Morgunblaðið - 25.01.1976, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.01.1976, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANUAR 1976 41 VELVAKAOJDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl 14—15, frá mánudegi til föstu- dags 0 Varðskipafrí- merki G. Þ. skrifar: Starf áhafna og skipherra land- helgisgæzluskipa okkar hefur vakið þjóðargleði i þrengingum okkar út af 200 sjómilunum. Fjöldi fólks, bæði innanlands og utan, myndi vilja sýna í verki, að það kann að meta þessi þýð- ingarmiklu störf, t.d. með því að leggja eitthvað af mörkum, til stuðnings við varnir landsins í þessa átt. Undirrituðum er aðe ís kunnugt um eina leið og á al- þjóðavisu, sem gæti þjónað fólki, í framangreinda átt, en það er í sambandi við frímerkjaútgáfu. Tillaga min er þvi sú, að hið fyrsta gefi póst- og símamála- stjórnin út frimerki með mynd af varðskipunum: Óðni, Tý, Þór og Ægi, sem eru hin raunverulegu varðskip landhelgisgæzlunnar, enda þótt einnig mætti telja Albert og Arvak, en hin fjögur fyrrtöldu ættu að nægja til þess að þjóna þessu markmiði. Fri- merki þessi væru með t.d. 100.— kr. yfirverði hvert eða meira, sem rynni í landelgisgæslusjóðinn gamla. Einnig væri sjálfsagt að gefa út 1—2 frímerki með mynd af ásiglingum brezku freigátanna með a.m.k. 1000.— kr. yfirverði. Þetta gæti verið liður í baráttu okkar og ekki völ á betri aðferð til þess að kynna málstað okkar. Einnig verður þetta um leið þakk- lætisvottur til þeirra, sem ráku brezka flotann út úr 200 sjómilna landhelgi íslands. í sambandi við útgáfuna væri að venju sjálfsagt að gera grein fyrir útgáfu fri- merkjanna, skipunum, áhöfnum þeirra og skipherrum. Vmsar þjóðir gefa út frímerki til þess að minnast merkra áfanga í lífi þeirra, eins og t.d. Sovétríkin I sambandi við fyrstu geimferðir, og þau störf, sem hér hafa verið unnin hafa þýðingu fyrir íslensku þjóðina um ókomna tíma og rétt að þeirra sé minnst á verðugan hátt. # Þakklæti Við erum víst öll sammála um að varðskipsmönnum beri að þakka. Og sumir hafa raunar gert það í raun á sinn hátt. T.d. bauð Utsýn á skemmtun á Sögu Helga Hallvarðssyni skipherra og konu hans til Suðurlanda. Og Velvak- anda er kunnugt um að Þjóðleik- fara héðan. Ég er afar önnum kafinn. Hún krosslagði fæturna og strauk sér um hnén. — Mér þótti leiðinlegt f skóla, sagði hún f trúnaðartóni. — Það var svo þvingandi og inni- lokað, ef þér skiljið hvað ég á við. Ég grátbað pabba minn um að Jeyfa mér að hætta eftir að ég ... — Ég var að spyrja um Margar- et Godfrey, frú Missal. — Æ. já, það var Ifka satt. Margaret Godfrey. Hún var bara núll og nix. Hún var hvorki sér- lega lagleg né sérlega dugleg. Hún var eiginlega ekki neitt. Hún hvarflaði aftur augum á mvndina. — Margaret Godfrey. Ég trúi þvf varla. Ég hefði nú sagt hún hefði verið sfðasta manneskja til að láta m.vrða sig. — Leyfist mér að spyrja hverj- ar hefðu verið Ifklegri til þess? — Ja, svona kvenmaður eins og ég, sagði hún og hló áhyggjulaust. — Hverjir voru vinir hennar og með hverjum var hún helzt? — Ég þarf nú aðeins að hugsa mig um. Hún var áreiðanlega Anne Kelly og eín ofsalega bólu- grafin, sem hét Bertram að eftir- nafni, og svo var það Diana ... húsið bauð skipshöfnini á Þór og konum skipsmanna að sjá sýn- ingu á leikritinu, sem nefnist Sporvagninn Girnd en sumir kalla i daglegu tali Leið sex. 0 Hver er ábyrgur? Á þeim orðum hefst bréf Huldu Guðmundsdóttur. O^ hún heldur áfram: Mig langar að vekja athygli allra