Morgunblaðið - 02.11.1975, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1975
I
Fyrirbærið Stuðmenn verður að teljast hið iangmerkílegasta sem fslenskur poppheimur hefur
getið af sér f seinni tíð. Það hefur einnig verið kunngert að kjarni Stuðmanna, þ.e. Egill
Ólafsson, Sigurður Bjóla Garðarsson og Valgeir Guðjónsson, eru hið ágæta Spilverk þjóðanna.
Einn illviðris laugardag fvrir nokkru fóru umsjónarmenn Stuttsfðunnar f heimsókn til þeirra
Spilverksmanna til að forvitnast um fortfð, nútfð og framtfð þeirra og fara þær umræður hér á
eftir f tveim hlutum. f fyrri hluta var mest rætt um Stuðmenn, en f seinni hluta, sem birtast mun
sfðar, var mest rætt um Spilverk þjóðanna. A.J. Bald. J.B.
Þátttakendur eru:
ST: Stuttsfðan
B: Sigurður Bjóla Garðarsson
E: Egill Ólafsson
St: Steinar Berg (umboðsmað-
ur Spilverksins)
V: Valgeir Guðjónsson
... samt tókst okkur nú að
leyna einni flösku, sem
Jakob geymdi í trompet-
tösku...
ST: Hvernig kom það til að
Stuðmenn voru stofnaðir?
V: Upphaflegu Stuðmenn
voru ég, Jakob (Kobbi Magg),
Gylfi Kristinsson, og Ragnar
Daníelsson sem einnig var í
fyrsta Spilverkinu.
Hugmyndin kom þegar við
vorum að lesa undir stærð-
fræðipróf f 2. bekk 1970. Við
höfðum verið í kaffi vestur á
Hringbraut og vorum að aka f
Bláu-Helreiðinni, blár Opel
bíll, sem Jakob var á með A-
númeri. Þá kemur sú hugmynd
upp hvort við ættum ekki að
stofna grfnhljómsveit og taka
gamla slagara og rokkara og
búa til grfnrokkara. Síðan var
farið að æfa fyrir árshátíð, sem
haldin var á Hótel Sögu. Þetta
var mikill dansleikur, sem
haldinn var þarna. Alræmd-
ustu drykkjumenn skólans
voru dyraverðir og leituðu þeir
ofboðslega grimmt, vegna þess
þeir máttu eiga vfnið, sem þeir
fundu. Enda hefur aldrei verið
minna vfn á skólaballi (al-
mennur hlátur) Stuðmenn
voru þarna með herbergi, þar
sem við klæddum okkur og þar
var meira að segja tekin flaska.
Samt tókst okkur nú að leyna
einni flösku, sem Jakob geymdi
f trompettösku. Þarna spiluð-
um við Someone (Tremeloes)
Hippy Hippy Shake og Draum-
ur okkar beggja, sem var fyrsta
Stuðmannalagið. Þetta lag kom
svo sfðar á bakhlið litlu plöt-
unnar Gjugg f Borg. Bjólan seg-
ir að það sé bezta Stuðmanna-
lagið.
B: Ég er harður á því.
E: Það er allavega mesta
Stuðmannalagið.
V: Þetta var spilað við mik-
inn fögnuð þetta kvöld. Svo var
hljótt um Stuðmenn þar til ég
og Jakob komumst f skemmti-
nefnd. Þá komu þessir Stuð-
menn aftur fram á mikilli
drykkjuhátfð f Saltvfk
(veturinn ’7I—72’) Á þessum
tfmum hafði Þórður Árnason
bæst f hljómsveitina, en spilaði
einungis með henni á æfingum.
... f pásu kom upp ágrein-
ingur um ristaðar brauð-
sneiðar...
ST: Höfðuð þið ekkert leikið
f hljómsveitum áður?
Vi Jú, ýmsum, sem tæplega
tekur að nefna. Ég var í hljóm-
sveitinni Complex f Réttar-
holtsskóla. Þar voru Ágúst
Atlason söngvari, Þórður, Gylfi
og Eirfkur Þorsteinsson knatt-
spyrnumaður var trommari. Sú
hljómsveit leystist upp eftir að
hafa leikið einu sinni, f pásu
kom upp ágreiningur um
ristaðar brauðsneiðar.
Stuðmenn urðu svo til aftur
síðastliðinn vetur, þegar við
þrír fórum út, til að taka upp
Sumar á Sýrlandi, ásamt
Jakobi og Tómasi. Og sú plata
var hálfgert „Jam-session“. —
Við vorum að vinna við hana
meira og minna í þrjár vikur.
ST: Var efnið tilbúið?
V: Lögin voru að mestu leyti
til en margir textanna samdir á
staðnum.
E: Indverskum restauröntum
og vfða um London.
ST: Hver fjármagnaði fyrir-
tækið?
St.: Ámundi borgaði farið
fyrir þá leiðina út. — Já, hvern-
ig komust þið heim.
B.: Labbandi. Eða, réttara
sagt Jakob borgaði hluta af far-
inu og við borguðum það sjálfir
að hluta.
ST: Hverjir voru aðstoðar-
Upphaflegu Stuðmenn: Valgeir, Gylfi, Jakob og Ragnar.
Stuðmenn í stuði. F.v. Valgeir, Þórður, Jakob og Gylfi
Jakob Magnússon með andarhausinn (BP)
Egill Ólafsson
(BP)
1 Festi í sumar: F.v. Allan Myrphy, Bjðlan og
Valgeir, (BP)
Preston Ross
Hayman (F)
Þórður
Árnason