Morgunblaðið - 02.11.1975, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 02.11.1975, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÖVEMBER 1975 31 Samkeppni í ljóðaskreytingum fyrir íslenzka listamenn Den norske Bokklubben gefur út ljóð 25 íslenzkra skálda A1MJUD4GUR 3. nóvember 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.40 Iþrðttir Myndir og fréttir frá fþrótta- viðburðum heigarinnar. Umsjónarmaður Bjarni Feiixson. 21.10 Vegferð mannkynsins Bresk-amerfskur fræðslu- myndafiokkur um upphaf og þróunarsögu mannkyns- ins. 3. þáttur. Stórvirki úr steini Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 22.00 Sullens-systurnar L (litur) Breskt sjónvarpsieikrit úr myndaflokknum Country Matters, byggt á sögu eftir A. E. Coppard. Nítján ára piltur verður ást- mmw fanginn af konu, sem er sjö árum eldri en hann, og hann vill að þau gifti sig. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 22.50 Skólamál „Það er hægt að kenna öllum allt“ Þátturinn fjallar að þessu sinni um hugmyndir dr. Jerone S. Bruners um nám og kennslu, en hann var til skamms tfma prófessor f uppeldis- og kennslufræðum við Harvardháskóla f Banda- ríkjunum. Þátturinn er gerður f sam- ráði við _ Kennaraháskóla fslands og tekinn upp þar. Hann er sendur út f tengsl- um við tvö útvarpserindi um sama efni, sem flutt voru 26. og 28. október s.l. Umsjónarmaður Helgi Jónasson fræðslustjóri. 23.10 Dagskrárlok. AIMUD4GUR 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05: Valdimar Örnólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson pfanóleikari (a.v.d.v.) Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Séra Erlendur Sigmundsson flytur. Morgunstund barn- anna kl. 8.45. Guðrún Guð- laugsdóttir les „Evjuna hans Múmfnpabba“ eftir Tove Jansson í þýðingu Stein- unnar Briem (4). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Búnaðarþáttur kl. 10.25. Magnús B. Jónsson talar um búnaðarfræðslu. Is- lenzkt mál kl. 10.40. Endur- tekinn þáttur Ásgeirs Bl. Magnússonar. Morguntón- leikar kl. 11.00. Jascha Sil- berstein og La Suisse Romande hljómsveitin leika Fantasfu fyrir selló og hljóm- sveit eftir Jules Massenet; Richard Bonynge stjórnar / Hljómsveit Tónlistarháskól- ans f Parfs leikur „Arstfð- irnar“, ballettmúsik op. 67 eftir Alexander Glazunoff; Albert Wolff stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Á fullri ferð“ eftir Oscar Clausen Þorsteinn Matthías- son les (14). 15.00 Miðdegistónleikar La Suisse Romande hljómsveit- in leikur „La Source" — „Lindina" eftir Delibes. — Leonid Kogan og Alexander Ivanoff. Victor Olof stjórnar „Lindina" eftir Delibes. Victor Olof stjórnar. — Leonid Kogan og Alexander Ivanoff-Kromskoy leika Dúett f A-dúr fyrir fiðlu og gftar eftir Granyani. Svjato- slav Richter og Fílharmoníu- sveitin í Varsjá leika Pfanó- konsert nr. 2 f e-moll eftir Sergej Rachmaninoff; Stanislav Wislocki stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynr.ingar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.00 Ungir pennar Guðrún Stephensen sér um þáttinn. 17.30 Að tafli. Ingvar Ásmundsson menntaskóla- kennari flytur skákþátt. 18.00 Tónleikar. Tilkyi.i. ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn Stefán Þorsteinsson kennari f Ólafsvfk talar. 