Morgunblaðið - 02.11.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1975
3
Flugvél Harðar Guðmundssonar á SuðureyrarflugvelH, en flugvél hans var fyrsta flugvélin, sem þar
lenti. Ljósm.: Halldór.
Flugvöllur á Suðureyri
Suðureyri, 23. október —
INNAN örfárra daga Iýkur
framkvæmdum við flugbraut á
svokölluðum Hjöllum fyrir
utan Suðureyri. Hefur verið
unnið af ðg til f sumar við gerð
þessarar flugbrautar, sem nú
er orðin 525 metra löng, en
fullgerður á flugvöllurinn að
verða 600 metrar. Standa vonir
til, að ljúka megi gerð hans
næsta sumar.
Á næstunni mun að öllum
Ifkindum hefjast hingað reglu-
bundið flug, þrjár ferðir f viku
frá Reykjavík og að öllum
Ifkindum einnig þrjár ferðir f
viku frá tsafirði. — Frá
Reykjavfk eru það Vængir h.f.
sem munu halda uppi flugferð-
um, en frá tsafirði Hörður Guð-
mundsson.
— Halldór.
Líknardráp til umræðu
í Norræna húsinu
Á SÍÐUSTU vikum hafa nokkr-
um sinnum birzt í dag-
blöðunum stuttar frásagnir af
einstaklega athyglisverðu dóms-
máli í Bandaríkjunum. Málið
snýst um ósk foreldra stúlku
nokkurrar, sem haldið er á lífi
með öndunarvél, þess efnis að
öndunarvélin verði tekin úr sam-
bandi og stúlkan þannig látin
deyja. Læknar stúlkunnar telja
að hún eigi alls enga lífsmögu-
leika í framtíðinni, en e.t.v. sé
hægt að halda hjartanu gangandi
með vélum um óvissan tíma.
Þetta mál er einkum athyglisvert
fyrir þá sök að atbeina dómstóla
hefur verið leitað um að „svipta
manneskju Iffi“. En þá vaknar
raunar sú spurning, hvort um er
að ræða lff, þegar lífsmöguleik-
arnir felast eingöngu í starfi véla.
Um þessar mundir fara umræð-
ur um líknardráp fram hvar-
vetna, einkum þó meðal þeirra
stétta sem málið snertir mest þ.e.
lækna, lögfræðinga og guðfræð-
inga.
Ótal margar læknisfræðilegar-
lögfræðilegar og siðferðilegar
spurningar vakna þegar rætt er
um liknardráp. Til dæmis má
Eyfirðingar
í Súlnasal
á sunnudag
KVENNADEILD Eyfirðingafé-
lagsins f Rvfk efnir til hinnar
árlegu kaffisölu eða fjölskyldu-
kaffis í súlnasal Hótel Sögu kl. 3
nk. sunnudag 2. nóvember. Fé-
lagið hefir efnt til þessarar kaffi-
sölu árlega, sem hefir verið vel
sótt af Norðlendingum búsettum
hér syðra. Að þessu sinni verður
nefna: Hvenær er maður dáinn?
Hvað er líf og hefur það rétt sem
slíkt? Hver er munurinn á virku
og óvirku líknardrápi? Á maður-
inn ekki rétt til að deyja? Líknar-
dráp og afstaðan til þeirra er tví-
mælalaust mál sem nauðsynlegt
er að ræða og brjóta til mergjar.
Hér er í raun og veru um að ræða
einhverja alvarlegustu og flókn-
ustu spurningu nútímans.
Orator, félag laganema við Há-
skóla Islands hefur ákveðið að
Framhald á bls. 31
basar haldinn samhliða kaffisöl-
unni þar sem ýmsir eigulegir
munir verða boðnir til sölu.
Kvennadeildin býður sérstaklega
öllum Eyfirðingum 67 ára og eldri
ókeypis veitingar á sunnudaginn f
tilefni dagsins.
