Morgunblaðið - 25.01.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.01.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANtJAR 1976 3 Orðsendingar forsætisráð- herra íslands og Bretlands Blaðinu barst I gær eftirfarandi frá forsætisráðu- neytinu: Áður en Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, fðr til viðræðna við Harold Wilson, forsætisráðherra, skiptust þeir á hjálögðum orðsendingum: Orðsending til forsætis- ráðherra fslands frá for- sætisráðherra Bretlands. Kenneth East, sendiherra Breta á Islandi, afhenti Geir Hallgrímssyni, forsætisráð- herra, eftirfarandi orðsendingu 20. janúar 1976: I orðsendingu yðar frá 24. desember lögðuð þér áherslu á þá hættu, sem væri því fylgj- andi að ríkisstjórnir okkar gætu ekki náð samkomulagi varðandi fiskveiðar breskra skipa á miðunum umhverfis Is- land. Ég er því sammála að þetta leiðir svo sannarlega af sér hættuástand og mér er mikið í mun að finna réttláta lausn á því. Dr. Luns hefur skýrt Callag- han frá mati sinu á ástandinu í þessum efnum eftir heimsókn hans til Reykjavíkur i siðustu viku.-Hann hefur gert það að tillögu sinni að við drægjum freigátur okkar til baka þannig að unnt væri að hefja viðræður að nýju, og jafnframt hefur hann lýst því sem persónulegu áliti sínu að togarar okkar yrðu ekki fyrir aðkasti af hálfu varð- skipa ykkar. I þeirri vissu að slíkt vopnahlé myndi stuðla að því að skapa grundvöll að árangursríkum samningavið- ræðum er mér ánægja að þvi að geta tilkynnt yður að freigátum okkar hefur í dag verið send fyrirmæli um að færa sig út fyrir 200 milna mörkin úti fyrir ströndum Islands. Nimrodeftir- litsflugvélarnar hafa einnig verið dregnar til baka. Þegar viðræðurnar milli Hattersley og Bishop og ís- lenskra ráðherra fóru út um þúfur hinn 17. nóvember hafði það reynst ókleift að ná sam- komulagi varðandi fiskveiðar, sem myndi firra þá sjómenn og þá fiskibæi á Bretlandi, er treysta á þorskveiðar við Is- land, erfiðleikum. Eins og Callaghan skýrði Einari Ágústssyni frá, þegar hinn 11. desember s.l., þá ætti lausn málsins að fela í sér viðurkenn- ingu á forgangskröfum ís- lenskra sjómanna til fiskveiða á Islandsmiðum og byggjast á þörf friðunarráðstafana, jafn- framt því sem tillit yrði tekið til hagsmuna breskra sjómanna og þeirra fiskibæja á Bretlandi, sem treysta á þorskveiðar við Island. Ég er þess fullviss, að ef sýndur yrði sveigjanleiki af beggja hálfu, myndi reynast mögulegt að ná samkomulági milli rfkisstjórna okkar, er taki tillit til þessara efnisatriða. Við erum reiðubúnir að sýna sveigjanleika af okkar hálfu. Fyrir milligöngu sendiherra hennar hátignar læt ég frá mér fara stutta greinargerð varð- andi þörfina á friðunarað- gerðum, eins og við lítum á það atriði. Ég myndi taka því fegins hendi að fá tækifæri til þess að kanna með yður hverjir mögu- leikar kunni að vera á því að ná samkomulagi, og ég er þess full- viss að ef við gætum átt raun- hæfar viðræður saman þá myndi reynast mögulegt að komast að slíku samkomulagi. Ég vil því nota þetta tækifæri til þess að bjóða yður að koma til Lundúna föstudaginn 23. janúar. Mér hefur komið til hugar að viðræður okkar færu fram að Chequers. Ef þér sjáið yður ekki fært að koma á föstu- dag, þá gæti ég einnig átt slikar viðræður við yður síðari hluta mánudags, og ef hvorugur þessara daga hentar fyrir yður, þá á laugardag eða sunnudag. Orðsending til forsætis- ráðherra Bretlands frá forsætisráðherra fslands Geir Hallgrímsson forsætis- jáðherra afhenti Kenneth East, sendiherra í.Reykjavfk, eftir- farandi orðsendingu 23. janúar 1976: I orðsendingu yðar frá 20. janúar sögðuð þér, að yður væri kappsmál að finna réttláta lausn og að bresku herskipin og Nimrod-flugvélarnar hefðu verið kvödd á brott. Ég fagna þessum ráðstöfunum. Með tilvísun til bréfs yðar legg ég áherslu á, að ekki kem- ur annað til greina en að fslenskum lögum verði framfylgt á fiskimiðunum. Meðan viðræður fara fram, að minnsta kosti, mundi það auð- velda lausn á vandamáli okkar, að breskir togarar færu af miðunum. Ég hefi athugað álitsgerð varðandi verndun fiskstofna sem vísað er til i orðsendingu yðar. Þér segið að