20.00 Mánudagslögin 20.30 Gestir á Islandi. Þættir úr fyrirlestrum. — Ólafur Sigurðsson fréttamaður sér um þáttinn. t fyrsta þætti verða kaflar úr fyrirlestri Gro Hageman um norska kvennasögu. 21.00 Strengjakvartett f F-dúr eftir Maurice Ravel Craw- ford-kvartettinn Ieikur. 21.30 (Jtvarpssagan: „Fóst- bræður eftir Gunnar Gunnarsson. Jakob Jóh. Smári þýddi. Þorsteinn 0. Stephensen leikari les (10). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Úr tón- listarlffinu. Jón Ásgeirsson sér um þáttinn. 22.40 Skákfréttir 22.45 Hljómplötusafnið f umsjá Gunnars Guðmunds- sonar. 23.40 Fréttir f stuttu máii. Dagskráriok. NORSKI bókaklúbburinn vinnur nú að útgáfu á völdum fslenzkum Ijóðum 25 skálda frá tfmabilinu eftir síðari heimsstyrjöldina og mun bókin koma út næsta ár. Bókaútgáfan óskar að Ijóðasafnið verði myndskreytt með svarthvft- um myndum gerðum af einum eða fleiri fslenzkum listamönn- um. Norski bókaklúbburinn hefur nú auglýst samkeppni fyrir is- lenzka listamenn um myndskreyt- ingu bókarinnar og sem prufu- verkefni er ljóðið Upphaf úr Inn- löndum Hannesar Péturssonar og eru listamönnunum algjörlega frjálsar hendur á hvern veg þeir spreyta sig á viðfangsefninu, en hver listamaður getur sent eina til þrjár prufumyndir. Skulu myndirnar sendast Bókasafni Norræna hússins merktar Den norske Bokklubben, fyrir 10. des. 1975 og skulu myndirnar merktar nafni listamannsins og heimilis- fangi á baksíðunni. Prufumynd- irnar verða endursendar eftir athugun og þá haft samband við þá listamenn sem koma til með að myndskreyta ljóðabókina. Myndskreytingarnar sem verða notaðar i útgáfu ljóðasafnsins verða greiddar með 400—600 norskum krónum fyrir hverja mynd. Reiknað er með að 16 myndskreytingar verði notaðar á heilum síðum í ljóðasafninu í stærðinni 12x15,5 sm. Islenzku Ijóðskáldin sem munu væntanlega eiga ljóð í norsku út- gáfunni eru: Jóhannes úr Kötlum, Þorgeir Sveinbjarnar- son, Snorri Hjartarson, Steinn Steinarr, Kristján frá Djúpalæk, Jón úr Vör, Þorsteinn Valdimars- son, Stefán Hörður Grímsson, Einar Bragi, Jón Óskar, Hannes Sigfússon, Jónas Svafár, Sigfús Daðason, Sigurður A. Magnússon, Halldór Laxness, Matthías Jo- hannessen, Vilborg Dagbjarts- dóttir, Jón frá Pálmholti, Hannes Pétursson, Dagur Sigurðarson, Þorsteinn frá Hamri, Jóhann Hjálmarsson, Ölafur Haukur Símonarson og Pétur Gunnars- son. Norski bókaklúbburinn mun gefa út 6 ljóðabækur á næsta ári, 1976, og verður íslenzka eftir- stríðsára ljóðasafnið nr. 2 i röð- inni. Þýðendur íslenxku ljóðanna yfir á norsku eru: Camilla Carl- son, Ivar Eskeland, Ivar Orgland, Eilif Straume og Knut Ödergaard. Fer hér á eftir ljóðið Upphaf sem notað er í samkeppninni: UPPHAF Enn strýkur vorkoman af augum mínum svefn. Ég vakna við vatnaþyt og söng í brumandi trjám og við ljósið sem logar og steypist fram af hengjum skýjanna! Vakna við kunnuglegt upphaf innan hins lokaða hrings árstíðanna. Nú er einskis að sakna allt er ný endurlffgandi byrjun! — Leyni- samkomulag Framhald af bls. 1 hinnar sameiginlegu fiskveiði- stefnu bandalagsins. Bæði Islendingar og Norðmenn eiga fiskveiðihagsmuna að gæta á miðum f „Efnahagsbandalags- sjónum'* sem myndast er EBE færir út í 200 mílur. Þá hagsmuni er ekki unnt að tryggja án sam- komulags við EBE-löndin níu. Brezka stjórnin þarf á skilningi annarra EBE-landa að halda ef nást á samkomulag sem er að- gengilegt fyrir brezka sjómenn, en þar kann að verða hængur á, segir í