Morgunblaðið - 25.01.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.01.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANUAR 1976 Reykjavíkurmótið 1976, sveitakeppni, sem jafnframt verður svæðismót fyrir Islands- mót hefst fimmtudaginn 3. febrúar kl. 20 i Domus Medica. Spiladagar hafa verið ákveðnir og verður spilað eftir- talda daga: Þriðjudaginn 3. febrúar kl. 20, sunnudaginn 8. febrúar klukkan 13.30, þriðjudaginn 10. febrúar kl. 20 þriðjudaginn 17. febrúar kl. 20, sunnudaginn 22. febrúar kl. 20. Urslit fjögurra efstu sveita verða spiluð mánudaginn 23. febr. klukkan 20 og þriðjudag- inn 24. febrúar kl. 20. Síðan verður úrslitaleikurinn spilaður sunnudaginn 29. febrúar, fyrri hluta kl. 13.30 og síðari hlutinn um kvöldið. Sérstök athygli hefir verið vakin á þvf að Rvík á þegar þrjár sveitir i undankeppni ls- landsmótsins, þannig að hlutur Reykjavfkur gæti orðið allt að 9 sveitir, en fer eftir þátttöku. Þátttökutilkynníngar þurfa að hafa borist stjórn BDR fyrir 31. janúar. XXX FRÁ BRIDGEDEILD BREIÐ- FIRÐINGAFÉLAGSINS. Nú er aðeins tveimur um- ferðum ólokið í aðalsveita- keppni félagsins og er mikil barátta um efsta sætið og getur allt gerst ennþá. STAÐA EFSTU SVEITA: Ingibjargar Halldórsdóttur 188 Hans Nielsens 184 Birgis Sigurðssonar 183 Estherar Jakobsdóttur 175 Elísar Helgasonar 141 Þórarins Alexanderssonar 129 Magnúsar Björnssonar 128 Næsta keppni félagsins verður barometerkeppni og er skráning þegar hafin. 12 febrúar verður spilað við Bridgefélag kvenna en næsta fimmtudag, eða 19. febrúar hefst barometerkeppnin. Þá er þess að geta að Bridge- deildin hefir ákveðið að heim- sækja Færeyinga í sumar og verður sú ferð farin 8. júnf nk. Þátturinn mun geta þessarar ferðar sfðar. XXX FRÁ TAFL- OG BRIDGE- KLÚBBNUM. Þriðja umferð aðalsveita- keppninnar var spiluð sl. fimmtudag og fóru leikar þannig: MEISTARAFLOKKUR: Sveit Braga vann Kristínar Þ. 20—+2 Bernharðs vann Kristínar U 17—3 Tryggva vann Sigriðar 20—0 Þórhalls vann Þórarins 12—8 Erlu vann Kristjáns 18—2 STAÐAN I MEISTARA- FLOKKI: Sveit Tryggv a G ísl ason ar 56 Þórarins Árnasonar 47 Bernharðs Guðmundssonar 45 Þórhalls Þorsteinssonar 34 Erlu Eyjólfsdóttur 34 ÚRSLIT I FYRSTA FLOKKI: Sveit Gests vann Hannesar 20—0 Rafns vann Ölafs 18—2 Jóseps vann Karls 19—1 Ragnars vann Guðlaugs 20—-5-3 Bjarna van'n Árna 13—7 STAÐAN I FYRSTA FLOKKI: Sveit Ragnars Öskarssonar 50 Rafns Kristjánssonar 48 Jóseps Sigurðssonar 41 Bjarna Jónssonar 37 Ólafs H. Ólafssonar 28 Gests Jónssonar 28 Næstum umferð verður spiluð á fimmtudaginn kemur klukkan 20. Spilað er í Domus Medica. XXX Að þremur umferðum lokn- um f meistarakeppni Bridge- félags Reykjavfkur er sveit Stefáns efst f meistaraflokki, en sveit Gvlfa f 1. flokki. Unnu þær báðar sfna leiki og héldu þar með forystunni. Urslit í einstökum leikjum voru þessi: MEISTARAFLOKKUR: Sveit Stefáns sveit Benedikts 14—6 Sveit Einars sveit Hjalta 17—3 Sveit Jóns sveit Alfreðs 20—-5-4 Sveit Birgis sveit Helga 17—3 1. FLOKKUR: Sveit Gylfa sveit Ólafs K. 4 (refsistig) Sveit Esther sveit Sigurjóns 11—9 Sveit Gissurar sveit Þóris 12—9 Sveit Gissurar sveit Þóris 12—3 Sveit Þórðar sveit Gísla 16— Röð og stig efstu sveita eru nú þessi: MEISTARAFLOKKUR: Sveit stig Stefáns Guðjohnsen 52 Jóns Hjaltasonar 45 Einars Guðjohnsen 42 Hjalta Elíassonar 31 1. FLOKKUR: Sveit stig Gylfa Baldurssonar 52 Gissurar Ingólfssonar 49 Ólafs H. Ólafssonar 30 Sigurjóns Helgasonar 29 í næstu umferð spila tvær efstu sveitirnar saman i meistaraflokki og verður