þeirra, er gætu bætt úr hinu alvarlega ástandi, sem skapast við Arbæjarsköla þegar færð er eins og nú. Þannig er, að Vatnsenda- vegur frá Rofabæ liggur milli skólans og kirkju, sem þar er í byggingu. Við horn skólavallarins kemur beygja og í snjó og hálku frekar erfið brekka, sem eins og nú háttar er aðeins fær einni bif- reið í einu. Þarna hópast skóla- börnin i frímínútum og gera öku- mönnum með öllu ókleift að komast leiðar sinnar átakalaust. Þau láta sér ekki nægja að gera tálmanir yfir veginn til þess að stöðva bifreiðarnar, sem eiga svo i erfiðleikum með að komast af stað aftur. Heldur þyrpast þau að bifreiðunum á ferð, hanga aftan i þeim, utan á hliðunum ef topp- grind er og upp á frambretti, sem sagt alls staðar, þar sem hand- festu er að fá. Sér hver heilvita maður hve hættulegur leikur þetta er. Það eru ótal ökumenn sem lent hafa I þessu með bif- reiðar sinar. Heyrst hefur líka, að sumir hafi orðið fyrir grjótkasti á þessum stað. Lengi hefur þetta verið svona og ekkert verið að gert. # Hættulegur leikur Hef ég snúið mér til Ar- bæjarlögreglu og fleiri á undan mér, en þeir fá ekkert að gert til úrbóta. Skilst mér að bifreiðum lögreglunnar sé ekki hlift frekar en öðrum. Skólastjóra Arbæjar- skóla hef ég einnig talað við. Hann kvað þetta alvarlegt vanda- mál og erfitt við að eiga, en þessi vegur mun liggja yfir lóð skólans. # Eftirlitskennarar Það eiga að vera tveir eftir- litskennarar úti í frimínútum, ég hef aldrei séð þeim bregða fyrir á þessum umrædda stað. Hefi þó oftar en einu sinni átt i erfið- leikum með að komast leiðar minnar þar og má vist þakka fyrir að hafa sloppið með skrekkinn, án þess að hafa orðið einhverju barn- anna að bana eða stórslasað — eða er það ekki alltaf álitið að það sé ökumannsins sök ef slíkt hendir?? Þess ber að geta að mikil um- ferð er eftir þessum vegi, þetta er eini vegurinn, er tengir íbúa Vatnsendahverfis og Seláss að vestanverðu við Arbæjarhverfið, þarna fara einnig um grjótflutn- ingsbifreiðar alla daga. Öfáar eru ferðirnar, sem hestaeigendur eiga þarna um til gegningar í hesthús- in. Ennfremur eru margir, sem nota þessa leið til að komast milli Árbæjarhverfis og Breiðholts. Það eru áreiðanlega til þeir ökumenn, sem illa og alls ekki þola þá spennu, sem því fylgir að Ienda í því, sem áður er lýst svo ekki sé talað um ef slys hlytist af. Þvi spyr ég: hver er ábyrgur fyrir því að þarna eru ekki gerðar fyrirbyggjandi ráðstafanir? Þegar hafist var handa við byggingu Arbæjarkirkju hinnar nýju, var umræddur vegur færður nær skólanum til bráða- birgða, að sagt var þá. Hvenær verður Vatnsendavegur færður aftur á þann stað þar sem hann getur verið til frambúðar? Því fyrr sem það yrði þvi betra. Fróðlegt væri að vita hvort einhver neðangreindra aðila gætu veitt svör. Borgarstjórn? Lögreglan? Gatnamálastjóri? Skólayfirvöld? Kunni einhver þessara aðila svar við spurningu Huldu, er rúm fyrir það I Velvakanda. HOGNI HREKKVISI ,Þetta er ekkert klifurtré fyrir ketti.‘ 83? SIGGA V/ÖGA £ ilLVtVAU tó WtVSf ‘otlMttQIS- DRIMA Tvinninn sem má treysta. Hentar fyrir allar gerðir efna. Sterkur — lipur. Óvenju mikið litaúrval. DRIMA — fyriröll efni Heildsölubirgðir: Davíð S. Jónsson &Coh.f. HOT DOG Blizzardskíði VERÐ 25.750.— Glæsibæ — simi 30350 WHV£L VÓ A9 E'ú SK» vkKak av sækja SíkIASTAuKINK SE-H VK VARII/A Ó17! FöKsTjo'K/ V£m$ Ap Tf?£ysT W\ 49 SK\Pois/UM WANS Sf' Mlý/fff wm Vltíu aflíl S-Y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.