Morgunblaðið - 25.01.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.01.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANUAR 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Eitt veigamesta atr- iði fiskverndar og skynsamlegrar nýtingar fiskstofnanna er friðun hrygningar- og uppeldis- svæða. Miklu varðar að slík friðunarsvæði verði virt, bæói af okkur sjálfum og erlendum aðilum, sem hér kunna að fá skammtíma veiðiheimildir fram yfir lyktir hafréttarráóstefnu Sameinuðu þjóðanna. Helztur vinningur útfærð- ar fiskveiðilandhelgi er að ná markvissri stjórn á fisk- veiðisókninni. Sú stjórn þarf fyrst og fremst að mið- ast við það, að nytjafiskar okkar nái á sem skemmst- um tíma eðlilegri stofn- stærð og geti gefið há- marksafrakstur í þjóðarbú- ið. Hugsanlegir skamm- tímasamningar við þær þjóðir, sem sótt hafa á Is- landsmið, þurfa ekki sízt að tryggja, að slíkar friðunar- reglur verði virtar, bæði í bráð og lengd. Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú gefið út nýja reglugerð um fiskveiði- landhelgi íslands, sem felur í sér mikla stækkun fyrri friðunarsvæða, sem og ný friðunarsvæði, sem lokuð eru veiðum, ýmist hluta árs eða alfarið. Við samningu þessarar reglu- gerðar hefur verið stuðzt við umsagnir Fiskveiði- laganefndar, Hafrann- sóknastofnunar og skip- stjórnarmanna á fiskiskip- um. Af nýjum svæðum, sem nú verða friðuð, má m.a. nefna: Úti fyrir Vestur- landi er nýtt friðunar- svæði, á tímabilinu frá 1. maí til 31. desember ár hvert. Sú friðun byggist á þeirri reynslu, að þar er mikið af smákarfa yfir sumartímann og síðari hluta árs. Þá verður friðað stórt svæði á Papagrunni, en skipstjórnarmenn á Austfjörðum, sem og fiski- fræðingar, höfðu lagt áherzlu á þetta verndar- svæði vegna smáufsa, sem þar heldur sig. Þveráls- svæðið verður nú lokað allt árið, en þar er jafnan mikið af ungþorski. Svæðiá umhverfis Kolbeinsey verður og lokað allt árið og svæðið úti fyrir Norð- austurlandi verður friðað þann veg, að lina verður dregin út frá Fonti í stað NA og 70 mílur á haf út, í stað 50 mílna áöur. Þá verður friðaða svæðið á Selvogsbanka stækkað til austurs. Friðunarsvæði sam- kvæmt hinni nýju reglu- gerð, sem lokuð eru ýmist allt árið eða verulegan hluta árs, eru á veiði- svæðum, sem umlykja landið allt. Þeim, sem hafa áhuga á nákvæmum mörk- um friðunarsvæðanna, skal bent á frétt Morgunblaðs- ins í gær þar um. Það er hald manna, sem gerst þekkja til þróunar hafréttarmála, að 200 mílna auðlindalögsaga verði alþjóðaregla í mjög náinni framtíð, sennilega á þessu eða næsta ári. Það skiptir öllu máli fyrir okkur Islendinga, að sú al- þjóðaregla verði án skil- yrða um svokallaðan hefð- bundinn veiðirétt eða gjörðardóm. Afstaða okkar til viðræðna við aðrar þjóðir um hugsanlegan takmarkaðan og tímabund- inn veiðirétt, hlýtur að taka miö af stöðu þessa máls á hafréttarráðstefn- unni. Það skiptir og megin- máli þann biðtíma, sem við þurfum að þreyja unz haf- réttarráðstefnunni lýkur, ef hægt er að þrýsta niður því aflamagni með tíma- bundnum samningum, sem útlendir taka ella ófrjálsri hendi, og bægja frá því hættuástandi, sem nú ríkir á Islandsmiðum. Þá skiptir það ekki sízt máli að fá aðkomna fiskimenn til að viröa þær reglur, sem við setjum um veiðarfæri og friðunarsvæði, með hlið- sjón af því ástandi fisk- stofna okkar, sem gjörla er lýst í viðvörunum fiski- fræðinga. Það er rik ástæða til að fagna hinni nýju reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins um ný friðunarsvæði og stækkun hinna eldri. Þá er og ástæða til að fagna heimildarákvæði reglu- gerðarinnar til skyndiráð- stafana af hálfu ráðuneyt- isins, sem orðað er á þessa leið: „Nú á sér stað á til- teknu svæði seiða- og smá- fiskadráp í þeim mæli, að varhugavert eða hættulegt getur talizt, og mun þá sjávarútvegsráðuneytið, að fenginni umsögn Hafrann- sóknastofnunarinnar, gera nauðsynlegar ráðstafanir til að sporna við því. Munt ráóuneytið með tilkynn- ingu loka afmörkuðum veiðisvæðum um lengri eða skemmri tíma fyrir öllum togveiðum, svo og öðrum veiðum, ef nauðsynlegt þykir. Jafnan skal umsögn Hafrannsóknastofnunar- innar liggja fyrir, áður en slikar tímabundnar veiði- takmarkanir eru úr gildi numdar.