Morgunblaðið - 25.01.1976, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANUAR 1976
Risafuglinn
heppnaðist honum svo lítið bar á að
skjóta inn í, að hann vissi nú kannske
eitthvað um konungsdæturnar. Og um
leið rauk kerla af stað með þessa frétt til
allra kjaftakerlinga sem voru þarna
óg svo komu þær hver af annarri og
spurðu fregna um konungsdæturnar,
hvort hann hefði séð þær hvort þær væru
á leiðinni heim og fleira þess háttar.
Hannsagði að sérværi ennillt ihöfðinu
og myndi ekki margt.en svo mikið vissi
hann þó, að ef þær hefðu ekki farist í
aftakaveðrinu, sem hann braut skip sitt í,
þá kæmu þær heim eftir svo sem hálfan
mánuð eða kanski fyrr, en ekki sagðist
hann nú geta sagt um það með neinni
vissu, hvort þær væru lifandi og séð
hafði hann þær en kannske hefðu þær
farist.
Ein af kerlingunum hljóp með þetta til
konungshallar og sagði að það byggi
sjómaður i kofanum hjá kerlingunni sem
hún tiltók og hann hefði séð konungs-
dæturnar og þær myndu koma eftir svo
sem halfan mánuð, eða kannske viku.
Þegar konungur heyrði þetta lét hann
senda til sjómannsins og bauð honum að
koma til sín og segja sér frá þessu sjálf-
ur.
„Ég get það nú varla“, sagði sjómaður-
inn. „Ég hefi ekki föt til þess að ganga
fyrir konung í.“ En sendiboði konungs
sagði að hann mætti til með að koma til
konungsins og tala við hann því enn
hefði enginn vitað neitt að segja honum
um dætur hans
Jæja, hann varð þá að fara til konungs-
hallar, og var boðið inn til konungsins
sjálfs sem spurði hann, hvort það væri
satt að hann hefði séð dætur hans.
„Já það hefi ég“ sagði sjómaðurinn „en
ekki get ég vitað hvort þær eru enn á lífi
því nokkru eftir að ég sá þær kom slíkt
óveður að skipið mitt forst,en ef þær hafa
komist af þá koma þær sjálfsagt hingað
eftir eitthvað hálfan mánuð eða svo“.
Þegar konungurinn heyrði þetta réði
hann sé varla fyrir gleði og er að þeim
tíma leið er sjómaðurinn hafði sagt að
þær myndu koma lagði konungur af stað
niður til strandar í sínum besta skrúða og
með fríðu föruneyti, og um allt landið
var mikil kæti, þegar skipið með
konungsdætrunum, konungssonunum og
Svarti skipstjóra lagði í höfn, en ekki var
þó nokkur maður glaðari en gamli
konungurinn, sem hafði endurheimt
dætur sínar. Allar ellefu elstu konungs-
dæturnar voru líka glaðar og fegnar að
vera komnar heim, en sú yngsta sem átti
að giftast Svarti skipstjóra, hún grét og
var afar sorgmædd. Konunginum fannst
þetta illt, og spurði hana hvers vegna
hún væri ekki glöð og kát eins og systur
hennar, — það amaði ekkert að henni
þegar hún væri nú leyst úr tröllahöndum
og ætti að eignast annan eins ágætis
mann og Svart skipstjóra. En hún þorði
ekkert að segja því Svartur hafði hótað
að drepa hvern þann sem segði hvernig
allt hefði gerst.
En einn góðan veðurdag er konungs-
dætur voru að sauma brúðarskartið kom
þar inn maður í sjómannabúningi með
stóran skáp á bakinu og spurði hvort
konungsdæturnar vildu ekki kaupa af
sér skrautgripi nokkra til brúðkaupsins;
hann hefði marga kostulega gripi úr gulli
og silfri til sölu. Þær litu á vörur hans og
þær litu á hann, því þeim fannst þær
kannast við hann og marga af gripum
þeim, sem hann hafði á boðstólum.
„Sá sem á svona dýrgripi hlýtur að eiga
enn glæsilegri gripi og sem hæfðu okkur
betur“, sagði sú yngsta.
„Verið getur það“, sagði sjómaðurinn.
