Morgunblaðið - 03.01.1976, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 03.01.1976, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1976 19 — Nýársræða biskups Framhaldafbls.il hrella, en lífið liggur við, að menn átti sig á staðreyndum og bregðist við þeim á þann veg, sem alvaran krefst, hugarfarslega og vitsmuna- lega. Það nær einnig til vor íslendinga. Alvaran er fullkomin og meiri en svo, að það sé við hæfi að búa til kreppusóttarhugarfar með þjóðinni í ótíma og f skammsýnu pólitísku áróðursskyni. Mannkyn á krossgötum heitir bókin, sem ég nefndi. Nú sé ég i blaði í fyrradag, að Alexander Solzhenitsyn er að segja hið sama. „Hinn vest- ræni heimur stendur nú á krossgötum," segir hann. Hann hefur talað svo áður. Hann hefur í huga hættuna af því stjórnarfari, sem hann hefur fengið að fullreyna. Vofir slíkt einnig yfir þeim vestræna heimi? Solzhenitsyn óttast, því nú hefur hann einnig kynnzt vestrænu hugar- fari. Þrátt fyrir ugg sinn um óraunsæa linkind vestrænna ríkja á hinu pólitíska sviði, veit hann vel, að úrslitaglíman verður ekki háð þar. Ef Evrópa er búin að glata þeim veig, sem hefur verið næringin, fjörefnið f menningu hennar, hafi hún í skjóli síns ágæta frelsis traðkað í sorpið það, sem hún átti helgast til, þá er hún búin að tapa, þá rætist það, sem spámaðurinn segir: Ofbeldið rís upp sem vöndur á ranglætið, vöndur á makræðið og allan þann þvætting, sem menn hafa metið meira en orð sannleikans. I sama blaði sem veitti Solzhenitsyn maklega athygli, birtist með engu síður áberandi hætti, með fyrirsögn úr jólaguðspjalli til smekkbætis, upptíningur, sem í tilefni kvennaárs átti að sýna, að Biblían og kirkjan fyrr og sfðar hefði gengið sérstaklega fram í því að níða konuna. Það andtrúarraus, það blygðunarleysi í máls- meðferð, sem guðleysisáróðurinn í Rússlandi er alræmdur fyrir, er ekki á lægri skör en þetta dæmi um borgaralegt velsæmi, sem ég nefni ekki hér af því, að það skeri sig tiltakanlega úr meðal ýmissa annarra, en það er fersk áramóta- kveðja og slóst í för með Solzhenitsyn. Frelsi er ómetanlega dýrmæt gjöf. En sá, sem kann ekki með frelsi að fara, glatar því. Það er lögmál, óhagganlegt. Frelsi er ekkigefið til þess að misþyrma sjálfum sér, afskræma lífið og lífsins gjafir, gefa lághvötum lausan taum, særa, blekkja, véla aðra menn, storka Guði. Á einum stað í Nýja test. er talað um menn, sem láta klingja drembileg hégómaorð og um þá segir síðan: Þeir heita frelsi, þótt þeir séu sjálfir þrælar spillingarinnar, því sérhver verður þræll þess, sem hann hefur beðið ósigur fyrir. Von- andi hafa vestræn lönd ekki þegar beðið ósigur fyrir sinni eigin spillingu. Guð gefi að þau glati ekki frelsi hugsunar og tjáningar í klær alræðis- valds. En hvar eru þeir, sem í raun vaka á verði? Ekki eru það þeir, sem skríða fyrir snilldinni, þegar hún hrækir galli út yfir Heilaga ritningu kristinna manna, sem verið hefur uppspretta og frjóvgunarlind þeirra mannfélagsverðmæta, sem vestræn lönd eiga æðst. Ekki eru það þeir, sem í nafni frjálshyggju stuðla að hvers kyns upplausn, trúarlegri og siðgæðislegri. ' A krossgötum þjóðsagnanna urðu menn ginn- ingarfífl álfa og vöknuðu upp sem afglapar. Á andlegum