Morgunblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1975
11
ORYGGI
VETRARAKSTRI
GOODWYEAR
HJÓLBARÐA ^ ÞJÓNUSTUDEILD
í rúmgóðu húsnæði að Laugavegi 172
FELGUM — AFFELGUM — NEGLUM
2 —
Ráðstefna um atvinnu-
mál háskólamanna
BANDALG háskólamanna gengst
fyrir ráðstefnu um atvinnumál
háskólamanna á Hótel Loftleiðum
dagana 14. og 15. nóvember n.k. Á
ráðstefnunni verða flutt 15 erindi
og verður í þeim meðal annars
fjallað um fjölda háskólamennt-
aðra manna, þróun kennslu á há-
skólastigi, aðgang að háskóla-
námi, námsval stúdenta, nýtingu
háskólamenntaðs starfsfólks í
þjóðfélaginu og framtiðarverk-
efni og þarfir fyrir háskólamennt-
að starfsfólk í hinum ýmsu at-
vinnugreinum.
Ráðstefnan hefst kl. 13.00 föstu-
daginn 14. nóvember. Verða þá
flutt framsöguerindi og fram fara
umræður um efni þeirra. Ráð-
stefnunni verður framhaldið á
laugardag og hefst dagskrá henn-
ar þá kl. 9 árdegis og verða þá
flutt erindi umræður fara fram og
vinnuhópar starfa. Ráðstefna
þessi er öllum opin meðan hús-
rúm leyfir, en þátttöku gjald er
krónur 2000 og er það ætlað til að
greiða kostnað við mat og kaffi
meðan á ráðstefnunni stendur.
Þátttöku verður að tilkynna á
skrifstofu Bandalags háskóla-
manna s. 21173 í síðasta lagi í dag,
fimmtudag 13. nóvember.
Ný akbraut
í Elliðavogi
NÝ AKBRAUT á Elliðavogi hef-
ur verið opnuð til umferðar á
kaflanum frá Holtavegi og
Laugarnesvegi.
I þessu sambandi hefur verið
ákveðið að taka upp einstefnu á
Kleppsvegi til austurs og á hinni
nýju braut Elliðavogs til vesturs,
eins og meðfylgjandi mynd sýnir.
Rétt er að benda á, að hámarks-
hraði á milli Holtavegar og
Laugarnesvegar er 45 km á klst.,
en 60 km á Elliðavogi fyrir
sunnan Holtaveg.
Gaf 100 þús. kr.
til dagheimilis
á Tálknafirði
Tálknafirði, 12. nóvember
FYRIR stuttu hélt kvenfélagið
Harpa sýningu á graffkmyndum
eftir Ástu Sigrfði Björnsdóttur og
f sambandi við sýninguna var
kaffi — og blómasala til styrktar
dagheimilissjóð. Mjög mikil
aðsókn var að sýningunni og seld-
ust margar myndir. Það er mjög
vel þegið úti á landsbyggðinni, að
fá svona tilbreytni f hið daglega
lff og ættu sem flestir listamenn
að gefa smástöðunum kost á sýn-
ingum sfnum.
Stórgjöf barst dagheimilissjóði
kvenfélagsins, Guðmundur
Þorsteinsson bóndi á Hrauni í
Tálknafirði gaf 100 þús. krónur
og á hann miklar þakkir skilið
fyrir framtak sitt.
Næg atvinna hefur verið hér
undanfarið, nokkrar ástralskar
stúlkur vinna i frystihúsinu eins
og undanfarin ár. Þrjár konur
stunda beitningu. Tveir bátar,
Tálknfirðingur og Tungufell, róa
með línu og hafa fengið reytings-
afla.
Síðustu daga hefur verið
sunnan- og suðvestan átt og lítið
gefið á sjó. Þriðji báturinn héðan,
Sölvi Bjarnason, hefur verið á
síldveiðum i Norðursjó og aflað
sæmilega.
Þá er sláturtið lokið hér og
gekk vel.
Ragnheiður.