En hinar báðu hana að muna eftir því
sem Svartur hefði hótað þeim.
Nokkru síðar sátu konungsdætur við
gluggann einn dag og þá kom konungs-
sonurinn yngsti aftur í sjómanns-
búningnum og með skápi.;n með gull-
kórónunum á bakinu. Þegar hann kom
inn opnaði hann skápinn fyrir konungs-
dæturnar, og er þær nú þekktu hver sína
gullkórónu, þá sagði hin yngsta: „Mér
finnst réttlátt að sá sem hefir bjargað
okkur fái þau laun sem hann á skilið og
það er ekki Svartur skipstjóri heldur sá
sem nú er kominn með gullkórónurnar
okkar — hann bjargaði okkur frá þeim
Mér þykja þessir brandarar
forstjórans ekki eyris virði, en
ég hætti lfka um mánaðamót-
tn-.
Aðstoðarlæknirinn þurfti að
bregða sér frá. — Má ég biðja
yður að styðja á hnútinn?
laga vasana.
Hafi ég áhuga á slagsmálum,
— þá get ég eins farið heim til
mfn.
Prestur einn endaði ræðu
sfna sunnudag nokkurn með
þessum orðum:
— Næsta sunnudag ætla ég
að ræða um lygina og ósann-
indamenn. Til þess að þið
getið betur fylgzt með og
skiljið betur það sem ég segi,
bið ég ykkur að lesa 17.
kapftula Markúsar-guðspjalls.
Næsta sunnudag byrjaði
prestur messu með þvf að
spyrja:
— Jæja, allir, sem hafa farið
að ósk minni og lesið 17.
kapftula Markúsar-guðspjalls,
geri svo vel að rétta upp hönd-
ina.
Mikill meirihlut kirkjugesta
rétti upp höndina.
— Þið eruð einmitt fólkið,
sem ég þarf að beina orðum
mfnum til, sagði prestur, það
er enginn 17. kafli til f
Markúsar-guðspjalli.
Vegna mistaka fékk fátækur
verkamaður bréf, sem ætlað
var frægum kvikmynda-
leikara. Þegar hann opnaði
bréfið kom í Ijós, að þar var
hótun að konu hans yrði rænt,
ef hann greiddi ekki þegar f
stað stóra f járfúlgu.
Verkamaðurinn settist niður
Og skrifaði svarbréf:
— Kæri herra, ég á ekki
mikla peninga, en ég hefi
mikinn áhuga á uppástungu
þinni.
X
Konan: — Veiztu, að
hjálparstúlkan okkar er
ófrfsk?
Maðurinn: — Hún um það.
Konan: — Mér er sagt að þú
eigið barnið.
Maðurinn: — Ég um það.
Konan: — Er ekki von að
mér sárni?
Maðurinn: — Þú um það.
Meö kveöju frö hvítum gesti Jóhanna Kristjóns-
30
hringdi hann aftur. Og miðaldra
kona svaraði f sfmann. Jú. hún
var móðir Margaret Dolan, en nú
hét Margaret eftirnafninu Heath
og bjó í Edinborg. Hún minntist
þess ekki að nein Margarel God-
frev hefði verið vinkona dóttur
hennar. Beztu vinkonurnar höfðu
verið Janet Probvn og Deidre
Saehs og frú Dolan mundi vel að
þessar þrjár höfðu verið nánast
óaðskiljanlegar.
Móðir Mary Henzhaw var dáin.
Kurden lalaði við föður hennar og
það kom í Ijós að dóttirin bjó enn
f Kingsmarkham. Var hún gift.
spurðí Burden. Faðirinn veinaði
af hlátri og Burden beið þolin-
móður á meðan hann jafnaði sig
af kæti sinni. Jú. sannarlega var
hún gift. Það var nú ekki laust við
það. Ilún var gift Hedley og var
stödd á fæðingardeildinni f fjórða
skiptið þessa stundina Hann náði
samhandi við Jillian lngram, sem
nú hét frú Bloomfield. En hún
þekkti ekkert Margaret Parsons,
en mundi að hún hafði verið snot-
ur og hlédræg og haft afskaplega
gaman af bókum.
— Snotur, sögðuð þér.
