Morgunblaðið - 11.02.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.02.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRUAR 1976 19 Minning: A dolfBjörnsson rafveitustjóri Fæddur 28. febrúar 1916 Dáinn 3. febrúar 1976. Adolf Björnsson, rafveitustjóri á Sauðárkróki, lézt á Borgar- sjúkrahúsinu i Reykjavik 3. febrúar s.l., eftir stutta legu. Hann hefði orðið sextugur 28. þ.m., hefði honum enzt aldurtil. Adolf var fæddur í Vestmanna- eyjum og voru foreldrar hans þau Björn Erlendsson, formaður þar og kona hans Stefania Jóhanns- dóttir. Snemma hefur Adolf markað sér starfsbraut, því hann innritast í Iðnskólann i Reykjavik og lýkur þaðan prófi 1937. Hann tekur sveinspróf í rafvirkjun 1939 og verður löggiltur rafvirkjameistari 1945, háspennupróf tekur hann 1949 og fær leyfisbréf til hásprennuvirkjunar sama ár. Á árunum 1938—1949 starfar Adolf sem rafvirkjasveinn og meistari i Reykjavik, og m.a. á þeim árum var hann um skeið við framkvæmdir við Skeiðfossvirkj- un í Fljótum og á Siglufirði, en það er svo 15. marz 1949 að hann ræður sig sem rafveitustjóri til Rafveitu Sauðárkróks, og gegndi þeim starfa til dauðadags. Sam- hliða þvi starfi var Adolf falið að hafa eftirlit með raflögnum i Skagafjarðarsýslu fyrir Héraðs- rafmagnsveitur ríkisins, og gegndi hann þeim starfa 1950—1959. Hann var ritari í Félagi ísl. rafvirkja 1944—1945. Formaður í Iðnaðarmannafélagi Sauðárkróks 1952—1968. Hann var formaður stjórnar félags- heimilisins Bifrastar á Sauðár- króki 1953—1958. 1 stjórn Sam- bands isl. rafveitna 1960, 1962 og síðar frá 1974 og til dánardægurs. Adolf tók mikinn þátt i starfi Rotaryfélagsskaparins, og var m.a. forseti Rotaryklúbbs Sauðár- króks 1960—1961. Hann var í stjórn Stangaveiðifélags Sauðár- króks 1956—1961. Hann var for- seti Iðnþings Islendinga á Sauðár- króki 1962. Adolf var einnig í t Maðurinn minn KRISTINN SIGURÐUR SIGURÐSSON, rakarameistari Kaplaskjólsvegi 7, andaðist í Landspítalanum mánudaginn 9. febrúar. Esther Magnúsdóttir. t Eiginmaður minn HARALDUR KRISTJÁNSSON verkstjóri, Tjarnarbraut 21, Hafnarfirði andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 1 0. þ m. Ágústa Sigurðardóttir. t RUBIN WEÖJPETERSEN matsveinn Grettisgötu 31 er andaðist 5. febrúar, verður jarðsunginn I Fossvogskirkju, fimmtu- daginn 1 2. febrúar kl. 1 3 30. Guðný Guðjónsdóttir Hákon Þorkelsson. t Eiginkona mfn ELSA MARÍA MICHELSEN. Gnoðarvogi 36, sem andaðist 6 þ m verður jarðsett frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. febrúar, kl 15.00 Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlega bent á líknarstofnanir. F.h. aðstandenda. Valgeir Scheving Kristmundsson. t Útför ÁGÚSTU SIGURBJARGAR ÁGÚSTSDÓTTUR fer fram, frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1 3 febrúar kl. 3 e.h Árni Jónsson, Hulda Bjarnadóttir, Hrafnhildur Árnadóttir. Bjarni Árnason Jón Guðmundsson. t Innilegar þakkir til allra nær og fjær er auðsýndu okkur samúð vinarhug og ómetanlega hjálp við andlát og jarðarför eiginmanns mlns, sonar og bróður, STEFÁNS INGIMUNDARSONAR, Vogagerði 8, Vogum. Sérstakar þakkir til Guðmundar Oddssonar, læknis og allra er starfa á deild A-7 Borgarspltalanum, fyrir frábæra hjúkrun og hlýju Guðrlður Sveinsdóttir, Abigael Halldórsdóttir. Guðrún Ingimundardóttir. stjórn Norræna félagsins á Sauó- árkróki. Þetta er orðinn löng upptaln- ing, en míklu lengri gæti hún verið, því viða hefur Adolf komið við og lagt