krossgötum nútímans er ekki hald í hilltum mönnum, ekki þeim sem fálma eftir hverri fásinnu og dansa við hvers konar aðsveimandi glitbúið huldukyn, en hirða ekkert um helgasta arf vestrænnar menningar., það dýrasta sem mannkyn hefur eignast í allri sögu sinni. Á jólakorti fékk ég sem kveðju þessi orð úr Hebreabréfinu: Höldum fast við játningu vonar vorrar óbifanlega, því trúr er sá, sem fyrirheitið hefur gefið. Eg þakka þessa kveðju sem aðrar, sjálfur sendi ég engar, en þess í stað sendi ég í þakkar skyni við vini mína ofurlitla kveðju til manna, sem þvf eru fjærstir að þekkja nægtajól. Höldum fast við játningu vonar vorrar óbifan- lega. Ég beini þessum orðum til yðar allra, sem heilsið með mér nýju ári í Jesú nafni. Hann er trúr, hann mun engum bregðast, hver sem á hann vonar og honum treystir mun ekki til skammar verða. Það skaltu muna, sem vilt tilheyra kirkju hans og veizt, að hún er lífsins súrdeig í lífi þjóðar og heims. Því kirkjan er Jesús Kristur hér, meðal lærisveina, ófullkom- inna, hrösulla, með þeim, sem valja fylgja honum, læra af honum og verða nýir menn hjá honum og stefna með honum inn í daginn albjarta, eilífa. Á myndinnl eru Erlingur, Þóra ogMargrét. Sporvagninn vegsauki í dag að vera stúdent. En það var það sannarlega fyrir nokkrum áratugum. Sumum finnst það jafnvel miður, að stúd- entar skuli vera að draga sig í dilk og flagga þessum titli. En kjarni málsins er sá, að hinn sanni stúd- ent er ekki maður, sem reynir að draga sig út úr fjöldanum, heldur reynir að halda sér ungum við arin minninganna frá skólaárun- um, þegar menn voru ekki í skóla af þvingun né skyldu, heldur af þrá til að menntast. Hinn sanni stúdent er ungur í anda fram í andlátið, enda þótt likaminn eld- ist og hrörni. Þannig stúdent var Sfa. Aldrei sáust á henni elli- mörk, þegar hún gladdist i hópi stúdenta, þá var hún ævinlega yngst af öllum. Fríða Proppé var borin á Þing- eyri 25. sept. 1906. Foreldrar hennar voru Carl F. Proppé faktor og Jóhanna Jósafatsdóttir. Atta ára fluttist hún með foreldr- um sínum til Reykjavfkur og tvitug útskrifaðist hún stúdent frá Reykjavíkurskóla. Hún lauk cand. pharm. prófi frá Kaup- mannahöfn 1931 og vann fyrstu árin í Reykjavíkur Apóteki. Árið 1934 var ákveðið að stofna apótek á Akranesi og var henni veitt fyrsta lyfsöluleyfið á þessum stað. Þá er hún enn ekki þrítug. En hún réðst þegar f að byggja nýtt hús hér á Skaganum, og þar opnar hún apótek árið 1935. Hún hefur þvf verið apótekari hér á Akranesi í 40 ár er hún lætur af starfi og kveður þetta líf næstum samtímis. Fríða Proppé var mjög félags- lynd á fleiri sviðum en meða) stúdenta. Hún tók mikinn þátt í störfum Sjálfstæðisflokksins, og hún var einnig um skeið for- maður Vestfirðingafélagsins á Akranesi, en hér í bæ búa margir Vestfirðingar. Það er mikill sjónarsviptir hér á Akranesi að Friðu Proppé. Hún setti verulegan svip á bæinn, og er vafalaust einn vinsælasti borgari þessa bæjar vegna mann- kosta sinna, glaðværðar og rausnar. Fyrir hönd stúdenta á Akranesi bið ég henni blessunar á nýjum brautum og systkinum hennar og Guðmundu votta ég innilega samúð. Þorvaldur Þorvaldsson Það er skammt stórra höggva á milli í hóp okkar