Morgunblaðið - 02.11.1975, Page 18

Morgunblaðið - 02.11.1975, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 2. NÖVEMBER 1975 Svend-Aage Malmberg haffræðingur: Islendingar og Bretar Nú er komið að útfærslu fisk- veiðilögsögu við Island í 200 sjó- mílur og verður það fjórða út- færslan síðan 1952, en þá var fært út í 4 sjómílur úr 3 sjómílum. Þessi öra þróun er einkum rakin til aukinnar tækni á flestum svið- um, og þá einnig á sviði fiskveiða, siglinga, iðnaðar og hernaðar. Af leiðingarnar eru ofveiði, mengun og togstreita um yfirráð á hafinu. Utfærsla fiskveiðilögsögu við Island hefur í hvert sinn valdið erjum og jafnvel stríði við ná- grannaþjóðir, sem telja sig eiga hefðbundinn rétt til veiða á Is- landsmiðum. Þessar þjóðir virð- ast oft eiga erfitt með að átta sig á breyttum viðhorfum frá tímum nýlendustefnunnar. Þegnum sumra landa er jafnvel enn þann dag í dag haldið í viðjum stjórn- skipunar og stéttaskiptingar I nafni hefðarinnar. Mestar háfa erjurnar á Islands- miðum verið við Breta, og að mati greinarhöfundar voru þetta eigin- leg stríð bæði 1958 og 1972. Ég tel allt tal um þorskastríð rangt; það dregur úr mikilvægi málsins og gerir það hlægilegt í augum út- lendinga og jafnvel sumra Islend- inga. Kfmni verður að vfsu varla ofmetin, en hún getur verið skætt vopn einnig. Breska fréttastofan BBC er ekki síður skætt vopn Breta eða Englendinga, þegar þeir eiga í útistöðum við aðrar þjóðir. Eftir reynslu Islendinga af „fréttum" BBC um stríðið á mið- unum við Island 1958 og 1972 hljótum við að taka varlega frétta- flutningí þess um hliðstæða at- burði, en þó oftast mannskæðari, annars staðar eins og t.d. á sínum tíma í Palestínu, Kýpur, Kenya, Möltu og jafnvel Ródesíu, og Norður-lrlandi einnig. Nægir að minna á allan söguburðinn um forsætisráðherra Möltu, Mintoff, sem íslenskir fréttamiðlar fluttu frá BBC. Ætli Mintoff sé nú eins slæmur karl og af var látið f Lond- on? Þessa reynslu eða skoóun greinarhöfundar má rekja til námsáranna f Þýskalandi á dög- um stríðsins við Breta 1958. Þýsk- ar fréttir þá höfðu lftið rúm fyrir málstað Islendinga, né fslenskan málflutning, sem var væntanlega lágróma, a.m.k. í samanburði við ofurafl BBC og fréttafulltrúa breska flotans. Þetta er rifjað upp hér nú þegar kemur að hugsan- legum átökum um 200 sjómílurn- ar. Það er æskilegt að skipu- leggja fréttaþjónustu íslenskra aðila vel, og þá ekkí aðeins með útgáfu blárra og hvítra bóka, sem almenningur erlendis les ekki, heldur með stöðugum og sönnum fréttaflutningi og góðri samvinnu við fréttamenn og milli frétta- manna. Þess er að vænta, að land- helgisgæslan og viðkomandi ráðu- neyti sjái sóma sinn í að veita góða þjónustu á þessu sviði. Fréttamenn gegna þýðingarmiklu verkefni, og í sambandi við fréttir af framvindu við 200 mílna fisk- veiðilögsöguna verða þeir að vanda málflutning sinn og jafnvel að hafa með sér samstarf en ekki samkeppni til að forðast orðaskak um aukaatriði og misskilning. Þessi orð hér á undan voru einkum um samskipti Islendinga og Breta, og verður það engin ný - - »5»®^ 23_____ _ Rannsóknaskipið þó einnig að hafa forðað Islend- ingum frá örlögum Ira, sem hafa að þvf er virðist búið i of miklu nábýli við enska ljónið. Þessi skrif um landlukt Þýska- land má ekki misskilja sem af- sökun fyrir ósvífna framkomu Vestur-Þjóðverja nú i garð íslend- inga, heldur ber að líta á þau sem hugsanlega skýringu á forsendum Vestur-Þjóðverja. Islendingar þurfa einnig að leita að leiðum til varnar hinni hættulegu stefnu Vestur-Þjóðverja, sem getur ein- angrað Islendinga frá Vestur- Evrópu yfirleitt. Má einskis láta ófreistað f þeim efnum að reyna að sýna Þjóðverjum fram á að þótt þeir séu þjóða ríkastir í Vest- ur-Evrópu