Morgunblaðið - 02.11.1975, Side 26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1975
26
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Skrifstofustúlka
Vön skrifstofustúlka óskast til starfa hjá
stóru fyrirtæki í Hafnarfirði, uppl sendist
Morgunblaðinu fyrir 10. nóv. merkt:
„Skrifstofustúlka" 2479.
Vélstjórar
Viljum ráða vélstjóra í nýtt frystihús á
Þórshöfn, sem tekur til starfa í janúar,
ráðning strax eða í janúar eftir samkomu-
lagi, nánari uppl. í síma 96-81 137 eða
96-81 176 á Þórshöfn.
Hraðfrystistöð Þórshafnar h.f. Þórshöfn
Ábyggilegur piltur
sem hefur skellinöðru til umráða getur
fengið atvinnu við innheimtustörf hálfan
daginn.
H. Ó/afsson og Bernhöft,
Bergstaðastræti 13,
sími 19790.
Einkaritari óskast
Fjölbreytt starf fyrir hæfa stúlku. Laun
samkvæmt kjarasamningum verzlunar-
manna. Góð vélritunarkunnátta skilyrði,
auk staðgóðrar kunnáttu í frönsku og
ensku. Verzlunarskóla eða stúdentspróf
æskilegt.
Tilboð sendist Mbl. merkt. EINKARITARI.
6470_____________________ '
1. Vélstjóri
Fyrsta vélstjóra vantar til starfa við
væntanlegt Vestmannaeyjaskip. Viðkom-
andi þarf að hafa full vélstjóraréttindi
(stærð vélar 2300 hestöfl.) og vera við-
búinn að fara til Noregs til eftirlits fyrri-
hluta næsta árs og dvelja þar meðan á
smíði skipsins stendur eða til 1 5. júni n.k.
Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri
störf sendist stjórn Herjólfs h.f. pósthólf
1 29 Vestmannaeyjum, fyrir 1. des. n.k.
Frekari upplýsingar veitir formaður
stjórnarinnar Guðlaugur Gíslason, símar
91-1 1 560 eða 91-21 723.
Stjórn Herjólfs h. f. Vestmannaeyjum.
Auglýst er laus til umsóknar
Staða skatt-
endurskoðanda
við embætti skattstjórans í Reykjanes-
umdæmi. Umsóknir sendist skattstjóran-
um í Reykjanesumdæmi Strandgötu
8 —10 Hafnarfirði, veitir hann jafnframt
nánari upplýsingar um starfið sé þess
óskað.
Fjármálaráðuneytið, 3 1. okt. 19 75.
Saumakonur
óskast
Óskum eftir að ráða saumakonur á
bólsturverkstæði okkar við Smiðjuveg 6.
Tilvalið starf fyrir konur í Kópavogi
og/eða Breiðholti. Uppl. veittar á staðn-
um eða í síma 44004.
Skeifan,
Smiðiuveqi 6.
Snyrtivöruverzlun
Stúlka óskast 19 — 25 ára. Sú sem hefur
áhuga á starfinu sendi umsókn, er til-
greini skólagöngu, aldur og fyrri störf til
afgr. Mbl. merkt. X-237 1.
Næturvarzla
(Hálft starf)
Roskinn maður getur fengið atvinnu við
| að leysa af næturverði. Umsækjandi
I greini frá fyrri störfum. Tilboð sendist
augl.d. Morgunblaðsins merkt: Nætur-
varzla: 8857.
Járniðnaðarmenn
vélvirkjar og plötusmiðir óskast um lengri
eða skemmri tíma. Sími 97-2300 —
2302.
Vélsmiðjan Stál,
Seyðisfirði.
Skrifstofustúlka
Iðnfyrirtæki vill ráða nú þegar skrifstofu-
stúlku til símavörslu og annara almennra
skrifstofustarfa. Góð vélritunarkunnátta
er æskileg.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu
blaðsins fyrir 10. nóv. n.k. merkt:
„NÓVEMBER/ 1975 — 4659."
Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins
óskar að ráða
rannsóknamann
til aðstoðar við byggingarrannsóknir.
Upplýsingar gefnar í síma 83200.
Byggingarannsóknir
Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins
leitar fyrir sér um ráðningu sérfræðinga á
ýmsum sviðum húsnæðis- og byggingar-
rannsókna. Þess er óskað að væntanlegir
starfsmenn hafi samband við stofnunina
og geri grein fyrir áhugasviði sínu og
sérhæfingu. Aukin húsrýmisaðstaða
skapast eftir um fjóra mánuði.