gjörva hönd á margt, hlaupið undir bagga og aðstoðað i margs konar störfum er til heilla hafa horft fyrir byggðirnar hér í Skagafirði. Það var alveg sama að hverju Adolf gekk, þar var enginn hálf- velgja í hlutunum, hann sneri sér að þvi, sem hann tók sér fyrir hendur, af miklum krafti, og hljóp ekki frá þvi, þótt eitthvað blési á móti og var þannig bæði þrautseigur og framsýnn. Rafveita Sauðárkróks mun lengi búa að starfi hans. Hann skipulagði rafveituna og dreifi- kerfið sem er til mikillar fyrir- myndar, og ávallt hafði Rafveitan lokið sinum lögnum um ný bæjar- hverfi áður en notendur þurftu á þvi að halda, þannig að þeir þurftu aldrei að biða eftir fram- kvæmdum hjá Rafveitunni. Fjárhagslegur rekstur og inn- heimta Rafveitunnar voru einnig til sérstakrar fyrirmyndar. Þar var aldrei bruðlað með fjármuni, án þess þó, aó neitt vantaði til þess að dreifikerfið stæðist full- komlega. Eitt síðasta verk rafveitustjór- ans hjá Rafveitu Sauðárkróks, var að bjóða út og ganga frá tilboði i rafstrengi, er duga muni Rafveit- unni nú á næstu árum, og er þetta verk táknrænt um starf Adolfs alla tíð, hjá þessu óskafyrirtæki sínu. A siðasta ári átti Rafveita Sauð- árkróks 50 ára afmæli, og var þess sérstaklega minnzt með hófi i lok nóvember. Þrátt fyrir það að Adolf væri þá orðinn fársjúkur, hvildi mest á honum allur undir- búningur og framkvæmd þess og fór það bæði virðulega og eftir- minnilega fram, og mun öllum þeim er þar voru verða þaó minnisstæð stund. Þegar sjónvarpið hóf útsend- ingar i Skagafirði, beitti Adolf sér fyrir stofnun sérstaks áhuga- mannafélags er gerði hagstæða samninga við innflytjendur i héraðinu. Jafnframt gerðist Adolf fréttaritari sjónvarpsins þá þegar og varð um leið kvikmynda- tökumaður þess i Skagafirði. Nú fyrir nokkrum árum var Adolf kosinn í stjórn Sauðár- krókssafnaðar og starfaði þar til æviloka. Hann kom til starfa fyrir söfnuðinn þegar mikið lá við. Kostnaðarsamar endurbætur voru gerðar á kirkjunni að innan og þurfti því að fá bæði gætinn og úrræðagóðan aðila til þess að sjá um gjaldkerastörfin fyrir söfnuð- inn, og var því leitað til Adolfs, sem ekki brást í því starfi frekar en öðru er hann gekk að. Adolf Björnsson var mikill áhugamaður um eflingu iðnfyrir- tækja og stofnun nýrra á Sauðár- króki, óg sat i mörgum nefndum er höfðu það að markmiði. For- göngumaður var hann um bygg- ingu minkabús á Nöfunum á Sauðárkróki og leiddi það starf fyrstu árin. Adolf var mikill baráttumaður alla tið fyrir vatnsvirkjunum á Norðurlandi vestra, en því miður fékk hann aldrei að sjá þá drauma rætast. Hann hafði áhrif bæði á ráðherra og þingmenn í þessum vi.rkjunarmálum, og kom því m.a. til leiðar að frumvarp var flutt á Alþingi um virkjun Reykjarfoss í Svartá í Skagafirði, og var það samþykkt þó að ekkert yrði úr framkvæmdum. Adolf hafði þó undirbúið það mál þannig, að hann lét gera á vegum Rafveitu Sauðárkróks miklar jarðvegsrannsóknir og athuganir þar, og í framhaldi af þvi áætlanir um virkjun og voru þær áætlanir tilbúnar til útboðs, þegar séð var að opinberir aðilar höfðu dregið sig til baka, og varð því ekkert úr framkvæmdum. Adolf Björnsson var að verð- leikum skipaður af ráðherra til þess að taka sæti í nýkjörinni stjórn Norðurlandsvirkjunar. Eitt var það áhugamái, er var Adolf dýrmætara en flest annað, en það var starf innan Frímúrara- reglunnar á Islandi. Hann var í forustuliði skagfirzkra frímúrara og auðnaðist