nú, eða einmitt þess vegna, þá er það mikil skömm fyrir þá að koma fram við íslend- inga sem raun ber vitni. Ber framkoman reyndar keim þess sem síst skyldi f huga margra, og þarf ekki að útskýra nánar við hvað er átt. Samningar um veiðiréttindi Stundum hefur það hvarflað að greinarhöfundi, að afstaða Islend- inga til Þjóðverja f miðunum við landið hefur verið sterkari svona án samninga en til Breta, sem hafa fiskað í friði samkvæmt samningum. Landhelgisgæslan hefur getað rekið Þjóðverjana út fyrir 50 sjómflur og klippt á tog- víra þeirra, en hefur orðið að láta Bretann í friði. Þannig er gerður Fiskveiðilögsagan viðísland reynsla fyrir Islendinga þótt Bretar mæti enn einu sinni með vfgdreka sína á miðunum meðan verið er að reyna á þolrifin með samningatilraunum og snúa sér út úr málinu á hinum stjórnmála- lega vígvelli í Lonon. Það verður samt að segjast þótt erfitt sé að trúa því, að vonandi verður ekkert úr þessari hrakspá um enn eitt stríðið við Breta. V estur- Þj óð ver j ar og siglingafrelsi Mörgum Islendingi kom á óvart hin harða afstaða Vestur- Þjóðverja við útfærsluna f 50 sjó- mílur 1972, og ekki hefur samist við þá enn. Það hlýtur þó að við- urkennast, að þeirra veiðar hér við land hafa verið meira eða minna við eða jafnvel utan við 50 mílurnar, a.m.k. f byrjun leiksins, svo þær voru ekki beint sambæri- legar við veiðar Breta á grunn- slóðum. Hin harða afstaða Vestur- Þjóðverja hefur kannski öllu fremur komið fram f viðskipta- hömlum í rikjum Efnahagsbanda- lags Evrópu. Þvf má spyrja, eru Vestur-Þjóðverjar einfaldlega svona stífir vegna veiðanna, eða vakir eitthvað annað fyrir þeim, sem þeir telja mikilvægara en fiskveiðar eingöngu? Gæti það t.d. verið ótti þeirra um skert sigl- ingafrelsi á höfunum almennt, sem veldur hörkunni við íslend- inga? Hafa ber í huga, að höfin við strendur Þýzkalands, þ.e. Norðursjór og Eystrasalt, eru landlukt, þ.e. umlukt öðrum lönd- um að meira eða minna leyti skammt undan ströndum Þýzka- lands. Ótti Vestur-Þjóðverja við víðáttumikla efnahagslögsögu al- mennt i heiminum er þá e.t.v. byggður á fyrri reynslu, þegar þeir hafa átt við hafnbann að stríða. Bandarfkjamenn og rannsóknafrelsi Óttinn við skerðingu á siglinga- frelsi f kjölfar efnahagslögsögu virðist vera töluverður f Banda- rfkjunum, en þar er lögð áhersla á frjálsar siglingar um sund og aðrar svonefndar alþjóða sigl- ingaleiðir. Bandaríkjamenn trúa e.t.v. engu illu um tilgang Islend- inga f þessum efnum, en þykjast þess fullvissir, að mörg rfki verða þeim erfið annars staðar í heim- inum. Bandaríkjamenn leggja einnig áherslu á rannsóknarfrelsi á höfunum, og telja því stefnt í voða með 200 sjómílna efnahags- Iögsögu. Allt er þetta flókið mál og ekki einhlítt í stórum heimi, og greinarhöfundur telur, að hvorki geti ríkt algjört frelsi til siglinga né rannsókna á heimshöfunum. Til þess liggja margar mismun- andi forsendur, þótt ,,góðvilji“ einstakra þjóða í vondum heimi villi e.t.v. sýn, svo menn telji þess- : jat'- : Norglobal, norska verksmiðjuskipið, á Reyðarfirði. um málum borgið, aðeins ef fisk- urinn f sjónum fái sina verndun. Nærtækar auðlindir Athafnafrelsi á hafinu þarf væntanlega að meta eftir aðstæð- um. Aðstæður Islendinga eru að fiskurinn í sjónum er þeirra lff- taug, þeirra nærtæku auðlindir. Aðrar þjóðir telja svo aftur t.d. siglingar mikilvægari. Eins og fyrr sagði eru þessi sjónarmið e.t.v. meginstefna Vestur- Þjóðverja i landhelgismálum, en fiskveiðarnar aðeins að auki vegna fiskveiðibæjanna við Norðursjó. Þessir bæir fá líka lítið í sinn hlut heima fyrir, þegar Bretar, Danir, Norðmenn og aðrar þjóðir færa út sínar efnahagslög- sögur, hvernig sem reglurnar í Efnahagsbandalaginu verða og