Morgunblaðið - 25.01.1976, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.01.1976, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANUAR 1976 43 Verk José Martí í Félags stofnun- stúdenta VINÁTTUFÉLAG Islands og Kúbu hefur opnað sýningu I anddyri Féiagsstofnunar stúdenta við Hringbraut. Ber sýn- ingin yfirskriftina „Nærvera José Martl I kúbönsku byltingunni". Eru birtar tilvitnanir í verk José Martís og sýndar myndir frá kúbönsku byltingunni. I tengslum við sýninguna eru til sölu bækur, blöð og plaköt í bók- sölu stúdenta. Hugmyndin er að fara með sýn- inguna á 2 til 3 staði úti á landi ef fjárhagur leyfir. Sýningin er opin alla virka daga nema laugardaga kl. 9—18 og mun hún standa yfir í 2 til 3 vikur. 1 [ S kál K . eftir JÓN Þ . ÞÓR AUSTUR í Jerevan, höfuðborg Sovétlýðveldisins Armeníu, er Skákþing Sovétríkjanna 1976 nú nýhafið. Þátttakendur eru þessir, taldir eftir töfluröð: R. Vaganjan, O. Romanischin, Ju. Balashov, M. Dvoretsky, L. Polugajevsky, D. Bronstein, T. Petrosjan, B. Gulko, L. Alburt, S. Furman, E. Geller, V. Dorotsjevitch, A. Kovan, I. Dorfman, M. Tal, A. Beljavsky. Þetta er mikið lið og frítt og mikið er þarna af ungum og efnilegum meisturum. Yngsti keppandinn er Beljavsky, fæddur 1953, en aldursforseti er Furman, fæddur 1920. Þegar síðast fréttist var lokið 3 umferðum í mótinu, en erfitt var að átta sig á stöðunni vegna margra biðskáka. Við skulum nú líta á tvær skákir úr fyrstu tveimur um- ferðunum. 1 hinni fyrri eigast við þeir Vaganjan og Beljavsky. Hinn fyrrnefndi nær öruggu frumkvæði á drottningarvæng strax í byrjun og myndar frf- peð, sem reynist svörtum ofur- efli. Hvftt: R. Vaganjan Svart: A. Beljavsky. Kóngsindverskt tafl. 1. d4 — Rf6, 2. Rf3 — g6, 3. Bg5 — Bg7, 4. Rbd2 — d5, 5. c3 — 0—0, 6. e3 — Rbd7, 7. b4 — He8, 8. Be2 — e5, 9. Rb3 — b6, 10. Bb5 — e4, 11. Bc6 — Hb8, 12. Rfd2 — Bb7, 13. Bxb7 — Hxb7, 14. b5 — a6, 15. a4 — Ha7, 16. 0—0 — De7, 17. De2 — Hea8, 18. a5 — axb5, 19. Dxb5 — bxa5, 20. Hxa5 — Hxa5, 20. Rxa5 — c5, 22. Rc6 — Df8, 23. Rb3 — c4, 24. Rc5 — Rc5, 25. dxc5 — h6, 26. Bh4 — g5, 27. Bg3 — De8, 28. Bd6 — Bf8, 29. Db7 — De8, 30. Re7 — Bxe7, 31. Dxe7 — De6, 32. Dxe6 — fxe6, 33. Hbl — Re8, 34. Be5 — Hc8, 35. Hb6 — Kf7, 36. c6 — Kg6, 37. g4 — Rc7, 38. Hb7 — Ra6??, 39. Hg7 mát. 1 síðari skákinni sjáum við Mikhail Tal tefla „position". Hvftt: M. Dvoretskv Svart: M. Tal Sikilevjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. Bb5 — Rd7, 4. d4 — Rf6, 5. Rc3 — cxd4, 6. Dxd4 — e5, 7. Dd3 — h6, 8. Be.3 — Be7, 9. Rd2 — 0—0, 10. f3 — Dc7, 11. 0—0—0 — a6, 12. Bc4 — b5, 13. Bb3 — Rc5, 14. Bxc5 — dxc5, 15. Rd5 — Rxd5, 16. Bxd5 — c4, 17. De2 — Hb8, 18. c3 — Bb7, 19. Kbl — Hfd8, 20. Rfl — Bxd5, 21. Hxd5 — Hxd5, 22. exd5 — Hd8, 23. Re3 — Bg5, 24. Hdl — Dc5, 25. Rg4 — Hxd5, 26. Hxd5 — I)xd5, 27. g3 — f6, 28. Kc2 — h5, 29. Rf2 — Kf8, 30. Re4 — Bh6, 31. g4 — h4, 32. h3 — Ke7, 33. b3 — g6, 34. bxe4 — bxc4, 35. Ddl — Dxdl, 36. Kxdl — a5, 37. Ke2 — Ke6, 38. a4 — Bf8, 39. g5 — f5, 40. Rd2 — Kd5, 41. f4 — exf4 og hvftur gaf. — The Times Framhald af bls. 1 þeim aflatakmörkunum, sem þeir hafa sett.