Morgunblaðið - 25.01.1976, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.01.1976, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANUAR 1976 Mánudagsmvndin ANDKFJ ÍKJKLFV Leikstjóri: Andrei Tarkovsky. Gullna ljónið í Feneyjum, Rússnesk, gerð 1966. ' fyrstu verðlaun í San Fran- Aðalleikarar Anatoli Solon- itsyn og Kolya Burlyayev. Andrei Tarkovsky hefur verið lýst sem athyglisverðasta leikstjóra í Rússlandi á siðustu 15 árum. Hann hefur þó aðeins gert 4 myndir á þessu tímabili, fyrir utan skólamyndir sinar, sem gerðar eru fyrir þennan tima. Hvað veldur athafnaleysi hans er ekki ljóst, en á Vestur- löndum gizka menn í eyðurnar, þegar sú vitneskja liggur fyrir, að Andrei Rublev var gerð 1966, en ekki sýnd í Rússlandi fyrr en 1971. En ágizkanir geta verið varasamar og samkvæmt áreiðanlegustu heimildum mun töfin ekki hafa orðið af pólitísk- um ástæðum, heldur af þvi, að myndin þótti sýna of mikið of- beldi og mikla grimmd í garð skynlausra skepna. Það er hins vegar athyglisvert, að myndin er sýnd í örlítið styttri útgáfu, um leið og Tarkovsky er fengið það verkefni að búa til rúss- neskt svar við mynd Kubricks, 2001, sem var myndin SOLAR- IS, er Háskólabíó sýndi fyrir tæpu ári. Sýnir þaó, að Rússar bera mikið traust til Tar- kovskys sem kvikmyndagerðar- manns og því ekki ólíklegt, að honum hafi tekizt að þvinga Rublev til sýninga i einhvers konar samningum við Mosfilm. Ferill Tarkovskys og mynda hans er sannarlega einstakur: Fyrsta mynd hans var „Ivans Childhood" og hlaut hún cisco, fyrstu verðlaun i Aca- pulco og Selznick-verðlaun sem kvikmynd, „er bæri mikinn friðarboðskap". Rublev hlaut verðlaun i Cannes fyrir hand- ritið og Solaris hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Cannes 1972. Enn hefur ekki reynt á það hvort nýjasta mynd hans, er nefnist Spegillinn, verður eftirbátur hinna, er hún verður sýnd á kvikmyndahátíðum vest- an járntjaldsins, væntanlega á þessu ári. Andrei Rublev fjallar um frægasta altaristöflu-málara Rússa, sem uppi var á 14. og 15. öld. Um þennan mann er mjög lítið vitað en Tarkovsky gæðir hann því lífi, sem honum hent- ar. 1 upphafi myndarinnar er atriði, sem er eins konar upp- taktur eða forspil, að því, sem koma skal. Árið 1400 steðja bændur og búalið að kirkju- turni einum miklum úti á gresj- unum og verða vitni að fyrstu (og síðustu) tilraun eins manns til að fljúga í einhvers konar loftbelg. 1 þessu atriði, sem er geysifallega gert með áhrifa- miklum Ioftmyndatökum, er þeim táknræna skilningi komið til áhorfandans, að frá ómuna tíð hafi það verið þrá mannsins sem skynveru að losna við klafa daglegs amsturs og strits, vera algjörlega frjáls og hafinn yfir jarðneska efnishyggju. Alla myndina í gegn á Rublev i erfiðleikum með að sætta sköp- unargáfur sínar við þann við- SIGUROUR SVERRIR PALSSON bjóð, sem hann verður daglega vitni að, hann á í miklu sálar- stríði og getur ekki málað. Hann ferðast um og það er ekki fyrr en hann verður yitni að því, hvernig ungur drengur stjórnar því vandasama verki að smíða risastóra kirkju- klukku, að hann öðlast skilning á því, að hann verður að sætta sig við umhverfið og taka virkan þátt i því, til þess að sköpunargáfur hans fái notið sín. Sýning myndarinnar er réttir 3 timar hér, eins og sú útgáfa, sem endanlega var sýnd í Rúss- landi, en myndin var stytt um einar 20 mín. fyrir Vestur- landamarkað. Er það gleðiefni, að myndin skuli vera sýnd hér í heild, því meðal þeirra atriða, sem felld voru úr myndinni, var hið áhrifaríka upphafs- atriði. Hins vegar verð ég að viðurkenna það, að þrátt fyrir lengd myndarinnar finnst mér meginatburðarás hennar vera alltof slitrótt, samhengis- og skýringalaus, sem veldur þvi að áhorfandinn þarf að eyða of löngum tima I að grufla í því, hver sé hvað og hvað sé yfir- höfuð að gerast. Gætir þessa mest um miðbik myndarinnar, og hér verður smásmuguieg at- burðarás þröskuldur í vegi frekari skilnings á myhdinni. SSP. Rublev (Anatoli Solonitsyn) t.v. á í erfiðleikum með að sætta sköpunargáfur sfnar við umhverfið. Að mála skrattann á vegginn The Exorcist, bandarísk, gerð 1973. Leikstjóri: William Friedkin. Með Ellen Burstyn, Linda Blair, Jason Miller, Max von Sydow og Lee J. Cobb. Það er i rauninni