“ — Þessi nýja reglugerð er veigamikið spor að því marki að ná nauðsynlegri stjórn á nýtingu fiskimiða okkar. Við megum aldrei missa sjónar á því marki, sem að var stefnt með öllum útfærslum fiskveiði- landhelgi okkar, allt frá því að stefnan var mörkuð með landgrunnslögunum 1948, að vernda til langrar fram- tíðar þá auðlind sjávar, sem er undirstaða byggðar í landi okkar í bráð og lengd. Það er e.t.v. stærsta verkefni þeirrar kyn- slóðar, sem ber hita og þunga dagsins í dag, að búa þann veg um hnúta, að þessari þjóðarlíftryggingu verði skilað óskemmdri í hendur framtíðarinnar. Fjöregg til framtíðar j Reyki avíkurbréf Laugardagur 24. janúar Þáttaskil í landhelgisdeilu Síðustu daga hafa orðið þátta- skil í fjórðu landhelgisdeilu, sem við eigum í við Breta á aldarfjórð- ungi. Sú ákvörðun brezku ríkis- stjórnarinnar að kalla flota sinn á brott frá Islandsmiðum hefur leitt til þess, að forsætisráðherrar landanna ræðast við nú um helg- ina. Þessi fundur forsætisráð- herranna táknar, að úrslitatilraun verður gerð til þess að leysa deil- una. Með slík deilumál er ekki farið á æðsta stig stjórnvalda í öðrum tilgangi. Þetta þýðir ekki, að Geir Hallgrímsson, forsætis- ráðherra, hafi farið til London til þess að ganga frá samningum við Breta. Þvert á móti hyggst hann með viðræðum sínum við Harold Wilson kanna, hvort yfirleitt sé hugsanlegt að leysa þessa erfiðu deilu með samningum. Að viðræð- um þeirra loknum mun forsætis- ráðherra gera ríkisstjórninni grein fyrir gangi þeirra og síðan mun ríkisstjórnin taka afstöðu til þess, hvort halda skuli samninga- viðræðum áfram með það mark- mið í huga að gera samkomulag við Breta um takmarkað áfla- magn í stuttan tíma. Þess vegna er hér um könnunarviðræður að ræða en ekki eiginlegar samn- ingaviðræður. Það er eftirtektarvert, að land- helgisdeilur okkar við Breta hafa yfirleitt ekki verið leystar fyrr en æðstu menn ríkjanna beggja hafa rætt saman. Þannig var þorska- stríð, sem hófst 1958 ekki leyst fyrr en Olafur Thors, þáverandi forsætisráðherra og Harold Mac- millan höfðu ræðst við. Þorska- stríð, sem hófst 1972 var ekki leyst fyrr en með viðræðum Ölafs Jóhannessonar og Edwards Heath í október 1973. En þótt þessi for- dæmi kunni að vekja vonir um, að samkomulagsgrundvöllur finnist í viðræðum Geirs Hallgrfmssonar og Harolds Wilsons nú er einn grundvallarmunur á aðstöðunni i fyrri tilvikum og nú. Þær ríkisstjórnir, sem vitnað var til, höfðu mun meira svigrúm til samninga en ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar. Nú liggja fyrir skýrslur vísindamanna, sem brezkir starfsbræður þeirra hafa í megindráttum fallizt á, sem sýna, svo að ekki verður um villzt, að ástand þorskstofnanna er mjög alvarlegt. Þess vegna hefur nú- verandi ríkisstjórn ekki það svig- rúm til samninga, sem fyrri ríkis- stjórnir höfðu og þess vegna byggjast hugsanlegir samningar nú í raun og yeru algerlega á því, að brezki forsætisráðherrann geri sér grein fyrir því i hvers konar aðstöðu íslendingar eru komnir. Lífsafkoma íslendinga byggist á þorskstofninum. Verði hann eyði- lagður eru um leið brostnar for- sendur fyrir lífi okkar i þessu landi. Þess vegna erum við að berjast fyrir lífi okkar með sama hætti og Bretar börðust fyrir lifi sínu í heimsstyrjöldinni síðari. En ólíkt höfumst vér að. Um 5 ára skeið á