Morgunblaðið - 25.01.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.01.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANUAR 1976 Palle Nielseii: Orfeus og Eurydike, dúkskurður. Við upphaf skrifa minna um almennar sýningar í hinum ýmsu sölum borgarinnar á nýju ári væri sízt úr vegi að líta um öxl og gera úttekt á viðburðum liðins árs á myndlistarsviðinu, en það verður þó ekki gert hér auk þess sem ég hef meiri áhuga á því, sem hið nýbyrjaða ár ber í skauti sínu. Frekar óvænt og snöggsoðin bráðabirgðalausn Kjarvalsstaða- deilunnar sýnist fela í sér mikla möguleika fyrir myndlistarmenn til að rétta sinn hlut og hasla sér völl, — staðfesta stöðu sína í eitt skipti fyrir öll, svo að ekki verði aftur hrapað til Iftilla hluta og annarlegrar ráðsmennsku. NORRÆNA HÚSIÐ stóð fyrir vandaðasta framlagi síðasta árs en þar voru haldnar ýmsar eftir- minnilegar sýningar og áhuga- verk að fylgjast með þvi, hvort Miklatúnsbyggingunni tekst að ná þar forustu, en það byggist bæði á myndlistarmönnum og þeim sem framkvæmdum þar ráða. Norræna húsið byrjar árið vel með viðamikilli sýningu á norr- ænni grafík sem er uppistaða nýstofnaðrar listlánadeildar hússins. Hér er um að ræða grafíkmyndir er verða lánaðar út endurgjaldslaust þeim, sem eiga lánsskírteini í Bókasafni Norr- æna hússins, en þar er séð um útlán myndanna. Þær verða rammaðar í skiptiramma sem eru eign Norræna hússins. Ég vil strax taka fr^m að þetta orð „endurgjaldslaust" kemur mér spánskt fyrir sjónir á tímum þegar t.d. rithöfundar berjast fyrir því, að bækur þeirra verði í framtíðinni ekki lánaðar endur- gjaldslaust úr bókasöfnum. Svo er ekkit hægt að likja útlánum grafíkmynda við útlán bóka, sem gefnar eru út í þúsundum eintaka né hljómplatna sem gefnar eru út í ennþá stærra upplagi, sem fer jafnvel upp í milljónir erlendis. — Eintakafjöldi grafíkmynda fer sjaldan yfir töluna 50, iðulega eru blöðin aðeins 15, en geta verið færri en líka fleiri og dæmi eru til að þrykkt séu 250 blöð og meir. Hér er um að ræða 180 grafisk verk margvíslegra tæknibragða, og tel ég landsmenn ekki svo illa á vegi stadda efnalega, að þeim sé ofætlun að greiða t.d. sem svarar andvirði bíómiða fyrir tímabund- ið Ián á grafíkmynd, og þegar slikt gjald er margfaldað með 180 kemur hér fram nokkur skilding- ur, sem hægt væri þá að nota til aukningar safninu og um leið til að borga höfundum prósentur fyrir lán myndanna, eða láta and- virðið renna í sameiginlegan sjóð til viðgangs norrænni grafík. Ekki skil ég þá þörf bandalagsins að veggfóðra íslenzk heimili með ókeypis grafíkmyndum. Það er ekki að furða þótt þjóðfélagsleg réttarstaða myndlistarmanna sé þokukennd er þeir sjálfir stuðla að þeirri skoðun, að listastarfsemi eigi að vera ókeypis, jafnframt því að þeir hafa með óyfirveguð- um samþykktum og fljótfærnis- legum samningum ósjaldan gert heildinni meira ógagn en gagn og þá um leið þróun íslenzkra mynd- listarmála. — Nýlega tóku myndlistar- menn sig til og hengdu upp mynd- ir endurgjaldslaust á vinnustöð- um, og var það réttlætanlegt í þetta eina sinn vegna aug- lýsingagildis, en ég get þessa hér vegna þess að hin Norðurlöndin hafa sérstakar stofnanir til að sjá um slíkt t.d. „Kunst pá Arbejds- pladsen“ í Danmörk. — Nú vil ég alls ekki andmæla útlánastarf- semi á myndlistarverkum, en slíkt verður að vera innan ákveð- ins ramma, og ég skal viðurkenna, að ég hef nokkurt ofnæmi fyrir þessu orði „endurgjaldslaust" þegar listir eiga í