Morgunblaðið - 25.01.1976, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.01.1976, Blaðsíða 44
allba' ____l_L '0íC0)UfrlMítfoítfo TROpÍcaNA í morgun? morgun: SUNNUDAGUR 25. JANUAR 1976 Boeing 727 í skoðun erlendis: Kostnaður við skoð- unina 34 milljónir — segir formaður Flugvirkjafé- lagsins og gagnrýnir ráðstöfunina FLUGVIRKJAR hafa gagnrýnt þá ákvörðun Flugleiða h.f. að senda utan til klössunar tvær þotur Flugfélags Isiands h.f., sem eru af gerðinni Boeing 727, en áður hafa þessar þotur verið skoðaðar hér innanlands af flugvirkjum félagsins. Ragnar Karlsson, formaður Flug- virkjafélagsins, sagði f víðtali við Mbl. f gær, að gffurlegar óáænægju- raddir væru á meðal flugvirkja með þessa ráðstöfun. Ragnar sagði, að mikið hefði verið búið að vinna að undirbún- ingi þessara skoðana hér heima, allir varahlutir hefðu verið komn- ir, svo og öll tæki. Samið hafði verið við starfsfólk um að fram- kvæma skoðunina f Keflavík og sagði Ragnar jafnframt, að ekkert óvænt hefði gerst, sem hafa hefði átt áhrif á þessa ákvörðun. Hann kvað Flugleiðir bera því við, að mikið annrfki væri meðal starfs- fólksins. Hvað annrfki snerti kvað Ragn- ar vera átt við Friendship- vélarnar, sem einnig ættu að fara I skoðun. Þessar skoðanir eru ár- legar og hafa til þessa verið fram- kvæmdar hér á hverju ári. Kvað Framhald á bls.43 10 þús. skjálft- ar á 12 dögum FJÖLDI jarðskjálfta á Kelduhverfissvæðinu og f Mývatnssveit sem funduzt dagana 20. til 31. desember mun „vart hafa verið lægri en 5.000, en getur vel hafa verið 10.000“. Frá þessu er skýrt f „Skjálfta- bréfi", sem Raunvfsindastofnun Háskólans og Veðurstofa tslands gefa út sameiginlega og fjallar um helztu jarðskjálfta á Islandi f desember 1975. I yfirliti yfir jarðskjálfta á land- inu segir: „Eftir tiltölulega rólegt haust og fyrri hluta vetrar er eins og hrikt hafi í flestum saumum fósturjarðarinnar f seinni hluta desember. Lítil jarðskjálftahrina varð í Borgarfirði á fremur óvenjulegum stað, meiri háttar hrinur urðu á Reykjanesskaga og við Grfmsey. Rétt er að geta nokk- urra skjálfta við Surtsey og undir Mýrdalsjökli. Síðast en ekki sfzt Snjóblásar- inn hakkaði bílinn í sig Siglufirði 24. jan. ÞAÐ bar til á Sigluf jarðarvegi í gærkvöldi, að öflugur snjó- blásari ók framan á nýjan fólksbíl og hreinlega hakkaði framhluta bílsins f sig þannig að hann er stórskemmdur á eftir. Ökumanninum tókst að henda sér út úr bflnum og slapp hann ómeiddur. Atvik þetta gerðist í austan- verðum Skriðunum. Blásari þessi er nýkominn hingað norður og var verið að reyna hann þegar óhappið gerðist. Fólksbíllinn er nýr Volvo og hafði eigandinn verið að sækja hann til Reykjavfkur. Þegar hann mætti snjóblásaranum var hann með full Ijós og blikkaði þeim ákaft en stjórn- andi snjóblásarans varð hans ekki var. Þegar aðeins voru nokkrir metrar á milli bflsins og blásarans ákvað bílstjórinn að henda sér út úr bílnum. Komst hann upp á ruðninginn og gat gert stjórnandanum við- vart. Snjóblásararnir eru stórvirk og góð tæki en ég tel að nauð- synlegt sé að tveir menn vinni við þau, annar á útkikki til að fyrirbyggja að svona gerist aftur. m.j. byrjaði mikil jarðskjálftahrina í Þingeyjarsýslum hinn 20. desem- ber og stendur hún enn.