Morgunblaðið - 16.01.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANUAR 1976
19
Þorvaldur Magnússon
sjómaður — Minning
Fæddur 19. ágúst 1895.
Dáinn 9. janúar 1976.
í dag er til moldar borinn Þor-
valdur Magnússon, sjómaður.
Hann var seinni maður föður-
ömmu minnar, Halldóru Finn-
björnsdóttur. Fyrir mér var hann
alltaf „Valdi afi“ eini afinn, sem
ég þekkti að ráði. Þessar línur eru
ritaðar í bljúgri þökk fyrir allt,
sem hann var mér og minum.
Þorvaldur var fæddur 19. ágúst
1895 að Folafæti við Isafjarðar-
djúp. Foreldrar hans voru
Magnús Guðmundsson og fyrri
kona hans, Júlíana Þorvaldsdótt-
ir. Þau hjón áttu 4 börn: Sophus,
Óskar, Hildi og Þorvald.
Hann missti móður sina um
fermingu. Eftir móðurmissinn
ólst hann að mestu leyti upp hjá
Ásgeiri Guðbjartssyni og konu
hans Guðbjörgu Pálsdóttur, sem
þá bjuggu að Markeyri í Skötu-
firði. Síðar fluttist hann með
þeim til Hnífsdals.
Þorvaldur stundaði sjó frá
barnsaldri fram yfir sjötugt.
Hann varð snemma bátsformaður
í Hnífsdal, en fór síðar á „stóru
bátana" frá Isafirði. Togarasjó-
maður var hann í meira en 40 ár,
lengst af bátsmaður. Hann var á
Hávarði ísfirðingi sem síðar hét
Skutull, í 17 ár. Á Ingólfi Arnar-
syni var hann síðustu 14 árin á
sjónum, en hafði áður verið
skemmri tíma á togurunum
Drangi, Keflvíkingi o.fl.
Þorvaldur var sæmdur heiðurs-
merki Sjómannadagsins 1961.
Hinn 4. nóvember 1920 kvænt-
ist hann eftirlifandi konu sinni,
Halldóru Finnbjörnsdóttur í
Ilnífsdal. Synir þeirra eru þeir
Ásgeir málarameistari og Finn-
björn, skrifstofustjóri Loftleiða.
Barnabörnin eru 11 og barna-
barnabörnin 4. Stjúpbörnum sín-
um og þeirra börnum reyndist
Þorvaldur einnig hinn bezti faðir
og afi.
Fyrir mér var Valdi afi alla tíð
hinn dæmigerði íslenzki sjómaður
eins og þeir gerast beztir. Hann
var karlmannlegur og æðrulaus,
fámáll og gagnorður. Svipurinn
hreinn, augnaráðið hvasst,
andlitið sem meitlað í stein. Hann
var hár og þrekinn, þykkur undir
hönd, hendurnar stórar og sigg-
grónar, heljarmenni að burðum.
Jón Kaldal ljósmyndari tók af
honum þekkta sjómannsmynd
sem m.a. prýddi kápusíðu Sjó-
mannasögu Vilhjálms Þ. Gísla-
sonar.
Afi var með afbrigðum skyldu-
rækinn og mátti ekki vamm sitt
vita í neinu. Að jafnaði mætti
hann fyrstur manna um borð
fyrir hvern veiðitúr.
Hann var ekki fyrir að fjölyrða
um hlutina. Eitt sinn tók hann út
með trollinu af Hávarði ísfirð-
ingi. Hann flaut upp og náðist um
borð við illan leik. Ekki frétti
amma um þetta fyrr en löngu
síðar, þegar skipsfélagi afa kom
heim til þeirra og sagði frá.
Gamla manninum þótti ekki taka
því að nefna þetta.
Afi sigldi öll stríðsárin, en vildi
lítið um það tala. Af stutium til-
svörum mátti þó ráða í hrikalega
atburði.
„Hörð er lundin, hraust
er mundin,
hjartað gott, sem undir slær.“
Alltaf fannst mér þessi orð eiga
vel við afa.
Mér var hann góður afi. Ennþá
sé ég fyrir mér leikföngin, sem
hann gaf mér á stríðsárunum.
Foreldrar mínir fluttu frá Siglu-
firði til Reykjavíkur 1944. Ég fór
nokkrum mánuðum á undan, var
hjá afa og ömmu og átti góða ævi.