hlut í þjóðfélagi þar sem sérhver önnur þjónusta kostar sinn skilding. Myndlistar- menn eiga að sjálfsögðu rétt á því að fá greiðslu fyrir sinn snúð, svo sem t.d. tónlistarmenn, sem fá greitt fyrir hvert skipti sem verk þeirra eru spiluð i hijóðvarpi. Nú er svo einnig komið að mynd- listarmenn á Norðurlöndum fá greitt fyrir lán verka sinna á opin- berar sýningar, sem auðvitað er sjálfsagður hlutur, því að fyrir alla aðra listræna þjónustu, skap- andi sem túlkandi, verður hið opinbera að greiða. Ég geri ráð fyrir að 180 grafísk verk sé svipuð tala og seldist hér- lendis á heilum áratug áður fyrr, og ætli þetta sé ekki svipuð tala og allir íslenzkir gratfk-listamenn geta búizt við að selja næsta hálfa áratuginn. Hér stöndum við hlut- fallslega langt að baki frændþjóð- um vorum á Norðurlöndum og vafalítið seljast þar fleiri hundruð blöð mánuð hvern. Þetta framtak hefur ótvírætt nokkurt kynningargildi og einnig sam- keppnisgildi þvi að þetta gerist á sama tíma og sala á grafík hefur stóraukizt hérlendis, en að svo stöddu verður vart spáð hvernig mál kunna að þróast. Þá er eftir að skoða hvernig val þetta hafi tekizt og hvert áróðurs- gildi þess er fyrir norræna grafik. Þegar sýningin er skoðuð fer ekki hjá því að maður sakni margs úr norrænni grafík, og að mínu mati var sýning bandalagsins á lista- hátið 1972 öllu eftirminnilegri en þetta úrtak. Veit ég ekki hvort Myndlist eftir BRAGA ÁSGEIRSSON það á að skrifast á reikning nefndar þeirrar er valdi verk til kaups eða tregðu listamanna við að senda inn verk til þess háttar útlánastarfsemi. Að minu mati er langt frá því að allt á þessari sýningu hafi jákvætt auglýsinga- gildi fyrir listgreinina hérlendis en hjá slíku verður að sjálfsögðu naumast komizt. Þá hafa sumir listamanna gert miklu betur áður, en virðast að þessu sinni hafa lagt meiri áherzlu á nýleg verk en gæði þeirra, og á ég bágt með að skilja þann hugsunarhátt. Þannig vekur athygli að einungis ein mynd af fjórum er samboðin hin- um snjalla Dana Rasmus Nelle- mann, og er það myndin nr. 15 sem er þó ekki uppi á vegg. Hins vegar er Palle Nielsen ágætlega kynntur og þar sjáum við í hnot- skurn viðfeðma möguleika dúk- skurðartækninnar. Jörgen Tang Holbek meistrar mjög sérkenni- lega tækni í steinþrykki. Finnar kynna frábær tæknibrögð og þeim er lagið að ná miklu úr litiu myndefni og forðast þeir mjög ofhleðslu á myndfletinum. Marjatta Hanhijoki er einstök í ætitæknimyndum sinum, svo og Pentti Kaskipuro í hinum sér- kennilegu akvatintumynduni, einkum mynd nr. 56. Sáldþrykk Raimo Kanerya eru mjög áhrifa- rík, einkum mynd nr. 52, og sér- stæð tækni kemur fram í lita- grafiu Antti Nieminen. Af Norð- mönnum vöktu einkum athygli mína litógrafíur hinnar ungu Marienne Heske, er hafa yfir sér fjarrænan yndisþokka, Knut Jörgensen með ætimynd sina, og Ole Johan Törud með hin vel- unnu efnisþrykk sin. Framlag Svíþjóðar virðist einna sterkast í heild, enda munu þeir búa við tæknilega beztu aðstæður. Sáld- þrykk Lennart Aschenbrenner er mjög í anda realisma nútímans og gert af næmri tilfinningu (138). Litografíur Bengt Böckman eru gerðar af mjög hreinum og lifandi tæknibrögðum. Tvær ætimyndir Christina Campbell, nr. 143 og 144, vöktu sérstaka athygli mína fyrir mögnuð tæknibrögð, en hin- ar tvær myndir hennar máttu sín minna. Hans Hamngren fer út fyrir mörk grafíklistarinnar með litógrafíu- og sívalingsspegil- myndum sínum, en tækni hans er mjög frumleg. Þá vöktu hinar