“ Mesti kippurinn á þessu tfma- bili varð f jarðskjálftahrinu í Þingeyjarsýslum hinn 25. desem- ber klukkan 22.05 og mældist hann 5,3 stig á Richterskvarða. Voru upptök hans norður undir Kópaskeri. I „Skjálftabréf" rita Páll Ein- arsson, Ragnar Stefánsson, Eysteinn Tryggvason, Egill Hauksson og Helgi Björnsson, en hinn sfðastnefndi fjallar f bréfinu sérstaklega um jökulhlaup og jarðskjálfta f Mýrdalsjökli í nóv- ember 1975. Þess ber að geta að langmesti kippurinn í þessum hrinum í Þingeyjarsýslum varð 13. janúar og mældist 6.3 stig. Upptök hans voru f Axarfirðinum, skammt frá Kópaskeri, sem frægt er orðið, en þar urðu' miklar skemmdir á mannvirkjum. Bræla á loðnu- miðunum BRÆLA hefur verið á loðnumið- unum og hafa flest skipin legið f vari. Gfsli Arni kom þó inn til Vopnafjarðar I gærmorgun og landaði einhverjum slatta af loðnu, um 50 iestum. Veður fór batnandi á miðunum og f gær voru þar fá skip, m.a. Guðmundur RE. Allmörg loðnuskip höfðu legið inni á Seyðisfirði, en vegna þess að veður fór skánandi, voru þau að tínast út í gær. Arni Friðriks- son, rannsóknaskipið, lá i gær og hafði legið í hálfan annan sólar- hring í vari við Hólmanes á Reyðarfirði. Hjálmar Vilhjálms- son, leiðangursstjóri, bjóst við því, er Mbl. ræddi við hann í gæi, að skipið færi hvað úr hverju að halda út á miðin. Þegar síðast fréttist var loðnan, þar sem hún var komin syðst, á móts við Glett- inganes. Ljósmynd Mbl. Fríðþjófur. Slappað af yfir kaffisopa og meðlæti í Miðbænum. Bátaflotinn mann- aður óven ju fljótt Vertíðarsvipur að færast yfir — rysjótt tíð til sóknar VIÐ höfðum samband við nokkrar verstöðvar f gær og inntum frétta af byrjun vetrarvertfðar. Það hefur gengið övenju vel að manna bátaflot- ann og mun betur en undanfarin ár, en tfð hefur verið rysjótt að undanförnu og afli þvf mjög misjafn. Einstaka hafa þó aflað vel og alls staðar er vertfð að komast f fullan gang, yfirleitt helmingur bátaflot- ans og liðlega það byrjaður veiðar. Fer hér á eftir spjall við menn frá Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn, Grindavfk og Höfn f Hornafirði. „Það verða gerðir út liðlega 60 bátar frá Vestmannaeyjum f vetur," sagði Gísli Sigurðsson hjá Otvegsbændafélagi Vestmanna- eyja, „og það hefur gengið þolan- lega að ráða mannskap á flotann. Þó vantar einn og einn á nokkra báta, en það er nú ekki óalgengt f upphafi vetrarvertfðar. Milli 20 og 30 bátar eru byrjaðir hér á netum og trolli og 9 loðnubátar eru ýmist að hefja veiðar eða eru byrjaðir. Afli netabáta og troll- báta hefur verið fremur slakur það sem af er enda einmuna slæm tíð.“ LÖGREGLAN fékk f gærmorgun tilkynningu um að maður lægi meðvitundarlaus f húsi einu í Vesturbænum. Maðurinn, sem er á sjötugsaldri, var fluttur á Borg- arspítalann og var hann ekki Sigurður Jónsson hafnarstjóri í Þorlákshöfn kvað hafa gengið ágætlega að manna flotann þar en um 25 bátar verða gerðir út frá Þorlákshöfn f vetur og þar af eru 20 heimabátar. Hinir eru frá nær- liggjandi stöðum. Sigurður kvað einn bát byrjaðan á lfnu en aðra á netum. Lfnubáturinn er lftill bátur og eru á honum fjórir menn. Þeir hafa róið með 15 bjóð og hafa hreinlega mokað upp ýsunni, oft um 5 tonn f róðri. Netabátarnir hafa verið austur í Kanti og þeir hafa fengið allt upp í 30 tonn af ufsa og meðalafl- kominn til meðvitundar þegar Morgunblaðið hafði sfðast fregnir f gær. Maðurinn mun hafa lent f átökum við annan mann f um- ræddu húsi f fyrrinótt. Mál þetta er f rannsókn. inn hefur verið 10—15 tonn. Sigurður kvað vertíðarsvipinn óðum færast yfir höfn og byggð. Danfel Haraldsson vigtarmaður f Grindavfk tjáði Mbl. að það hefði gengið vel að manna flotann þar og væru allir komnir með mannskap. „Það hefur gengið betur en undanfarin ár að manna bátana," sagði Danfel, en 45 bátar verða gerðir út frá Grindavfk í vetur og væntanlega verða aðkomubátarnir þar um 15. „Bátarnir eru byrjaðir á lfnu og __________Framhald á bls.43 Rólegt á miðunum RÓLEGT var á miðunum fyrir Norðausturlandi f gær, en þá voru 33 brezkir togarar að veiðum norður af Rifstanga. Annar hópur var nokkru sunnar. Með togurunum 33 var Miranda, Othello, Lloydsman og Euroman, en með hópnum, sem var sunnar, mun Statesman hafa haldið sig. Tvö varðskip voru á miðunum, Ægir og Óðinn. Meðvitundarlaus eftir átök

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.