Morgunblaðið - 16.01.1976, Page 10
10
ÞÓRARINN ELDJÁRN: „Ég er á móti
því að talað sé um að skáld séu góð eða
vond, því að það ýtir undir nokkuð sem
ég held að hafi verið bókmenntaiðju til
mikils skaða í áratugi, þ.e. samkeppnina.
Menn hafa verið að rembast við að skrifa
til þess að verða álitnir beztir."
0 Þórarinn mun flytja ný, gömul og
miðaldra ljóð í Haskólabíói.
PÉTUR GUNNARSSON: „Hvert tímabil
á sín listaskáld og ég held að við séum
alveg jafn góð fyrir okkar og önnur hafa
verið fyrir sin tímabil. En ég gef ekki
upp nein símanúmer hjá skáldum. Mjög
oft verða skáld fyrir áhrifum af mönnum
sem aldrei hafa gefið út bók og aldrei
hafa fengizt við að yrkja. Og svo verður
maður ekki síður fyrir áhrifum af öðrum
listformum en ljóðum, t.d. kvikmynd-
inni.“
0 Pétur mun flytja prósa, og er með
nýja bók í smíðum.
SIGURÐUR PALSSON: „Það eru margir
sem eru hlaupandi á þessum hring og ég
sé ekki hver er kominn í markið. Það eru
líka margir sem þjófstarta. En ég get
nefnt höfund sem mér finnst hafa fal-
legan stíl á hlaupabrautinni, en er ekki
ljóðskáld. Hins vegar hefur hann skrifað
svo heitan texta að hann er enn bann-
aður hátt í tveimur öldum eftir andlátið.
Það er Donatien Alphonse Francoise
Sade. Hitt er svo annað mál að menn
verða fyrir áhrifum af öðru en Ijóðum,
öðrum formum listar, og raunar ekki
einungis listar. Og hún er leiðigjörn
þessi kreistingslega árátta gagnrýnenda
þegar þeir finna samband milli föður og
sonar í ljóðlist að þá draga þeir þá álykt-
un að faðirinn hljóti alltaf að vera ljóð-
skáld líka.“
0 Sigurður mun bæði flytja nýtt og
gamalt efni, en væntanlegt er annað
hefti ljóðatrílógíu sem hófst með „Ljóð
salt“.
MORGUNBLÁÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1976
Texti: Á.Þ.
Myntíir:
Friðþjófnr
n Rax
LISTASKÁLDIN vondu „eiga þaS
alla vega sameiginlegt að yrkja,"
að því er þau segja sjálf.
Af hverju „vondu"?
„Af því að listaskáldin góðu eru
yfirleitt dáin."
En samt stendur „listaskáldin
góðu" á aðgöngumiðanum?
„Ætli við verðum ekki dáin eftir
þennan upplestur."
£ Góð eða vond. Listaskáld eða
ekki listaskáld. Alla vega gefst
áheyrendum kostur á að meta það
sjálfir á morgun, laugardag. Þá
munu átta ung skáld, sem kalla
sig „listaskáldin vondu," flytja
verk sín í Háskólabíói. Þau eru
Birgir Svan, Guðbergur Bergsson,
Hrafn Gunnlaugsson, Megas,
Pétur Gunnarsson, Sigurður Páls-
son, Steinunn Sigurðardóttir og
Þórarinn Eldjárn. Kynnir verður
Sigurður Karlsson.
Flutt verða Ijóð og textar af
öðru tagi, „og yfirleitt það sem
menn finna hjá sér hvöt til að
koma á framfæri á þessu augnar-
bliki. Ég veit ekki til þess að Jesús
hafi verið með Fjallræðuna
skrifaða." eins og Megas sagði á
blaðamannafundi listaskáldanna
vondu. „Þó geta menn ekki átt
von á þvi að þarna verði flippað
út," bætti hann við, og að við
fáum einhver núdistaköst."
„Okkur finnst spennandi að
taka þennan sjans með að flytja
skáldskap í Háskólabiói," sögðu
skáldin. „En ef við förum út úr
þessu með bullandi tapi þá neyð-
umst við að sjálfsögðu til að
endurtaka þetta." Verði aðgöngu-
miða er að sögn þeirra „stillt í
óhóflegt hóf eða 250 islenzkar
krónur. Ókeypis verður fyrir börn
innan 12 ára og ellilífeyrisþega
vegna bágra kjara þeirra. Og við
hvetjum barnafólk sérstaklega til
að mæta og munum hafa þraut-
þjálfaðar barnapiur til að passa
börnin á meðan. Þó verður ekki
skipt á þeim, en foreldrar kallaðir
upp inní sal ef til sliks kemur."
Miðasalan er hafin í Háskóla-
bíói, en dagskráin á laugardaginn
hefst kl. 2 e.h. stundvislega og
mun hvert listaskáld flytja verk
sin i um 1 5. minútur.
• MORGUNBLAÐIÐ bar þá
spurningu fyrir listaskáldin vondu
hver væri að þeirra smekk lista-
skáldið góða og þau svöruðu hvert
um sig.
GUÐBERGUR BERGSSON: „Ætli það
sé ekki hún Steinunn. Það er vegna þess
að hún yrkir svo afskaplega vel og sér-
staklega vil ég nefna ljóð hennar um
Snæfellsjökul."
0 Guðbergur mun á morgun flytja áður
óbirt ljóð, sem hann hefur fært sem fórn
til Freys, en þau eru úr nýrri ljóðabók.
STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR: „Eg
les aldrei nema eigin verk, svo að ég get
ekki svarað spurningunni. I þessu felst
vitaskuld að ég er sammála Guðbergi."
0 Steinunn mun lesa efni úr nýrri bók
sem væntanleg er á þessu ári.
BIRGIR SVAN: „Mig langar til að nefna
tvo menn sem ég les mér til hvað mestr-
ar ánægju. Það er i fyrsta lagi bezta
pólitíska skáldið á Islandi, Einar Ólafs-
son, félagi minn. Af eldri höfundum
nefni ég Stefán Hörð Grímsson, þótt
hann sé ekki dáinn og þar af leiðandi
ekki gott listaskáld."
0 Birgir mun flytja ný ljóð sem hann
nefnir „nætursöltuð ljóð“.
MEGAS: „Ef við tökum sérstaklega
skýrt dæmi um gott listaskáld, Jónas
Hallgrímsson, þá fara að rifjast upp
fyrir manni bein, og það eru ekki öll
skáld sem ná þeim árangri. Gæði skálda
eru erfið viðureignar vegna þess að
skáld eru lífverur og geta rekið upp
öskur. En við höfum voðalega litla þýð-
ingu fyrir pípuhatta. Þess vegna er
strollan frá því í gamla daga metin nú
eftir því hvernig hægt er að brúka hana.
Nú eru skáldin sem betur fer smám
saman að raða sér undir merki raf-
magnsins."
0 Megas mun hafa hljóðfæri meðferðis
í Háskólabíó en lofar engu um hvernig
það verður tónað. Hann er farinn að
HRAFN GUNNLAUGSSON: „Er það
ekki þessi fugl sem syngur þennan eina
tón. Skáldið á greininni. Allt sem skríkir
og hlær.“
• Hrafn kveðst hafa í sigti að flytja ljóð
sem hann er búinn að vera að setja
saman lengi og heitir „Grafarinn með
fæðingartengurnar“. En hvort af þvf
getur orðið segir hann fara eftir hvernig
veðrið verður á laugardaginn — hvernig
hellist upp á könnuna.