Morgunblaðið - 11.02.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.02.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRUAR 1976 3 TÍZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS KARNABÆR Reyðarfjarðarbörn lœra á skíðin sín Revðarfirði, 10. feb. Á VEGUM barna- og unglingaskóla Reyðar- fjarðar var fenginn skíðakennari til að kenna börnum hér f kauptún- inu. Var það Jóhann Vil- bergsson frá Siglufirði. Skíðakennari hefur ekki verið hér í mörg ár og rfkti mikil ánægja hjá börnunum og var þátt- taka f skfðanámskeiðinu mjög góð. Eftir helgina kemur danskennari hingað. Heitir hann Sigurður Hákonarson og heldur dansnámskeið fyrir börn og fullorðna. Sigurður hefur áður haldið hér nokkur dansnámskeið. — Gréta. ■ ■■ ■Xjp***. Ljósm. Hreggviður Guðgeirsson. SKÓLAKRAKKAR á Reyðarfirði á skíðanámskeiði hjá Jóhanni Vilbergssyni. Félög sem boða verkfall 17. febrúar Á MIÐNÆTTI aðfararnótt 10. febrúar rann út frestur til þess að boða verkföll, eigi þau að taka gildi á miðnætti aðfararnótt hins 17. febrúar eins og ASl hafði óskað eftir af aðildarfélögum sfnum. Samkvæmt upplýsingum VSt höfðu eftirtalin félög og sambönd boðað verkföll fyrir umbjóðendur sfna, en félögin eru um 60 að tölu: Norræna verkalýðssamband- ið styður ASÍ í kjaradeilunni NOKKRIR forystumenn Nor- ræna verkalvðssambandsins gistu tsland um sfðustu helgi, en erindi þeirra var að kynna sér ástand og horfur í vinnudeilu þeirri, sem nú stendur yfir. Áttu þessir for- vstumenn fundi með miðstjórn ASt síðastliðinn sunnudag og við- ræður við ýmsa forystumenn í verkalýðshreyfingunni. Þessir forystumenn eru: Thor Aspengren, forseti Norræna verkalýðssambandsins og jafn- framt forseti norska verkalýðs- sambandsins, Gunnar Nilsson, varaforseti Norræna verkalýðs- sambandsins og jafnframt forseti sænska verkalýðssambandsins og Richard Trælnes, framkvæmda- stjóri Norræna verkalýðssam- bandsins (NFS). A fundinum með miðstjórn lýstu þeir stuðningi norræna verkalýðssamtaka við málstað Is- lands i landhelgismálinu og má i þvi sambandi minna á samþykkt stjórnar NFS frá því 9. desember s.l. Þá ítrekuðu þeir, að þær stuðn- ingsyfirlýsingar, sem gefnar hefðu verið i sambandi við kjara- deiluna á s.l. vetri og vori, væru enn i fullu gildi, ef nú kæmi til verkfalla. Að öóru leyti var á miðstjórnar- fundinum einkum rætt um efl- ingu hins norræna samstarfs verkalýðssamtakanna og virkari þátttöku þeirra í evrópsku og al- þjóðlegu samstarfi verkalýðs- hreyfingarinnar. Norræna verkalýðssambandið — NFS — hefur nú starfað um þriggja ára sk'eið og orðið vett- vangur nánara samstarfs verka- lýðssamtakanna i löndunum. Það hefur gert aðildarsamtökunum kleift að koma fram, sem ein heild út á við gagnvart alþjóðleg- um samtökum og stofnunum, s.s., Norðurlandaráði, Alþjóðavinnu- málastofnuninni, OECD, Alþjóða- sambandi frjálsra verkalýðsfél- aga o.fl., og auka með því áhrif sín á stefnu þeirra. Eins og heimsókn þeirra félaga ber ljósan vott um, er mikill vel- vilji og hlýhugur rikjandi í bræðrasamtökum á Norðurlönd- um í garð tslands og íslenzkrar verkalýðshreyfingar og vilji til að hnýta sterkar tengsl gagnkvæmr- ar vináttu með virkum stuðningi þegar þörf krefur. Frá