— Já, hún var aðlaðandi á
ákveðinn hátt. Vfst hef ég séð
blöðin. Fólk brevtist nú með ár-
unum. Annað eins gerist.
Anne Kellv var búsett í
Astralfu. Sfðan kom röðin að
Majorie Miller...
— Dóttir mín dó í bflslysi, sagði
hás rödd full af endurvöktum
sársauka. — Eg hélt nú að lög-
reglan vissi það...
Vængjahurðin var opin þegar
Inge W'olf lauk upp fvrir Wex-
ford og bauð honum inn í forstof-
una. Hann heyrðf að hörnin voru
að rffast úti á grasflötinni.
Hann gekk í áttina til þeirra og
hann hevrði hlátur að baki sér og
snerist snögglega á hæli. Helen
Missal lá í hengirúmi sem komið
hafði verið fyrir milli tveggja
trjáa. Hún var að drekka te f
mestu makindum. Þegar hann
kom nær sá hann að hún var
kla'dd bikini einum fata. Wex-
ford fann til feimni og feimnin
fékk reiði hans til að blossa upp
að nýju.
— Æ, ekki einu sinni enn, sagði
hún. — Nú veit ég hvernig tóf-
unni Ifður. Það getur ekki verið
góð líðan.
— Getum vió ekki farið inn
fyrir, frú Missal?
Ilún hikaði andartak. Wexford
hafði á tilfinningunni, að hún
legði við hlustirnar, en svo
sveiflaði hún sér úr rúminu og
hreytti út úr sér.
— Æ:tli ekki það. Ég býst ekki
við að eiga um neitt að velja.
Hún gekk á undan honum inn f
borðstofuna og þar settist hún
niður án þess að skeyta um að
fara f slopp og horfði ögrandi og
illgirnislega á hann.
— Og hvað er það núna?
Wexford leit undan. Hún var
hér á sfnu eigin heimili og hann
átti ekki hægt um vik að biðja
hana að fara f fleiri flikur. Þess i
stað tók hann mvndina upp úr
vasanum og rétti hana til hennar.
— Hvers vegna sögðust þér
ekki þekkja þessa konu?
Ottinn hvarf með öllu úr aug-
um hennar og hún horfði hissa á
hann.
— Vegna þess ég þekkti hana
ekki.
— Þér genguð f skóla með
henni, frú Missal.
Hún greip myndina og starði á
hana.
— Nei, það hef ég ekki. Rautt
hárið flóði um herðar henni þeg-
ar hún hallaði sér fram.
— Það held ég að minnsta kosti
ekki. Eftir útlitinu að dæma hlýt-
ur hún að vera mörgum árum
eldri en ég. Ég get þar af leiðandi
ekki hafa þekkt hana.
— Frú Parsons var þrítug eins
og þér eruð sjálfar, sagði Wex-
ford alvörugefinn. — Hún hét
Margaret Godfrey áður en hún
gifti sig.
— Jæja. Jú, þá man ég auðvitað
eftir henni. En hún er svo ellileg
—■ svo mikið breytt... Hún brosti
skyndilega sigrihrósandi og Wex-
ford furðaði sig sjálfsagt jafn-
mikið og hún á þvf að konan á
myndinni hefði verið jafngömui
þessari hrffandi veru f stólnum.
— Það er afleitt að þér skylduð
ekki muna eftir henni á fimmtu-
daginn frú Missal, sagði hann. —
Það hefur ðhjákvæmilega sett yð-
ur í afleita stöðu að Ijúga fyrst að
Burden vfirlögreglumanni og sfð-
an að mér og þvf næst að liggja á
mikilsverðum upplýsingum.
Douglas Quadrant gæti sem lög-
fræðingur sagt yður að ég væri f
fullum rétti að ásaka yður fyrir
að vera meðsek ...
— Hvers vegna að ráðast endi-
lega á mig? greip Helen Missal
fýlulega fram f. — Fabia þekkti
hana Ifka og ... sjálfsagt margar
aðrar.
— En ég er að tala við yður,
sagði hann. — Segið mér eitthvað
um hana.
— Ef ég geri það, viljið þér þá
lofa að fara yðar leið og koma
aldrei aftur? sagði hún barna-
lega.
— Segið mér sannleikann, frú
Missal og þá skal ég með gleði