bekkjarsystr- anna sem tókum gagnfræðapróf upp úr 3. bekk A i Menntaskólan- um í Reykjavik vorið 1923. Guð- rún Guðmundsdóttir (Dadda) lézt fyrir 4 árum og það eru ekki nema 3 Vi mánuður siðan við fylgdum Kristinu Bjarnadóttur til grafar. í dag er það Friða Proppé sem við kveðjum hinstu kveðju. Margs er að minnast og margs að sakna. Sía var tápmikil og alltaf eitt- hvað að gerast i kringum hana. Óvenjulega hreinlynd var hún og algeríega laus við öfund og öll óheilindi, en hafði ákveðnar og fastmótaðar skoðanir. Hún varð stúdent 1926. Þá fór hún til Kaup- mannahafnar og hóf nám í lyfja- fræði og lauk prófi í þeirri grein og var lyfsali á Akranesi í 40 ár. Sia var sannur höfðingi og naut þess að veita á báða bóga enda kom hún frá miklu rausnar- heimili. Umkomulausir og olnbogabörn- mannlifsins áttu lika hauk í horni þar sem hún var. En þau kær- leiksverk voru ekki borin á torg. Ógleymanlegar eru okkur margar samverustundir á hennar fallega heimili á Akranesi þar sem gestrisni og höfðingsskapur ríktu. Við þökkum samfylgdina gegn- um árin og vottum Guðmundu og systkinunum okkar innilegustu samúð. Bekkjarsystur. — Tekjuþörf Framhald af bls. 12 um sem er jafn gífurlega stór útgjalda- liður rikisins og raun ber vitni um. Hins vegar vil ég taka það skýrt fram, að það hefur aldrei hvarflað að mér að gera skerðingu á ellilifeyri þeirra, sem minnst mega sin I þjóðfélaginu, en það segir ekki að það megi ekki endur- skoða lifeyristryggingarnar mjög gaumgæfilega e.t. vill á þann hátt, að maður sem er orðinn 67 ára en er I fullu starfi til 70 ára aldurs, þá kunni að orka tvlmælis hvort hann megi fá ellilaun að auki með fullum launum, en hitt orkar ekki tvimælis, að tekjulausa fólkið og öryrkjarnir verða að fá tekju- tryggingu og það má síst af öllu skerða tekjutrygginguna frá því sem hún er nú heldur jafnvel auka hana, enda hefur hún fullkomlega fylgst að I þeim verð- breytingum, sem orðið hafa nú á siðasta ári og þessu ári. ^ Ókeypis lyf Nú, þessi mál verða auðvitað ekki svo til umr. nú í sambandi við endur- skoðun tryggingalöggjafarinnar, enda eiga þingfl þar allir sina fulltrúa, sem fjalla um það mál, svo að ég skal ekki hafa um þetta fleiri orð En i sambandi við liðinn, þá er hér ekki um aðra breyt að ræða en á þessum lyfjaverð- skrám. Hitt er óbreytt eftir sem áður, að sjúklmgar sem eru með litt læknandi eða langvarandi sjúkdóma, eins og astmasjúklingar, gláku- sjúklingar, berklasjúklingar, floga- veikissjúklingar og hjartasjúklingar og sjúklingar með efnaskiptasjúkdóma, fá sin lyf ókeypis að ráði læknis komi samþ trúnaðarmanns sjúkrasamlags, eins og geðsjúklingar og parkinsons- sjúklingar og exemsjúklingar að það er allt saman óbreytt Mér er það Ijóst að það er ekki hægt fyrir þá þm sem fá þetta frv nú með skömmum fyrirvara, að ræða það efnislega hér við 1 umr. málsins og ég hefði fyrir mitt leyti kosið að vera fyrr á ferðinni með það, en vegna þess að dagurinn á morgun fer I fjárlagaumr. og þetta frv þarf að fara í gegn áður en Alþ. fer I jólafri, þá lagði ég á það áherslu, að frv, kæmi hér I dag til 1. umr og það yrði svo athugað i n. oq þeir þm. sem ekki þekkja til hlitar efni frv hafa þá tækifæri til þess að ræða það