Eyfirðingafélagið hefur að
undanförnu unnið að þvf að
styrkja margvíslega líknar- og
menningarstarfsemi norðanlands,
m.a. lagt fram fé til hjartabílsins
á Akureyri, til Minjasafnsins og
til fleiri mála. öllum ágóða kaffi-
sölunnar verður varið til sam-
bærilegra mála norðanlands.
Ribli hefur
örugga forgstu
Friðrik Ólafsson sat hjá í 9.
umferð svæðismótsins, og mátti
þá glöggt sjá á hverju áhorfend-
ur hafa mestan áhuga. I þessari
umferð voru þeir sárafáir.
Zoltan Ribli hefur auðsjáan-
lega ekki f huga að sleppa for-
ystunni og í þessari umferð
sigraði hann Irann J. Murray.
Athyglisvert er, hve fyrir-
hafnarlítið Ribli vinnur skákir
sínar, manni dettur helzt f hug
Fischer þegar hann var og hét.
Ekkert sérstakt virðist vera að
gerast, en allt í einu situr and-
stæðingurinn uppi með gjör-
tapað tafl.
Hvftt: J. Murray
Svart: Z. Ribli
Grúnfeldsvörn
1. d4 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. Rc3
— d5, 4. cxd5 — Rxd5, 5. g3 —
Bg7, 6. Bg2 — Rb6, 7. Rf3 —
Rc6, 8. e3 — 0-0, 9. 0-0 — e5, 10.
d5 — Re7, 11. e4 — Bg4, 12. h3
— Bxf3, 13. Bxf3 — c6, 14. Db3
— cxd5, 15. Rxd5 — Rbxd5, 16.
exd5 — Rf5, 17. Bg2 — Rd4, 18.
Dd3 — f5, 19. d6 — Dxd6, 20.
Bxb7 — Had8, 21. Bg2 ~ f4, 22.
Be4 — De6, 23. Kh2 — h5, 24.
b3 — Kh8, 25. Ba3 — fxg3+, 26.
Dxg3 — Bh6, 27. Dh4 — Bf4+,
28. Khl — Hf6, 29. Hcdl — g5
og hvftur gaf. Fyrir þessa skák
notaði Murray 2 klst. og 10 mín,
en Ribli 52 mínútur.
E. Laine tefldi kóngsind-
verska vörn gegn Jansa. Stór-
meistarinn fékk snemma betri
stöðu, en Laine tókst að verjast
stóráföllum unz hann lék
skyndilega af sér heilum hrók í
24. leik og varð að gefast upp.
Björn Þorsteinsson hafði
svart gegn Parma. Snemma í
miðtaflinu urðu Birni á slæm
mistök, sem kostuðu skiptamun
og peð og eftir það átti hann sér
ekki viðreisnar von.
H. van den Broeck beitti
franskri vörn gegn Ostermayer,
og náði hinn siðarnefndi
snemma undirtökunum. Skákin
var spennandi á tímabili, en
Ostermayer gætti sín vel fyrir
öllum gagnsóknartilraunum
andstæðingsins.
Stórmeistarinn Jan Timman
hefur tapað þremur skákum f
röð, en nú tókst honum betur
upp og lagði Hartston í
snaggaralegri skák.
Hvftt: J. Titnman
Svart: W. R. Hartston
Grúnfeldsvörn
1. Rf3 — Rf6, 2. g3 — g6, 3. Bg2
— Bg7, 4. 0-0 — 0-0, 5. c4 —
Rc6, 6. d4 — d5, 7. cxd5 —
Rxd5, 8. Rc3 — Rb6, 9. e3 —
He8, 10. Rel — Be6, 11. Rc2 —
Bc4, 12. Hel — a5, 13. b3 —
Ba6, 14. Bb2 — e5, 15. Re4 —
exd4, 16. Rxd4 — Rxd4, 17.
Bxd4 — Bxd4, 18. exd4 — c6,
19. Dd2 — a4, 20. h4 — Rd5, 21.
bxa4 — Rf6, 22. Rc5 — Hxel+,
23. Hxel — Dd6, 24. Hbl — h5,
25. a5 — De7, 26. Bf3 — Rg4,
27. Hel — Df6, 28. Bxg4 —
hxg4, 29. Re4 — Df5, 30. Dh6 —
Bc4, 31. h5 — Bd5, 32. hxg6 —
hxg6, 33. Rg5 — Df6, 34. Dh7 +
— Kf8, 35. Dxb7 og svartur
gafst upp.