þar aó gera hreint kraftaverk á því sviði, I heima- héraði og leiða þar fámennan hóp reglubræðra til myndarlegra átaka. Þann 28. febrúar 1947 kvæntist Adolf eftirlifandi konu sinni, Stefaníu Önnu í Frimannsdóttur, frá Austara-Hóli í Fljótum, og hefur hún reynzt Adolf tryggur förunautur gegnum árin, og stutt hann dyggilega í oft erfiðu starfi. Þar sem Adolf hefur mikið þurft að ferðast i sínu starfi, þá hefur Stefanía lagt það á sig að ferðast með honum, Adolf til mikillar ánægju og styrks. Þeim hefur ekki orðið barna áuðið, en son átti Stefanía áður er Adolf gekk i föður stað. Nú þegar Adolf er kvaddur að leiðarlokum með þakklæti fyrir ánægjuleg kynni og ógleymanlegt samstarf, þá verða víða eyður sem vandfylltar verða. Eg og fjölskylda mín sendum þér Stebba mín innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að biessa þig og veita þér styrk i sorg þinni. Helgi Rafn Traustason. Kveðja: Margrét Erla Kristjánsdóttir Fædd 23. desember 1946. Dáinn 14. janúar 1976. Nú þegar Margrét Erla er horfin sjónum okkar aðeins 29 ára gömul, þá vaknar sú spurning hvað sá sem öllu ræður meinar með þessu. Ég held að okkur sem lifum á þessari jörð sé öllum ætlað visst hlutverk. En þegar ung 3 barna móðir er kvödd á brott frá þrem litlum börnum og eiginmanni á svo sviplegan hátt virðist okkur erfitt, að skilja lifið. Þegar ég tók mér penna i hönd til þess að skrifa, þessar fáu línur til að þakka Erlu samveruna þvi ég átti henni og hennar manni mikið að þakka því oft kom ég á heimili þeirra þegar illa stóð á fyrir mér i mínum veikleika. Þá var alltaf tekið vel á móti mér og reynt að gera það besta úr öllu því. Erla var einstakt góðmenni, hlý og kát, og vildi allt gera fyrir þá sem áttu erfitt oft umfram, getu sína. Þannig held ég að Erlu sé best líst í fáum orðum. Enda veit ég að ekki vildi hún að ég færi að oflofa hana á nokkurn hátt. Þess vegna bið ég algóðan guð og þau sem á undan eru gengin að taka á móti henni og vefja hana örmum sínum því ég trúi því að hér séu ekki endalok. Nú verður meðr hugsað að Torfufelli 27, þar sem eftir situr eiginmaður og þrjú börn. Megi + Við þökkum af alhug þá miklu vináttu og samúð sem okkur var sýnd við andlát og útför ARNÓRS GUÐNA KRISTINSSONAR Sigrún Ólafsdóttir, börn, tengdabörn og ba.nabörn algoður guð varðveita þau og styrkja í þeirra miklu sorg. Mig langar að gera orð Guðbrands að mínum, þegar hann sagði mér lát Erlu en hún lést á Borgarspítalan- um þar sem ég þá lá: „Við eigum þó alltaf góða minningu sem von- andi aldrei gleymist." Og það er ekki litill styrkur fyrir foreldra og systur Erlu að hafa eignast slfkan tengdason. Eg sendi minni elskulegu systur, mági og frænku minar innilgustu samúðarkveðjur og bið ég þess að alfaðir himn- anna huggi þau og styrki því að sagt er að þeir sem Guðirnir elska deyi ungir. Blessuð sé minning hennar. H.S. + Þökkum hlýhug og samúð vegna fráfalls SVEINS HALLDÓRSSONAR fyrrverandi skólastjóra og virðingu sýnda minningu hans. Hulda Sveinsdóttir Pálmi Sveinsson, GuSlaug Magnúsdóttir, Kris.fn Sveinsdóttir. Emil GuSmundsson, Haukur Sveinsson Hulda GuSjónsdóttir, Gylfi GuSmundsson, og barnabörn GuSrún Jónsdóttir. Afmælis- . °? minning- argreinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og rainningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu njáli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu lfnubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.