Morgunblaðið - 16.01.1976, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANUAR 1976
/
Hjarnið gekk í bylgjum:
Stóra holan við Kröflu
sprengdi allt af sér
Ljósm. Mbl.: Friðþjófur.
Jón Olason bóndi á Skógum sést hér ausa fjárhúsin, en þau eru sem
kunnugt er mjög mikið skemmd.
99
99
Vona að þetta
fari að lagast
— segir Jón bóndi á Skógum
sem fluttur er heim á ný
Ilúsavfk. 15. janúar.
Frá Inj'va Hrafni Jónssyni blaðamanni.
„ÞETTA Iftur óneitanlega
betur út og við hér á Skógum
erum flutt niður eftir aftur og
ætlum að vera hér f nótt,“ sagði
Jón Ólason bóndi á Skógum f
samtali við Morgunblaðið f
gær, en hann og heimilisfólkið
á Skógum voru flutt þaðan á
þriðjudag ásamt hluta af kind-
um hans vegna flóðsins úr
bæjarkflnum. Ennþá eru þó
hlaða og fjárhús umflotin vatni
og þrátt fyrir að vatnið f kfln-
um hafi lækkað um 6 sm s.l.
sólarhring við framræsluna til
sjávar hefur vatnið úr
húsunum ekkert lækkað enn.
„Það er ekkert óeðlilegt, því
það tekur miklu lengri tíma að
sjatna úr húsunum, en ég vona
nú að þetta fari að lagast.
Annars er það vindáttin, sem
mestu máli skiptir og ógerlegt
að segja hverjar afleiðingarnar
yrðu ef hann legðist í lang-
varandi norðan átt með brimi
við ströndina," sagði Jón. Hann
sagði einnig að lætin í skjálft-
anum mikla hefðu verið óskap-
leg á Skógum, og þá hefði ísinn
ofan á kílnum splundrast eins
og við sprengingu og vatns-
súlur staðið hátt í loft upp. Að-
spurður um hvenær hann von-
aðist til að geta flutt féð heim
aftur frá Ærlæk sagði Jón að
ógerningur væri um það að spá,
enn hann yrði alla vega að gera
verulegar úrbætur á húsunum,
áður en það yrði hægt, t.d. setja
timbur í gólfið og einnig yrði að
losa heyið úr hlöðunni, því
hætta væri á að hitnaði í því
þar sem það væri orðið mjög
blautt.
Loðnan fundin út
af Norðurlandi
Bátar finna loðnulóðningar
rétt út af Siglufirði
Húsavfk, 15. janúar.
Frá Ingva Hrafni Jónssyni
blaðamanni.
MIKIL jarðskjálftavirkni var við
Kröflu og á Mývatnssvæðinu í dag
og um kl. 14 kom svo snarpur
kippur, að starfsmenn við
stöðvarhúsbvgginguna hlupu út.
Voru þá gefnar út fyrirskipanir
um ákveðin merki með bílflaut-
um, ef starfsmenn þyrftu að forða
sér út. Þá munu vfsindamenn
hafa haft samband við menn í
Mývatnssveit og ráðlegt þeim að
vera við öllu búnir. Vinna heldur
samt áfram að fullum krafti við
Kröflu og sagði Þorgils Axelsson,
byggingastjóri Miðfells á staðn-
um, að þeir stefndu að þvf að vera
búnir að skila bvggingunni um
páska og ekkert benti til þess að
Hafsteinn kærir
til Sakadóms
„ÉG vil ekkert láta hafa eftir mér
í blöðin um þennan atburð, ég
mun tjá mig um hann á öðrum og
réttari stað þegar þar að kemur,“
sagði Hafsteinn Baldvinsson lög-
fræðingur við Morgunblaðið í
gær, en hann lenti í átökum við
hóp þann sem kom inn á skrifstof-
ur Vestrænnar samvinnu í gær-
morgun. Staðfesti Hafsteinn að
hann ætlaði að kæra framferði
hópsins til Sakadóms, enda hefði
þarna verið um greinilega frelsis-
sviptingu að ræða.