Arne Zwaig hafði allan
eftir JÓN Þ. ÞÓR
timann undirtökin í skák sinni
við Hamann. Undir það er
skákin átti að fara i bið virtist
Daninn þó hafa jafnað metin
nokkuð. Þá lék Zwaig hins
vegar óvæntum og fallegum
leik og knúði andstæðinginn til
uppgjafar í einu vetfangi.
Lokin eru þess virði að lfta á
þau.
Hvftt: A. Zwaig
Svart: S. Hammann
Vængtafl
1. g3 — Rf6, 2. Bg2 — g6, 3. c4
— Bg7, 4. Rc3 — 0-0, 5. e4 — c5,
6. Rge2 — Rc6, 7. d3 — d6, 8.
0-0 — Bd7, 9. Hbl — Re8, 10. a3
— a5. 11. Rb5 — a4. 12. Rec3 —
Rd4, 13. Rxd4 — cxd4, 14. Rd5
— e6, 15. Rb4 — e5, 16. f4 —
Bc6, 17. Df3 — Bh6, 18. f5 —
Bxcl, 19. Hbxcl — f6, 20 fxg6
— fxg6, 21. h4 — Bd7, 22. Rd5
— Rc7, 23. Rb6 — Ha6, 24.
Rxd7 — Dxd7, 25. Hc2 — b6,
26. Hcf2 — Haa8, 27. h5 — g6,
28 h6 — g4, 29. Ddl — Re8, 30.
Hf5 — Kh7, 31. Dxg4 — Hg8,
32. Dh4 — Hg6, 33. Bh3 — De7,
34. Hh5 — Kh8, 35. Bf5 — Hg8,
36. h7 — Hg7, 37. Hh6 — Df7,
38. Bg4 — Hxh7, 39. Hf5 —
Hxh6?, 40. Dxh6+ — Kh8, 41.
Hg5H og svartur hafst upp.
Eftir skákina tóku keppend-
ur hana til rannsóknar og var
óneitanlega hjákátlegt að heyra
Danann og Norðmanninn tala
saman á ensku. Styrkir þetta þá
kenningu, að eftir svo sem ára-
tug verði ekki töluð nema tvö'
Framhald á bls. 31
Kanaríeyjar
1975—1976
GRAN CANARIA:
Nú eru aðeins laus sæti í
eftirtaldar ferðir:
Brottför:
20. nóv. 3 vikur
4. des. 2 vikur
25. marz 3 vikur
22. aprfl 3 vikur
Verð frá kr. 38.900.-
TENERIFE:
4, jan 2 vikur
1 8 jan 2 vikur
1 feb 1 9 dagar
1 9 feb 24 dagar
1 4. marz 3 vikur
4 april 1 8 dagar
Allir fara í ferð með
ÚTSÝN
í Kaupmannahöfn
Brottfor 23 nóv
Furniture industry
Brottfor 14 feb
Scand menswear fair
Brottfor 13 marz
Scand fashion week
Brottfor 23 apr
Scand gold &
silver fair
Verðfrá kr. 38.300
Skíðaferðir
til Lech
í Austurríki
Brottför 15 jan og 7 febr
Verð með gistingu og V2
Bangkok
og
Pattaya
Ógleymanleg
ævintrýaferð
Brottför:
1 9. des
15. feb.
Kenya
Brottför: 13. marz
Safari og vikudvöl við
London
Ódýrar vikuferðir
Brottför
nóvember:
18. 15. 22. 29.
Verðfrá kr. 38.000
Glasgow
Helgarferðir
Brottför:
7. og 21. nóv.
Verðfrá kr. 27.500
FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN AUSTURSTRÆTI 17
Frankfurt
Hópferð á teppasýningu
13.—19. jan.
Verð frá
kr. 60.000,-
SÍMAR 26611 OG 20100