ÞESSAR telpur efndu fyrir nokkru til tombólu að Asparfelli 6 til
ágóða fyrir Styrktarfél. blindra og sjónskertra. Inn komu kr. 9.450
sem telpurnar hafa afhent. Þær báðu fyrir þakkir til hinna fjöl-
mörgu sem á einn eða annan hátt hjálpuðu þeim að koma þessu f
kring. — Á myndinni eru frá vinstri: Fanney Cortes, Hrefna
Einarsdóttir, Jórunn Kjartansdóttir, Elfsabet Cortes og Ólaffa
Danielsdóttir. Á myndina vantar Guðbjörgu Danfelsdóttur.
Telpurnar eru f Breiðholtsskóla, Fellaskóla og Álftamýrarskóla.
Jakob Jónsson
trésmiður - 75 ára
HANN afi er 75 ára í dag og get
ég ekki látið hjá líða að skrifa
nokkur orð um þennan sfunga
fóstra minn sem hefur reynst mér
svo vel.
Hann er fæddur að Hlíðarhús-
um á Snæfjallaströnd 15. nóv. ár-
ið 1900. Við fórum fyrir 2—3 ár-
um á bernskustöðvar hans en
Hlíðarhús standa nokkuð utar-
lega á ströndinni sem nú er al-
gjörlega komin í eyði utan við
Tyrðilmýri. Ganga þarf nokkra
kílómetra í þýfðu svæði þar sem
engan veg er að hafa og leiðin það,
sjaldfarin nú að götuslóðar eru að
mestu horfnir. Til að gera langa
sögu stutta hljóp ég við fót báðar
leiðir til að halda í við afa minn
og finnst mér það segja vel til um
hve ern hann er.
Ungur fór hann i Bænda-
skólann að Hvanneyri og út-
skrifaðist þaðan sem bú-
fræðingur. Þaðan lágu leiðir hans
til Danmerkur að tilstuðlan skóla-
stjórans á Hvanneyri og nam
hann þar „gymnastik“ eða fim-
Ieika. Á Alþingishátfðinni var
hann meðal beztu leikfimismanna
og sýndi þar með félögum sinum
úr Ármanni.
Afi hóf búskap og giftist
Guðrúnu Guðmundsdóttur og átti
með henni eina dóttur, Erlu, sem
býr á Selfossi. En hann missti
konu sína þegar Erla var lítil
stúlka.
ömmu minni Emiliu
Vigfúsdóttur, kynntist hann fáum
árum siðar en á þessum árum bjó
hann á Hallsstöðum við Isa-
fjarðardjúp.
Arið 1944 fluttu afi og amma í
Kópavogi og hafa búið þar siðan.
Amma átti einnig eina dóttur á
svipuðu reki og Erla og hét hún
Viktoria. Er ég hennar frumburð-
ur, fæddur 1948. Strax við
fæðingu tóku afi og amma mig í
fóstur og er ég í þeirra umsjá
nánast enn. Uppeldi mitt hefir
ábyggilega ekki alltaf verið dans
á rósum en þau kvörtuðu ekki,
þvert á móti. Ég vildi að ég hefði
getað og gæti lært að verða sá
maður sem afi minn er, duglegur,
traustur og ábyggilegur við hvern
sem er, hvenær sem er.
Með þessum fáum orðum langar
mig á þessum merku timamótum
hans að þakka afa mínum og
Jakob verður að heiman f dag.
Flestar stærðir
GOODfÝEAR
snjóhjólbarða
fyrirliggjandi
Sími21245
Opið frá kl. 8—4 eh.
Félagsvist í Iðnó
Félagsvist verður í Iðnó (uppi) f
dag og hefst kl. 2 e.h. Gengið er
inn frá Vonarstræti.
ömmu uppeldi mitt, allt og allt og
óska þeim langlífis, mér og öðrum
til hamingju.
Guji.
GÓLFTEPPASÝNING
*
I dag kynnum við gólfteppi með nýstárlegum mynstrum
og óvenjulegum fallegum litasamsetningum
Sýningin verður opin frá kl. 10—6 e.h. Verið velkomin.
UOCRR
Ath. vegvisar
við Elliðavog
og Kleppsveg.
TEPPAMIÐSTOÐIN
Súðarvogi 4, sími 36630 Iðnvogum