Morgunblaðið - 11.02.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.02.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRUAR 1976 KVENFÉLAGIÐ Seltjörn á Seltjarnarnesi hefur fært Valhúsaskóla tvo vefstóla að gjöf og var formleg afhending stólanna f skólanum í gærmorgun að viðstöddum nemendum skólans. Stólana afhenti Elfsabet Jónsdóttir, formaður Seltjarnar, en Ölafur H. Óskarsson skólastjóri veitti þeim viðtöku. Stólarnir eru tveir og frekar litlir, en vonast er til þess að vefnaður geti orðið að valgrein í skólanum er fram liða stundir. — Ljósm.: Kristinn Ólafsson. Heimilishjálp veitt 585 heimilum 1974 HEIMILISHJALPIN í Reykjavlk veitti á árinu 1974 585 heimilum aðstoð, í 105.105 vinnustundir. Þar störfuðu á árinu 7 stúlkur og 17 í tfmavinnu við heimilishjálp í SÉRSTÖK neyðarþjónusta Pósts og síma tók til starfa á Sauðárkróki í fyrrinótt og eykur hún mjög öryggið í bruna- og sjúkravörnum sveitanna í Skagafirði. Afbragðs línuafli Vestfjarðabáta Isafirði 10. feb. AFLI hefur haldizt góður hjá línubátunum i þessum mánuði. Hafa þeir komizt hæst í 11 lestir en meðalaflinn er röskar 7 lestir í róðri. Eru stærri línubátarnir allir komnir með yfir 50 lestir í mánuðinum. Afli togaranna hefur aftur á móti verið fremur tregur. Lönd- uðu þeir allir i seinustu viku 40—55 lestum eftir 6 daga útivist. — Fréttaritari. viðlögum vegna veikinda eða for- falla húsmóður um stundarsakir og 72 stúlkur hjá heimilisþjón- ustunni fyrir aldraða, þar af 29 heilsdagsstúlkur og 9 hálfan dag- Þetta mál hefur lengi verið á döfinni og hefur ekki fengizt fjárveiting frá Landssímanum til þessarar þjónustu fyrr en nú. Fyrir nokkrum vikum lagði Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður fyrirspurn fyrir ráðherra á Alþingi um þetta mál og nú hefur þessi þjónusta sem sagt verið tekin upp. Ólafur Stefánsson stövðarstjóri Pósts og síma, sagði i viðtali við Mbl. í gær, að í héraðinu væru margar stöðvar sem sveitasímar væru tengdir við. Þetta neyðar- kerfi gefur bæjunum tækifæri til þess að kalla upp stöðvar sínar hvenær sólarhrings sem er og gefur stöðin samband við Sauðár- krók. Þetta hefur verið baráttu- mál sýslunefndar Skagafjarðar í alllangan tíma. inn. Þetta kemur fram í skýrslu Félagsmálastofnunar Reykjavfk- ur fyrir árið 1974. I skýrslunni kemur fram að heimilum, sem fá slíka aðstoð fjölgar jafnt og þétt, úr 285 á árinu 1965 í 585 1974, en 1973 voru heimilin 509. Heimilishjálpar til aldraðra nutu 326 heimili á árinu 1974 og var 226 heimilum veitt eftirgjöf á gjaldi að fullu. Heimilishjálpar í viðlögum nutu 259 heimili, þar af var 41 heimili veitt eftirgjöf að fullu af gjaldi. Segir i skýrslunni, að markmið allrar heimilishjálpar sé að koma í veg fyrir upplausn og gera ein- staklingum kleift að vera sem lengst í heimahúsum. Vel skipu- lögð heimilishjálp dragi úr álagi á sjúkrahús og ýmsar stofnanir og geti í mörgum tilfellum komið i staðinn fyrir margfalt kostnaðar- samari úrræði. Jafnframt sé heimilishjálp þýðingarmikill þáttur i öllu endurhæfingarstarfi. Auk þess em hér er talið starf- aði hjá Félagsmálastofnun hjúkr- unarkona í hálfu starfi síðari hluta árs 1974 og heimsótti aldr- aða í heimahúsum, sem líkur voru fyrir að þörfnuðust hjúkrunar- heimilisvistar. Voru heimsóttir þeir, sem stofnunin hafði vitn- eskju