Morgunblaðið - 02.11.1975, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1975
13
— Ekki tími
Framhald af bls. 39
efnahagsmála og annarra framfara-
mála á því rúma ári, sem núverandi
haestvirt ríkisstjórn hefur setið að
völdum. Þar má til nefna nokkur
mikilvæg atriði Islenzk fiskveiðilög-
saga hefur verið færð út í 200
mílur. Tekizt hefur að tryggja af-
komu atvinnuveganna, afstýra alls-
herjar átökum á vinnumarkaði og
halda uppi fullri atvinnu og þrótt-
miklum framkvæmdum hvarvetna
um landið, sérstaklega I orkumálum,
sem ekki var vanþörf á, eins og
ástand þeirra mála var orðið við
stjórnarskiptin. Og verð ég að segja
I því sambandi að orð hæstvirts
þingmanns Benedikts Gröndal, sem
hann viðhafði hér áðan um Kröflu-
virkjun, voru hálfnöturleg ! garð
Norðlendinga miðað við ástand,
sem þar er! raforkumálum.
EKKI TÍMI TIL
KRÖFUGERÐAR
En þótt ýmislegt hafi áunnizt sigur
enn í hreinskilni sagt ýmislegt á
ógæfuhlið, sumt, sem ekki verður
við ráðið, en annað, sem unnt væri
við að ráða hér heima fyrir, ef allir
legðust á eitt. Útflutningsatvinnu-
vegirnir berjast ! bökkum vegna
markaðsörðugleika og innlendra
kostnaðarhækkana. Verðbólgan er
enn þá geigvænleg þótt hægt hafi á
henni slðustu mánuði. Gjaldeyris-
staðan er I hættu, ekki sizt vegna
mikillar tvlsýnu I alþjóðlegum efna-
hagsmálum og þar með markaðs-
málum okkar, Það er því ekki ein-
ungis alvarlegt ástand nú I efna-
hagsmálum okkar, horfurnar eru þv!
miður ekki sllkar, að óvænt höpp
muni væntanlega falla okkur ! skaut
á næstunni, þvert á móti. En sé
þessi mynd sönn, sem ég hef dregið
hér upp af ástandi og horfum efna-
hagsmála, og hæstvirtir stjórnarand-
stæðingar dregið enn þá dekkri lit-
um, sé hún sönn, sem ég hygg
raunar, að allir hugsandi (siendingar
viti, þá er spurningin þessi: Gefur
þetta alvarlega ástand efnahagsmál-
anna tilefni til þess að einstakir
launþegahópar, alþingismenn,
sveitarstjórnarmenn, raunar allir
fslenzkir þjóðfélagsþegnar, geri
ýtrustu auknar fjárhagskröfur til
þjóðfélagsins. Eigum við þm að
krefjast meiri framkvæmda hver á
sinu kjördæmi en nokkru sinni fyrr.
Eiga launþegahópar að krefjast,
jafnvel með ólögmætum hætti,
hækkaðra launa I krónutölu? Eigum
við enn einu sinni að krefjast meira !
hlut hvers og eins en fyrir er til að
skipta? I sannleika sagt bjóst ég við
að fáum blandaðist hugur um svarið
við þessari spurningu að fenginni
biturri reynslu Þau alvarlegu tlðindi
hafa hins vegar gerzt, að nokkrir
starfshópar hafa einmitt nú sett fram
auknar kröfur slnar með þeim hætti
að hrópa ýmist eða beinllnis brjóta !
þv! skyni íslenzk lög. Hér er auð-
vitað um afskaplega alvarlegt mál að
ræða, ekki slður alvarlegt en sjálft
efnahagsástandið. Ég ræði það ekki
frekar að sinni, en varpa fram þeirri
spurningu: Hvað vilja menn láta
koma i staðinn fyrir lög og rétt á
íslandi, ef ekki er unnt að virða lög
og rétt, með hvers konar valdi á að
stjórna þessu landi?
Þegar svo alvarlega árar ! efna-
hagsmálum sem nú er, er einungis
um eina leið að ræða I stjórn þjóðar-
búskaparins Spyrna verður við fót-
um í eyðslu, leggja aukna kröfugerð
á hilluna, stilla framkvæmdum,
rlkisútgjöldum og skattheimtu á al-
menningi I hóf, treysta gjaldeyris-
stöðuna og draga úr verðbólgu.
þannig að afkoma atvinnuveganna
verði tryggð og þar með full atvinna
I landinu. Að þessu stefnir hæstvirt
núverandi rlkisstjórn, annars vegar
með þv! fjárlagafrumvarpi, sem lagt
var fram ! upphafi þessa þings og að
þessu verður einnig stefnt með
margvlslegri annarri löggjöf Þessi
stefna er sjálfsagt ekki að öllu leyti
vinsæl, en hún er þjóðarnauðsyn
eins og nú er ástatt og ég er þess
fullviss, að þingmenn stjórnar-
flokkanna á Alþingi muni standa fast
að baki rlkisstjórninni I þv! að koma
fram þeirri llfsnauðsynlegu stefnu,
sem beinist að úrlausn vandans og
leggur grunn að áframhaldandi
framförum I landinu
AUfil.VsiNKASIMINN EK:
22480
Veitum
afslátt af
öllum okkar vörum
mánudag 3.11.
og
þriðjudag 4.11.
Vegna komu nýstungls
HAUST-SKÓRNIR ’75
FYLGJA FATATÍZKUNNI ’75
Skórnir ná upp á miðja fótleggi gerðir úr ekta
anilín skinni með hrágúmmísólum
hlýfóðraðir og fótlaga.
Póstsendum Skðverziun s. waage,
í Dómus Medica, Egilsgötu 3, stmi 18519.
Einnig nýkomið hjúkrunarkvennaskór, norskir og danskir, bamakuldaskór, Berkemann
tréskór norskir karlmannakuldaskór. Nýjar gerðir af Mans karlmannaskóm o.fl. o.fl.