Morgunblaðið - 15.11.1975, Page 12

Morgunblaðið - 15.11.1975, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1975 \ý þingmál Kvöldathöfn i Garðakirkju Á MORGUN fer fram kvöldhelgi- stund í Garðakirkju kl. 8.30. Séra Ólafur Skúlason flytur hugleið- ingu og minnist þar landnámsaf- mælis í Kanada. Kirkjukór Bú- staðakirkju heimsækir Garða- söfnuð og syngur við athöfnina ásamt Garðakórnum. Ennfremur syngur barnakór Öldutúnsskólans í Hafnarfirði. Um þessa helgi er safnað gjöf- um til Hjálparsjóðs Garðasóknar, en flest félög í byggðinni leggja þeirri söfnun iið. Sjóður þessi er notaður til skyndihjálpar þeim, er fyrir óvæntum áföllum verða. Tekjustofnar sýslufélaga Friðjón Þórðarson (S) og Jó- hannes Árnason (S) flytja til- lögu til þingsályktunar þess efnis, að skorað er á ríkisstjórn- ina að gera nú þegar ráðstafan- ir til að auka tekjur sýslufélaga í samræmi við þau margþættu verkefni, sem þeim eru falin að lögum, og önnur aðkallandi viðfangsefni í héraðsmálum. I greinargerð eru rekin marg- þætt og lögbundin verkefni sýslufélaga, sem þeim hafi f tímans rás verið falin á hendur án þess að tryggja þeim að sama skapi tekjur til að sinna viðfangsefnunum. I greinar- gerðinni segir m.a.: „Þá má benda á, að ef ekki verður hið fyrsta ráðin bót á fjárþörf sýslufélaganna með nýjum tekjustofnum, en þess í stað haldið áfram á sömu braut, þ.e. að leggja stöðugt hærri sýslusjóðsgjöld á hreppana, þá er hætta á því að hin stærri hreppsfélög í hverju umdæmi geri í vaxandi mæli kröfur um að þeim verði veitt kaupstaðar- réttindi. Þess er skemmst að minnast, að er 5 hreppsfélög, Bolungarvfk, Dalvík, Eskifjörð- ur Grindavík og Seltjarnarnes- hreppur, voru gerð að kaup- stöðum árið 1974, þá var m.a. bent á greiðslu hárra sýslu- sjóðsgjalda og sýsluvegasjóðs- gjalda sem eina af röksemdun- um fyrir breytingunni. Það er skoðun flutningsmanna að það sé ekki æskileg stefna að rjúfa tengsl þéttbýlisstaða og sveit- anna í kring vfðs vegar um landið á stjórnarfarslegu tilliti. Þvert á móti beri í vaxandi mæli að efla samstöðu hrepps- félaganna í hverri sýslu til lausnar þeim mörgu framfara- málum, sem drepið hefur verið á hér að framan og Ijóst er að ekki verða leyst í hverju hreppsfélagi fyrir sig.“ Jafnrétti kynjanna Gylfi Þ. Gíslason og fleiri þingmenn Alþýðuflokks flytja svohljóðandi þingsályktunartil- Iögu: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta semja frum- varp til laga um jafnrétti kynj- anna. Samtökum kvenna sé veitt aðild að samningu frum- varpsins. 1 frumvarpinu skulu meginatriði gildandi laga um launajöfnuð kvenna og karla, nr. 60/1961, og laga um Jafn- launaráð, nr. 37/1973, ásamt öðrum gildandi lagaákvæðum um slíkt efni, sameinuð í eitt frumvarp. Jafnframt því verði einstök atriði endurskoðuð í ljósi fenginnar reynslu og nánarí ákvæði sett í samræmi við eftirfarandi grundvallar- sjónarmið. Verndun og rœktun forystufjár Sigurður Björgvinsson (K) mælti fyrir frumvarpi sínu til breytinga á búfjárlögum í neðri deild Alþingis í gær. Þingmað- urinn hefur að vísu áður tekið þátt f umræðu i þinginu, en þetta var þó nánast hans „jóm- frúrræða“. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að Búnaðarfélag íslands sjái um verndun og ræktun forystufjár, en þing- maðurinn álítur, að án sér- stakra verndunaraðgerða muni þessi sérstæði, fslenzki fjár- stofn hverfa úr búsmala þjóðar- innar. Flutti hann langt og skorinort mál um ágæti þessa fjárstofns og þá skyldu, sem þjóðinni væri á höndum um varðveizlu hans. NÚ Á húsfriðunarári Evrópuráðs- ins gangast Umhverfismálaráð Reykjavfkur, Samband fsl. sveit- arfélaga og Arkitektafélagið f samráði við Söguféiagið fyrir ráð- stefnu um húsafriðun undir kjör- orðinu „Að fortíð skal hyggja“. Stendur ráðstefnan I tvo daga, laugardaginn 22, og sunnudaginn 23. nóvember f hátíðasal Háskóla Islands. Verður þar f nokkrum fyrirlestrum fjallað um ýmsar hliðar verndunarmála og reynt að ná áttum f þeim efnum, en það dylst engum sem leiðir hugann að varðveizlu gamalla sögulegra bygginga hér á landi, að við höf- um ekki enn áttað okkur á þeim þætti málsins, sem snýr að hag- nýtri framkvæmd og tilhögun slíkrar verndar, sagði Elfn Pálma- dóttir, formaður Umhverfismála- ráðs, er hún kynnti ráðstefnuna blaðamönnum ásamt Páli Líndal formanni Sambands ísl. sveitarfé- laga. Borgarstjórinn í Reykjavík, Birgir Isl. Gunnarsson mun setja ráðstefnuna og dr. Kristján Eld- járn flytur ávarp. En því næst flytja tveir norrænir fyrirlesarar erindi, þau Vibeke Fischer Thom- sen arkitekt og kennari við Kaup- mannahafnarháskóla og Einar Hedén, borgarminjavörður f Staf- angri, sem bæði standa framar- lega í húsafriðunarmálum í sínu landi. Birgir Thorlacius talar um húsfriðunarárið 1975, Þór Magn- ússon þjóðminjavörður um húsa- friðun á Islandi, Björn Þorsteins- son, sagnfræðingur um skráningu húsa og minja, Páll Líndal borgar- lögmaður um löggjöf um húsa- friðun, Nanna Hermannsson borgarminjavörður um stefnur um verndun gamalla bygginga, Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt um gamlar byggingar í Reykjavík og verndun þeirra, Jón Páll Hall- dórsson formaður byggðasafns Vestfjarða um gamla bæinn á ísa- firði og vanda sveitastjórna við friðun húsa, Guðrún Jónsdóttir um Bernhöftstorfuna og starf- semi áhugamannasamtaka, Hjör- leifur Stefánsson um byggingar sem lesefni og Baldvin Halldórs- son leikari segir frá reynslu sinni af endurnýjun timburhúsa. Ráð- stefnustjóri er Unnar Stefánsson. Það er von þeirra, sem að ráð- stefnu þessari standa, að þar verði kynnt nútíma sjónarmið í húsafriðunarmálum hér heima og í nágrannalöndunum, að fram fari eins konar úttekt á stöðu okk- ar ísléndinga í þessum efnum og að síðast en ekki síst megi takast að vekja áhuga almennings á þeim menningarverðmætum sem þjóðin kann að eiga á sviði bygg- ingarlistar, sagði Elfn á blaða- mannafundinum. Ráðstefnan er opin öllum. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að tilkynna fyrirfram þátt- töku sfna skrifstofu Sambands fsl. sveitarfélaga í síma 10350, á skrif- stofu Reykjavíkurborgar í síma 18800 eða til skrifstofu Arkitekta- félags Islands í sfma 85510. Hvöt með flóamarkað á Hallveigarstöðum í DAG laugardag, kl. 2 hefst á Hallveigarstöðum svokallaður flóamarkaður, sem Sjálfstæðis- kvennafélagið Hvöt efnir til. Er það í fyrsta skipti sem félagið hefur uppi þessa fjáröflunarað- ferð, og hefur því ýmislegt ágætra hluta komið fram á háaloftum og skápum félagskvenna og velunn- ara. Á boðstólum eru nýir og gamlir munir og fatnaður. Þar má nefna eldavél, rafmagnstæki, handlaug- ar, skrautmunir og búsáhöld alls konar, og mikið af fatnaði og skóm á börn og fullorðna. 1. Konum skal í reynd tryggt algert jafnrétti á við karlmenn á öllum sviðum þjóðlifsins. Konur og karlar skulu eiga jafnan rétt til vinnu og mennt- unar. 2. Við ráðningu í störf, flutn- ing milli starfa, skiptingu i launaflokka, veitingu orlofs frá starfi eða uppsögn skal óheimilt að miða reglur eða ráð- stafanir við það, hvort um karla eða konur er að ræða. Geti bæði karlar og konur gegnt starfi, er óheimilt að miða auglýsingu þess við annað hvort kynið. Auglýsing má ekki heldur gefa til kynna að vinnuveitandi óski þess að væntanlegur starfs- maður sé fremur af öðru kyn- inu en hinu. Umsækjandi, sem fær ekki stöðu sem hann hefur sótt um, getur krafist þess að vinnuveitandinn Iáti honum í té skriflegar upplýsingar um hvaða menntun, reynslu og