Morgunblaðið - 16.01.1976, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 16.01.1976, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANUAR 1976 11 Prests- kosning í Mosfells- prestakalli PRESTSKOSNING fer fram í Mosfellspresta- kalli í Kjósarsýslu um miðjan febrúar. Umsækjendur eru fjórir, séra AuSur Eir Vilhjálmsdóttir, séra Bragi Benediktsson, séra Kolbeinn Þorleifs- son og séra Sveinbjörn Bjarnason. Umsækjendur flytja kynningarguðsþjón- ustur í Lágafellskirkju fjóra næstu sunnu- daga, sr. Auður Eir sunnudaginn 18. janú- ar, sr. Kolbeinn sunnu- daginn 25. janúar, sr. Sveinbjörn sunnudag- inn 1. febrúar og sr. Bragi sunnudaginn 8. febrúar. Auður Eir Vilhjálmsdóttir er fædd I Reykjavik 21 apríl 193 7. Foreldrar hennar eru hjónin Inga Árnadóttir og Vilhjálmur Þ Glslason fyrrum útvarpsstjóri. Hún varð stúd- ent frá Háskóla islands i janúar 1962. Hún starfaði í kvenlögregl- unni með námi og eftir það uns hún fluttist með fjölskyldu sinni til Frakk- lands fyrir þrem árum. Hefur hún stundað þar framhaldsnám i guð- fræði við háskólann i Strassborg í Reykjavik starfaði hún að kristileg- um störfum í KFUK, Kristilegu stúd- entafélagi og Hjálpræðishernum Hún hefur kynnt sér kristilegt starf I Noregi og Edinborg. Auður Eir vigð- ist til Staðarprestakalls i Súganda- firði árið 1974 og var þar prestur í eitt ár. Hún er gift Þórði Erni Sig- urðssyni, sem starfar við Evrópu- ráðið i Strassborg og eiga þau fjórar dætur Séra Auður Eir messar i Lágafells- kirkju sunnudaginn 1 8. janúar kl 2 Séra Kolbeinn Þorleifsson er fæddur i Reykjavík 18 júli 1936 Foreldrar hans voru Þorleifur Guðmundsson frá Stóru-Háeyri á Eyrarbakka og kona hans Hannesina Sigurðardóttir frá Akri, Eyrarbakka Kolbeinn varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1959 og lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla ís- lands 1961 Kennari við Skóga- skóla undir Eyjafjöllum 1961—62 Námsdvöl í Noregi 1962. Guðfræðipróf frá Háskóla íslands haustið 1967 og vígðist skömmu siðar til Eskifjarðar, þar sem hann var prestur til haustsins 1971. Hefur siðan stundað framhaldsnám i Kaupmannahöfn og lagt megin- áherzlu á rannsóknir á þátttöku ís- lendinga i trúboði á Grænlandi og Finnmörku á 18 öld Hefur hann m.a ferðazt um Grænland vegna þessara rannsókna, skrifað greinar í blöð og haldið fyrirlestra i útvarpi um sin rannsóknarefni Hann er ókvæntur. Séra Kolbeinn messar í Lágafells- kirkju sunnudaginn 25 janúar kl 2 Sveinbjörn Bjarnason er fæddur i Reykjavik 19 ágúst 1941. For- eldrar eru hjónin Ósk Sveinbjarnar- dóttir og Bjarni Bjarnason bruna- vörður Sveinbjörn varð stúdent frá Menntaskólanum i Reykjavík 1962 og lauk guðfræðiprófi frá Háskóla islands 1973 Vigðist sama ár til Hjarðarholtsprestakalls i Dölum í veikindaforföllum sóknarprests Hann var forstöðumaður Litla- Hrauns sumarið 1 972 og vann siðar hjá Almannavörnum rikisins og Rauða krossi islands S I. tvö ár hefur hann dvalist i Skotlandi og lagt stund á kennimannlega guð- fræði Hann starfar nú sem prestur i Hjaltlandi Hann er kvæntur Caterine Bjarnason og eiga þau tvö börn Hann messar í Lágafellskirkju sunnudaginn 1 febrúar kl 2 Bragi Benediktsson er fæddur 1 1. ágúst 1936 að Hvanná i Jökuldal í Norður-Múlasýslu, sonur hjónanna Lilju Magnúsdóttur og Benedikts Jónssonar, bónda þar Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta skólanum á Akureyri 1959 og guð- fræðiprófi frá Háskóla íslands 1965 Hann vígðist til Eskifjarðar samá ár Haustið 1 966 gerðist hann prestur við Frikirkjuna i Hafnarfirði og stundaði jafnframt þvi kennslu við Flensborg og Lækjarskólann i Hafnarfirði Hann lauk kennaraprófi frá H í. 1 967 og lagði stund á nám i æskulýðs- og félagsmálum i Banda- rikjunum árið 1972 Kosinn félags- málastjóri hjá Hafnarfjarðarbæ sama ár Bragi er kvæntur Bergljótu Sveinsdóttur, Sveins M Sveins- sonar, forstjóra og Soffiu Haralds- dóttur og eiga þau 6 börn Hann messar í Lágafellskirkju sunnudaginn 8 febrúar kl 2 Hjálp í viðlögum Sáraböggull og notkun hans Svo er til ætlast, að skyndibindi þau, sem sáraböggull inniheldur, séu til á öllum vinnustöðum, en æskilegt að þau væru eínnig við höndina á heimilum, f einkahifreið- um og á ferðalögum. Vegna lögunar þessara binda er unnt að bregða þeim um sár, svo að segja hvar sem er á Ifkamanum og mun minni vandi að binda með þeim en öðrum sárabindum, enda ætluð til skyndihjálpar þar til næst f læknishjálp. I sáraböggli er sáragrisja (kompressa) saumuð föst f bindi. Grisjan er sótt- hreinsuð og ber þvf ekki að snerta þann hluta hennar, sem lagður er á sárið, en grfpa um enda vafnings bindisins um leið og sáraböggullinn er opnaður. bindisins og vejið þeim lengri með hinni hendinni yfir grisjuna og Ifkamshlutann, sem særður er. Hnýtið sfðan endum saman. Sáragrisjan vett á blæðandi sár f lófa. Sjúkl. þrýstir fingrum sfnum þétt á grisj- una og hjálparmaður vefur langendanum fast um hnefa hans, svo þrýstingurinn haldist og hindri meiri blæðingu. Einnig er hægt að nota innihald sára- bögguls til að stilla blæðingu úr sári á enni eða hnakka. Sjálfshjálp kemur einnig oft til greina með þessum búnaði. Unnt er að nota innihald sárabögguls til að binda um meiðsli, jafnt á brjósti sem baki. Það er vandi, svo vel farí, að binda um auga með venjulegu sárabindi, en þarna er það auðvelt með þvf móti að vefja lengri endanum um hnakka og enni, á móti þeim styttri. þremur stærðum. Jón Oddgeir Jónsson. STÓRKOSTLEG ÚTSALA HJÁ |

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.