Morgunblaðið - 25.01.1976, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.01.1976, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANUAR 1976 Þorbjörg Jónsdóttir — Minning Fædd 9.4. 1889 Dáin 17.1. 1976 Hóðan skal halda heimili sitt kveður heimilis prýdin f hinzta sinn Hún Þorbjörg á Ásvallagötu 29 er látin. — Á mánudaginn verður hún kvödd í Fossvogskapellu af vinum og vandamönnum. Alltaf var gestkvæmt af heimili hennar og eiginmanns hennar, Karls Jónssonar sem látinn er fyr- ir all mörgum árum. Á heimili hennar fengu allir gestir sömu góðu móttökurnar, hvort heldur voru börn eða fullorðnir, ættingj- ar eða vinir barna þeirra.— Þeim hljónum varð fimm barna auðið, en dóttir þeirra Hrefna er látin fyrir all mörgum árum — Huldu dóttur þeirra hefi ég þekkt frá unglingsárunum og hefi því verið tíður gestur á heimili hennar. Þorbjörg var sístarfandi. Samt t Faðir okkar og tengdaiaðir JÓN ÁSMUNDSSON, Krókahrauni 10. Hafnarfirði, lést i Borgarspítalanum þann 23. janúar. Ellsabet Jónsdóttir, Snorri Magnússon. t Við þökkum innilega samúð og mikinn vinarhug okkur sýndan við andlát og jarðarför, eiginmanns mins og fósturföður míns, KARLS FINNSSONAR, verzlunarmanns. Vlfilsgötu 19. Reykjavlk. Jónlna Sæmundsdóttir, Ólafur Kr. Óskarsson. t Bróðir okkar BJÖRN FR. JÓNSSON hagfræðingur verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 26. janúar kl. 3. e.h. GuSrún Jónsdóttir, Halldór H. Jónsson, Selma Jónsdóttir. + Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför ÞÓRÐAR BJARNASONAR, Langeyrarvegi 11, Hafnarfirði. ValgerSur Jóhannesdóttir, Þóra Vala Þórðardóttir. Hrafnhildur Þórðardóttir, Erla Gestsdóttir. Viðar Þórðarson, Kristln Guðmundsdóttir, Bjarni Þórðarson, Jóhannes Þórðarson, Ingibjörg Ása Júllusdóttir gaf hún sér tíma til þess að ræða við okkur um dægurmál og segja frá liðnum árum, þegar hún var ung stúlka á Akranesi og seinna í Reykjavík. Þorbjörg var ljúfmenni og af- kastamikil. Allt, sem hún vann fyrir börnin sín á uppvaxtarárunum og seinna fyrir barnabörnin var henni til sóma. Þorbjörg var ein þeirra fáu, sem saumuðu islenskan búning og hafði því langan vinnudag. Alltaf var hún að verki, snemma að morgni og seint að kveldi. Margar hljóta þær konur að vera, sem geta skartað i íslensk- um búningi, sem Þorbjörg heitin hefur lagt á gjörva hönd. Allt handbragð hennar var henni til sóma.— Þorbjörg var skemmtileg kona. Hún sagði svo vel frá, að aliir hlustuðu, þegar hún talaði, enda t Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur vináttu og samúð við andlát og jarðarför, ÓLAFAR SIGURJÓNSDÓTTUR, Guð blessi ykkur öll Böðvar Eyjólfsson, Emilla BöSvarsdóttir, Garðar Sigfússon, Magnúslna BöSvarsdóttir, SigurgarSar Sturluson, Sigurjón BöSvarsson, Ólöf Helgadóttir, og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar. tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR INGIBJARGAR SALOMONSDÓTTUR Hnlfsdal Marta SigurSardóttir Lárus Sigurðsson Danlela Jóhannesdóttir Karl Sigurðsson Kristjana Hjartardóttir Salomon Sigurðsson Petrlna Georgsdóttir. börn og barnaborn Björn Fr. Jónsson hagfrœöingur-Minning hafði hún frá mörgu fróðlegu og skemmtilegu að segja. Hún var létt í spori, kát og ung í anda.— Margar ljúfar minningar á ég um þá góðu konu, sem við nú kveðjum. Ég votta börnum hennar, tengdabörnum, og barnabörnum, innilega samúð. Blessuð sé minn- ing hennar. Guðrún S. Kaaber. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför JÖRGENS JÓNSSONAR. frá SeySisfirSfi. Hannes Jónsson, Margrét Jónsdóttir. Fæddur 2.12.1908 Dáinn 17.1. 1976 A morgun, mánud. 26. þ.m., verður gerð frá dómkirkjunni í Reykjavík útför Björns Fr. Jóns- sonar, hagfræðings, sem andaðist i Landspítala 17. þ.m. eftir stutta sjúkdómslegu, 67 ára að aldri. Enn hefur verið höggvið skarð í stúdentahópinn, sem útskrifaðist frá Menntaskólanum i Reykjavík vorið 1929, þetta eftirminnilega og veðurblíða vor, þegar hópur bjartsýnna nýstúdenta tvístraðist eftir margra ára samverustundir á skólabekk. Einn þessara nýstúdenta var Björn Fr. Jónsson frá Borgarnesi, sonur hinna valin kunnu sæmdarhjóna Jóns Björns sonar kaupmanns frá Bæ i Bæjar- sveit og konu hans Helgu Maríu Björnsdóttur frá Svarfhóli Stafholtstungum. Foreldrar Björns voru bæð komin af merkum og rótgrónum bændaættum í Borgarfirði og stóð að þeim mikiil