ofurfíngerðu myndir Gunnars Norman athygli mina. Is- lendingar staðfesta stöðu sína innan norrænnar grafiktækni, en heldur þykja mér þeir fastheldnir við þröng áunnin tæknibrögð, og þeir eru líka óumdeilanlega verst settir hvað snertir vinnuaðstöðu og faglega aðstoð. Athygli mína vakti mynd hinnar nýlátnu Bar- böru Arnason vegna þess hve hin sérstæða tækni hennar er frá- brugðin öllu öðru á sýningunni. Athugasemd verður að gera við það að sumir fá hér allar myndir sínar upp á vegg, en aðrir einung- is eina af jafnmörgum, oftast fjór- um, og er það sfður en svo til hags fyrir heildarsvip uppfestingar, og verður því sú mismunun lítt skiljanleg. Með þessari upptalningu er ég síður en svo að skyggja á aðra sýnendur heldur miða ég hér einungis við persónulegt mat mitt varðandi sérstakt kynningargildi myndanna. I sýningarsal Byggingarþjón- ustu arkitekta að Grensásvegi 11, hefur kornungur listnemi, Guðmundur Björgvinsson að nafni, sett upp sýningu á 42 myndverkum, sem skiptast i pennateikningar, kolteikningar, pastelmyndir, blýantsteikningar og svo myndir blandaðrar tækni. Myndirnar bera þess greinilegan vott, að hér er byrjandi á ferð, þar sem kappið ber forsjána ofur- liði. Á auglýsingaspjaldi kynnir hann sýninguna þannig: „Komið og látið hið kyngimagnaða inntak verkanna læsast um ykkar innstu hugarfylgsni og þið munuð skynja áður ókunnar víddir í óra- djúpum vitundar ykkar. Verkin skora á ykkur til rökræðna um hina æðstu heimspeki lifs og dauða. Gerist þátttakendur í hinni eilífu togstreitu andstæðn- anna.“ — Hér er ekki svo lítið færzt í fang og ég verð að segja það, að ekki upplifði ég sýning- una á þann hátt sem hér er lýst, enda ólíklegt að verk algjörra byrjenda megni að leysa slikar kenndir úr læðingi. Hér kemur fram augljós viðvaningsbragur hvað útfærslu mynda áhrærir. byggingu þeirra og rökræna myndhugsun, sem fæst í flestum tilvikum einungis með áralangri þjálfun og „togstreitu andstæðn- anna“. Þá koma hér fram augljós áhrif frá myndheimi Alfreðs Flóka, en þessar myndir sýna máske ljósast hve Flóki hefur náð langt í sinni sérstöku tækni. Hér er þannig augljóslega farið of hratt af stað og í andstöðu við æðsta boðorð hvers leitandi list- nema „festina lente“ — flýttu þér hægt... Á Mokka-kaffi hefur leik- myndasmiðurinn og myndlistar- maðurinn Sigurjón Jóhannsson komið fyrir ýmsum frum- og hug- myndarissum er hann gerði í sam- bandi við leikmynd sína og búninga við leikverkið „Góða sálin í Sesúan", sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. Þetta er mjög skemmtileg hugmynd, sem ég tel að ætti að verða áframhald á, því að þetta tengir skemmtilega hina vinalegu kaffistofu við gilda lista- starfsemi í höfuðborginni. Ekki veit ég hvort þetta eigi að teljast gott sýnishorn af vinnubrögðum Sigurjóns, enda þekki ég þau ekki nægilega á þessu sviði til að dæma hér um, en ég sá fyrir mitt leyti, áhugaverðari hluti frá hans hendi á sýningu í SÚM á síðasta ári. En það er vissulega áhugavert að fylgjast með vinnubrögðum leikmyndasmiðsins, og riss hans bera fagmanninum vel vitni. Sig- urjón er einnig kunnur fyrir framlag sitt til myndlistar og tel ég það mikla gæfu fyrir íslenzka leiklist hve margir leikmynda- smiðir hér eru jafnframt gildir myndlistarmenn en ekki einungis fagmenn, því hversu góðir sem fagmenn eru hafa þeir sjaldan sömu yfirsýn né hæfileika til upplifunar sem hinn snjalli myndlistarmaður...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.