Rólegra á
VERULEGA minna var um jarð-
skjálfta á Kópaskeri f gær en
næstu daga þar á undan og þegar
Morgunblaðið hafði samband við
Friðrik Jónsson, oddvita á Kópa-
skeri, á nfunda tfmanum f gær
höfðu ekki komið neinir kippir f
2—3 tfma. Hins vegar varð vart
við stöðugan titring.
Friðrik kvað viðgerð á vatns-
veitunni ætla að ganga seint, enda
árstíminn ekki heppilegur. Hins
vegar átti hann von á að skriður
færi að komast á þetta, þegar
fengist jarðýta sú sem undanfarið
hefði verið á Sandinum að grafa
þar í ósnum, er tengdur væri
kílnum á Skógum. Sú ýta væri
búin sérstökum haka, er rifi upp
jarðveginn enda þótt mikill klaki
væri í honum. Einnig tefði mikill
vatnselgur fyrir verkinu, en von
væri á dælu frá Húsavík til að
leysa þann vanda. Vonaðist
Friðrik til að allur búnaður er
þyrfti til þessa verks yrði kominn
til Kópaskers um helgina. Þá
sagði Friðrik, að alveg væri
ókannað mál hvernig frárennslis-
kerfi þorpsins væri leikið eftir
jarðskjálftann mikla.
Morgunblaðinu barst í gær
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Almannavarnanefnd Kópaskers
og Almannavörnum ríkisins:
Að loknu könnunarstarfi í dag
kom Almannavarnanefnd Kópa-
skers saman til fundar, til að
skipuleggja og samræma þær að-
gerðir sem framkvæma þarf til
úrlausnar brýnustu nauðsynja.
Byrjað er að vinna viðgerðaráætl-
un á vatnsveitu kauptúnsins og
einnig er haldið áfram störfum
við að finna leiðslurof, en það er
seinlegt verk vegna snjóþyngsla
og annarra orsaka.
Unnið var að fullum krafti að
útskipun á útflutningskjöti og
mun stefnt að því að ljúka því f
einni lotu. 30 björgunarsveitar-
menn frá Húsavík vinna að því
starfi. Að lokinni könnun á
byggingum með tiiliti til öryggis
var ákveðið að loka alveg 1 húsi,
en á öðrum þrem mun þörf að
gera bráðabirgðastyrkingar og
þeir gætu ekki staðizt þá áætlun,
enda væru þeir nú þegar á undan
henni. Sagði Þorgils, að mikill
baráttuhugur og dugnaður væri f
mönnum við Kröflu.
Þá hittu blaðamenn Morgun-
blaðsins Braga Eiríksson, verk-
stjóra hjá Orkustofnun á staðn-
um, og tjáði hann okkur að nú
hefði stðra holan við Kröflu hola
nr. 4, verið endanlega afskrifuð
en hún sprengdi endanlega af sér
alla ventla í fyrradag og gýs nú
óhindrað með ógnarlegum krafti.
Sagði Bragi, að ef hægt hefði
verið að virkja þessa holu, hefði
verið gert ráð fyrir að hún gæti
gefið 20—25 MW orku. Bragi
sagði okkur einnig að hann hefði
verið staddur upp við holuna,
þegar jarðskjálftinn varð í dag og
hefði verið sem geysilegt högg
hefði komið uppundir fætur
þeirra og þeir sáu hvernig hjarnið
gekk í bylgjum og rifnaði þvers
og kruss.
Blaðamenn fóru einnig upp að
holunni og er næsta ævintýralegt
að standa við hana og finna þá
gífurlegu orku, sem ryðst upp úr
jörðinni og gæti haldið áfram
næstu 1000 ár, ef ekkert verður
gert til að stöðva gosið, en ein-
hverjar áætlanir munu vera uppi
um slíkt þegar vora tekur. Er litið
var til Leirhnúks, var ekkert að
sjá annað en gufubólstra á
tveimur stöðum og islenzka
náttúru, stórkostlega fallega og
sakleysislega f vetrarbúningi.