Vélabókhald
Stúlka vön vélabókhaldi óskast til starfa
hjá stóru fyrirtæki í Hafnarfirði. Uppl.
sendist Morgunblaðinu fyrir 10. nóv.
merkt: „Vélabókhald" 2480.
Skrifstofustúlka
Veitingastaður óskar eftir að ráða skrif-
stofustúlku til almennra skrifstofustarfa
strax. Góð laun í boði fyrir duglega og
reglusama stúlku.
Tilboð sendist Mbl. fyrir 8. þ.m. merkt:
Samviskusöm — 2485.
Saumakonur
Óskum eftir að ráða vanar saumakonur
nú þegar. Upplýsingar á skrifstofunni,
Skúlagötu 51.
Verksmiðjan Max h. f.
Sími 1 1520.
Reglusamur maður
vill taka að sér dagleg ræstingastörf fyrir
fyrirtæki. Tilboð sendist Mbl. merkt:
„ræsting 5471 , eða hringið í síma
51891 á kvöldin.
Lausar stöður
íslenzka járnblendifélagið h.f. auglýsir
hér með eftir umsóknum um eftirtalin
störf við járnblendiverksmiðju félagsins
að Grundartanga í Hvalfirði.
1. Stýritölvu-
fræðingur
(process control computer engineer)
Umsækjendur þurfa að hafa B.S. próf eða
jafngildi þess í rafmagnsverkfræði og gott
vald á enskri tungu. Starfsreynsla í gerð
forskrifta og notkun tölva er æskileg, en
ekki nauðsynleg.
Umsækjendur verða að vera fúsir til þess
að fara innan skamms til Bandaríkjanna
til þjálfunar og starfa að hliðstæðum
verkefnum hjá Union Carbide Corporat-
ion, og að því búnu að vinna að uppsetn-
ingu, prófun, gerð forskrifta og starf-
rækslu stýritölvu verksmiðjunnar.
2. Málmfræðingur
(metallurgist)
Umsækjendur þurfa að hafa menntun á
sviði málmfræði eða ólífrænnar efna-
fræði, og gott vald á enskri tungu. Starfs-
reynsla er æskileg, en ekki skilyrði.
Umsækjendur verða að vera fúsir til þess
að fara utan til þjálfunar, ef þörf krefur.
Starfið er fólgið í stjórnun í ofnhúsi undir
yfirstjórn tæknilegs framkvæmdastjóra.
Það nær til reksturs ofnanna, hrá-
efnablöndunar, aftöppunar, og málm-
steypu. Skriflegar umsóknir sendist til
íslenska járnblendifélagsins h/f Lágmúla
9, Reykjavík, fyrir 1 7. nóvember 1 975.
Reykjavík, 24. október 1975
ÍSLENSKA JÁRNBLENDIFÉLAGIÐ H/F.
- —
Ahugavert
hálfsdags starf
fyrir laghenta
stúlku (konu).
Ronson umboðið er að leita eftir stúlku til
starfa frá kl. 13—18 virka daga, við
afgreiðslu og einfaldar viðgerðir í Ronson
þjónustunni.
Hikið ekki við að senda okkur uppl. um
yður í pósthólf 585, fyrir n.k. miðviku-
dagskvöld ef þér hafið áhuga.
Engar uppl. veittar í síma.
Ronson umboðið.
Skrifstofustúlkur
Stórt iðnfyrirtæki í miðborginni óskar að
ráða stúlkur til eftirtalinna starfa:
1. Framtíðarstarf við prófun reikninga,
undirvinnu fyrir tölvuvinnslu, vinnu við
útflutningsskjöl, verðútreikninga o.fl.
Ráðning frá 1. desember.
2. Símavarzla, ásamt vélritun og ýmsum
tilfallandi verkefnum. Hér er um tíma-
bundið starf að ræða, yfir mánuðina
janúar til aprtl á næsta ári.
Nauðsynlegt er að umsækjendur haft
góða kunnáttu í íslenzku og vélritun,
ásamt staðgóðri kunnáttu í ensku og
dönsku.
Eiginhandarumsóknir með uppl. um
aldur, menntun og fyrri störf, óskast
sendar til afgr. Mbl. fyrir 5. nóvember
n.k., merktar: Stundvís 2201.