Morgunblaðið - 15.11.1975, Side 3

Morgunblaðið - 15.11.1975, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1975 3 Áskorun Öruggs aksturs til félagasamtaka: Haldið fund umörygg- ismál í eina kvöldstund - — — Ljósmynd Sv. Þorm. Þetta gæti komið fyrir þig — lesandi gðður. Aktu því með varúð og gætni. „ÉG SKORA á öll félaga- samtök i landinu, sem alltaf eru að halda fundi annað slagið, að eyða nú einni kvöldstund i að ræða umferðaröryggi og úrbætur i umferðarmálum og jafnvel ef þeir telja nauðsynlegt að fá sérfróðan mann til þess að halda erindi um þessi mál. Aukin umræða um umferðarmál eykur þá ábyrgðartilfinningu, sem vegfarandinn þarf að hafa." Eitthvað á þessa leið mælt- ist Herði Valdimarssyni, varaformanni Lands- sambands Klúbbanna Öruggur akstur, á blaða- mannafundi sem stjórn landssambandsins boðaði til i gær. Kristmundur J. Sigurðsson, aðstoðaryf irlögregluþjónn I rannsóknarlögreglunni og for- maður Reykjavíkur-klúbbsins, bætti því við þessa ðskorun, að einnig væri þörf þess, að sérhver hópur I þjóðfélaginu ætti að taka mðlin til sérstakrar umræðu, sér- hver fjölskylda ætti að ræða um- ferðaröryggismðl og hinir reyndari ættu að uppfræða hina reynslu- minni. Hann kvað það siðferðilega skyldu hvers einasta félagsskapar að gera þessi mðl að umræðuefni, hverrar einstakrar fjölskyldu og ekki dygði neitt nema miskunnar- laus ðróður fyrir bættri umferðar- menningu. Kristmundur sagði að enginn tryði þvi, hve miklar hörm- ungar og hve mikil sorg fylgdi þeim vðgesti, sem umferðarslys væru, nema hann hefði reynt slíkt persónulega og hann kvað störf þeirra manna, sem ynnu að þvl að koma ð slysstað og vinna þau nauðsynlegu störf, sem hinu opin- bera ber að Iðta fram fara. vera orðin yfirþyrmandi. Stefðn Jasonarson, bóndi I Vorsabæ, sem er formaður Lands- sambands klúbbanna Öruggur akstur sagði að margir skildu ekki, hvað bóndi eins og hann væri að vasast [ umferðaröryggismðlum, en hann benti ð að mðlið væri ekki svo einfalt. Bóndi utan af landi gæti kannski verið stórhættulegur [ umferðinni, er hann kæmi inn [ borgina og jafnt gæti borgarbúinn verið hættulegur við þær aðstæður, sem fólkið úti ð landinu byggi við. lausamöl og annað sllkt. Hann kvað 71 ðr slðan fyrsti blllinn kom til landsins, en nú væru bllar rúmlega 71 þúsund ð öllu landinu. Hér hefði ekki ðtt sér stað þróun heldur bylting. Klúbbarnir eru nú 10 ðra. Fyrsti klúbburinn var stofnaður ð Isafirði 1965 en þð hafði ð undan, áríS 1964, gengið yfir mjög alvaríag slysaalda. Stefðn kvað það sorg- lega staðreynd að þegar haldið væri 10 ðra afmæli klúbbanna, riði yfir landið einhver versta slysaalda, sem komið hefði. Þetta sýndi að betur mætti ef duga skyldi og auka þyrfti umferðar- fræðslu, umferðarmenningu og þar með umferðaröryggi. Stefðn sagði að hann vildi fremur mæta góðum bílstjóra ð lélegum bil, en lélegum bilstjóra ð góðum bll I umferðinni, þvl að raunin væri sú að öll umferðarslys væru af mann- legum völdum og engum væri unnt að kenna um þau. nema manninum sjðlfum. Ingjaldur fsaksson, sem er for- maður klúbbsins I Kópavogi, kvað aðalkröfu klúbbanna alltaf hafa verið aukin umferðarfræðsla, en þvl miður hefði verið daufheyrzt við þessari kröfu, þótt reynslan hefði sýnt og sannað að hér hefði verið