að bera í bakkafullan lækinn að vera að skrifa um þetta fyrirbæri. Þess vegna ætla ég að reyna að vera stuttorður. Þetta er vond mynd. Eina röksemdin, sem þarf til að styðja þá skoðun mfna, er sú, að myndin sýnir allt. Ef höfund- arnir hefðu haft þá glóru til að bera, að skilja eitthvað eftir fyrir ímyndunaraflið, hefði kannski tekist betur til. Menn eru ekki hræddir við það sem þeir sjá, þeir eru hræddir við það sem þeir sjá ekki. En fyrir utan þennan galla eru persón- urnar í myndinni lítt holdg- aðar, og er þetta hvort tveggja stórt skref aftur á bak, miðað við það, sem bókin hafði upp á að bjóða. Yfirleitt minnti myndin mig á hryllingsmynd- irnar frá Hammer, en Hafnar- bfó sýndi mikið af þeim á sínum tíma. Nema hvað það voru miklu heiðarlegri hryllings- myndir. En hvers vegna verður myndin þá svona umtöluð og vekur eins mikla móðursýki og raun ber vitni? Svörin kunna að vera margvísleg en ein ástæða er þó viss. Þegar fram- leiðendur myndarinnar höfðu skoðað hana í fyrsta sinn yfir- gáfu þeir sýningarsalinn og klóruðu sér í höfðinu. Hvernig i andskotanum áttu þeir að koma svona mynd á markað? Þeir veltu þessu fyrir sér og fundu Iausnina. Móðursýki. Látum líða yfir nokkra áhorfendur á blaðamannasýningunni, það berst út, og síðan skipuleggjum við yfirlið á nokkrum frumsýn- ingarstöðum. Múgsefjunin var skipulögð og áhorfendur bitu á agnið. Aðstoð við yfirlið barst alls staðar frá, sérstaklega þó frá ýmsum hópum djöfladýrk- enda og sértrúarhópum, sem auðveldlega féll i trans, þótt andlitsfarðinn væri illa gerður og djöfullinn talaði reiprenn- andi ensku aftur á bak. En Is- lendingar falla ekki i trans fyrir svona gerviskratta, enda erum við öll alin upp meðal raunverulegra drauga. SSP. Robert De Niro (Oscarsverðlaun fyrlr leik I aukahlutverki) sem Vito Corleone áyngri árum (hlutverk Brandos í fyrri myndinni). Mafíu- fræði The Godfather, Part II., banda- rfsk, gerð 1974. Leikstjóri: Francis Ford Copp- ola. Með Al Pacino, Robert Duvall, Diane Keaton, Robert De Niro, Lee Strasberg, John Gazale ofl. Annar hluti Guðföðurins er dálítið frábrugðin fyrri mynd- inni í ýmsum atriðum. I stað þess að vera einungis framhald, er í myndinni gerð grein fyrir þvf, hvernig Corleone fjölskyld- an byrjar feril sinn í Bandaríkj- unum. Þessar tvær sögur, föð- urins og sonarins, eru sagðar samhliða og dregin upp nokkuð skörp mynd af því, hvernig faðirinn vinnur hvern sigurinn á fætur öðrum, meðan sonurinn fer hægt og sígandi halloka fyrir utanaðkomandi þrýstingi. I upphafi sjáum við föðurinn sem lítinn, einstæðan dreng á Italíu, hann er sendur einn til Bandaríkjanna og þar er byrjað á því að setja hann í sóttkví, einan í herbergi. 1 lok mynd- arinnar situr A1 Pacino eftir einn og yfirgefinn, einmana sál, þó honum hafi að einhverju leyti tekist að halda i völdin. Það jákvæða við þessa mynd er, að hún leggur miklu meiri áherslu á samskipti einstakl- inga, persónurnar fá að njóta sin betur sem manneskjur heldur en í fyrri myndinni, þar sem ofbeldið sat í fyrirrúmi. Myndin er nú 200 mín. og er vægast sagt dálítið löng, án þess þó að hægt sé að segja að manni fari að leiðast. Coppola er ein- stakur fagmaður, sem vinnur þessa mynd sína þannig, að hún verður aldrei þreytandi. Hins vegar er ljóst, að eitthvað hefur farið úr böndunum, þegar hann þarf að stytta myndina um 100 mín., því upphaflega var hún 300 min. og spurning, hvort ekki hefði verið heppilegra að sú stytting færi fram strax i handritinu. Godfather, Part I, varð til þess, að Coppola auðgaðist all- vel, og nóg til þess að geta gert mynd upp á eigin spýtur, sem hann hafði lengi langað til að gera. Var það The Con- versation, sem hlaut nokkur Oscarsverðlaun í fyrra ásamt Godfather, Part II. Vonandi verður Coppola það vel stæður eftir þessa mynd, að hann geti haldið áfram að gera þá hluti, sem hugur hans stendur til, persónulegar myndir, sem hafa meira inntak en Mafíu- myndirnar. Þvi að þrátt fyrir fagmannlega vinnu og góða persónusköpun hafa þessar myndir ákaflega lítið að segja umfram það, sem hér hefur verið getið. SSP. ó tjokJinu 'k'kir Guðfaðirinn ■k'k'k Andrei Rublev ★★★ Okindin ★★ Allt fyrir elsku Pétur ★ Særingamaðurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.