Kópaskeri
brjóta niður hættulega veggi, áð-
ur en umgangur verður leyfður
um þau. A morgun, föstudag,
verður komið á lágmarks vatns-
miðlun með slökkvibifreið staðar-
ins og mun hún fara reglulega um
þorpið og dæla vatni í ílát fólks.
Með tilliti til þeirra íbúa sem
koma til baka er brýnt að þeir
gefi sig fram við almannavarna-
nefnd og eins að þeir tilkynni ef
þeir yfirgefa bæinn aftur. Var-
hugavert er þó talið að börn sem
eru sýnilega jarðskjálftahrædd
komi til baka fyrst um sinn.
„ÞETTA er allt f áttina — við
höfum fundið nokkuð mikið af
loðnu á allstóru svæði — allt frá
mörkum norðnorðvestur af
Rauðanúpi að austan og norðaust-
ur af Svfnalækjartanga að vestan
og um 45—60 mflur úti,“ sagði
Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræð-
ingur leiðangursstjóri um borð f
Arna Friðrikssyni, þegar Morgun-
blaðið náði tali af honum f gær.
Hins vegar var leiðindaveður á
þessum slóðum f gær og um fimm
bátar sem komnir voru á þessar
slóðir gátu Iftið sem ekkert
kastað.
Hjálmar sagði ennfremur, að
þær lóðningar sem Árni Friðriks-
son hefði fundið væru um 10—15
faðma þykkar og gat þess að Eld-
borgin sem væri hvað austast á
þessu svæði hefði fundið feikna-
lega miklar lóðningar þar fyrr í
gærdag. Fimm skip voru komin á
svæðið í gær eftir því sem Hjálm-
ar vissi bezt — og voru það, auk
Eldborgar, Jón Finnsson, Þor-
steinn, Örn og Ásberg. Hjálmar
sagði ennfremur, að loðnan stæði
fremur djúpt á því svæði sem
Árni Friðriksson hefði farið yfir
eða á 50 föðmum og yrði nót ekki
við komið heldur fremur
flottrolli.
I fy/ra fannst loðnan hinn 8.
janúar og var þá gengin norðaust-
ur af Langanesi, þannig að hún er
nokkru seinna á ferðinni nú. Gat
Hjálmar þess raunar, að loðnan
hefði ekki fyrr fundizt svo vestar-
lega fyrir Norðurlandi sem nú og
ekki væri óhugsandi að hún nýtt-
ist þannig síldarbræðslunum í
norðlenzku höfnunum betur en
áður, þ.e.a.s. ef hún yrði veiðan-
leg í nót.
Fréttaritari Morgunblaðsins í
Siglufirði hafði einnig spurnir af
því að Siglufjarðarbátar hefðu
lóðað á þykkar torfur af loðnu
aðeins 5—6 sjm. út af Siglufirði.
Mbl. náði tali af einum skipstjór-
anna, Una Péturssyni og skýrði
hann svo frá að fyrir fáeinum
dögum hefði hann orðið var við
lóðningar allt að 20 faðma þykkar
og svo stóra torfu að báturinn
hefði verið 5—6 minútur að keyra
í gegnum hana. Sagði Uni að
mikill svartfugl hefði verið í
þessu á stóru svæði. Siglufjarðar-
bátar hafa verið að fá góðan afla
af óvenju stórum þorski á þessum
slóðum undanfarið, þegar gefið
hefur, og sagði Uni stærð þessa
fisks slíka að helzt væri að likja
við Suðurlandsþorskinn, sem
væri mun stærri en Norðlend-
ingar ættu að venjast. Kvað Uni
þennan þorsk hafa verið troðinn
af stórri loðnu.
