Morgunblaðið - 15.11.1975, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÖVEMBER 1975
Sagan af Gisku
kerling...
um, án þess að vökna i fætur. Bóndinn
tók hann þá á bakið og bar hann yfirum.
Hann fór hægt og varlega, og þegar þeir
voru komnir næstum því yfir, sá Giska þá
og hélt það vera þjófana, sem kæmu með
geit.
,,Er hún feit, er hún feit?“ æpti Giska,
svo bergmálaði í skóginum.
1 sama bili setti bóndinn prest niður
hinumegin mýrinnar. Hann hafði heyrt
Gisku kalla og bar nú hönd fyrir auga og
horfði á hana. — „Æ, hvernig dettur
yður það í hug, bóndi góður, að þetta sé
fjandinn," sagði hann. „Þetta er hún
Giska og engin önnur, nú hefir húsbóndi
hennar verið að hrekkja hana. — Giska,
Giska mín, komdu hingað,“ kallaði prest-
ur til hennar.
„Er það satt, prestur minn, er ég Giska,
er ég þá ekki fjandinn.“ Og hún kom
hlaupandi á harða spretti til prestins:
„Af hverju er ég svona svört?“
„Æ, skyldi hann húsbóndi þinn ekki
hafa málað þig svona,“ sagði prestur, en
nú skulum við koma og tala við hann
nokkur orð.“
Ekki veit ég hvaða orð það hafa verið,
en víst er um það, að eftir þrjár vikur
stóð Giska hvítþvegin fyrir altarinu með
bónda sínum og datt engum framar í hug
að hún væri neitt í ætt við þann gamla.
Grœni riddarinn
EINU sinni var konungur, sem var
ekkjumaður, og hann átti eina dóttur
barna, en gamalt máltæki segir, að ekkju-
mannsharmur sé eins og olbogaskot,
hann sé sár, en hann hjaðni fljótt, og svo
gifti konungur sig aftur drottningu, sem
átti tvær dætur, og þessi drottning var
ekki betri, en stjúpmæður eru vanar að
vera, alltaf var hún vond við stjúpdóttur
sína. Þegar stjúpsysturnar voru vaxnar
upp, kom stríð, og konungurinn varð að
fara til þess að stjórna her eínum og
berjast fyrir land og ríki. Dæturnar þrjár
áttu að fá að segja, hvað konungur ætti
að kaupa og koma með heim til þeirra
aftur, ef hann sigraðist á óvinunum. Áttu
nú stjúpdæturnar fyrst að láta óskir
sínar í ljós, og bað sú eldri þá um stóran
rokk úr skýru gulli, en sú yngri um svo
stórt gullhesputré, að annað eins hefði
aldrei sést. Þetta vildu þær fá, en það var
nú ekki af því þær væru svo duglegar að
vinna eða spinna, síður en svo. En dóttir
konungsins sjálfs, hún vildi ekki biðja
föður sinn um neitt annað, en að skila
kveðju til Græna riddarans.
Konungur lagði nú af stað í stríðið, og
hvernig sem það nú gekk til, þá vann
hann sigur, og svo keypti hann það, sem
hann hafði lofað stjúpdætrum sínum, en
var alveg búinn að gleyma hvað það var,
sem dóttir hans sjálfs hafði beðið hann
um, en svo hélt hann mikla sigurveizlu.
Þar sá hann Græna riddarann, og mundi
þá eftir bón dóttur sinnar og bar honum
kveðju frá henni. Riddarinn þakkaði
honum fyrir, hann var hinn glæsilegasti
maður, og fékk honum svo bók með gull-
DRÁTTHAGIBLÝANTURINN
vtw
MORö'dNí
Mffinu
. . .og hvað var það sem þú veiddir í Loch Ness?
Þessi maður segist hafa
fundið upp tæki sem gerir fólk
ósýnilegt!