það sé góðs viti að þorskaflinn á Islands- miðum hafi verið stöðugur f mörg ár. Ég vil leggja á það áherslu, að aflamagninu hefur verið haldið með tvöfaldri sókn og mjög auknum veiðum á ung- fiski. Þá er einnig dregið í efa í álitsgerðinni að minnkun afla sé nauðsynleg eða raunhæf. Ég vil leggja áherslu á, að við erum þessu ekki sammála og höldum því fram, að þær ráðstafanir, sem hér um ræðir séu nauðsyn- legar og raunar, að þeirra sé brýn þörf og að þeim verði ekki dreift á mörg ár. Þessi atriði geta vísindamenn okkar rætt nánar á fundum okkar. I orðsendingu yðar bjóðið þér mér til London til að kanna möguleika á samkomulagi. Mér er ánægja að þiggja boð yðar og fyrir mitt leyti mundi 24. janúar vera hentugur tfmi. Álitsgerd breskra vís- indamanna og embættis- manna varðandi verndun þorskstofna. I orðsendingu sinni til for- sætisráðherra Bretlands dags. 24. desember s.l. endurtók Geir Hallgrímsson forsætisráðherra ósk sína um að finna vinsam- lega lausn á fiskveiðideilunni milli landa okkar og gaf þá til kynna að hann teldi nokkurn ávinning í þeirri uppástungu að ef til vill væri unnt að skapa grundvöll að nýjum viðræðum með því að taka vandamál þau, sem lúta að ástandi þorsk- stofnsins, til frekari athugunar. Þegar hefur náðst verulegt samkomulag að því er tekur til þessa atriðis. Tilgangur þess- arar álitsgerðar er þvf sá að útskýra nánar en þegar hefur verið gert, hvert álit breskir vísindamenn hafa á því til hvaða ráðstafana þurfi að grípa til þess að tryggja áfram- hald á nægilegu aflamagni. Af hálfu breskra aðila er litið svo á að tvö atriði megi teljast uppörvandi að þvi er þorskveið- arnar varðar. I fyrsta lagi hefur það magn af þorski, sem veiðst hefur við Island, verið stöðugt um margra ára bil, og i öðru lagi er sú staðreynd að það hlut- jfall, sem veitt hefur verið á ári hverju af hrygningarfiski, reynst talsvert minna heldur en það, sem veitt hefur verið af samsvarandi fiski úr norska is- hafsstofninum, og þar er heldur ekkert, sem bendir til minnkandi aflamagns. Jafn- framt hafa breskir aðilar veitt, I því athygli, að stærð hrygn-1 ingarstofnsins við Island hefur farið minnkandi, og að hann muni að öllum líkindum halda áfram að minnka fram til ársins 1979, ef fiskveiðar verða áfram stundaðar á svipaðan hátt og nú á sér stað. Svo virðist sem ekki sé unnt að ákvarða með neinni vissu, hvenær minnkandi hrygningarstofn myndi hafa þau áhrif, að fjöldi ungfiska, sem veiddir eru, fari einnig minnkandi. Engar sannanir eru fyrir hendi, sem sýnt gætu, að komið sé að þessum mörkum. Eigi að siður eru breskir aðilar sammála islensku vísindamönn- unum í því að stöðva þurfi minnkun hrygningarstofnsins og að það væri vissulega skyn- samlegt að koma á jafnvægi stofnsins við einhver hærri mörk. Það er því ekki um neinn ágreining að ræða á milli okkar að því er heildarmarkmiðið varðar. Hins vegar virðist svo sem frekari umræður um þær aðferðir, sem gripið yrði til með það fyrir augum að ná þessu marki, geti reynst gagnlegar, einkum að því er tekur til heildaraflamagns á næstkom- andi árum. I nóvembermánuði s.l. birtu íslenskir vísindamenn álits- gerð, þar sem lagt var til að mjög yrði dregið úr aflamagni á árinu 1976, og yrði þetta fyrsta skrefið í þá átt að byggja upp stærri hrygningarstofna á næstu árum. Sem hluta af heildaraðgerðum gerðu þeir það að tillögu sinni, að heildar- aflamagnið á árinu 1976 færi ekki fram úr 230 þús. tonnum, samanborið við núverandi afla- magn er nemur 370 þús. tonnum á ársgrundvelli. Bresku visindamennirnir litu hins vegar svo á, að unnt væri að ná þvi takmarki að efla hrygningarstofninn að því marki, sem islensku vísinda- Framhald á bls. 19 AALMáNAK TJTSÝNAH Costa del Sol Lignano APRÍL MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST SEPTEMBER OKTÓBER 14. 2. 23. 6. 20. 4. 18. 25. 1.8. 15. 22. 29. 5. 12. 19. 26. 10. MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST SEPTEMBER 19. 2. 23. 7. 21. 4.11. 1.8. 18. 25. Austurstræti 1 7, sími 26611. Fer ðe sk rif stof a n (ofan | Pantið réttu ferðina tímanlega. pírL. UTSVH/ VÚTSYM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.