frændgarður i þvi fagra og blómlega héraði. Faðir Björns rak um langt skeið umsvifamikla verzlun og annan skyldan atvinnurekstur í Borgar- nesi. Var heimili hans og konu hans i Borgarnesi annálað fyrir gestrisni og rausnarskap. Mun höfðingsskapur þeirra seint gleymast þeim mörgu, sem höfðu áningarstað í Borgarnesi og nutu þar gestrisni þeirra hjóna á fáguðu og glaðværu menningar- + Eiginmaður minn PETTER WILBERG verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 27 janúar kl. 1 30 Ólöf Konráðsdóttir. t Bálför móður okkar ÞÓRBJARGARJÓNSDÓTTUR, Ásvallagötu 29, verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 26 janúar kl 3 Hulda Karlsdóttir Heinrich, Hörður og Þórir Karlssynir. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við fráfall eiginmanns mlns og föður okkar, STEINGRÍMS GUÐBRANDSSONAR, Hjaltabakka 22. Sérstakar þakkir eru færðar samstarfsmönnum hans hjá Reykjavlkur- borg. Sigrún Gunnarsdóttir og börn. + Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURJÓNS GUÐLAUGSSONAR. Skinnum. Þykkvabæ, Pállna Jónsdóttir, Kristjana Jónsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir Bíra Sigurjónsdóttir, Oddur Danielsson, Sonja Ólafsdóttir, GIsli Pálsson, Jón Rúnar Hartmannsson og barnabörn + Við þökkum af alhug þá miklu vináttu og samúð sem okkur var sýnd við andlát og útför eiginmanns mlns, föður okkar og tengdaföður JÓNS B. HJÁLMARSSONAR prentsmiðjustjóra Brúnavegi 12, Laufey Karlsdóttir, Aðalheiður Jónsdóttir, Erlendur Björnsson, Hjálmar Jónsson, Sigrlður Erla Jónsdóttir. heimili, sem húsfreyjan átti sinn mikla þátt í að móta með einstæð- um þokka sínum, eðlislægri ljúf- mennsku og stakri umhyggju fyrir öllum, sem að garði bar. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið. Auk Björns, sem nú er látinn fyrir aidur fram, eru börn þeirra Guðrún (Blaka), sem starfar í sendiráði Islands í Paris, Halldór, arkitekt i Reykjavík, og Selma, listfræðingur, forstöðu- maður Listasafns Islands. Eftir stúdentspróf hélt Björn til Lundúna, þar sem hann dvaldist um eins árs skeið við verzlunar- nám. Að því loknu hvarf hann aftur heim til Islands og vann um hrið við fyrirtæki föður síns í Borgarnesi. En haustið 1934 hélt Björn aftur utan og nú til Þýzka- lands. Þar innritaðist hann við háskólann i Hamborg og lagði stund á hagfræðinám. Síðar skipti hann þó um háskóla og hélt til Kielar þar sem hann lauk hag- fræðiprófi vorið 1938. Þá hélt hann aftur heim og réðst litlu síðar til starfa í Landsbanka Is- lands og þar vann hann allt til æviloka. Segja má, að Björn hafi verið víðförull maður á þeirra tíma mælikvarða. I leyfum frá störfum hélt hann oft til suðlægra landa, einkum Kanaríeyja. Þar undi hann hag sínum vel, löngu áður en skipulegar fjöldaferðir til sólarlanda hófust. Þá lagði hann og nokkra stund á laxveiðar. Voru þessar leyfisferðir og veiðar helztu tómstundaiðkanir hans, auk þess sem hann hafði alla tíð mikinn áhuga á stjórnmálum og þjóðhagsfræðum. Las hann að jafnaði mikið um það efni og viðaði að sér erlendum blöðum og tímaritum í þeirri grein. Við Björn kynntumst ekki mikið á menntaskólaárum okkar, enda vorum við ekki i sömu bekkjardeild. En þeim mun meiri urðu kynni okkar, er við dvöld- umst um alllangt skeið samtímis við háskólanám i Hamborg. Sá kunningsskapur okkar, er þá var til stofnað, hélzt síðan óslitið unz yfir lauk. Björn var í eðli sinu mjög hlédrægur maður. Það voru því ekki margir, sem kynnt- ust honum náið, en ég tel mig hafa verið einn af þeim, þótt það sé ef til vill ekki mitt að dæma um slíkt. Ég held að Björn Jónsson hafi verið einhver vandaðasti maður, sem ég hef kynnst á lífsleið minni, enda mátti hann ekki vamm sitt veita í einu né neinu. Hann var með afbrigðum hrein- skiptinn og orðheldinn, trygg- lyndur og hjálpfús. Auk þess var honum gefin hlý og græskuiaus kimnigáfa, sem oft minnti mig á föður hans. I návist slíkra manna er ávallt gott að vera, enda naut ég samvista við hann í ríkum mæli. Við áttum lengst af mikið saman að sælda og átti ég honum margt gott upp að unna, sem seint verður fullþakkað. Ég mun ávallt minnast Björns með trega sem eins af mínum beztu vinum. Björn Jónsson kvæntist ekki, en ég vil færa systkinum hans og öðrum nákomnum ættingjum innilegustu samúðarkveðjur mínar. Finnur Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.