Morgunblaðið - 16.01.1976, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 16.01.1976, Qupperneq 28
ÝSINGASIMINN ER: 22480 JMvrgunliIabib AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 |H«r0unblabiti FÖSTUDAGUR 16. JANUAR 1976 Borinn til Kröflu samkvæmt áætlun Nýi borinn byrjar á Blönduósi ORKUSTOFNUN mun senda stóra borinn til Kröflu f marz- byrjun samkvæmt áætlun sagði Karl Ragnars verkfræðingur, yfirmaður Kröfluframkvæmda fyrir Orkustofnun. Stóri borinn, sem getur borað niður á 3000 metra dýpi, er nú á Laugaiandi þar sem verið er að Ijúka borun á fyrstu holunni sem er um 1300 m djúp. Ráðgert er að bora aðra holu á Laugalandi áður en borinn fer inn að Kröflu. Karl kvað ráðgert að bora 3—4 holur á Kröflusvæðinu næsta sumar samkvæmt áætlun, en ekki kvað hann þó víst að þeirri áætl- un yrði fylgt eftir þar sem gufa hefði minnkað talsvert eftir gosið þar fyrir s.l. jól. Þá má geta þess að á næstunni verður tekinn í notkun nýr bor sem Orkustofnun er að fá og mun hann geta borað 1500 m djúpar holur. Borinn kom til landsins fyrir jól og verður leystur út úr tolli á næstunni en fyrsta verk- efni hans verður á Blönduósi. Loðnunefnd í viðbragðsstöðu: AiMfjarðaverksmiðjumar tilbúnar að taka á móti „VIÐ fórum f viðbragðsstöðu um leið og við fréttum um loðnufund- inn f nótt er leið og ef einhver loðna veiðist í nótt þá tökum við til starfa í dag,“ sagði Gylfi Þórð- arson, formaður loðnunefndar, f samtali við Morgunhlaðið í gær. Gylfi sagði, að allar verksmiðj- urnar á Austfjörðum væru tilbún- ar til loðnumóttöku, nema bræðsl- an f Neskaupstað, sem væntan- lega verður tilbúin til móttöku um mánaðamótin. „Það er augljóst," sagði Gylfi, „að ef loðna byrjar að veiðast á svæði milli Grímseyjar og Mel- rakkasléttu þá njóta bræðslurnar á Norður- og Norðausturlandi góðs af til að byrja með. Á Siglu- firði er verksmiðja með 1100 lesta sólarhringsafköst, á Raufarhöfn er verksmiðja með 600 lesta af- köst, í Krossanesi er hægt að bræða 300 lestir og á Vopnafirði 400 lestir.“ Þá sagði Gylfi, að allar bræðslur á Austfjörðum, þ.e. frá Vopna- firði til Hornafjarðar, en þær eru 11 að tölu, væru tilbúnar að taka á móti loðnu, nema nýja bræðslan i Neskaupstað. Þessar verksmiðjur gætu brætt 3700 lestir á sólar- hring og þegar bræðslan í Nes- kaupstað tæki til starfa ykjust afköstin um 700 lestir. Þá væri þess að vænta að Norglobal kæmi á miðin, en skipið bræddi um 1500 lestir á sólarhring á meðan loðnan væri úti fyrir Austfjörð- um, en þá er hún frekar feit og sein unnin. Alls væri því gert ráð fyrir, að bræðslur á svæðinu frá Siglufirði til Hornafjarðar gætu brætt 7900 lestir á sólarhring þegar allt væri komið i fullan gang. Sérfrœðingar kvaddir til Utanríkismálanefnd Alþingis ekki, en stjórnvöld hafa lýst því skila áliti sínu um aðdraganda óskaði þess við dómsmálaráðu- neytið að dómkvaddir yrðu sér- fróðir menn nefndinni til ráðu- neytis vegna áreksturs varð- skipins Þórs og brezku frei- gátunnar Leander til að yfir- fara gögn þau er fram komu í sjódóminum á Seyðisfirði um þennan árekstur. Sem kunnugt er mun það að mestu velta á niðurstöðum dómsins hvort utanríkismálanefnd mælir með því að stjórnmálasambandinu við Bretland verði slitið eða yfir að komi óyggjandi í ljós að Leander hafi valdið árekstrin- um, verði stjórnmálasamband- inu slitið. Guðmundur Jónsson borgar- dómari dómkvaddi að tilmæl- um dómsmálaráðuneytisins þá Jónas Sigurðsson, skólastjóra Stýrimannaskólans, Andrés Guðjónsson, skólastjóra Vélskólans og Árna Guðjónsson hæstaréttarlögmann f þessu skyni og munu þeir væntanlega og orsakir árekstursins árdegis, en utanríkismálanefnd mun síðan koma saman til fundar eftir hádegið og fara yfir skýrslu þeirra. I gær kynntu sérfræðingarnir sér gögn um sjóprófin á Seyðisfirði og skoð- uðu m.a. sjónvarpsmynd ITV sem tekin var af atburðinum um borð í Þór, þegar hann átti sér stað, en myndin var sýnd i fréttum sjónvarps í fyrrakvöld. Var ljósmyndin hér tekin við það tækifæri. Eysteinn Tryggvason: „Óeðlileg þróun jarð- skjálfta fyrir norðan’ SNARPUR jarðskjálftakippur kom við Kröflu um kl. 18.50 í gærkvöldi og fram til kl. 22 komu tveir aðrir snarpir kippir. Sam- tals munu hafa komið 11 snarpir kippir á Kröflusvæðinu f gær. 43 menn vinna nú f byggingarvinnu við Kröflu og f gærkvöldi biðu þeir fyrirmæla