Kennari einn sannaði fyrir
nemendum sfnum, hve hæpið
er að trúa sögum, sem ganga
munnlega manna á milli.
Hann tók einn nemanda sinn
afsíðis og sagði honum eftir-
farandi sögu:
— Skömmu fyrir dagrenn-
ing kaldan vetrarmorgun árið
1899 heyrðust þrjú skamm-
byssuskot frá veiðisetri
Rudolfs krónprins Austur-
rfkis. Vinir Rudolfs brutust
inn f húsið. Þeir fundu allt á
tjá og tundri, vfnflöskur á gólf-
inu og kvenmannsföt á bekk
fyrir framan arininn. I rúm-
inu Iá Rudolf klæðlaus, en
skotinn gegnum höfuðið. Við
hlið hans lá nakinn kven-
Jæja, rigningin er þó altént
heitari en heima!
mannslíkami. Andlitið var
hulið brúnu hári hennar.
Kennarinn sagði nemand-
anum að segja sessunaut sfn-
um söguna, og síðan átti hvcr
nemandi að segja söguna f
eyra næsta manns. Kennarinn
sagði sfðan tuttugasta og
fjórða nemandanum að skrifa
söguna á skólatöfluna.
Hann skrifaði:
— Fjórir karlmenn og fjórar
konur fóru inn f klefa kvöld
eitt, og er þau komu út aftur
höfðu þau gleymt, hvers vegna
þau fóru inn.
X
Á strfðsárunum spurði Þjóð-
verji Norðmann að þvf, hvaða
álit hann hefði á Bretum.
— Ég vil heldur vinna fyrir
Þjóðverja en Breta, svaraði
maðurinn.
— Já, er það ekki, sagði Þjóð-
verjinn. Hvað gerirðu annars?
— Ég er útfararst jóri.
Moröíkirkjugaröinum
Eftir
Mariu Lang
Jóhanna Kristjóns-
dóttir þýddi.
34
legri mótsögn við nábleikt andlit
hennar og flóltalega brottför og
svo mikill var munurinn að við
vorum hálf vandræðaleg að verða
vitni að þessu. Barbara greip þó
fljótlega athvgli okkar á ný því að
hún varpaði sér grátandi niður f
næsta ha*gindastól.
Einar hélt áfram að vera hinn
þckkilegi ljúflingur. Hann rétti
henni vasaklútinn sinn og
kiappaði henni róandi á hnéð og
strauk henni blfðlega um hárið.
En Christer Wijk horfði
hugsandi á hana og sagði sfðan:
— Jæja, frú Sandell, eftii þessi
ósköp held ég að þér verðið að
skýra ýmislegt fyrir okkur. Nú
skuluð þér bara segja hrein-
skilnislega frá þvf um hvað þetfa
mál snýst eiginlega.
Barbara snýtti sér í vasaklút
Einars og hnipraði sig skjálfandi
saman í stólnum.
— Er nokkur sem á...? Takk
fyrir. Hún þreif áfergjulega
sígarettuna, sem henni var rétt og
sogaði að sér reykinn.
— Já, ég skal reyna að segja
ykkur allt af létta, nákvæmlega
eins og Arne lýsti því margsinnis
fyrir mér. Þið skiljið... ég var
ekki þarna, svo að ég get auðvitað
ekki tekið ábyrgð á því, hvorl
Arne hefur ýkt þetta smávegis
eða kannski misskilið eitthvað.
En ég veit eitt fyrir vfst og það er
að Arne var ákaflega æstur þegar
hann talaðí um þetta og þetta
hafði snortíð hann mjög illa.
Hún horfði sínum grænbrúnu
augum framhjá okkur öllum og
starði á eitthvað sem löngu var
liðið.
