn gerðu sér
Ijóst ástandið i þjóðfélaginu um
þessar mundir. Um viðræðurnar
við lækna sagði hann, að þær
mörkun um þátttöku hins opin-
bera í atvinnurekstri almennt
væri að sínu mati nauðsynleg
hverri rikisstjórn. Þá þurfi að
athuga á hverjum tíma, hvort
grundvöllur sé fyrir ýmissi at-
vinnu- og þjónustustarfsemi, sem
Framhald á bls. 47.
hefðu farið fram með svipuðum
hætti og við Bandalag háskóla-
manna.
Þá var Höskuldur að því
spurður hvernig ríkið liti á úr-
Framhald á bls. 47.
A S.L. vetri beitti sóknarnefnd
Digranessprestakalls sér fyrir
stofnun félagssamtaka innan
safnaðarins, er einkum skyldu
stuðla að aukinni safnaðarvitund,
safnaðarlífi og bættri starfs-
aðstöðu innan prestakallsins.
Söfnuðurinn á Kópavogskirkju
að hálfu, en hefur hinsvegar ekki
haft yfir að ráða neinum samastað
i prestakallinu sjálfu. Er nú
unnið að því að koma upp bráða-
birgða-safnaðarheimili. Vill
kirkjufélagið leggja því lið eftir
föngum og efnir nú, sunnudaginn
2. nóv., til hlutaveltu í því skyni.
Hefur verið reynt að vanda til
þessa fyrirtækis og eru margir
góðir munir á boðstólum, m.a.
húsgögn, hjólbarðagangur, mál-
verkaéftirprentun og vinningar
allir eiga að vera nýtir hlutir. Hér
verður ekkert happdrætti og
Ljósm. Halli Már.
Síld söltuð á
Seyðisfirði
eftir 7 ára hlé
ÞAÐ var söltuð sfld á Seyðis-
firði nú f vikunni og er það
fyrsta síldin sem söltuð er þar
f 7 ár. Það var þvf ekki af
ástæðulausu að glatt væri á
hjalla á planinu og margir
renndu huganum aftur til
þeirra „gönilu góðu“ daga,
þegar lífið var sfld á Seyðis-
firði.
engin núll, þannig að enginn ætti
að fara tómhentur.
Hlutaveltan verður haldin í
nýbyggðu húsi vestast við Álf-
hólsveg norðanverðan (gengið
inn frá Skeljabrekku) og hefst kl.
13.30 í dag.
Er þess vænzt, að safnaðarfólk
og aðrir velunnarar sæki hluta-
veltuna og styrki hið unga félag
til þess að verða að liði.
(Fréttatilkynning).
Treg rjúpnaveiði
RJtJPNAVEIÐI virðist hafa verið
heldur treg það sem af er veiði-
tfmanum, samkvæmt þeim upp-
lýsingum sem Mbl. aflaði sér f
gær.
Hafsteinn í Fornahvammi sagði
að rjúpnaskyttur hefðu verið með
fæsta móti hjá sér, kannski mest
vegna þess að óhagstætt veður
hefði verið um helgar. Hann sagði
að mikið væri af rjúpu á heiðinni
og einstaka maður hefði veitt vel.
sá harðasti hefði fengið 60
stykki yfir daginn.
Á Húsavik fengust þær upplýs-
ingar hjá Sigurði P. Björnssyni
fréttaritara Mbl. að þar hefði
rjúpnaveiði gengið frekar treg-
lega og fyndist mönnum þar
nyrðra að ekki væri meira um
rjúpu nú en í fyrra. Mesti fengur
hjá einum veiðimanni hefur verið
40 rjúpur eftir daginn.
Verulegt skref fram á við
í hagstjórn hér á landi”
— segir dr. Jóhannes Nordal um þá ákvörðun
ríkisstjórnar að taka upp gerð lánsfjáráætlana
Þátttaka ríkisins í atvinnurekstri:
Samráð við forystumenn 1
einka- og samvinnurekstri
Hlutavelta Kirkjufélags
Digranessprestakalls
Farþegum Flug-
leiða fækkaði fyrstu
átta mánuði ársins
Glit opnar sýn-
ingu á Akureyri
Akureyri — 1. nóvember
GLIT hf. opnaði sýningu á sér-
unnum keramfkvörum f Blóma-
búðinni Laufási á Akureyri f gær-
kvöldi. Á sýningunni eru m.a.
skúlptúrverk, veggskildir, kerta-
stjakar, Ijósker og margt fleira.