“ Sfðan segir: „Bretar verða að horfast í augu við staðreyndir, því að þeir hafa sjálfa sig að fíflum með átökum við þjóð, sem hvorki hefur landher, flugher eða flota, og telur aðeins 216 þúsund manns.“ SPENNAINNANLANDS FÆR (JTRAS 1 ÞORSKASTRIÐINU OG BITNAR A BRETUM SEGIR TRAWLING TIMES Trawling Times tekur hins veg- ar þá afstöðu að Bretar verði að hafa einhvers konar tryggingu áð- ur en flotinn sé kallaður af mið- unum, en segir síðan: „Nú er aðal- atriðið það hvort hægt er að ná sanngjörnum samningum, sem vit er f, eða hvort fiskiðnaðurinn verður að horfaSt f augu við upp- gjöf þar sem samúð og skilningur ríkisstjórnarinnar virðist vera af skornum skammti. Þar sem sjáv- arútvegurinn er fjárhagslega mjög aðþrengdur mundi hann riða til falls ef gefizt yrði upp fyrir Islendingum," segir Trawl- ing Times. Blaðið telur erfiðleika í íslenzk- um stjórnmálum og óánægju al- mennings ráða mestu um ástand, sem það telur jaðra við móður- sýki. Þessi spenna fái útrás f þorskastríðinu og bitni þvf á Bret- um, og sé ekki við því að búast að Bretum, Atlantshafsbandalaginu eða nokkrum öðrum veitist auð- velt að losa íslenzku rfkisstjórn- ina af önglinum, sem hun sitji nú föst á. Trawling Times heldur því fram, að Islendingar hafi í frétta- flutningi leitazt við að láta Breta líta út sem árásaraðilann og i því skyni hafi brezkum sjónvarps- mönnum verið boðið um borð i varðskipin, sem sfðan hafi sett á svið átök við freigáturnar. Blaðið ályktar þó, að „áróðursherferðin" hafi ekki þjónað tilgangi sínum sem skyldi. — Danskur rithöfundur Framhald af bls. 2. menningarlíf en áhrif frá Kristjánsborg. Dan Turell er einmitt sá, sem getur manna bezt frætt okkur um þetta, er hann ræðir um skáld sinnar kynslóðar og tónlist sinnar kynslóðar. Sjálfur hefur hann sent frá sér fjölda bóka, þar sem hann hefur gert ýmiss konar tilraunir með tjáningarform, merkingu orða, uppsetningu osfrv. Verk hans hafa komið út bæði hjá „neðanjarðar“-forIögum og stórum og þekktum og virtum útgefendum. Bök hans „Vangede billeder", sem er minningabók höfundar frá uppvaxtarárum hans f Vangede, hverfi nálægt Gentofte, hlaut mjög góða dóma gagnrýnenda er hún kom út siðastliðið haust, og með þeirri bók hefur hann ótví- rætt haslað sér öruggan völl sem rithöfundur. Dan Turell heldur væntanlega erindi um nýja skáldakynslóðina f Danmörku fimmtudaginn 29. jan. kl. 17.15 og sunnudaginn 1. febr. kl. 17.15 kynnir hann rokk/beat tónlist með tóndæmum. Ennfrem- ur kemur Dan Turell fram hjá Rithöfundasambandi Islands mið- vikudagskvöld 28. janúar n.k. (Frá Norræna húsinu). — Vona að . . . Framhald af bls. 1 hvort vænta mætti truflana á fiskimiðunum og sagðist hann hafa ástæðu til að ætla að brezka stjórnin hefði gefið ákveðin fyrir- mæli til brezku togaranna og vonaðist hann til að skipstjórarn- ir mundu fara eftir þeim þannig að ekki myndi draga til tfðinda á miðunum. Forsætisráðherrann kvaðst einnig vilja ítreka það, að fslenzka rfkisstjórnin hefði sagt að lögsögu yrði haldið uppi innan fiskveiðimarkanna. Geir Hallgrimsson og föruneyti hans komu til Chequers um kl. 12.30 að staðartfma, þar sem Wil- son tók á móti honum ásamt Call- aghan, Peart, Bishop aðstoðar- sjávarútvegsráðherra, ráðuneytis- stjóra sjávarútvegsráðuneytisins og