fréttinni í Sunday Times. Loks segir Peter Kenyon að heimildir sínar i Briissel haldi þvi fram að það sé aðeins tímaspurs- mál að brezka ríkisstjórnin neyðist til að viðurkenna mikil- vægt hlutverk Efnahagsbanda- lagsins í heild, í viðleitninni til að tryggja hagsmuni brezkra sjó- manna. — Indland Framhald af bls. 1 landamærunum f Himalaya í ágúst sl. Indverjar og Kínverjar háðu blóðuga styrjöld i einn mánuð á landamærum sínum 1962, eftir fjölda atvika, sem báðir aðilar sökuðu hinn um að hafa átt upptökin að. Talsmaður Indlandsstjórnar sagði að fregnir af atburðinum hefðu ekki borizt fyrr vegna sam- bandsleysis við hið afskekkta svæði. Lík hermannanna 4 hafa verið flutt til Nýju-Delhí. Að sögn talsmannsins gerðu um 40 kín- verskir hermenn árásina á 6 manna indverskan herflokk. — Skák Framhald af bls. 3 mál í vestanverðri Evrópu: enska og islenzka. Að 9 umferðum loknum er staðan í mótinu þessi: 1. Ribli 7 v. (8), 2. Liberzon 6 v. og biðsk. (9), 3.—4. Friðrik og Parma 5,5 v (8), 5.—6. Ostermayer og Jansa 5 v. (8), 7.—8. Timman og Zwaig 5 v. (9), 9. Poutiainen 4 v. og biðsk (8), 10. Hamann 3,5 v. og biðsk. (8), 11. Harstson 3 v. og biðsk. (8), 12. Murray 2 v. 8(9, 13.—14. Laine og van den Broeck 1,5 v (9), 15. Björn 1 v. (9). Tfunda umferð verður tefld f dag og hefst kl. 14. Þá tefla saman: Ribli og Ostermayer, Poutiainen og Murray, Hartston og Liberzon, Hamann og Timman, Friðrik og Zwaig, Jansa og v.d. Broeck, Parma og Laine. Björn situr hjá. — Árni Grétar Framhald af bls. 23 Bergs, formann Viðlagasjóðs, að upplýsa og sanna fyrir eigin frum- kvæði fyrir dómi, að ég hafi viðhaft við starfsmann Viðlagasjóðs þau um- mæli, sem hann er borinn fyrir að ég hafi sagt. Þá skora ég ennfremur á hann að birta opinberlega allar ákvarðanir Viðlagasjóðs ! þessu máii, svo framarlega, sem snefill af þvl, sem haft er eftir honum i Timagrein- inni sé frá honum kominn. Lokaorð Ég hef nú lokið við að rekja þetta mál, sem pólitiskir andstæðingar minir hafa reynt að nota gegn mér. Ég hef reynt að rekja það frá sem flestum hliðum, meðal annars með birtingu bréfa frá aðilum, sem eru hlutlausir i málinu, eins og Viðlaga- sjóður. Þar sem einhver vafi kann að leynast i áburði þeirra, hef ég skorað á þá að sanna mál sitt fyrir dómi eða með framlagningu vottfestra gagna. Geti þeir það ekki falla ummæli | þeirra dauð og ómerk. Að lokum þetta: Þroskaheft börn, sem i daglegu tali eru nefnd vangef- in. eru hluti af því lifi, sem við lifum. Allir geta eignazt slík börn, en erfið leikunum, sem því fylgja, skal ég ekki reyna að lýsa. Samt er væntumþykja foreldra til þessara barna sizt minni en til þeirra heil brigðu. Það er trú min. að fslenzka þjóðin sé það þroskuð og mannleg, að hér beri allir kærleikshug til þessara barna Að nota málefni þeirra til árása á pólitiskan andstæð- ing, hefði ég aldrei trúað, að nokkur maður væri tilbúin að reyna. Þar er ég nú reynslunni rikari. Sé frú Ragn heiði Sveinbjörnsdóttur einhver fró- un i þvf að telja sjálfri sér og öðrum trú um að ég sé á móti stuðningi við þroskaheft börn i Hafnarfirði, þá skal sú ánægja ekki frá henni tekin, en ég vorkenni henni. Vetraráætlun milli- landaflugs VETRARÁÆTLUN Flugfélags Islands og Loftleiða 1 millilanda- flugi gekk í gildi hinn 1. nóv- ember eöa 1 gær. Fluginu 1 vetur verður hagað með svipuðu sniði og f fyrravetur, en þó