fundum norrænna forystumanna verkalvðsmála og forvstumanna ASt Verkamannafélagið Dagsbrún, Verkamannafélagið Hlíf Hafnarfirði, Verkakvennafélagið Framsókn, Rafiðnaðarsamband Islands, .Trésmiðafélag Reykja- víkur. Félag járniðnaðarmanna, Félag bifvélavirkja, Félag bif- reiðasmiða, Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, Iðja, félag verk- smiðjufólks i Reykjavík, Lands- samband vörubifreiðastjóra, ASB, félag afgreiðslustúlkna í brauð- og mjólkurbúðum, Mjólkurfræðingafélag Islands, Bakarasveinafélag Islands, Nót, sveinafélag netagerðarmanna, Verkalýðsfélag Akraness, Sveina- félag málmiðnaðarmanna, Akranesi, Verkalýðsfélag Borgar- ness, Iðnsveinafélag Mýrasýslu, Borgarnesi, Verzlunarmanna- félag Borgarness, Verkalýðsfélag- ið Stjarnan, Grundarfirði, Verka- lýðsfélag Stykkishólms, Iðn- sveinafélag Stykkishólms, Verka- lýðsfélagið Jökull Ólafsvík, Verkalýðsfélagið Afturelding, Hellissandi, Verkalýðsfélagið Skjöldur, Þingeyri, Verkamanna- félagið Fram, Sauðárkróki, Iðn- sveinafélag Skagafjarðar, Sauðár- króki, Verkakvennafélagið Ald- an, Sauðárkróki, Verkalýósfélag- ið Ársæll, Hofsósi, Verkalýðs- félagið Vaka, Siglufirði, Verka- lýðsfélagið Eining, Akureyri, Tré- smiðafélag Akureyrar, Verkalýðs- félag Húsavíkur, Bygginga- mannafélagið Árvakur, Húsavík, Verkamannafélagið Fram, Seyðis- firði, Verkalýðsfélagið Jökull, Höfn, Hornafirði, Verkalýðsfélag Vestmannaeyja, Verkalýðsfélagið Rangæingur, Hellu og iðnaðar- mannadeild þess, Sveinafélag málmiðnaðarmanna í Rangár- vallasýslu, Verkaiýðsfélagið Þór, Selfossi, Bifreiðastjórafélagið ökupór, Selfossi, Járniðnaðar- mannafélag Árnessýslu, Verzlunarmannafélag Arnes- sýslu, Verkalýðsfélag Hvera- gerðis og nágrennis, Félag bygg- ingaiðnaðarmanna, Árnessýslu, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Verka- kvennafélag Keflavíkur og Njarð- víkur, Verkalýðs- og sjómanna- félag Gerðahrepps, Verkalýðs- og sjómannafélag Miðneshrepps, Verkalýðsfélag Hafnarhrepps, Iðnsveinafélag Suðurnesja, Verzlunarmannafélag Suðurnesja og Verkalýðsfélag Grindavíkur. Gott skíðafæri á ísafirði Isafirði 10. feb. GOTT skiðafæri er nú á Selja- landsdal og hafa tsfirðingar óspart notfært sér það að undan- förnu. Hafa báðar Iyfturnar verið í gangi á hverjum degi en á kvöidin er skíðanámskeið fyrir fullorðna. Kennari er Hafsteinn Sigurðsson. Fréttaritari. Bann við þorskveið- um með flotvörpu Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um bann við þorskveiðum með flotvörpu fyrir Suður- og Vesturlandi og tók hún gildi 10. febrúar s.l. Reglugerðin er sett samkvæmt tillögu fiskveiðilaganefndar, að fenginni umsögn Hafrann- sóknastofnunarinnar. Samkvæmt þessari reglu- gerð eru þorskveiðar í flot- vörpu bannaðar á timabilinu 10. febrúar til 1. júní 1976 í íslenskri fiskveiðilandheigi á svæði, sem að austan tak- markast af linu sem dregin er réttvísandi austur frá Stokksnesi og vestur um að linu dreginni réttvisandi aust- ur frá Látrabjargi. ÍÍSS2Í- ftSCWÍP Lauga^regi □ ENN BETRI KJÖR, EN Á VETRARÚTSÖLUNNI □ ALLT NÝJAR OG NÝLEGAR VÖRUR □ ÓTRÚLEGT VÖRUÚRVAL □ LÁTIÐ EKKI HAPP ÚR HENDI SLEPPA Laugavegi 66, simi 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.