persónulegum aðstoðarmönn- um sinum. Skiptust forsætisráð- herrarnir á kveðjum og spjölluðu stuttlega um daginn og veginn áður en gengið var inn. Fundur forsætisráðherranna er haldinn á 2. hæð sveitasetursins f herbergi sem kallast Grand Parl- or, og er innréttað í Elísabetarstíl, en húsið sjálft er byggt í Tudor- stfl. VIÐRÆÐURNAR VEKJA MIKLA ATHYGLI. Ekki var i dag, er þetta var skrifað, vitað hve lengi fundur forsætisráðherranna myndi standa í dag en á morgun sunnu- dag, verða viðræður fiskifræð- inga og embættismanna, en síðan er gert ráð fyrir að forsætisráð- herrarnir haldi viðræðum áfram á mánudag og þá væntanlega f Downingstreet 10, forsætisráð- herrabústaðnum f London. Milt og fagurt Veður er nú í London. Viðræður forsætisráð- herranna vekja greinilega mikla athygli hér í Bretlandi og mikið um þær fjallað í blöðum, útvarpi og sjónvarpi, sem glöggt mátti greina á þeim mikla fjölda frétta- manna, sem tóku á móti Geir Hall- grímssyni við komuna hingað f morgun. Eins og fyrr hefur verið skýrt frá eru í för með forsætisráðherr- anum alþingismennirnir Þórar- inn Þórarinsson og Guðmundur H. Garðarsson, Hans G. Andersen, hafréttarfræðingur, fiskifræðing- arnir Jón Jónsson, Sigfús Schopka og Jakob Jakobsson, Ein- ar Ingvarsson aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra og Björn Bjarnason, skrifstofustjóri for- sætisráðuneytisins. Auk þeirra taka þeir Nfels P. Sigurðsson sendiherra og Helgi Ágústsson sendiráðsritari þátt í viðræðun- um. ★ REUTER I fréttaskeyti frá Reutersfrétta- stofunni eftir Mohsin Ali um komu forsætisráðherra er sagt, að Geir Hallgrímsson hafi lagt á það áherzlu f samtali sínu við frétta- menn á flugvellinum, að grund- vallarrökin fyrir takmörkunum á veiðum Breta við tsland væru byggð á verndunarsjóðarmiðum, fiskstofnarnir á Islandsmiðum væru nálægt hruni og tslendingar sjálfir fhuguðu nú að leggja þriðj- ungi fiskiskipaflota síns til að gefa fiskstofnunum tfma til að vaxa á ný, að þvf er fréttamaður Reuters hefur eftir forsætisráð- herra. — Kostnaður Framhald af bls.44 Ragnar ekkert óvenjulegt vera við þessar skoðanir, en hins vegar sagði hann að hér væri um þátta- skil að ræða í stefnu félagsins, Flugfélagið hefði aldrei leitað áður til útlanda með slíkt sem þetta, en hins vegar kvað hann Loftleiðir ávallt hafa leitað út fyrir landsteinana með slfkar skoðanir. „Okkur finnst þarna verða breyting á, þegar búið er að sameina félögin," sagði Ragnar, „enda eru yfirmenn viðhalds- deildanna Loftleiðamenn og hafa þeir ekki gert garðinn frægan með viðhaldi hér heima." Ragnar sagði að flugvirkjar hefðu boðað til félagsfundar á mánudag og þar myndi þetta mál rætt. Hann kvað menn hafa unnið við alls konar aðstæður, jafnvel i 10 til 15 stiga frosti að viðgerðum á flugvélum og kvað þetta verð- launin, sem þeir hlytu frá félag- inu, þar sem f Reykjavík yrði öll vinna að fara fram utan dyra. Annað mál væri hins vegar um Keflavíkurflugvöll. Þar væri unnt að vinna þetta inni. Ragnar kvað þessar skoðanir á þotunum báðum kosta um 34 milljónir króna og kvað hann hér vera verið að flytja gjaldeyri beint út úr landinu f stað þess að láta vinna skoðanirnar hér heima. Kvað hann þetta