um mjög brýna ðbendingu að ræða. Kvað hann meira að segja svo langt gengið að umferðarf ræðsla væri ekki stunduð I Kennaraskólanum. Eina umferðarfræðslan sem stunduð hefði verið væri ð vegum lögregl- unnar og hefði annast hana Ásmundur Matthlasson. Þð hefðu klúbbarnir einnig krafizt bættrar aðstöðu fyrir Bifreiðaeftirlitið og enn væri fjöldi bíla óskoðaður á ðrinu 1975, sem væri hreint ótækt. Þð kvað hann litið gert af þvi að uppfræða gamalt fólk um umferðaröryggi, en visir að þvl hefði þó hafizt i Kópavogi. Hann benti ð að í sambandi við umferðarlagabreytinguna yfir I hægri umferð hefði slysatíðni stór- lega minnkað. Þð gagnrýndi Ingjaldur einnig umferðarkennslu og kvað hana eiga að fara inn ! skólakerfið, í unglingaskólana. Hann kvað dæmi þess i3 17 ðra unglingar hefði jafnvel fengið öku- leyfi eftir einnar kennslustundar nðm I akstri og flestir ökumenn Framhald á bls. 23 Night íiilif Straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörgum mynztrum \ og litum. 1 Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverjum sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. Samband íslenzkra samvinnufélaga Innflutningsdeild Sambandshúsið Rvik sími28200 Haustsýning FIM í Norræna húsinu Sýnir alls um 300 verk í borginni HAUSTSÝNING Félags ís- lenzkra myndlistarmanna verður opnuð í kjallara Norræna hússins í dag. Á sýningunni eru 96 verk 50 listamanna, en þar af eru félagsmenn 29 að tölu. Af utanfélagsmönnum eru 9, sem ekki hafa átt verk á haustsýningu félagsins áður. Þeir eru: Brynhildur Ósk Gísladóttir, Gunnar í. Guðjónsson, Helgi Vilberg, Kjartan Ásmundsson, Óli G. Jóhannsson, Sólveig H. Jónasdóttir, Bragi Hannes- son, Steingrímur E. Krist- mundsson og Vigfús Heiðar Guðmundsson. Á sýningunni eru teikningar, grafíkmyndir, „collage" eða klippimyndir, vatnslitamyndir, olíumálverk, vefnaður og högg- myndir. Þá stendur félagið um þessar mundir fyrir myndlistarsýning- um á vinnustöðum viðs vegar í borginni, meðan haustsýningin stendur yfir. Tilgangurinn er sá að stuðla að nánara sambandi myndlistarmanna og listunnenda, en verkunum hefur verið komið fyrir á matstofum viðkomandi fyrirtækja, og eru sýningarnar ekki opnar almenningi. A hverjum stað eru verk 1—4 lista- manna, sem allir eru félagar í FlM. Þegar þessi verk eru með- talin má ætla að alls séu um 300 verk til sýnis í borginni á vegum FlM. Haustsýningin í Norræna hús- inu verður opið kl. 14—22 dag- lega til 15. nóvember. Á fundij sem stjórn FÍM og sýningarnefnd, héldu með frétta- mönnum i gær kom fram sú spurning, hvort eitthvað væri að gerast í Kjarvalsstaðamálinu svo- kallaða. Hjörleifur Sigurðsson formaður félagsins sagði, að mik- ill og góður vilji til að leysa deil- una væri fyrir hendi hjá báðum aðilum málsins, og hefðu við- ræður um málið farið fram að undanförnu. Sýningarnefnd FlM sér um framkvæmd sýningarinnar f Norræna húsinu og þegar við litum þar inn f fyrradag var verið að leggja sfðustu hönd á undirbúninginn. — (Talið frá vinstri): Hrólfur Sigurðsson, Ragnheiður Jónsdóttir Ream, Guðmundur Benediktsson, Hringur Jóhannesson og Hallsteinn Sigurðsson. A myndina vantar Þorbjörgu Höskuldsdóttur, Sigurjón Ólafsson og Leif Breiðf jörð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.