stefna þvf að áframhaldandi veið- um á fjarlægum miðum. Þjóðverj- um er nokkur vorkunn að vera að miklu leyti landluktir og hafa þeir þegar átt í deilum við Dani og Hollendinga um botnréttindi f Norðursjó. Málið fór fyrir Haag- dómstólinn og var sæst á lausn Þjóðverjum f hag. Sú lausn var að mati greinarhöfundar eins og best mátti verða eftir Iandfræði- legum aðstæðum. Ástæðan fyrir þvf að Þýskaland er svo landlukt sem raun ber vitni er íhugunarverð. Smáþjóðum eins og t.d. Dönum og Hollendingum hefur tekist að halda sjálfstæði sfnu á ströndum Vestur-Evrópu, væntanlega í og með vegna af- skipta Englendinga, sem með því héldu þróttmikilli meginlands- þjóð frá hafinu. I þessu sambandi er ein spurning oft áleitin, þ.e. hvers vegna notuðu Englendingar ekki tækifærið í Napóleonsstyrj- öldunum og lögðu undir sig Is- land, eins og það virðist hafa legið beint við; annað eins hefur nú gerst. Englendingar vildu e.t.v. heldur halda einhverri vináttu við Dani sem strandþjóð á megin- landi Evrópu og hindra að landið yrði innlimað í þýsku ríkin. Eng- lendingum tókst á hinn bóginn að gera hafið milli Skandinavíu og Ðanmerkur að alþjóðlegri .siglingaleið, fyrst 1658 þegar Svfar fengu Skán m.m. — Hollendingar áttu víst sinn þátt f því — og síðar á Vínarfundinum 1814 að loknum Napóleonsstyrj- öldunum með ósigri Frakka og bandamanna þeirra, Dana. Þá fengu Svfar Noreg að auki, en sem fyrr sagði var danska stjórnin á Islandi látin afskipta- laus. Fjarlægð Islands frá Bret- landseyjum og norðlæg lega kann greinarmunur á samningsbundn- um og ekki samningsbundnum veiðiþjófum. Það kann að þykja undarlegur hugsunarháttur að vilja heldur strið en samninga, og reyndar varla á færi manna, sem ekki taka beinan þátt í stríðinu að tala þannig. Islendingar hljóta þó að afneita öllum svonefndum nauð- ungarsamningum og gera strang- ar kröfur við aðrar þjóðir um fisk- veiðiréttindi þeim til handa á íslandsmiðum. Lágmarkskröfur í samningum við aðrar þjóðir um veiðar hér við land hljóta að byggjast á fiskifræðilegum eða vistfræðilegum viðhorfum en ekki skammvinnum hagfræðileg- um viðhorfum. Islenskum fisk- stofnum má ekki fórna fyrir veiðar íslendinga f Norðursjó, eða á öðrum fjarlægum miðum né fyr- ir afnám verndartolla og versl- unarfriðindi. Verksmiðjuskip Islendingar þurfa einnig að áliti greinarhöfundar að fara var- lega f viðskiptum við erlenda aðila á rekstri verksmiðjuskipa eins og t.d. „Norglobal". Einu skiptir hvort þau eru leigð að einhverju leyti af islenskum aðil- um og notuð við löndun á Islands- miðum, eða hvort íslensk veiði- skip landa f þau á fjarlægum mið- um. Það er nú skipulögð stefna stórþjóða á sviði fiskveiða, m.a. Norðmanna, að komast á fiskimið og markað ýmissa þróunarlanda með slík verksmiðjuskip sem „Norglobal“ og þá f samvinnu við heimamenn. Þessi stefna miðar að því að mæta örðugleikum og breyttum viðhorfum, sem fylgja 200 mílna efnahagslögsögunni. Þetta getur þýtt áframhaldandi rányrkju og arðrán með lagakrók- um. Samkvæmt blaðafréttum hafa ýmsir aðilar f Noregi áttað sig á þessu og mótmæltu þeir löndun erlendra veiðiskipa, m.a. íslenskra, í „Norglobal" í Barents- hafi. Útgerðin sneri sér út úr þessu með því að benda á að skipið væri ekki á þeirra vegum en leigt öðrum aðilum, þannig að norsk yfirvöld gátu ekki fjallað um málið. Slík brögð munu alþekkt hjá olíufélögunum, þess- um fjölþjóðahringum, sem engin landslög virðast ná til vegna þeirrar skipulögðu flækju, sem við er höfð. Islendingar ættu að varast að láta stóriðju f hafinu umhverfis ísland í hendur útlendingum, eins og gert hefur verið á landinu sjálfu. Hætt gæti verið við að útlend stóriðja á tslandsmiðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.