algjöran óþarfa, þar sem ekkert mælti f móti þvf að skoðanirnar færu fram hér heima. Nefndi hann sem dæmi að skömmu eftir brunann á Reykja- víkurflugvelli í fyrra hefði slfk skoðun sem Jtessi verið fram- kvæmd hér heima og stóðst hún fyllilega áætlun. Þá benti Ragnar jafnframt á, að Flugleiðum væri heimilt að nota flugvélstjóra í einn mánuð á jörðu niðri við slíka skoðun. Það væru menn, sem hvort eð er væru á kaupi hjá félaginu, svo að sú tilhliðrun ætti aðeins að vera hagkvæmnisatriði fyrir félagið. Væri þar um að ræða 10 menn f 30 daga. Jóhannes Einarsson, yfirmaður viðhaldsdeilar Flugleiða, vfsaði í gær á Örn Johnson, forstjóra, sem gæti gefið skýringar á þessari ákvörðun Flugleiða h.f., en Morgunblaðinu tókst ekki að ná í örn. — Bátaflotinn Framhald af bls.44 netum,“ sagði Daníel, „sex á línu og 14 á netum. Þetta er svona að komast í gang. Aflinn hefur þó verið lélegur, 3—4 tonn á Ifnuna og sama í róðri á netum. Geirfugl- inn kom þó með 19 tonn tveggja nátta úr einum róðrinum og 34 tonn úr öðrum í fyrrinótt, allt ufsi. Þá var Þorsteinn Gíslason með 15l/4 tonn í gær. Það eru svona blettir sem þeir hitta á og ég hef heyrt að Geirfuglinn hafi fengið þetta mest allt í tvær tross- ur í sfðasta róðri. Annars er það í rauninni aðeins sfðustu daga sem hefur gefið hér og vertfðarsvipurinn er að færast yfir staðinn.“ Garðar Sigjónsson hafnarstjóri á Höfn í Hornafirði kvað flesta Hornafjarðarbáta vera komna með mannskap, þrír væru byrjað- ir á línu, 4 á trolli og 1 á netum auk 6 sem væru að búa sig á net, en alls kvað hann 14 báta gerða út frá Hornafirði í vetur. „Tfðin hefur verið ákaflega erf- ið,“ hélt Garðar áfram, „en bát- arnir hafa verið með svona 6—7 tonn á lfnu sfðustu daga og sama í trollið, en einn kom þó með 30 tonn í troll eftir þrjá daga, þetta er svona að komast í fullan gang.“ — Járnfrúin Framhald af bls. 1 Þessi ummæli frú Thatchers vöktu mikla reiði sovézkra yfir- valda og gekk sovézki sendi- herrann í London á fund utanríkisráðherra og mótmælti þessum ummælum og einnig mótmælti sendiráðið við tals- mann fhaldsflokksins í utan- rfkismálum, Reginald Maudl- ing. Gavrilov segir í grein sinni, að brezkir íhaldsmenn séu að reyna að snúa við þróun alþjóðamála og hverfa aftur til hinna ömurlegu tfma kalda stríðsins og brezk hægri blöð endurspegli skoðanir andstæð- inga „Detente“ og klappi fyrir Thatcher. SERSTAKT TILBOÐ Blaupunkt SJONVORP sem ættu að kosta kr. 92.650. seljast gegn staðgreiðslu á KR. 85.000. Afborgunarskilmálar: Verð kr. 89.500.— Útborgun kr. 30.000 Eftirstöðvar til 8 mánaða SJÓNVÖRP Sérstök langdrægni Tóngæði sérstök °g svo ofangreint tilboð / unnai Stffizá’ibbm k.f. REYKJAVÍK — AKUREYRI Akranes: Verzlunin Bjarg Borgarnes: Verzlunin Stjarnan BúSardalur: Einar Stefánsson PatreksfjörSur: Baldvin Kristjinsson Blldudalur: Verzlun Jóns Bjarnasonar Bolungarvlk: Jón Fr. Einarsson SauSárkrókur: Kaupfélag SkagfirSinga SiglufjörSur: Gestur Fanndal Húsavlk: Bókav. Þór. Stefánssonar HornafjörSur: Verzlunin Kristall Vestmannaeyjar: Verzlunin Stafnes Selfoss: G. Á. BöSvarsson Keflavlk: Verzlunin Stapafell. AUK EFTIR- TALINNA UMBOÐS MANNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.