Morgunblaðið sagði Hjálmari
Vilhjálmssyni fiskifræðingi af
þessu og mátti á honum heyra, að
hann hafði fullan hug á að kanna
þetta frekar.
Torfi ófundinn
TORFI Þórðarson, Islending-
urinn sem týndur er á eynni
Tenerife, er ófundinn ennþá
þrátt fyrir mikla eftirgrennsl-
an. I frétt sem AP fréttastofan
hefur eftir lögregluyfirvöldum
á staðnum segir að Torfi hafi
haft orð á því að hann ætlaði í
fjallgöngu þegar hann fór síð-
ast af hóteli sínu.
Hægt miðar á
sáttafundum
TORFI Hjartarson ríkissátta-
semjari hélt áfram samningaum-
leitunum með fulltrúum laun-
þega og vinnuveitenda I gær á
Hótel Loftleiðum en fátt mark-
vert gerðist, að sögn forsvars-
manna aðila.
Áframhaldandi var rætt um
sérkröfur einstakra aðildarfélaga
ASÍ svo sem Iðju, Sambands
byggingarmanna, rafvirkja og
bílstjórafélaga austur í Rangár-
vallasýslu. Björn Jónsson, forseti
ASl, sagði f samtali við Morgun-
blaðið í gær, að þessum samninga-
viðræðum miðaði ekkert áfram að
hans dómi, og væri það bæði
vegna þess hversu umfangsmikl-
ar þær væru og að vinnuveit-
endur væru ófáanlegir að ljá máls
á þvf að fara að ræða um aðalkröf-
una — kauphækkunina.
Nýr fundur hefur verið
boðaður í almennum nefndum
aðila í dag kl. 3 en einnig verður í
dag fundur um almennu lífeyris-
sjóðina sem bæði vinnuveitendur
og Alþýðusambandið eiga aðild
að.
Guðmundur
varð 5.— 8.
GUÐMUNDUR Sigurjónsson
samdi um jafntefli við Vlastimil
Jansa frá Tékkóslóvakíu eftir 15
leiki í 15. og síðustu umferð skák-
mótsins í Hastings og varð í 5.—7.
sæti ásamt Gennadi Sosonko frá
Hollandi, Tony Miles frá Bret-
landi og Mark Taimanov frá
Sovétríkjunum með átta vinn-
inga.
Þrír urðu efstir og jafnir á
mótinu með 10 vinninga hver:
David Bronstein, Sovétrfkjunum,
Vlastimil Hort, Tékkóslóvakiu, og
Wolfgang Uhlmann, Austur-
Þýzkalandi. Viktor Korchnoi frá
Framhald á bls. 13
Sr. Einar Guðnason
í Heykholti látinn
SÉRA Einar Guðnason, prófastur
f Reykholti, er látinn, 72ja ára að
aldri.
Sr. Einar fæddist á Óspaksstöð-
um i Staðarhreppi i V-
Húnavatnssýslu hinn 19. júlí
1903, og voru foreldrar hans
Guðni Einarsson, bóndi þar, og
kona hans Guðrún Jónsdóttir.
Einar varð stúdent frá Mennta-
skólanum I Reykjavík árið 1924
en lauk embættisprófi í guðfræði
frá Háskóla Islands 1929. Hann
var á árunum 1924—25 heimiiis-
kennari á Brekku í Fljótsdal, en
varð síðan prestur í Reykholti
árið 1930. Einnig kenndi hann við
Reykhóltsskóla um langt árabil og
var um leið formaður skóla-
nefndar. Ennfremur var hann
formaður skólanefndar barna-
skólans á Kleppsjárnsreykjum
við stofnun hans 1961 og for-
maður fræðsluráðs Borgar-
fjarðarsýslu frá 1950. Séra Einar
var i framboði í sfðasta biskups-
kjöri, er núverandi biskup Sigur-
björn Einarsson hlaut kosningu.
Einar Guðnason var kvæntur
Önnu Bjarnadóttur Sæmunds-
sonar fiskifræðings.