frekar efnislega þegar það kemur frá n. NÚNA um helgina hefjast aftur sýningar í Þjóöleikhúsinu á Spor- vagninum Girnd, en þær hafa leg- ió niðri síðan i byrjun desember vegna undirbúnings fyrir jóla- frumsýninguna. Aðsókn hefur verið mjög góð og 80 stúdentar brautskráðir frá MH LAUGARDAGINN 20. des. s.l. voru brautskráðir 80 stúdentar frá Menntaskólanum við Harma- hlíð, þar af 2 úr öldungadeild. Sérstök brottskráning verður fyrir öldunga t lok janúar. Próf- um þar er ekki lokið fyrr en 14. jan. Þetta er í annað sinn að nemendur eru brautskráðir í lok haustannar, en samkvæmt kerfi, sem kennt er eftir, áfanga- kerfinu, eru stúdentar braut- skráðir tvisvar á ári. Af þessum 80 stúdentum hafa 54 lokið fleiri 10 þús. tunnur af síld til Finnlands SKÓGARFOSS Eimskipa- félags Islands kom 29. des. til Turku í Fintilandi með 10 þús. tunnur af saltaðri Suðurlands- sfld, sem losa á í Turku og Hangö. Er þetta fyrsta sfldin, sem kemur á finnska markaðinn frá tslandi síðan á vertíðinni 1971. eru þegar orðnar 15 sýningar á leiknum. Lætur nærri að um 8 þúsund manns hafi þegar séð hann. Næsta sýning 16. sýningin, er svo á laugardagskvöld 3. janúar. Með aðalhlutverkin i leiknum námseiningum en tilskilið er. Einn nemandi, Guðrún Hilmis- dóttir, lauk 143 einingum og annar, Sigurbjörn Björnsson, 140 einingum. Aðeins 26 láta sér nægja lágmarkið, sem er 132 einingar. Þá hafa einnig 54 af þessum 80 nemendur lokið menntaskólanámi á 7 önnum í stað 8, eins og tíðkast í bekkjar- kerfinu. Þannig sparast 1/8 hluti námskostnaðar þeirra undir stúd- entspróf. Milli sviða skiptist stúdenta- hópurinn þannig: Á náttúru- fræðisviði 44, 17 stúlkur og 27 piltar, á félagssviði 16, 8 stúlkur og 8 piltar, á nýmálasviði 13, 11 stúlkur og 2 piltar, á eðlis- fræðisviði 6, 2 stúlkur og 4 piltar, á tónlistarsviði einn, stúlka. 66 nemendur völdu þýzku sem þriðja mál, 11 frönsku, 2 spænsku og einn rússnesku. Á nýmálasviði velja nemendur sér fjórða tungu- mál, 9 völdu frönsku, 3 þýzku og einn rússnesku. Hæstu einkunnir hlutu tveir nemendur á náttúrufræðisviði, Jón Baldursson 389 einkunnar- stig af 405 mögulegum og Ágústa Andrésdóttir 383 einkunnarstig af 408 mögulegum. Við brautskráningu söng kór skólans og flutti ásamt hljóðfæra- leikurum úr Kammersveit Reykjavikur og félögum úr Karla- kór Reykjavíkur síðari hluta Girnd fara Þóra Friðriksdóttir, Erlingur Gíslason, Margrét Guðmundsdótt- ir og Róbert Arnfinnsson. Gfsli Alfreðssón er leikstjóri en leikmynd er eftir Birgi Engil- berts. Helguleiks, nýs tónverks Páls P. Pálssonar tónskálds. undir stjórn hans. Textinn er eftir Þorstein Valdimarsson. Setti flutningur- inn hátíðarsvip á samkomuna og kann skólinn þeim beztu þakkir fyrir komuna. Flateyri: íbúðarhús brann Flateyri. 30. desember — Á FIMMTA tímanum í nótt kom upp eldur í íbúðarhúsi hér á Flat- eyri. Norðaustan stormur og él geisuðu og brann húsið til kaldra kola. Eldurinn stóð á haf út, svo að nærliggjandi hús komust ekki í neina hættu. Þönglabakki, en svo nefndist húsið, stóð við Br-imnesveg. Eng- inn hefur búið í húsinu frá því í desemberbyrjun, er síðustu íbúar hússins fluttust þaðan. — Gunn- hildur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.