spennandi að sjá hvort sveit Stefáns stendur eitthvað í Is- landsmeisturunum. Spilað er á miðvikudögum í Domus Medica. XXX FRÁ BRIDGEFELAGI SELFOSS Firmakeppni félagsins lauk sl. fimmtudag. Næsta keppni félagsins er aðalsveitakeppnin og hefst hún 29. janúar. Þátt- taka tilkynnist til Símonar I. Gunnarssonar sími 1977 sem fyrst. öllum er heimil þátttaka. Urslit í firmakeppninni verða tilkynnt síðar í þættinum. A.G.R. 11 Hjálparstofnun kirkjunnar: Um holdsveiki HUGMYNDIR núlifandi íslend- inga um holdsveiki og tíðni hennar í heiminum eru sjálfsagt býsna þokukenndar. Flestir halda að holdsveikin og hörmungar þær sem henni fylgja heyri að mestu sögunni til. Fátt er fjær sannleikanum. I tilefni af Alþjóða holdsveikradeginum, sem er í dag, er ætlunin að rifja hér upp í stuttu máli ýmislegt varðandi þennan sjúkdóm. Giskað er á, að um 12—15 milljónir manna þjáist af holds- veiki í heiminum í dag, eða því sem næst einn af hverjum tvö hundruð. Er holdsveiki þvi enn einn af algengustu smitsjúk- dómum er mannkynið hrjá. Að sjálfsögðu er tíðnin ákaflega mis- jöfn eftir löndum og meginþorri sjúklinga er frá fátækustu lönd- um Asíu og Afríku en engin heimsálfa getur státað sig af því, að hafa fullkomlega útrýmt holdsveiki. Jafnvel i Vestur- Evrópu og Norður-Ameríku skýt- ur veikinni upp öðru hverju. Sam- eiginlegt er öllum svæðum, þar sem tíðni holdsveiki er há, að þar ríkir fátækt, hungur og almennt hreinlæti er í lágmarki. Flestum mun kunnugt að holds- veiki er bakteríusjúkdómur. Sótt- kveikjan (mycobacterium leprae) er náskyld berklabakteríunni en er frábrugðin henni i ýmsum mikilvægum eiginleikum. T.d. er hún ónæm fyrir flestum lyfjum, sem hafa gert berkla tiltölulega auðlæknanlega. Einnig hefur ekki tekist að rækta holdsveiki- bakteriuna utan tilraunadýra og gerir það allar rannsóknir á bakteríunni og næmi hennar fyrir lyfjum örðugri. Holdsveiki er ekki bráðsmit- andi og þarf talsvert langan tíma í náinni snertingu við sýktan einstakling til að veruleg hætta sé á sýkingu. T.d. hafa rannsóknir sýnt, að sé annað hjóna holdsveikt hefur hitt 5—6% líkur á að fá sjúkdóminn innan 10 ára. Sums staðar hefur þó hærri tíðni fund- ist eða allt að 20% hjá þeim sem útsettir hafa verið. Einkenni holdsveiki eru marg- vísleg. Fyrstu merki sjúkdómsins eru alltaf i húð. Oft eru þetta frekar sakleysislegir blettir, ljósari en húðin í kring og lítil- lega upphleyptir. Fljótlega fer að bera á dofa eða tilfinningaleysi á þessum svæðum og ekki er óal- gengt að sjúklingur fái svipaða tilfinningu og náladofa. Þetta stafar af því að holdsveikis- bakterían hefur tilhneigingu til að búa um sig i taugum og valda þar bólgu og síðar eyðileggingu á taugum. Tilfinningaleysið gerir svo sjúklingum erfitt fyrir að forðast alls konar áverka, sem síðar gróa illa og illt sest i sárin. Þetta getur leitt til mikilla lýta og jafnvel missi á fingrum, tám, eyrum eða nefi svo dæmi séu tekin. Er þetta sú mynd, sem flestir hafa gert sér um holds- veikissjúklinga. Sem betur fer tekst þó ekki alltaf svona illa til. Mestu ræður þar hæfni einstakl- ingsins til að halda sýkingunni í Framhald á bls. 26 t/l/ iV PÓSTKRÖFU aug LtSING FRIMERKI FERÐARí LEVÍS GALLABUXUR SNIÐ 522 Vinsamlegast sendið mér Lewi’s gallabuxur í þeirri stærð sem merkt er við — MITTIS- MÁL 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 36 Q Q <75 u. UJ oc 34 36 * </) NAFN: HEIMILISF: Levis A Levis laugavegi 89-37 hafnarstræti 17 10353 12861 13303

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.