um að þörfnuðust sérstakr- ar aðstoðar og kannað heilsufar þeirra, húsnæðisaðstaða, fjárhag- ur og félagsleg aðstaða. Ney ðarþ j ónustukerf i í notkun í Skagafirði 133 karlar og 17 konur sóttu gistiskýli fyrir áfengissjúka I nýútkominni ársskýrslu Félagsmálastofnunar Reykja- víkur borgar yfir árið 1974 kemur m.a. fram, að það ár gistu 10,6 gestir á nóttu að meðaltali í gistiskýlinu fyrir heimilislausa áfengissjúklinga f Þingholtsstræti 25, en yfir árið gistu þar 133 einstaklingar að meðaltali 29,2 gistinætur. Samtals voru nýttar 3882 gistinætur. Hefur gestum fjölgað stöðugt síðan gistiskýlið tók til starfa f október 1969, Skýlið er rekið 365 nætur á ári og er opið frá 19.30 til 10 á morgnana. En nú nýlega var einnig opnuð dagstofa, sem þessir menn geta dvalið í á daginn. A árinu 1974 voru gestir gisti- 11 komið á sjúkrahús 26 á hæli, 36 skýlisins aðstoðaðir á ýmsan hátt, útveguð vinna og 20 útvegað húsnæði. Segir í skýrslunni að rætt hafi verið um möguleika á að stofna lítið heimili fyrir áfengis- sjúklinga, sem taldir eru i aftur- bata eftir dvöl á hæli eða sjúkra- húsi og verið óskað eftir framlagi til stofnunar slíks. Gistiheimili fyrir konur var opnað 23. des. 1973 og var 1974 þvi fyrsta heila árið, sem þessi starfsemi var rekin. A heimilinu gistu 17 konur samtals 2.315 nætur eða að meðaltali 6,4 konur á hverri nóttu. Sneri til baka með brezkan sjómann BREZKA aðstoðarskipið Hausa kom inn til Norðfjarðar í gærmorgun klukkan 08 með veikan hrezkan togarasjómann. Togarasjómaðurinn hafði lærbrotnað árið 1969 og hafði verið negldur á sjúkrahúsi í London. Er skip hans fékk á sig sjó á föstudag, fékk togarasjómaður- inn hnikk á fótinn, þannig að meiðslin tóku sig upp og leið honum illa. Bað Hausa um leyfi til þess að fara inn til Seyðisf jarðar, en skipið kom eins og áður sagði til Neskaupstaðar i gærmorgun. Læknir var um borð i Hausa, sem lá úti á firðinum á Norðfirði. Ræddi skipslæknirinn við yfir- lækninn á Fjórðungssjúkra- húsinu á Neskaupstað, Daníel Danielsson, oftar en einu sinni og voru læknarnir sammála að ekki væri um hættutilfelli að ræða og spurning aðeins, hvað bezt væri fyrir manninn, að flytja hann i land á Neskaupstað eða flytja hann utan til Bretlands, en slíkt hefði tekið fjóra sólarhringa. Var það niðurstaða læknanna að ekki skipti öllu máli, hve fljótt maður- inn kæmist á sjúkrahús og fór skipið um hádegisbil frá Norð- firði. Dómsmálaráðuneytið gaf heimild til þess að maðurinn yrði fluttur í land á Norðfirði með því skilyrði að íslenzkir læknar önnuðust hann eingöngu. Sam- kvæmt upplýsingum Þórðar Einarssonar í utanríkisráðuneyt- inu, sem ræddi við yfirlækninn á Neskaupstað kvað hann mjög hugsanlegt að naglinn í lærlegg mannsins hefði við hnikkinri, sem hann fékk á fótinn, getað farið úr Ljósm. Leif Bryde. SKEMMDIRNAR á varð skipinu Tý eftir ásiglingu brezku freigátunnar Juno á föstudaginn. Nýjar klukkur í Isafjarðarkirkju Isafirði, 10. feb. A SUNNUDAGINN voru vigðar tvær nýjar kirkjuklukkur f Isa- fjarðarkirkju. Fyrir var f kirkj- unni ein gömul klukka, 70 kfló á þyngd, frá árinu 1782. Hin klukkan sem fyrir var f kirkjunni var send út til Þýzkalands fyrir seinna strfð til viðgerðar þar sem sprunga var komin 1 hana, en hún mun hafa glatast f hildarleik styrjaldarinnar. Hefur þvf