Ég flaug frá Akureyri til Reykja-
víkur, lítill og svolítið hræddur
drengur. Á flugvellinum beið
Valdi afi og öryggiskennd fór um
mig, þegar hann greip mig sínum
sterku sjómannshöndum.
Heimili þeirra gömlu hjónanna
var alla tfð sérstakt rausnar- og
myndarheimili Kynslóð eftir kyn-
slóð leitaði til þeirra. Hjá þeim
ríkti sú hlýja og friður, sem
aðeins er að finna hjá hjarta-
hreinu fólki.
Afi var góður og umhyggju-
samur heimilisfaðir. Hann var
mikill reiðumaður í öllum við-
skiptum og vildi engum skulda
neitt.
Það er margs að minnast og
margt að þakka, þegar litið er til
baka. Ég gleymi því ekki, þegar
ég kom með fjölskyldu mína til
Islands 1967, f eina skiptið meðan
ég var við framhaldsnám er-
lendis. Við ætluðum í langferð út
á land. Peningarnir urðu ódrýgri
en ætlað hafði verið. Við nefnd-
um þetta ekki við neinn, en
hugsuðum okkur að stytta ferðina
f tfma og vegalengdum. Þegar við
kvöddum gömlu hjónin í upphafi
ferðar, rétti afi mér umslag. Ég
opnaði það, og þarna lá stór fjár-
upphæð. Ég ætlaði að mótmæla,
en Valdi afi hvessti á mig augun.
„Við tölum ekki meira um það.“
Málið var útrætt en mikið kom
þetta okkur vel.
Síðustu árin'voru afi og amma á
Hrafnistu. Hann hafði alla ævi
verið sérlega heilsuhraustur.
Fyrir 1 ‘A ári kenndi hann þess
sjúkdóms, sem ekki varð komizt
fyrir og varð honum að aldurtila.
Siðustu 3 mánuði hrakaði honum
ört. Hann háði dauðastrið sitt af
því æðruleysi og karlmennsku,
sem honum var tamt. Einu
áhyggjur hans snerust um hana,
sem verið hafði lífsförunautur
hans í 55 ár. Hann andaðist
aðfaranótt 9. janúar.
Valdi afi hefur nú haldið fleyi
sínu yfir djúpið mikla, sem bíður
okkar allra. Ég er þess fullviss, að
hans bíður góð heimkoma.
Kristján Baldvinsson.
Frekar stuttu, en ströngu, hel-
stríði er lokið. Engill dauðans
hreif með sér sem barn hraustan
og stæltan sjómann, sem lengst af
ævinnar hafði marga hildi háð við
Ránardætur — stundum meira en
skrámast í þeirri viðureign, en
samt ekki hætt leiknum fyrr en
EIli kerling kallaði hann frá borði
— og treglega þó — því sjó-
mennskan var raunar það eina líf,
sem hann i atvinnulegu tilliti
fann sig sáttan við. Hann gat helzt
ekki á nokkru verki snert eftir að
í land kom. Það var eins og hon-
um þessum dugmikla sægarpi,
féllust alveg hendur eftir að úr
sjóstakknum var komið.
Lífið hafði hvorki unnt honum
margra né langra, stunda í skauti
heimilis og fjölskyldu, meðan
hann var og hét. Mörg sjóferðin
var einmitt hafin í þann mund, er
aðrir gengu til náða, og ósjaldan
horfst í augu við hríð og myrkur í
þungri undiröldu á útleið,
meðan öðrum auðnaðist að fagna
aðfarandi hátjð Ijóssins í landi.
Það er mér minnisstætt. Og það
átti fyrir honum að liggja að
heyja hinztu baráttu sína og hel-
stríð um síðustu jól, i gjörningum
harms og þrauta.
Aldrei vissi hann hik né efa
frammi fyrir skyldum lifsins.
Hann var einn þeirra manna, sem
umhugsunarlaust hefði vaðið eld
heldur en hvika frá nokkru þvi,
er honum var til trúað. Slík var
samvizkusemi hans og skyldu-
rækni.
Móður okkar var hann um-
Framhald á bls. 13
Mikið úrval af kuldaskófatnaði.
Einnig ódýr gúmmístígvél á alla
fjölskylduna.
Opið til kl. 8 föstudag
og frá
kl. 10—12 laugardag
nsisik
ISKEIFUNNI 15IISIMI 86566
2
|
uj
H-
CC
5
V)
2
u.
<
ASAMT
HINUM
LANDS-
FRÆGU
MUNIÐ SÆTAFERÐIR B.S.I.