Morgunblaðið - 16.01.1976, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANUAR 1976
Unnur Eiríksdóttir
Fædd 7. júlí 1921.
Dáin 8. janúar 1976.
Hvft segl blöktu f goiunni
sól skein f heiði
og þið sváfuð öll
ég stóð ein á ströndinni
og veifaði dökkri slæðu
mannlausu skipi
sem sigldu fyrir hvítum seglum
útíóvissuna
segir Unnur Eiríksdóttir í
fyrsta kvæðinu, Mannlaust skip, í
ljóðabók sinni I skjóli háskans
(Helgafell, 1971). Ljóð þetta má
heimfæra á mannsævina: sól skín
í heiði og lífið heldur áfram þótt
+
Móðir min
FRIÐBJORG
GÍSLADÓTTIR.
Sogaveg 1 56
Reykjavlk
andaðist 1 3. janúar
eitthvert okkar tínist burt, og öll
eigum við það sameiginlegt þegar
kallið kemur að standa ein á
ströndinni, landamærum lífs og
dauða, og veifa mannlausu skipi
sem siglir fyrir hvi'tum seglum
vonarinnar út í óvissuna.
Ég ætla ekki að minnast Unnar
á hefðbundinn hátt, heldur sem
mikilhæfrar skáldkonu sem
hrifin var hurt í hlóma lífsins. Ég
kynntist henni skömmu áður en
skáldsaga hennar Villibirta kom
út. Hún var þá þegar kunn fyrir
smásögur sfnar og ljóð, sem birst
höfðu í tímaritum, og fjölmargar
þýðingar m.a. eftir Sartre, Colette
og Dúrrenmatt. Já, ég kynntist
henni sem glæsilegri konu sem
vænti sér mikils af lífinu. Hún
hafði þá fundið þann lífsförunaut
sem vakti hljómgrunn í hjarta
hennar, Stefán Hörð Grímsson
skáld, og sem brást henni ekki
undir hinum aðsteðjandi og lang-
varandi veikindum.
Skáldsagan Villibirta (Snæfell,
1969) lýsir þroskaferli ungrar
konu frá barnæsku. Sagan gerist
að mestu í Reykjavík í seinni
heimsstyrjöldinni og í baksýn
bregður höfundurinn upp hnit-
miðuðum og skýrt dregnum
myndum af hernáminu. Sögu-
hetjan, Brynja, sem lifað hefur í
draumheimi æskunnar, giftist
barnung sér eldri manni, drykk-
felldum og óábyrgum. Viðhorf
þeirra til lífsins ergjörólíkt, eink-
um eftir að hún hefur náð fullum
þroska sem móðir. Þar með er
æskudraumum ungu stúlkunnar
lokið og kaldur veruleikinn blasir
við.
Unnur hefði án efa átt framtíð
fyrir sér sem rithöfundur og
skáld ef heilsa hennar hefði ekki
bilað. En einmitt þegar hún er að
ná hátindi í skáldskap sínum
steðja veikindin að. Þó tókst
henni að gefa út ljóðahók og smá-
sagnasafn, og það hlýtur að hafa
valdið hénni vonbrigðum að geta
ekki haldið áfram að skrifa. Mér
finnst einhvern veginn að Villi-
birta, hennar fyrsta og eina skáld-
saga, hafi ekki vakið þá athygli
sem skyldi. Sagan er vel gerð og
hefur sömu stíleinkenni til að
bera og smásögur hennar, en stíll
Unnar er fastmótaður og persónu-
legur, oft táknrænn og með Ijóð-
rænu ívafi.
Sagan Skúlptúrí smásagnasafn-
inu Hvítmánuður (Helgafell
1974) hefst t.d. þannig:
„Þeir freista mín, allir þessir
litir.