striðsárunum lönduðu ís- lenzk fiskiskip um 75% af þeim fiski, sem á land kom í Bretlandi og seldu á verði, sem Bretar sjálfir tóku ákvörðun um. Þaó var ekki áhættulaust fyrir Islendinga að flytja Bretum þessi björg i bú en hún skipti máli fyrir Breta. Nú hafa orðið hlutverkaskipti. Nú berjumst vió Islendingar fyrir lífi okkar. En i stað þess að veita okkur aðstoð við að vernda fisk- stofnana beita Bretar hernaðarof- beldi til þess að halda rányrkj- unni áfram. Þessa aðstöðu þarf Harold Wilson að skilja og það verður ekki sízt verkefni Geirs Hallgrímssonar í þessum við- ræðum að gera brezka forsætis- ráðherranum grein fyrir þvi, hvað í húfi er fyrir Islendinga. Ef sá skilningur skapast meðal brezkra ráðamanna er miklum áfanga náð. Árangur ríkisstjórnar I raun og veru hefur ríkis- stjórnin náð undraverðum árangri í landhelgisdeilunni. Það er eftirtektarvert, að aðeins tveimur mánuðum eftir að brezki flotinn kom á íslandsmið hefur hann verið kallaður til baka. Á árinu 1973 tók það vinstri stjórn- ina á fimmta mánuð að ná þessum árangri. I fyrsta þorskastriðinu var brezki flotinn á Islandsmiðum um nær tveggja ára skeið. Þessi skjóti árangur er fyrst og fremst að þakka þeirri stefnu, sem ríkis- stjórnin hefur markað i land- helgisdeilunni við Breta, þeim stjórnmálalegu aðgerðum, sem hún hefur beitt sér fyrir og þeirri festu og ákveðni, sem einkennt hefur meðferð hennar á þessari erfiðu deilu. Það hlýtur að vekja athygli hér á Islandi, að blöð i Bretlandi, Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð eru á einu máli um, að með brottköllun brezka flotans hafi Islendingar unnið mikinn sigur í þorskastríð- inu. Okkur Islendingum er fremur lagið að gagnrýna okkar menn og finna þeim allt til for- áttu en viðurkenna það, sem vel er gert. Og stundum kemur viður- kenningin að utan. En einróma mat fjölmiðla í fjórum löndum er staðfesting á því, að islenzka ríkisstjórnin hefur haldið á mál- stað Islands af röggsemi og festu. Gagnrýnin á ríkisstjórnina Að sjálfsögðu hefur rikisstjórn- in orðið fyrir gagnrýni i sambandi við meðferð hennar á landhelgis- málinu. En i hverju er þessi gagn- rýni fólgin? I fyrsta lagi hefur verið sagt, að ríkisstjórnin hafi verið sein til aðgerða og hafi dregið óeðlilega lengi að lýsa yfir slitum stjórnmálasambands við Breta. Um þessa gagnrýni er það að segja, að nákvæmlega sömu vinnubrögð hafa verið viðhöfð og á tímum vinstri stjórnarinnar, þegar hún var að þvi komin að slíta stjórnmálasambandi við Breta. Þá, eins og nú, var sú ákvörðun til komin vegna ásigl- inga. Þá eins og nú fóru fram sjópróf. Þá eins og nú voru sér- fræðingar fengnir til þess að yfir- fara þau gögn, sem fyrir lágu. Og þá eins og nú var yfiriýsing um slit á stjórnmálasambandi gefin með fyrirvara. Þessi aðferð var þá samþykkt af ráðherrum Alþýðu- bandalagsins og SFV. Þeir geta því ekki gagnrýnt hana nú. En mestu skiptir þó, að ríkisstjórnir eru að lokum dæmdar af verkum þeirra. Núverandi ríkisstjórn tókst að knýja brezka flotann burt af Islandsmiðum með stjórnmála- Iegum aðgerðum. Og það er niður- staðan, sem öllu skiptir. Tals- menn Alþýðubandalagsins hafa gagnrýnt Geir Hallgrímsson fyrir að þiggja boð Harolds Wilsons um að koma til viðræðna í Lundún- um. Sömu menn samþykktu, að Olafur Jóhannesson færi til London til viðræðna við Edward Heath. Á málflutningi manna, sem snúast eins og skoppara- kringlur eftir því hvort þeir eru í ríkisstjórn eða utan er að sjálf- sögðu ekkert mark hægt að taka. Auðvitað hlaut Geir að taka boði Wilsons um viðræður. Hefði hann ekki gert það, hefði hann skaðað málstað tslands. Eftir að Islendingar höfðu leitað aðstoðar aðildarríkja Atlantshafsbanda- lagsins og Josephs Luns til að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.