um hvað gera skvldi frá almannavörnum Mývatnssveitar. Snarpasti kipp- urinn f gær reyndist vera rösk- lega 4,5 stig á Richter-kvarða, en flestir stærri kippirnir voru að stærðargráðunni 3,5—4 stig. Þorgils Axelsson byggingar- stjóri Miðfells við Kröflu sagði seint i gærkvöldi, að menn biðu nánari fyrirmæla almannavarna, 'sífellt væru einhverjar jarð- Öttast að Bretar hafi tapað áróðursstríðinu BRFZKIK þingmenn telja að Bretar séi; að tapa „áróðusrstrfð- inu“ við fslendinga cn að vinna sjálft „fiskveiðistrfðið" og fái meiri afla en á sama tfma f fyrra. Þetta kom fram á fundi sem þing- menn úr öllum stjórnmálaflokk- um sem áhuga hafa á sjávarút- vegsmálum héldu f gær f West- minster til að ræða þorskastrfðið. Þingmennirnir vildu að hlutað- eigandi brezk ráðuneyti gerðu miklu meira en þau hefðu gert til þessa til að breyta þeirri hugmynd sem Islendingar kæmu á framfæri að þeir væru smáþjóð sem yrðu að þola yfirgang stórþjóðar. Þeir fögnuðu milligöngu dr. Josef Luns, framkvæmdastjóra NATO, en ákváðu jafnframt að færa landvarnaráðuneytinu þakkir fyrir það starf sem brezki sjóherinn leysti af hendi fyrir brezka togaraflotann. Þingmennirnir koma aftur saman til fundar eftir hálfan mánuð til að meta ástandið og einnig til að ræða stefnu Efna hagsbandalagsins í sjávarútvegs- málum. STUÐNINGUR SKOTA William Wolfe, formaður flokks skozkra þjóðernissinna skoraði jafnframt í dag á brezku stjórnina að viðurkenna í meginatriðum út- færslu íslenzku landhelginnar í 200 mílur. Wolfe sagði: „Slit stjórnmála- sambands Islands og Bretlands, sem nú eru yfirvofandi, væru til þess eins fallin að magna deiluna og auka frekar hættuna á mann- tjóni i átökum íslenzkra og brezkra skipa.“ „Til þess að afstýra þessari hættu skora ég á brezku stjórnina að viðurkenna í meginatriðum að 200 mílna lögsaga íslenzku rikis- stjórnarinnar eigi rétt á sér og lýsa sig fúsa að hefja samningavið- ræður um aflakvóta," sagði hann enn fremur. Skozki þjóðernissinnaflokkur- inn hefur 11 fulltrúa á brezka þinginu sem er skipað 365 full- trúum. EBE -TOLLAR 1 Luxemburg sagði landbúnaðar- fulltrúi Efnahagsbandalagsins, Framhald á bls. 13 hræringar, en aðeins hefðu komið tveir snarpír kippir eftir kl. 18.50. I fyrrinótt sváfu starfsmenn við Kröflu lítið vegna stöðugra hræringa. Bilar voru hafðir í við- bragðsstöðu við Kröflu í gær- kvöldi til að flytja mennina 43 í burtu ef á þyrfti að halda. Þá sagði Þorgils að konu í Mývatnssveit hefði dreymt fyrir nokkru að eldgos ætti að byrja á þessum slóðum aðfararnótt 17. janúar með fullu tungli og ef menn kíktu í réttar bækur þá stæði að fullt tungl yrði þessa nótt. — Það hafa allir tekið þessum látum með mestu ró og menn unnu hér störf sín i dag eins og venjulega, sagði Þorgils. Eysteinn Tryggvason jarð- skjálftafræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið að jarð- skjálftarnir í gær virtust ekki allir eiga upptök á alveg sama stað en þeir hefðu verið með mesta móti og jafn mikil tíðni jarðskjálfta hefði ekki verið i Mývatnssveit síðan fyrir áramót. Hann sagði þessa þróun jarð- skjálftanna ákaflega óeðlilega og einkennileg^að visu gæti verið að þeir hjöðnuðu ört á nyrðra svæðinu nú, en það væri óeðlilegt að þeir héldu áfram af svona miklum krafti þótt upptökin virtust hafa flutt sig suður á við í gær. Hann sagði, að sér hefði létt að sumu leyti þegar stóri skjálftinn kom í Axarfirði, þvi það hefði legið I loftinu að eitthvað væri 43 starfsmenn í Kröflu biðu fyrirmœla í gœrkvöldi eftir þar, miðað við þær tíðu hræringar er þar voru. Ennfrem- ur hefðu verið einkennilegir skjálftar í fyrrinótt, sem virst hefðu eiga upptök sín mun sunnar en skjálftarnir nyrzt á svæðinu. Nákvæmar upplýsingar hefðu ekki borizt, og því ekki hægt að stað- setja þá með vissu. Þá bæri fengnum upplýsingum ekki al- veg saman og gæti allt eins ver- ið að skjálftar hefðu komið Framhald á bls. 13 48 togarar og 2 varðskip í kon- unglegri fylgd SAMTALS voru um 48 brezkir togarar að veiðum út af Hvalbak i gær en á heldur stærra svæði en var í gær. Tvö varðskip voru á þessum slóðum „í konunglegri fylgd“, eins og forsvarsmenn stjórnstöðvar Landhelgisgæzl- unnar orðuðu það. Ekki hafði dregið til neinna umtalsverðra tíðinda á miðunum eftir því sem Mbl. komst næst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.