Flest verkin eru eftir tvo lista-
menn, sem unnið hafa hjá fvrir-
tækinu, þá Yoshitaka Esashi frá
Japan og Paul Martin frá írlandi.
Allir hlutirnir á sýningunni eru
til sölu.
Glit hf. var stofnað árið 1957 og
var Ragnar Kjartansson mynd-
höggvari aðalhvatamaður þess.
Fyrirtækið var stækkað verulega
fyrir fjórum árum og hafinn út-
flutningur til Noregs, Svíþjóðar,
Danmerkur, Tékkóslóvakiu og
Framhald á bls. 47.
1 FJARLAGARÆÐU sinni sl.
þriðjudag, skýrði Matthfas Á.
Mathiesen, f jármálaráðherra,
frá merkri nýbreytni f íslenzkri
efnahagsmálastjórn, sem
ákveðið hefur verið að taka
upp, sem er gerð sérstakrar
lánsfjáráætlunar. „Henni er
ætlað að samræma starfsemi
allra lánastofnana f landinu og
ákveða heildarframboð inn-
lends og erlends lánsfjár, með
hliðsjón af þeim útgjöldum
þjóðarheildarinnar, sem stefnt
er að og samræmast jafnvægi í
stöðunni út á við,“ sagði fjár-
málaráðhcrra í fjárlagaræðu
sinni. Morgunblaðið hefur
snúið sér til dr. Jóhannesar
Nordals, Seðlabankastjóra, og
leitað álits hans á þessari
nýbreytni og þýðingu hennar.
Dr. Jóhannes Nordal sagði:
„Ég tel, að sú ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar, að alhliða láns-
fjáráætlun verði lögð fram og
samþykkt samhliða afgreiðslu
fjárlaga geti orðið verulegt
skref fram á við í hagstjórn hér
á landi. I fyrsta lagi hefur það
verið mikill veikleiki í fjár-
málastjórn hér, að ákvarðanir í
fjármálum rfkisins og
ákvarðanir á öðrum sviðum
fjármála hafa ekki orðið sam-
ferða. Fjárlög hafa venjulega
verið afgreidd fyrir árslok án
þess að þá lægju fyrir undir-
búnar áætlanir um opinberar
framkvæmdir, sem fjár-
magnaðar væru með lánsfé eða
um starfsemi fjárfestingarlána-
sjóða.
Oft hefur þetta orðið til þess,
að það aðhald, sem að var stefnt
við afgreiðslu fjárlaga, hefur
runnið út í sandinn og fram-
kvæmdir sem þá var ætlað að
fresta hafa komið inn á fjáröfl-
unaráætlun og sprengt þann út-
gjaldaramma, sem ætlunin var
að halda opinberum útgjöldin
innan.
Með því móti að taka
ákvarðanir um opinberar fram-
kvæmdir, heildarlántökur er-
Iendis og útlán fjárfestingar-
Iánasjóða og annarra hlið-
stæðra fjármálastofnana,
samtímis afgreiðslu fjárlaga á
að vera tryggt miklu betra sam-
ræmi milli þessara ákvarðana.
Áætlanir um lánsfjármarkaði
hafa vitaskuld verið gerðar hér
á landi um nokkurt árabil en
þær hafa aldrei verið nægilega
heildstæðar til þess að þær
tryggðu samræmda stefnu í
peninga- og fjármálum. Ætlun-
in er, að sú lánsfjáráætlun, sem
nú er í undirbúningi, nái til alls
peningakerfisins svo og opin-
berra stofnana og lánaviðskipta
við útlönd. Þótt um nokkra
frumsmíð verði að ræða, er ég
bjartsýnn á, að hún muni
tryggja vandaðri ákvarðanir í
Jóhannes Nordal
islenzkum efnahagsmálum en
við höfum átt að venjast nú um
skeið.
Hinu má þó ekki gleyma, að
áætlun af þesu tagi er aðeins
tæki og það mun reyna á festu
og raunsæi ríkisstjórnar og
Alþingis til að beita því til
verulegs árangurs.“