aðeins verið ein klukka á undanförnum árum. Hinar nýju kirkjuklukkur eru 125 kg og 205 kg að þyngd. Eru klukkurnar samtengdar og slætti stjórnað með rafmagni. Sóknar- presturinn, sr. Sigurður Kristjánsson, vígði klukkurnar en formaður sóknarnefndar, Öli J. Sigmundsson, gerði grein fyrir kaupunum og framkvæmdum við uppsetningu. Einnig söng kirkju- kór Isafjarðarkirkju, undir stjórn Ragnars H. Ragnar en sr. Gunnar Björnsson og Ölafur Kristjánsson iéku á celló og pianó. — Fréttaritari. lagi og gætu fylgt þvi óþægindi og jafnvel hiti. Daniel Daníelsson skoðaði ekki sjúklinginn en eins og áður sagði varð að samkomu- lagi milli skipslæknisins og yfir- læknisins að maðurinn þyrfti ekki að komast á sjúkrahús í grænum hvelli. Brezka sendiráðið hafði siðan, eftir að Hausa fór frá Norðfirði, samband við ráðuneytin og spurði, hvort svo harðneskjuleg viðbrögð yrðu við beiðni Breta um að mega flytja manninn af skipinu og til Bretlands um Egils- staði og Reykjavik, þar sem hann þyldi illa sjógang. Var þá aftur bent á að honum væri heimilt að fara á sjúkrahús. I gærkveldi sótti Hausa aftur um að fá að koma inn til Nes- kaupstaðar með sjúkan mann. Var skipinu veitt það leyfi, en ekki var ljóst, hvort um sama sjúkling var að ræða og í gær- morgun eða einhvern annan. Ölteiti hjá Kísil- iðjumönnum Björk Mývatnssveit 9. feb. ARSHÁTlÐ starfsmannafélags Kísiliðjunnar var haldin í Hótel Reynihlíð 6. þm. og hófst hún með borðhaldi kl. 20.30. Á annað hundrað manns sóttu þessa hátíð. Á borðum voru óteljandi kaldir réttir, stórkostlega myndarlegt. Formaður félagsins og foringi, Snæbjörn Pétursson, setti hátið- ina og stjórnaði henni af miklum myndugleik. Meðan á boróhaldi stóð voru ýmis skemmtiatriði af léttara taginu. Einnig söng Karla- kórinn Hrellir. Einar Njálsson frá Húsavik, stjórnarmaður Kísiliðj- unnar, kvaddi sér hljóðs. Kvað hann Magnús Jónsson banka- stjóra, formann stjórnarinnar, hafa hringt til sín og beðið sig að mæta i sinn stað á hátiðinni og færa félaginu bestu kveðjur sínar og árnaðaróskir. Jafnframt því sem félagið þakkar kveðjur og óskir Magnúsar færir það honum hugheilar þakkir fyrir. Að loknu borðhaldi og andlegri næringu var dansað af miklu fjöri fram eftir nóttu. Það er mál manna sem þesst hátið sátu að hún hafi tekizt með afbrigðum vel. Á laugardagskvöld voru skemmtiatriði endurtekin fyrir börn og fleiri gesti. Fram- leiðsla var stöðvuð hjá Kísiliðj- unni i einn sólarhring vegna árs- hátiðarinnar. — Kristján. Árshátíð í Kópavogi ARSHATÍÐ sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi, og 25 ára afmæli sjálfstæðisfélags Kópavogs, verð- ur haldin f félagsheimili Kópa- vogs laugardaginn 21. febrúar kl. 20. Fyrir 25 árum, var sjálfstæðis- félag Kópavogs stofnað, fyrsti for- maður var Jón Sumarliðason og aðrir I stjórn voru Einar Vítalin, María Vilhjálmsdóttir, Guðrún Erlendsson og Gestur Gunnlaugs- son. Núverandi stjórn er, formað- ur Þór Erling Jónsson og aðrir í stjórn eru Hilmar Björgvinsson, Skúli Sighvatsson, Erling Hanns- son, Guðrún Berndsen og Krist- inn Skæringsson. Starfsemi félagsins hefur verið góð síðastliðið ár. Miðar á árshátíð og 25 ára afmæli félagsins fást hjá formönnum félaganna og kostar miðinn 2500 kr. upp. í símum 42478—42454.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.