Grænir, bláir, gullnir, og mjúkt,
sveigjanlegt grasið, ilmandi og á
sífelldri hreyfingu í blænum.“
Nei, ég vil ekki minnast Unnar
eins og hún sé dáin því skáld lifa
áfram í verkum sínum. Hún mun
birtast okkur í ljóðum sínum og
sögum, í litunum sem freistuðu
hennar: grænum, bláum,
gullnum, og í mjúku, sveigjan-
legu grasinu, ilmandi og á sí-
felldri hreyfingu í blænum. Og þá
verður okkur hugsað til hennar
eins og konunnar í Fjarskanum,
ævintýrinu í Villibirtu, en frá-
sögnin hljóðar svo:
„Konan í Fjarskanum er lítil og
grannvaxin. Hún er alltaf glöð.
líka þótt eitthvað blási á móti.
Hún er svo létt á fæti að líkist
dansi. Orðheppin og fljót i
svörum. Öllum þykir vænt um
hana.“ — Þetta er í rauninni
mynd af Unni sjálfri eins og hún
kom mér fyrir sjónir þegar við
kynntumst fyrst, og þannig vil ég
minnast hennar.
Ég votta hér með dætrum skáld-
konunnar og unnusta samúð
mína.
Gréta Sigfúsdóttir.
Ljúft er oss öllum að minnast
vina vorra, sem varpað hafa birtu
og yl á braut vora á liðnum árum,
einkum þegar „skuggarnir
þéttust um fætur“.
Unnur Eiríksdóttir rithöfundur
er látin, en ég ætla, að hún gleym-
ist engum, sem fengu að kynnast
henni og auðnaðist að skyggnast
örlítið inn í hinn margslungna
hugarheim þessarar konu.
Ég hygg, að Unnur Eiriksdóttir
hafi alla ævi átt sínar dýrðlegu
hamingjustundir, þrátt fvrir
stormviðri lífsins, sem á henni
mæddu. Hamingja hennar átti
fyrst og fremst rætur sínar í
hennar eigin sál og einmitt vegna
þess, hlotnaðist henni mannleg
vinátta og hylli, sem varð henni
leiðarljós um myrka stigu mann-
legs lífs.
Unnur Eiriksdóttir var mjög
sérstæður og einnig ógleyman-
legur persónuleiki. Kom það ekki
einungis skýrt fram í kynnum við
hana sjálfa, heldur og engu síður
i verkum hennar, sem öll voru
slungin þeim töfrum, sem hennar
hugarheimur var ofinn af.
Þegar ég nú lít til baka yfir
kynni mín við Unni Eiriksdóttur,
virðist mér, að með lífi sínu og
lífsskoðunum hafi hún verið ljós-
blik meðal sinnar samtíðar, en
vandi er að meta slíkt sem vert er.
Gott er að vita við leiðarlok, að
allt er öruggt i hendi þess, sem
lífið gaf og tekur það aftur að
síðustu til sín. Engu þarf að kvíða.
Ég þakka að hafa átt þess kost að
kynnast Unni Eiríksdóttur.
Ég bið þess að síðustu, að allir,
sem sakna hennar mest megi láta
ljós hennar lýsa sér til hinstu
stundar.
Guðm. M. Þorláksson.
Unnur rithöfundur Eiríksdóttir
er látin. Þýð rödd þögnuð, ljúfur
söngur hljóðnaður. Eikin granna
lögð að velli, langt stríð til lykta
leitt. Hlýtt hjarta kulnað, dökkur
brámáni slokknaður.
Unnur var ein í hópi þeirra,
Framhald á bls. 13
t
Móðir okkar
RÓSA KRISTÍN
STEFÁNSDÓTTIR
frá Vestmannaeyjum
lézt að heimili sínu Keilufelli 9
1 2 janúar s.l.
Stefán Brynjólfsson,
Guðlaugur Valur Brynjólfsson.
+
Innilegar þakkir sendum við öll-
um þeim, er sýnt hafa okkur
samúð og vináttu við fráfall
REGÍNU
SVANBERGSDÓTTUR,
Safamýri 34
Ásgeir Þorleifsson
Þorleifur Ásgrlmsson
+
Þökkum innilega samúð og vin-
arhug við fráfall og útför móður
minnar, tengdamóður og ömmu,
GUÐRUNAR
JÓHANNSDÓTTUR
Hjallaveg 1 9
JóhannesG. Jónasson
Erla Helgadóttir
og barnabörn.