verður sú breyting á að þotur Loftleiða munu fljúga til Chicago allan vet- urinn, en í fyrra varð hlé á þvf flugi fyrir og eftir jól. Ekki verð- ur neitt beint flug til Stokkhólms 1 vetur. Til New York verða daglegar ferðir og til Chicago verður flogið á þriðjudögum og föstudögum. Til Luxemborgar verða 9 ferðir á viku, tvær að miðvikudögum og föstudögum. Til Luxemborgar verða 8 ferðir á viku, tvær á mið- Maðurinn er milljón árum eldri en tal- ið hefur verið Washington 1. nóv. Reuter. FUNDIZT hafa leifar manna f Tanzanfu sem sanna að okkar elztu forfeður voru komnir á kreik fyrir næstum þvf fjórum milljónum ára, þ.e. um milljón árum áður en hingað til hefur verið talið. Steingerðir kjálkar og tennur átta fullorðinna og þriggja barna sem fundust í desember s.l. f Laetolil, skammt frá Olduvaidalnum þar sem áður hafa fundizt merkar fornleifar. Hefur aldur steingervinga nú ver- ið reiknaður um 3,350,000 til 3,750,000 ár. Það var dr. Mary Leakey sem fann steingerving- ana, en hún og eiginmaður hennar, Louis Leakey, sem nú er látinn, hafa áður gert uppgötv- anir sem sannað hafa að kenn- ingin um að maðurinn eigi sér ekki háan aldur á jörðunni var ekki á rökum reist. Á blaðamannafundi í fyrradag sagði dr. Leakey að þessir nýju steingervingar ættu mörg ein- kenni sameiginleg með yngri steingervingum sem fundizt hafa í Kenýu og Eþíópfu. Þessir stein- gervingar væru allir af annarri gerð en Australopithecus, sem hingað til hefur verið talinn for- faðir mannsins, og taldi dr. Leakey að hinn nýi fundur sannaði þá kenningu að Austra- lopithecus hefði verið „samtima- skepna" mannsins sem siðar hefði dáið út. Flugleiða vikudögum og tvær á laugardög- um. Til Kaupmannahafnar verða daglegar ferðir ogtilGlasgowfjór- ar ferðir í viku, á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum. Til London verða ferðir á þriðjudögum og laugar- dögum, en auk þess ferðir til London um Glascow, sem að fram- an greinir. Til Óslóar verður flog- ið á fimmtudögum og sunnudög- um, en frá Ósló á þriðjudögum og laugardögum. Til Færeyja verður flogið á sunnudögum. — Líknardráp Framhald af bls. 3 efna til fundar um þetta mál á sunnudaginn kemur. Framsöguerindi á fundinum flytja þeir: Örn Bjarnason, skólayfirlækn- ir, dr. Björn Björnsson, prófessor í guðfræði og Jónatan Þórmundsson, prófess- or í lögfræði. Að loknum framsöguerindum þeirra svara þeir fyrirspurnum og taka þátt i frjálsum umræðum fundarmanna. Fundurinn verður á sunnudag- inn 2. nóvember f Norræna hús- inu og hefst kl. 14.00 ( kl. 2.00 eftir hádegi). Orator hefur boðið lækna- og guðfræðistúdentum sérstaklega til fundarins, en allir eru vel- komnir til fundarins og þátttöku í umræðum. Fréttatilkynning frá Orator. — Kartöflur Framhald af bls. 48 uppskeran um 130 þúsund tunn- ur. Hann sagði, að mjög erfitt væri að fá kartöflur í viðskiptalöndum Grænmetisverzlunarinnar um þessar mundir. Uppskera hefði orðið með minna móti f Evrópu í sumar vegna mikilla þurrka. Verð á kartöflum hefði hækkað af þess- um sökum og nú kostaði hvert kg komið í íslenzka höfn um 400 krónur. Jóhann kvað nokkurt hlé verða nú á kartöfluinnflutningnum; þó þyrfti að flytja inn eitthvað af stórum kartöflum fyrir þá sem bökuðu kartöflurnar í ofni, en upp úr áramótum yrði farið að flytja kartöflur inn í ríkum mæli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.