aðra hæfni sá umsækjandi hafi til að bera sem stöðuna hlaut, 3. Kveðið sé skýrt á um að með sömu launum fyrir sömu vinnu sé. átt við allar greiðslur og hlunnindi, sem vinnuveit- andi lætur af hendi, og að laun- in skuli ákveða með sama hætti, hvort sem um er að ræða karl eða konu. 4. Konur og karlar, sem starfa hjá sama vinnuveitanda, skulu eiga sama rétt til starfs- menntunar og starfsþjálfunar ásamt orlofi til þess að afla sér slíkrar menntunar og þjálf- unar. 5. Auglýsingar mega ekki vera með þeim hætti, að i ósam- ræmi við grundvallarregl- una um jafnrétti kynjanna, né heldur þannig að þær særi sið- ferðisvitund annars hvors kynsins.“ Frádráttur vegna vinnu eiginkonu bðnda Helgi F. Seljan (K) o.fl. flytja frumvarp til laga um skattfrádrátt búandkvenna, svohljóðandi: Við 1. gr. laganna bætist nú Framhald á bls. 23 Jón Árnason, formaður fjár- veitinganefndar. Fjárveitinganefnd: Annir á Alþingi ÞINGSTÖRF eru önnur og meiri en fram koma á fundum deilda og sameinaðs þings. Margþætt nefndarstörf liggja að baki athugun mála áður en þau koma til lokaumræðu í þingsölum. Sú þingnefnd, sem mest mæðir þó á, er fjárveit- inganefnd. Hún hefur nú til meðferðar frumvarp til fjár- laga fyrir árið 1976. Augu al- þjóðar beinast ekki hvað slzt að störfum þessarar nefndar, sem oft hafa verið erfið, en máske aldrei verið vandasamari en nú. í þessari nefnd verður mótuð fyrsta afstaðan til þeirrar að- haldsstefnu, sem fjárlagafrum- varpið felur í sér, og svo miklu varðar, að ekki verði raskað um of. Formaður fjárveitinganefnd- ar er gamalreyndur og traustur þingmaður, Jón Árnason. Sveitarstjómarmenn þinga um fjármál ÞAÐ ER mikil ráðstefnuvika hjá Sambandi Isl. sveitarfélaga I næstu viku, enda hagkvæmt að sveitarstjórnarmenn geti komið á marga fundi I einu, þegar þeir þurfa að koma til Reykjavíkur. Bendir margt til að fjármál sveit- arfélaga verði I brennidepli næstu vikur og því fjallað um fjármál. Þriðjudaginn 18. og miðviku- daginn 19. nóvember verður tveggja daga ráðstefna um fjár- mál sveitarfélaga. ■ Lögð verður fram og kynnt greinargerð um búskap sveitarfélaga eftir Jón Sigurðsson,, forsföðumann Þjóð- hagsstofnunar, og kynntar verða tillögur, sem uppi eru um stað- greiðslukérfi gjald- og virðisauka- skatt. Á ráðstefnunni verður kynnt nýtt form fjárhagsáætlana og ársreikninga sveitarfélaga og leiðbeint um uppgjör bókhalds sveitarfélaga og skólareikninga. Síðari dag ráðstenunnar verður sérstaklega fjallað um gerð fjár- hagsáætlunar sveitarfélaga árið 1976 og Jón Árnason, formaður fjárveitinganefndar Alþingis, tal- ar um samstarf fjárveitinga- nefndar við sveitarstjórnir. Hinn 20. nóvember verður aukafundur fulltrúaráðs sam- bandsins, þar sem m.a. verður fjallað um það hvaða breytingar sé hægt að gera á verkaskiptingu sveitarfélaga og rlkis vegna hug- mynda I fjárlögum, sem nú liggja fyrir, um að sveitarfélögin fái 8% af söluskatti og taki fleiri verk- efni en nú er. Hinn 21. nóvember er svo hafnasamband sveitarfélaga með ársfund sinn. En helgina 22. og 23. efnir Sambandið, Umhverfis- málaráð Reykjavíkur og Arki- tektafélagið til ráðstefnu um húsafriðunarmál I hátíðasal Há- skólans. Ráðstefna um húsafriðunarmál Hefur fólk sýnt málefnum sjóðs- ins frábæra velvild og stuðnihg á undanförnum árum. Af blaðamannafundi um væntanlega húsafriðunarráðstefnu. Nær sitja blaðamenn, en fjær frá hægri: Páll Líndal, formaður Samhands sveitarfélaga, Elfn Pálmadóttir, formaður Umhverfismálaráðs Reykja- vlkur, og Unnar Stefánsson, ritstjóri Sveitarstjórnarmála og eru þau að segja frá tilhögun ráðstefnunnar. Ljósm. Friðþjófur. AUGLÝSIIMGATEIKIMISTOFA MYNDAMÓTA Adalstræti 6 simi 25810

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.