+
Þökkum öllum nær og fjær auð-
sýnda samúð og vinarhug við
fráfall eiginmanns míns, föður,
tengdasonar og fósturbróður.
tNGIBERGS JENS
GUÐJÓNSSONAR
frá ísafirði
Stigahllð 22. Rvk.
Anna Helga Hjörleifsdóttir,
Guðjón Sigþór Jensson
Ellsabet Jensdóttir,
Páll Viðar Jensson
Guðrún Gunnarsdóttir
Ragna Ragnarsdóttir
Ólafur Herbert Skagvik
Lilja Júliusdóttir.
Útför
GUOJÓNS GUDBJÖRNSSONAR,
fyrrv. skipstjóra,
Ránargötu 14.
verður gerð frá Dómkirkjunni laugardaginn 17 janúar kl 10 30 f.h
Blóm vinsamlegast afþökkuð
Matthea Jónsdóttir.
Þurlður Guðjónsdóttir, Páll Ólafsson,
Helga Guðjónsdóttir, Sigvaldi Jóhannsson.
+
Eiginkona mín,
ÁSTA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Ólafsdal, við Einimel,
andaðist aðfaranótt 1 5 janúar
Karl Á. Torfason.
+
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför systur
okkar
KRISTÍNAR GUÐFINNSDÓTTUR.
Norðurbrún 1.
Guðriður Guðfinnsdóttir,
Kristjana Guðfinnsdóttir,
Jóhanna Mar Guðfinnsdóttir.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts
konunnar minnar, móður, tengdamóður og ömmu
JENSÍNU E. S. JÓNSDÓTTUR
Brekkugerði 7
Þökkum læknum og hjúkrunarkonum Kvenlækningadeildar Landspital-
ans fyrir frábæra umönnun i veikindum hennar
Björn Ófeigsson,
Jón Björnsson, Sunna Guðnadóttir
Jóhanna Björnsdóttir Hildur Bolladóttir
Ófeigur Björnsson, Haukur Alfreðsson
Anna Lfsa Björnsdóttir,
og barnabörn
Verzlanir okkar
verðalokaðarí dag
frá kl. 14 00 vegna jarðarfarar.
ÍSLENZKUR HEIMILISIÐNAÐUR
Laufásvegur 2, Hafnarstræti 3.
+
Konan min, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
LAUFEY EINARSDÓTTIR,
Lækjarfit 1.
Garðabæ.
er lézt að Borgarspítalanum aðfararnótt 10 janúar, verður jarðsungin
frá Garðakirkju laugardaginn 1 7. janúar kl 10 30
Snorri Jónsson. börn. tengdabörn og barnabörn.
+
Útför
ÁSGERÐARKARLSDÓTTURFOXON
frá Seyðisfirði,
Waverton — Chester,
Englandi,
fer fram föstudaginn 1 6 janúar
Vandamenn.
+
Séra EINAR GUÐNASON.
fyrrverandi prófastur I Reykhoiti,
andaðist á Landspitalanum hinn 14 janúar
Anna Bjarnadóttir
Bjarni Einarsson Gislina Friðbjörnsdóttir
Steinunn Einarsdóttir Heimir Þorleifsson
Guðmundur Einarsson Dóra Sigurðardóttir
og barnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
SIGRÍOAR FRIÐRIKSDÓTTUR
Brynleifur H. Steingrimsson og börn.
+ Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóð-
ur og ömmu
GUÐRÚNAR BENEDIKTSDÓTTUR
Laugaveg 50 B
Rafn Viggósson Svandis Guðjónsdóttir
Kristin Viggósdóttir Helgi Pálsson
Sigrún Viggósdóttir Valdimar J. Magnússon
Benedikt Viggósson Jóna Salóme Þórarinsdóttir.
og barnabörn