— Það var sfðast í júní 1948. Ég
var einkaritari Gerhards
Motander. Þetta var áður en ég
trúlofaðist Arne. Ég man að for-
stjórinn kom ekki á fund sem
hann átti að mæta á I verksmiðj-
unni, svo að ég hringdi heím til
hans. Tekla Motander kom f
sfmann og var ákaflega stutt f
spuna og sagði það eitt að maður-
inn hennar væri veikur og hann
kæmi ekki til Kila þcnnan dag.
Þá var klukkan tíu fyrir hádegi.
Klukkan ellefu um kvöldið
hringdi frú Motander heim til
Arnes og pantaði bfl til að aka
forstjóranum inn til bæjarins, því
að hún sagði að hann hefði orðið
veikur og yrði að komast á sjúkra-
hús. Þegar Arne kom þangað var
forstjórinn meðvitundarlaus og
hann varð að bera hann út f bif-
reiðina. Arne varð skelkaður og
spurði hana, hvort hún hefði ekki
kallað á lækninn. Tekla staðhæfði
að engin alvarleg sjúkdómscin-
kenni hefðu komið I Ijós fyrr en
um hálf ellefu leytið. Hún sagðist
hafa reynt árangurslaust að ná í
lækninn f Kila, en þegar það tókst
ekki hefði hún hringt beint á
sjúkrahúsið. Þar hafði mönnum
dottið f hug að um bráða
botnlangabólgu væri að ræða og
henni var ráðlagt að koma strax
með hann til spftalans. Já, og svo
lögðu þau sem sagt af stað...
Barbara hafði gleymt
sfgarettunni sinni og askan
hrundi niður á svarta kjólinn
hennar.
— Bfllinn, scm Arne átti þá,
var frekar lítill og það var engin
glerrúða milli bflstjórasætis og
aftursætis. Á leiðinni rumskaði
forstjórinn við sér og fór að tala
og enda þótt Arne hefði verið
allur af vilja gerður gat hann
ekki að þvf gert þótt hann heyrði
hvað hann sagði. Og eftir þvf sem
Arne sagði var það ýmislegt mjög
skrftið. Hann sagði skýrt og skil-
merkilega:
— Jæja, svo að þú hefur sent
eftir bfl, Tekla. En nú er það of
seint og það veiztu vel. Ertu nú
ánægð, nú fer þetta allt cins og þú
hefur alltaf verið að hugsa þér?
Já, og annað gerðist ekki nema
það að forstjórinn dó áður en þau
komust til sjúkrahússins.
Botnlanginn hafði sprungið.
Læknirinn var fokvondur yfir þvf
að ekki hefði verið komið með
hann fyrr, en Tekla grét hástöf-
um og sagði að hún hefði haldið
allan daginn að þetta væri bara
væg magakveisá og honum hefði
ekki liðið neitt sérstaklega illa.
En... eins og þið heyrðuð hana
segja hafði hún ekki hrcinní sam-
vizkn en það að skömmu sfðar
grátbað hún Arne að segja aldrci
frá þvf sem hann hafði heyrt for-
stjórann segja f bflnum. Stund-
um... stundum hvarfiaði að mér
að hún hefði boðið honum
peninga til að þegja, en það er
bara mfn hugmynd og ég hef ekk-
ert fyrir mér f þvf...
Hún kom hægt aftur til nútfðar-
innar, uppgötvaði öskuna á kjóln-
um sínum, dustaði hana burtu og
sneri sér síðan að Christer Wijk.
— Orð dcyjandi manns, sagði
hann hægt. — Það er ekki hægt
að byggja neitt á þvf. — Komst
maður yðar þá aldrei að þvf hvað
gerzt hafði heima hjá Motander-
hjónunum fyrr um daginn? Ef
forstjórinn hefur veikzt alvarlega
hljóta einhverjir aðrir á
heimilinu að hafa tekið eftir ein-
hverju — Susann, og vinnufólk-
ið?
— Susann var erlendis þegar
þetta gerðist. Og sfðasta dag júnf-
mánaðar var vinnustúlkan f frfi.